Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson
Aðalstræti 6, simi 10100.
Aðalstræti 6, simi 22480.
Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasolu 90 kr. eintakið
Grát,
ástkæra
fósturmold
Morgunblaöið hefur birt
bréf íslandsdeildar
Amnesty International
ásamt nöfnum þeirra, sem
undir það skrifa, en hér er
um að ræða opið bréf til
Vorsters, forsætisráðherra
S-Afríku, vegna kynþátta-
misréttis þess, sem stjórn
Suður-Afríku hefur látið
viðgangast þar í landi — og
ber raunar ábyrgð á. Ástæöa
er til að taka heilshugar
undir gagnrýni þá, sem í
bréfinu felst, og jafnframt
þær áskoranir á stjórn
S-Afríku áð breyta stefnu
sinni og koma á jafnrétti
allra þegna í landinu, hvort
sem þeir eru svartir eða
hvítir. Þetta er í samræmi
við stefnu Sameinuðu þjóð-
anna og yfirlýsingu utan-
ríkisráðherra Norðurlanda,
sem birt var nýlega.
Hitt er svo annað mál, að
mannréttindi eiga undir högg
að sækja víðar en í S-Afríku
og sums staðar er ástandið
jafnvel mun verra en þar í
landi, eins og bent var á hér
í Reykjavíkurbréfi á sl.
sumri, þar sem rætt var um
mannréttindamál í heimin-
um og byggt á upplýsingum,
sem blaðamaður Morgun-
blaðsins aflaði sér hjá
mannréttindanefnd Samein-
uðu þjóðanna í Genf, Sviss-
landi.
Ástandið í þessum
málum er mjög slæmt í
S-Afríku, en menn skulu ekki
gleyma því, að þar í landi er
einungis um hluta af vanda-
málinu að ræða, svo hörmu-
legt sem ástandið er í löndum
eins og Uruguay, Uganda,
miðalda einræðisríki Bokassa
keisara í Afríku og víðar. Þá
hafa Arabaríki tekið upp
miðalda refsiaðgerðir og lög-
leitt alls kyns trúarfyrirmæli
Kóransins, sem eiga engan
rétt á sér nú á dögum, s.s. að
höggva hendur af þjófum
o.þ.h. Fulltrúar mann-
réttindanefndar Sameinuðu
þjóðanna hafa horft upp á
það með hryllingi að sjá
afturförina í þessum efnum í
landi eins og Egyptalandi, en
þar hefur merkur stjórn-
málamaður eins og Sadat
látið það viðgangast, að þing
landsins leiði það í lög á ný,
að hendur séu höggnar af
þjófum. Þá þarf ekki heldur
að spyrja að ástandinu í
kommúnistaríkjunum, en það
er kunnara en frá þurfi að
segja, Gulagið er á sínum
stað og engum sögum fer af
því, að íbúum þess fari
fækkandi. Á Kúbu eru til-
tölulega fleiri pólitískir fang-
ar en nokkurs staðar annars
og Castro hefur ekki leyft
neinum að fylgjast með hög-
um þeirra. Andi Stalíns
stjórnar Kúbu. Samt eru
Kúbukommar í „frelsisbar-
áttu“ út og suður, t.a.m. í
Afríku.
Amnesty International á
þakkir skilið fyrir árvekni
sína. Samtökin hafa komið
mörgu góðu til leiðar og þá
ekki sízt í Sovétríkjunum,
þar sem þau hafa rétt and-
ófsmönnum hjálparhönd, svo
um hefur munað. En forystu-
menn Amnesty International
þar í landi hafa fengið að
súpa seyðið af starfsemi
sinni, eins og margoft hefur
verið skýrt frá í fjölmiðlum.
íslandsdeild Amnesty
International hefur tekið
þátt í viðtækri herferð vegna
ástandsins í S-Afríku, en hún
hófst 18. jan. sl. og stóð yfir
fram eftir þessum mánuði.
Hið opna bréf til forsætisráð-
herra S-Afríku er birt í
fjölmiðlum víða um heim,
jafnframt því sem reynt
verður að fá það birt í
fjölmiðlum S-Afríku og má
vel vera að það vekji sam-
vizku einhverra þeirra, sem
standa fyrir kynþáttaofsókn-
um og eiga þátt í því .að gera
líf svartra manna í landinu
nær óbærilegt.
Leikritið um ástandið í
S-Afríku, sem finnski leik-
flokkurinn sýndi á Litla
sviðinu í Þjóðleikhúsinu í
fyrra, var flestum ógleyman-
legt, enda voru listræn tök
þess með þeim hætti, að það
átti erindi við alla þá, sem
unna merkilegri leiklist, en
hafa ekki einungis áhuga á
pólitískum áróðri af lélegasta
tagi. Boðskapur leikritsins
komst vel til skila vegna
listrænna yfirburða. Hið
sama má segja um bækur
s-afríska rithöfundarins
Alan Patons, sem þýddar
hafa verið á íslenzka tungu
og þannig fært kynþátta-
vandamál þesssa fjarlæga
lands inn á gafl hjá okkur.
Rostropovich
hrekur árás
London. 30. marz. AP.
SOVÉZKI scllóleikarinn Mstis-
lav Rostropovich ok kona hans
siinjíkonan Vishovskaya svör-
uðu í datí síðustu ásiikunum
sovózkra yfirvalda som hafa
svipt þau sovózkum ríkisborg-
ararótti ok siikuðu þau um að
reyna að roka floys milli þeirra
os tvoKKja dætra þoirra.
Þau sögðu að sovézk yfirvöld
hefðu endurnýjað vegabréf
dætranna og sökuðú þau um að
reyna að stía þeim burtu. Að
þeirra sögn er hin raunverulega
ástæða til þess að þau féllu í
ónáð vinátta þeirra við Nóbels-
skáldið Alexander Solzhenitsyn
sem dvaldist hjá þeim fjóra
vetur á sveitasetri þeirra á þeim
tíma þegar hann lenti fyrst í
útistöðum við sovézk yfirvöld.
Rostropovich og kona hans
sögðu á fjölmennum blaða-
mannafundi í hótelinu Waldorf
Astoria að sovézka stjórnin
hefði beðið þau að úthýsa
Solzhenitsyn og þegar þau hefðu
neitað því hefði þeim verið gert
ókleift að starfa í Sovétríkjun-
um, en þeim hefði tekizt að
komast úr landi með aðstoð vina
í Evrópu og Danmörku. Rostro-
povich neitaði ásökun sovézkra
yfirvalda um að hann hefði
síðan haldið 63 tónleika á
Vesturlöndum til ágóða fyrir
samtök landflótta hvítliða og
sagði að ágóðinn hefði runnið til
góðgerðastarfsemi.
Hann neitaði einnig ásökun-
um um að þau hjónin stæðu í
nánu sambandi við fjandsamleg
öfl og hefðu aldrei viljað snúa
aftur til Sovétríkjanna. „Við
skorum á allan heiminn, alla
vini okkar, allt heiðarlegt fólk
að sp.vrja ríkisstjórn okkar hvað
við höfum gert rangt,“ sagði
Rostropovich.
Hjónin hafa beðið Kurt Wald-
heim, framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna, að stuðla að
því að þau fái aftur sovézkan
ríkisborgararétt og hafa ekki
ákveðið í hvaða landi þau ætla
að setjast að.
Óvænt lækkun
á gengi punds
London. 30. marz. Router.
AP.
PIJNDIÐ la-kkaði óvænt á
gjaldeyrismörkuðum í Evrópu í
dag on gengi dollarans hækk-
aði nokkuð. Pundið lækkaði um
rúmlega eitt cent gagnvart
dollaranum, en dollarinn
hækkaði um eitt yen eftir
motiækkunina gagnvart jap-
anska gjaldmiðlinum í gær.
Ovíst er hvort Englandsbanki
hafi gert ráðstafanir til hjálpar
pundinu og óvíst er um orsök
lækkunar þess. Þó getur skýr-
ingin verið óvissa vegna fjár-
lagafrumvarpsins sem brezka
stjórnin leggur fram 11. apríl og
sú niðurstaða árlegrar skýrslu
hagfræðideildar háskólans í
Cambridge, að atvinnulausum í
Bretlandi muni fjölga á næsta
áratug úr 1.4 milljónum í fimm
milljónir.
Bætt staða dollars gagnvart
yeni kann að vera stundarfyrir-
bæri að sögn kunnugra sem
halda að yenið muni brátt halda
áfram að hækka eins ört og það
hefur gert að undanförnu. Rétt
áður en kauphöllum var lokað
varð dollarinn aftur fyrir þrýst-
ingi. Verð á gulli lækkaði um tvo
dollara.
Jafnframt varaði vestur-þýzki
efnahagsmálaráðherrann, Otto
Lambsdorff, við því í dag að
Vestur-Þjóðverjar kynnu að
neyðast til að endurskoða það
tákmark sitt að auka þjóðar-
tekjur um 3.5% á þessu ári
vegna lækkunar dollarans og
kaupkrafna innanlands.
Veður
víða um heim
Amsterdam 11 skýjaó
Aþena 19 sólskin
Berlin 18 bjart
Brússel 11 rigning
Chicago 7 skýjaó
Frankfurt 15 rigníng
Genf 11 skýjað
Helsinki 6 sólskin
Jóhborg 21 sólskin
Kaupm.hófn 13 skýjað
Lissabon 15 rtgning
London 13 bjart
Los Angeles 18 rigning
Madrid 16 sótskin
Malaga 18 bjart
Miami 26 skýjað
Moskva 8 bjart
New York 17 bjart
Ósló 5 skýjaö
Palma. Majorca 11 skúrir
París 12 rigning
Róm 15 sólskin
Stokkh. 10 sólskin
Tel Aviv 18 rigning
Tokýó 17 bjart
Vancouver 13 skýjaó
Vin 18 sólskin
Rostropovich
Sovézkir
andófsmenn
dæmdir
Moskvu 30. marz. AP.
TVEIR fólagar í Úkraínu-deild
Helsinkinofndar andófsmanna
í Sovétríkjunum hafa verið
daundir í sjö ára þrælkunar-
vinnu og fimm ára útlegð. að
því er fréttir frá andófsmönn-
um í Kiev hermdu í dag.
Samkvæmt fréttunum voru
Miroslav Marinovich og Mikola
Matusevich sekir fundnir um
and-sovézkan áróður í réttar-
höldum er lauk á miðvikudag.
Framhald á bls. 18
Kúbanir
falla í
árás í
Ogaden
Nairobi, 30. marz. AP.
ÚTVARPIÐ í Mogadishu sagði
í dag að sómalskir skæruliðar
hefðu fellt 170 Eþíópíumenn og
níu Kúhumenn þegar þeir
veittu eþíópískum liðsafla íyr-
irsát á Degahabur-Kebri-Dahar
veginum í miðri Ogadeneyði-
mörkinni í gær.
Skæruliðar eyðilögðu 10
eþíópíska herflutningabíla og
tóku þrjá herfangi í árásinni að
sögn útvarpsins.
Eþíépíska útvarpið sagði í dag
að kúbönskum hermönnum sem
berjast með Eþíópíumönnum
hefði nýlega verið haldin sigur-
veizla í borginni Dire Dawa í
Austur-Eþíópíu og að fulltrúar
eþíópísku stjórnarinnar hefðu
hrósað þeim fyrir aðstoð þeirra
í stríðinu.
Fulltrúar stjórnarinnar sögðu
að aðstoð Kúbumanna hefði eflt
„málstað alþjóðahyggju öreiga"
að sögn útvarpsins. Bandaríska
utanríkisráðuneytið áætlar að
12.000 Kúbumenn séu í Eþíópíu
auk 1.000 rússneskra ráðunauta.
Þetta gerðist
1971 — William ('alley
lautinant dæmdur í ævi-
langt fangeisi fyrir þátt
sinn i morðunum í My
Lai.
1970 —- Níu japanskir
stúdentar ræna
japanskrí farþegaflugvél
og snúa henni til
Noröur-Kóreu Karl von
Spreti grejfa sendiherra
Vestur-Þjóðverja í
Guatemala rænt.
1961 — Uppreisn hefst
gegn Joao Goulart for-
seta í Hrazilíu.
1953 — I >ag Hammar-
skjöld kji)rinn fram-
kvænidastjóri Samein-
uðu þjóðanna.
1918 — Bandaríkjaþing
samþykkir samninginn
um Marshall-aðstoöinu.
1911 — Þjóðverjar hefja
gagnsókn í Norð-
ur-Afríku.
1905 — Heimsókn \’il-
hjálms II Þýzkalands-
keisara til Tangier kem-
ur af stað fyrstu
Marokkó-deilunni.
18X9 — Eiffelturn í
París opnaður.
1885 Osigrar Frakka
fyrir Kínverjum í Hanoi
valda falli ríkisstjórnar
Jules Ferry.
1851 — Bandaríski
flolaforinginn Perry
gerir fyrsta samninginn
við Japani og tvær
japanskat' hafnir eru
opnaðar útlendingum.
Afmælii Rene Descartes,
franskur heimspekingur
(1506 _ 1650) Josef
llaydn, austurrísk tón-
skáld (1732 _ lSOOi
Nikolai Gogol rússnesk-
ur rithofundur tlsOít
IS.)2) R.W. von Bunsen
þýzkur efnafræðingur
(lSll — 1S00I.
Ilugleiðing dagsinsi Að
sigra sjáifan sig er mesti
stgurinn
’latoti
griskur heimspekingur
(um 127—347 f.Kr.l.