Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978
Aukatónleik-
ar Sinfóníu-
hljómsveit-
ar Islands
LAUGARDAGINN 1. aprfl held-
ur Sinfóníuhljómsvcit íslands
aukatónleika í Iláskólabiói oií eru
þetta miðnæturtónleikar, sem
hefjast kl. 23.30. Eru þcir með
allnýstárleKu sniði og með tilliti
til dagsins. 1. aprfl. en vi'ða um
heim eru haldnir tónleikar þenn-
an dag sem eru sjarnan nefndir
„aprflKahb“.
I frétt frá Sinfóníuhljóm-
sveitinni segir svo um tónleikana:
Sinfóniuhljómsveit íslands hef-
ur fengið 4 erlenda listamenn til
að stjórna og taka þátt í þessum
tónleikum. Skal þar fyrstan telja
háðfufílinn og tónlistargagnrýn-
andann Denb.v Richards, en hann
hefur sviðsett svipaða tónleika og
þessa þennan dag 12 sinnum í
London við mikla hrifningu. Þá
kemur einnig frá London tón-
Framhald á bls. 18
V estmannaey jar:
Aðeins sex skip til kol-
munnaveiða við Færeyjar?
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
nú auglýst eftir umsóknum um
kolmunnaveiðar á vori komanda
og rennur umsóknarfrestur út 25.
aprfl n.k. en þá er gert ráð fyrir
að kolmunnaveiðar hefjist á
Færeyjamiðum. ef miðað er við
reynslu fyrri ára. íslendingar
hafa hcimild til að veiða 35
þúsund lestir af kolmunna við
Færcyjar í ár. sem er mun meira
en þeir máttu vciða í fyrra en þá
var langt frá því að hægt væri að
fullnýta kvótann.
Jón B. Jónasson deildarstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær, að
alls mættu 15 íslenzk skip stunda
kolmunnaveiðar innan færeyskrar
fiskveiðilögsögu og alls 17 ef
Ný símaskrá
í prentun
NY simaskrá er í prentun og
verður hún vænt^nlega afhent
símnotendum upp úr miðjum
aprfl samkvæmt upplýsingum
Ilafsteins Þorsteinssonar sím-
stjóra í Reykjavík.
Símaskráin verður að þessu
sinni í 100 þúsund eintaka
upplagi. Hún verður heldur
stærri en skráin, sem nú er í
notkun, eða tæpar 700 blaðsíður.
Símaskráin er prentuð í Odda og
fara í hana 100 tonn af pappír.
einhver skip væru með tvílemb-
ingsvörpu. Kvað Jón mjög ósenni-
legt að svo mörg íslenzk skip yrðu
búin til þessara veiða í vor, en hins
vegar væru starfsmenn sjávarút-
vegsráðuneytisins að kanna hvað
hægt væri að gera til að hvetja
menn að stunda þessar veiðar
frekar.
Morgunblaðinu er aðeins kunn-
ugt um sex íslenzk skip, sem verða
vel búin til kolmunnaveiða í vor.
Eru það Sigurður RE, Börkur NK,
Víkingur AK, Bjarni Ólafsson AK,
Narfi RE og hið nýja skip
Fiskaness h.f. í Grindavík, sem
væntanlegt er til landsins í byrjun
maí. Þá er og vitað, að Breki VE
og Óskar Halldórsson AK eru
einnig vel búnir til kolmunnaveiða,
en búizt er við að eigendur þeirra
sendi þau frekar til veiöa með
botnvörpu í sumar eða fram eftir
sumri.
Loðnufrysting aðeins
nokkur hundruð tonn
— en 2300 tonn fryst af hrognum
LOÐNU- og hrognafrysting fór að
mestu leyti forgörðum í vetur. en
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
Sjávarafurðadeild Samhandsins og
íslenzka umhoðssalan höfðu öll
Ný ljóðabók eftir
Sigurð A. Magnússon
IIJÁ Helgafelli kemur út í dag
ljóðabók eftir Sigurð A. Magnús-
son. sem nefnist „í ljósi næsta
dags" og er bókin gefin út á
fimmtugsafmæli höfundar.
Sigurður A. Magnússon
Efni bókarinnar skiptist í þrjá
meginkafla: Tilbrigði, Tildrög og
Tilræði, auk ljóðsins Að yrkja. Á
bókarkápu segir: „Sigurður A.
Magnússon á að baki óvenju
fjölbreytt bókmenntaverk: ljóð,
sögur, leikrit, ferðabækur, rit-
gerðir og þýðingar í bundnu og
óbundnu máli. Hann hefur verið
skeleggur gagnrýnandi og aðsóps-
mikill ritstjóri undanfarna ára-
tugi. I ljóðagerð er hann nýstefnu-
maður og andlegar og pólitískar
hræringar samtímans eiga sterk
ítök í ljóðum hans. Jafnframt
ástundar hann líka innhverfari
ljóðagerð, sem ber ljós merki
einkalegrar reynslu. Báðir þessir
þættir koma mjög eftirminnilega
fram í þessari nýju ljóðabók
hans.“
Ljóðabókin í ljósi næsta dags er
76 blaðsíður og eru í henni 37 ljóð.
gert samninga við Japani um sölu
á loðnu og loðnuhrognum í vetur.
Morgunblaðið aflaði sér þeirra
upplýsinga f gær. að aðeins hefðu
verið fryst nokkur hundruð tonn af
loðnu en hrognafrystingin fór yfir
2000 lestir.
Frystihús innan vébanda Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna frystu
um 2000 lestir af hrognum og nokkur
hundruð tonn af loðnu, og var hlutí
loðnunnar ætlaður til beitu á
innanlandsmarkað. Frystihús innan
Sambandsins frystu síðan 330 tonn
af hrognum og loðnufrysting til
útflutnings nam aðeins-35 lestum. í
upphafi vertíðar höfðu menn gert sér
vonir um að SH-frystihúsin myndu
frysta allt að 5000 lestir af loönu og
Sambandsfrystihúsin um 3000 lestir.
Ilvað frystingu hrogna snertir, þá
hljóðuðu samningar upp á það magn,
sem mögulegt væri að frysta í vetur.
Tveir skipstjórar
teknir fyrir dóm
SKIPSTJÓRAR tveggja Vest-
mannaeyjabáta, sem Landhelgis-
gæzlan hafði kært fyrir að hafa
brotið reglur þorskveiðibannsins
um hámark af þorski í afla voru
teknir fyrir dóm hjá bæjarfóget-
anum í Vestmannaeyjum í gær.
Að sögn Júlíusar B. Georgssonar
fulltrúa, sem er dómsformaður,
voru teknar skýrslur af skipstjór-
unum. Svo sem kunnugt er af
fréttum voru skipstjórar tveggja
báta til viðbótar kærðir. Annar
bátanna kom inn seint í gærkvöld
og var farinn aftur á sjó snemma
í gærmorgun og tókst ekki að ná
skipstjóranum fyrir dóm. Verður
hann tekinn fyrir dóm við fyrsta
tækifæri svo og skipstjóri fjórða
bátsins.
Júlíus sagði að mál skipstjór-
anna yrðu send ríkissaksóknara til
umsagnar. Mun hann síðan taka
um það ákvörðun hvort málin
verða felld niður, þau afgreidd
með sátt eða ákæra gefin út.
Meðdómendur með Júlíusi eru
skipstjórarnir Friðrik Ásmunds-
son og Steingrímur Arnar.
Yfirlæknir Freeport
heimsækir Reykjavík
Börkur, Sigurður og Víkingur
stunduðu kolmunnaveiðar við
Færeyjar í mánaðartíma í fyrra
með misjöfnum árágri. En eftir
því sem leið á veiðitímabilið gekk
íslenzku skipunum betur. Skipin
áttu lengi vel í vandræðum með
vörpurnar, þar sem þær voru of
veikbyggðar til þessara veiða. Þá
var Börkur NK á kolmunnaveiðum
undan Austfjörðum. í 18 daga í
ágústmánuði á s.l. ári. Gengu þær
veiðar framar vonum og fékk
skipið 3600 lestir á þessum tíma.
Háði það skipverjum, að Börkur
var einskipa og þurfti því að leita
að góðum lóðningum í hvert skipti,
sem komið var á miðin, en það sem
réð úrslitum um það, að skipið var
ekki lengur á kolmunnaveiðum,
var að ekki fékkst nándar nærri
eins gott verð fyrir kolmunnann og
loðnuna í fyrrasumar.
DR. FRANK Herzlin yfirlæknir
Freeport-sjúkrahússins í New
York kemur til íslands n.k.
mánudag í boði Freeport-klúbbs-
ins. Mun hann dvelja hérlendis í
rúma viku og ræða m.a. við
ráðamcnn og lækna, flytja fyrir-
lcstur i Iláskólanum. kynna sér
starfscmi SÁÁ og Vífilsstaða og
tala á opnum fundi hjá AA-sam-
tökunum. Einnig mun hann halda
fræðslufundi fyrir almenning þar
sem hann ræðir áfengismál, og
vcrða þeir dagana 8. og 9. aprfl.
Dr. Herzlin fékk áhuga fyrir
málefnum alkóhólista fyrir um 15
árum og var þá einn af fáum
læknum í Bandaríkjunum sem
höfðu hug á læknismeðferð
drykkjusjúka, segir í frétt frá
Freeport-klúbbnum. Stofnaði
hann Freeport-sjúkrahúsið og
hefur helgað alla krafta sína
baráttunni við drykkjusýki. Marg-
ar af aðferðum hans hafa verið
teknar upp á öðrum sjúkrahúsum
og stofnunum fyrir alkóhólista.
Dr. Frank Herzlin
Hefur honum m.a. verið boðið í
fyrirlestrarferðir og aðstoðað við
gerð útvarps- og sjónvarpsþátta
um sjúkdóminn.
Olíukynding aftur 1
gagnið í Siglufirði
BÚIÐ var að tengja olíukyndingu á
nýjan leik við flest hús í Siglufirði
í gærmorgun og gekk það verk mun
greiðar en síðast. að sögn Snorra
Björns Sigurðssonar. bæjarritara,
enda menn komnir í æfingu. kort til
yfir öll húsin með slíka kyndingu
og gert hafði verið við gömlu
kyndingarnar víða þegar heita-
vatnsleysið hrjáði bæjarbúa síðast.
Auk þess hjálpar nú upp á sakirnar
að veðurfar hefur verið mun
hagstæðara en var þegar snjóflóð í
Skútuda! lagði hitaveituna i' Siglu-
firði í rúst fyrir fáeinum vikum.
Að sögn Snorra eru menn enn að
gæla við þá von að ekki hafi orðið
miklar skemmdir á sjálfum dælu-
búnaðinum fyrir hitaveituna í
Skútudal enda þótt vitað væri að
húsið þar væri í maski, enda hefði
það verið veigalítið bráðabirgðahús-
næði er reist var í snatri eftir síðasta
snjóflóð. Nú væri talið að 3—5
metrar væru niður á dælubúnaðinn
og væru helzt hugmyndir uppi um að
láta um 20 manna vinnuflokk
handmoka ofan af búnaðinum.
Snjóbíll brauzt yfir Siglufjrðar-
skarð í gær nokkru á undan vega-
vinnuflokknum sem var að moka
leiðina í gær og átti snjóbíllinn síðan
að flytja flokk manna í Skútudal til
að kanna aðstæður og hefja þar
vinnu. Snorri Sigurösson sagði hins*
vegar að ef kæmi á daginn að þetta
verk reyndist of tafsamt, þá væri
stórvirkur snjóblásari á leið með
skipi frá ísafirði til Siglufjarðar
fyrir snjómokstursmenn Vegagerð-
arinnar og myndi Siglufjarðarbær
geta fengið afnot af honum, ef á
þyrfti að halda.
Færeysku tog-
aramir koma
ekki fyrr en
11. apríl n.k.
EINS og Morgunblaðið hefur
skýrt frá áður, þá mega færeysk
fiskiskip nú hefja veiðar á ný við
ísland. samkvæmt fiskveiðisamn-
ingi ríkjanna.
Færeyska landsstjórnin hefur
heimilað 11 línuskipum að hefja
veiðar við Island en hins vegar
hefur stjórnin ekki heimilað tog-
urum að hefja veiðar hér við land
strax og mega þeir ekki hefja
veiðar á ný fyrr en 11. apríl n.k.
Færeysk fiskiskip hættu veiðum
á íslandsmiðum í janúar s.l., en þá
höfðu þau veitt upp í .kvótann, sem
er í gildi.
Nordurleidin opnaðist í gær
NORDURLEIÐIN opnaðist í gær en pá
tókst aö opna Öxnadalsheíðí en fært
var um Holtavörðuheiöi og Vatnsdal.
Þá var í gær kappsamlega unnið að
pví aö opna leíðina til Siglufjarðar
par sem er mikill snjór og einnig
leiðina út frá Akureyri til Dalvíkur og
til Ólafsfjaröar fyrir Múlann.
Frá Akureyri var í gær hins vegar
ófært til Húsavíkur en ráðgert að hefja
mokstur á leiðinni um Dalsmynni í dag.
Þá var í gær verið aö moka í
Mývatnssveit og austan Tjörness og
allt til Þórshafnar. Þar fyrir austan er
hins vegar allt ófært.
Þá eru fjallvegir á Austfjörðum enn
ófærir nema hvað Fagridalur var
opnaður og mokað allt suður til
Fáskrúösfjaröar, svo að þar um er fært
allt suður um og um Suðurlandið. Þó
var nokkur snjókoma í Mýrdalnum í
gær en spillti þó ekki færð að neinu
marki.
Á Vestfjörðum breyttist ástand lítið
frá , því sem var daginn áður nema
hvað hafinn var mokstur milli Þingeyr-
ar og Flateyrar og einnig þurfti í
geermorgun að ryðja Óshlíðina.
Haft var samband við Mbl. frá
Hellissandi og sagt að rangt væri að
Útnesvegur væri ófær — hann hefði
veriö fær alveg frá því fyrir páska.