Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978 25 fólk í fréttum + Tom Conti segist hafa átt auðvelt með að setja sig í spor Adams Morris í sjón- varpsmyndinni „Til mikils að vinna“, sem sýnd var í íslenska sjónvarpinu fyrir skömmu. Adam Morris var Gyðingur, en Tom Conti er hálfur ítali og hálfur Skoti, og segist hafa fengið að finna fyrir því að vera útlendingur í Bretlandi. Tom Conti, sem er 36 ára gamall, er fæddur og uppalinn í bænum Paisley í Skotlandi. Faðir hans var ítalskur en móðir hans skosk. Þegar síðari heimsstyrjöldinn skall á var faðir hans handtekinn og settur í fang- elsi. Hann var þó látinn laus eftir nokkra mánuði, en hann mátti ekki fara frá Paisley meðan á stríðinu stóð. Eftir stríðið var fólk reitt Itölum fyrir að hafa i unnið með Þjóðverjum. Full- orðna fólkið talaði niðrandi um þá og Tom fékk að kenna á því að faðir hans var ítalskur. Hann var kallaður nöfnum eins og ítalska svín- ið og spagetti-drengurinn. Þrátt fyrir þetta segist Conti- hafa átt ánægjulega æsku. Börnin í nágrenninu voru vinir hans, það voru eldri strákar úr öðrum bæj- arhluta sem gerðu honum lífið leitt. Hann segir að þetta hafi komið í huga hans, þegar hann las hand- ritið að „Til mikils að vinna" og segist hafa skilið vanda- mál Adams Morris vel út frá eigin reynslu. Það var þó ekki þess vegna sem hann tók hlutverkið. Venjulega tekur hann ekki hlutverk í sjónvarpsmyndum. En handrit Frederics Raphaels heillaði hann svo að hann sló til. „Til mikils að vinna“ byggir að miklu leyti á reynslu Frederics Raphaels sjálfs, og Adam Morris svipar mjög til hans sjálfs. Tom Conti segist vissulega vera ánægður með móttök- urnar sem þátturinn fékk og nú eru að hefjast upptökur á nýjum þáttum eftir Raphael, sem nefnist „Some- thing‘s Wrong" og fer Conti með aðalhlutverkið. Tom Conti hóf leiklistarferil sinn aðeins 17 ára gamall. í upphafi gekk honum vel og hann fékk mörg hlutverk á sviði leikhúsanna í Skot- landi. En þegar hann var 25 ára gamall virtist enginn hafa þörf fyrir hann meira. Og í rúm 5 ár lék hann ekkert. Um það leyti gekk hann í hjónaband með leik- konunni Köru Wilson. Hún hafði meira en nóg að gera og þau lifðu að mestu leyti á hennar launum. Conti gerði þó eitthvað af því að spila á gítar á veitingahús- um. Þau fluttu síðan til London og þar vann hann fyrir sér sem leiðsögumaður. Á þessum árum hugsaði hann oft um að gefa leiklist- ina upp á bátinn. En þó fór svo að hann fékk hlutverk í leikritinu „Savages" í Comedy-leikhúsinu í London og síðan hefur honum gengið allt í haginn og vinsældir hans halda áfram að aukast. Svanur BA 19 Þessi bátur er til sölu nú þegar. Tilboö um verö sendist Kristjáni Kristjánssyni, Aöalstræti 14, Patreksfirði, sími 94-1211. Terelynebuxur frá kr. 2.975.—. Gallabuxur kr. 2.500.—. Leöurlíkijakkar kr. kr. 5.500.—. Úlpur margar geröir (lágt verö). Peysur nýkomnar. Skyrtur, ný sending, dökkir litir, sokkar o.fl. ódýrt. Andrés Skólavörðustíg 22. Opið til kl. 7 á föstudögum. og til kl. 12 á laugardögum. SHURE pick-upar og nálar SKIPHOLTI 19 R. SIMI 29800 (5 LINUR) 27 ÁR í FARARBRODDI Utboð Tilboö óskast í lagningu 8. áfanga dreifikerfis Hitaveitu Akureyrar. Útboösgögn veröa afhent á Skrifstofu Hitaveitu Akureyrar Hafnarstræti 88 b, Akureyri, frá og með þriðjud. 4. apríl 1978. Tilboö veröa opnuö á skrifstofum Akureyrarbæj- ar Gíslagötu 9, Akureyri, mánud. 17. apríl 1978 kl. 14.00. Hitaveita Akureyrar. MHIBIilliiB Púöauppsetningar Nýkomið glæsilegt úrval af flaueli. Margar geröir uppsetninga. Sýnishorn á staönum. Fljót afgreiðsla. Ijamigrðattrrzlmmt tria Hver er konan? + Það er varla hægt að þekkja leikarann Walter Matthau á þessari mynd. En í nýrri kvikmynd, sem verið er að gera, leikur hann mann, sem verið hefur konu sinni trúr í 30 ár. En eftir dauða hennar slettir hann heldur betur úr klaufunum. Z GARDÍNUBRAUTIR Vinsælasta gardínuupp- setningin á markaðinum. Fjölbreytt litaúrval. Sjáum um uppsetningar ef óskaö er. Fullkomin þjónusta og 16 ára reynsla. &G 'ardínubrautir hf ÁRMÚLA 42 • 105 REYKJAVÍK• SÍMI83103

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.