Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978
t
HARALDUR HALLDÓRSSON
bóndi,
Efri-Rauðalak í Holfum,
sem andaöist 21. marz. veröur jarösunginn frá Árbæjarkirkju laugardaginn
1. apríl kl. 14. Bílferö veröur frá Umferöarmiðstööinni í Reykjavík kl. 12.
Ólafia Sigurpóradóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Útför,
KRISTÍNAR GUDMUNDSDÓTTUR,
húafreyju,
Eikiholti,
fer fram frá Stafholtskirkju laugardaginn 1. apríl kl. 2. Ferö veröur frá
Umferðarmiöstöðinni kl. 9 sama dag.
Börn og tengdabörn.
t
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vináttu við andlát og útför.
JÓNS GÍSLASONAR,
múrara,
Skipasundi 5.
Gunnar L. Jónaaon,
Bírgir Jónaaon,
Bryndia Benediktadóttir,
barnabörn og aórir aóatandendur.
t
Þökkum innilega öllum er sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför,
RAFNS SVEINBJÓRNSSONAR,
frá Bíldudal.
Elíaabet Þorbergadóttir,
Geróur Rafnadóttir, Bent Jónaaon.
Áalaug Rafnadóttir, Guómundur Hallgrímaaon.
og barnabörn.
t
Viö þökkum auösýnda samúö viö fráfall
KARLS KRISTJÁNSSONAR
fyrrverandi alpingiamanna
og sendum kveöjur öllum þeim, sem minritust hans. Sérstakar þakkir færum
viö stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga, bæjarstjórn Húsavíkur, stjórn
Kaupfélags Þingeyinga og stjórn Garöræktarfélags Reykhverfinga fyrir
veglegan heiöursvott viö minningu hans. , , .....
■ “ Pálína Jóhanneadóttir,
börn og tengdabörn.
t
Þökkum sýndan vinarhug og samúö viö andlát og útför frænku okkar,
GUÐRÚNAR FINNSDÓTTUR,
Stórholti 27.
Þökkum sérstaklega starfsfólki hjúkrunardeildar Vífilsstaðaspítala fyrir
hlýlega og góöa umönnun viö hina látnu.
FriðDjófur H. Torfason, Pálmi A. Arason,
Aðalheiður Torfadóttir, Sígurfinnur Arason.
Ásthildur Torfadóttir,
Högni Torfason,
Halldóra Torfadóttir,
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU
Al GLVSINGA-
SÍMINN ER:
22480
Minning:
Jóhann V. Jóns-
son bifreiðastjóri
Fæddur 16. september 1910.
dáinn 19. mars 1978.
Hver kynslóð er örstund ung
og aftur til grafar ber,
en eilíföaraldan þung
lyftir annarri á brjósti sér.
Þá kveöjumst vió öll,
voru kvöldi hallar —
en kynslóö nýja til starfa kallar
sá dagur, sem órisinn er.
(Tómas Guömundsson.)
Fyrir fáum dögum var jafn-
dæfjri á vori, Of; að öllu jöfnu
horfum við björtum augum móti
lengri degi og hækkandi sól.
Sorgar- og saknaðarský hefur
dregið fyrir sólu, góður vinur og
samferðamaður hefur verið
kallaður burt i ferðina miklu til
fyrirheitna landsins. En öll él
birtir upp um síðir og geislar frá
skini hækkandi sólar munu eyöa
sorg og trega. Sú frétt að Jóhann
væri dáinn kom engum að óvörum
sem til þekktu, hann hafði gengið
með banvænan sjúkdóm um langa
hríð, en þrátt fyrir það að hann
væri sjúkur, stundaði hann starf
sitt á síðastliðnu sumri en það
duldist engum sem til þekktu, að
nú var hann aðeins að eyða síðustu
kröftunum á meðan hann dokaði
við í biðsal dauðans.
Jóhann var fæddur á Syðra-Hóli
í Kaupangssveit í Eyjafirði 16.
september 1910, sonur hjónanna
Ingibjargar Jónsdóttur og Jóns
Jóhannssonar sem þar bjuggu.
Hann var næst elstur af fimm
börnum þeirra hjóna. Barn að
aldri fluttist hann með foreldrum
sínum að Æsustaðagerði og ólst
þar upp í foreldrahúsum. Sextán
ára gamall missti hann föður sinn
og um svipað leyti flutti fjölskyld-
an til Akureyrar. A Akureyri fékk
hann vinnu hjá ölgerð Eggerts
Einarssonar og vann þar fram yfir
tvítugsaldur. A þessum árum var
hann jafnframt í Iðnskólanum og
lauk þaðan prófi. Fljótlega eftir
tvítugsaldur gerði hann bifreiða-
akstur að aðalatvinnu sinni. Byrj-
aði á vörubifreið en fljótlega tók
hann meirapróf og gerðist leigu-
bifreiðastjóri og stundaði síðan
það starf til dauðadags.
Hann starfaði allmörg ár á
bifreiðastöðvum Akureyrar, en
lengst af á B.S.R. eða um 30 ára
skeið.
í október 1947 giftist hann
eftirlifandi konu sinni Kristrúnu
Kristjánsdóttur ættaðri vestan úr
Hnífsdal og ekki þarf að draga það
í efa að það hefur verið honum
mikil gæfa að eignast jafn góðan
lífsförunaut sem Kristrún er. Þau
eignuðust tvær dætur, Ingibjörgu,
gifta Halldóri Guðmundssyni
arkitekt, og Önnu Sigríði, gifta
Kjartani Kjartanssyni málara.
Þegar Jóhann og Kristrún giftu
sig átti Kristrún ungan son sem
Kristján heitir. Jóhann reyndist
honum eins og besti faðir, og mun
Kristján hafa launað þann föður-
kærleika vel og dyggilega.
Kristján er flugvirki að mennt,
kvæntur Jónu Hallgrímsdóttur.
Kynni okkar Jóhanns eru þrjá-
tíu ára gömul og á þau hefur
enginn skuggi fallið. Hann er mér
sérstaklega minnisstæður af þeim
mönnum sem ég kynntist fyrst á
B.S.R. Hann var mjög vel greindur
en dulur og hlédrægur að eðlisfari
og það verður ekki um hann sagt
að hann væri fyrirferðarmikill í
röðum samferðarfólksins, en þegar
hann lét skoðanir sínar í ljós voru
þær ákveðnar og hiklausar og
hann var einn af þeim mönnum
sem vildu vera hugsjón sinni trúir.
Hann naut trausts á vinnustað og
það var enginn einn sem naut
liðstyrks hans. Það er mikill auður
í sjóði minninganna að hafa átt
góða samferðarmenn.
Jóhann var mikill dugnaðar- og
eljumaður. A uppvaxtarárunum
kynntist hann fátækt og erfiðleik-
um en hann mun snemma hafa
sett sér það takmark og láta ekki
baslið smækka sig.
Þegar ég byrjaði á B.S.R. voru
ekki margir starfsbræður mínir
sem áttu þak yfir höfuðið, en
Jóhann var einn af þeim sem átti
ibúð og mjög fallegt heimili.
Gestrisni og myndarskapur réðu
þar ríkjum, en þar var hann ekki
einn, húsmóðirin setti glæsilegan
svip á heimilið enda langt yfir allt
meðallag'hafin. Glaður var hann í
vina hópi og í mörg ár létu hjónin
sig aldrei vanta þegar við félagar
á stöðinni áttum sameiginlegar
gleðistundir.
Eftir einn slíkan gleðifagnað bauð
hann okkur hjónunum heim til sín
og áttum við þar stund sem mér
líður ekki úr minni. Hann hafði
mikið dálæti á þjóðskáldinu okkar
Davíð Stefánssyni og ekki hvað
síst vegna þess að hann hafði af
honum persónuleg kynni. Nú fór
hann að lesa okkur ljóð eftir Davíð
og skáldið bergmálaði í gegnum
ljóðalestur húsbóndans. Við sáum
gegnum holt og hæðir og eygðum
í fjarska þann tilgang sem ljóðin
túlka.
Jóhann bjó yfir skemmtilegri
kímnigáfu og var hann fundvís á
það skoplega í fari náungans, gat
fært það í góðan búning og gert að
því góðlátlegt grín. Það var ekki í
fari hans að særa neinn, en styðja
þá sem voru minnimáttar og veita
þeim hjálp sem þurftu þess með.
Yfirborðsmennska og hroki voru
ekki að hans geði en hann mat þá
menn sem eru drengilegir í skoð-
unum þó deilt væri og skoðanir
féllu ekki í sama farveg.
í nokkur ár var hann í stjórn
Bifreiðastjórafélagsins Frama og
reyndist þar traustur, samvinnu-
þýður og tillögugóður. Jóhann átti
alltaf mjög góða bíla enda góður
bifreiðastjóri og fyrirhyggjusamur
ferðamaður. Margar og ótaldar
eru ferðirnar sem hann átti á milli
Akureyrar og Reykjavíkur þó
öðrum leiðum sé sleppt sem
honum voru kunnar. Hann tryggði
sér marga og góða viðskiptavini
sem höfðu við hann beint samband
þegar þeir þurftu á þjónustu hans
að halda.
Jóhann var mikill bókamaður og
ljóðavinur og án efa hefði hann
viljað helga þeim fræðum meiri
tíma ef annríki hversdagslífsins
hefði ekki kallað jafn mikið á
starfskrafta hans.
Jóhann hafði bæði gaman af að
spila og tefla og var mjög fær í
þeim efnum á okkar vísu sem á
stöðinni störfum. Erfitt var þó að
fá hann til keppni við aðra
starfshópa, og bar hann jafnan því
við hvað lítið hann kynni. Þannig
er oft með þá menn sem bestir eru
og mest geta þegar til kastanna
kemur.
Hann var mikill og góður
heimilisfaöir og tók heimilið fram
yfir allt annað. Það var eitt hans
æðsta takmark að reynast góður
faðir og eiginmaður og bregðast
engu sem honum var til trúað.
Hann var einn af þeim mönnum
sem kveikti Ijós á vegi vegfarand-
ans og minningarnar um hann eru
eins og vitar sem varða veginn
langt fram í ókominn tíma.
Við hjónin vottum fjölskyldu
hans fullstu samúð á kveðjustund
um leið og við þökkum honum
langa samfylgd á liðinni ævi. Aö
lokinni upprisuhátíð er hann
lagður til hinstu hvílu og boðskap-
ur frelsarans mun leiða hann til
nýrra heirrikynna.
„Ég er upprisan og lífið, hver
sem trúir á mig mun lifa þótt hann
deyi.“
Jakob Þorsteinsson.
LEGSTEmAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 81960
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Sjálfstæðisfélag Akureyrar
boöar til rabbfundar sunnudaglnn 2. apríl n.k. kl. 14 aö
Kaupvangsstræti 4.
Fundarefni:
Almennar umræöur um skipulagsnefnd Akureyrarbæjar Starfsreglur
og starfssviö nefndarinnar Nefndarmennirnir Guömundur Guölaugs-
son og Haraldur Sveinbjörnsson koma á fundinn. einnig Haraldur
Haraldsson sem vinnur aö hinu marg umtalaöa miöbæjarskipulagi.
Allt áhugafólk um þetta efni hvatt til aö koma á fundinn og taka
þátt í umræöum. Stjórnin.
Vesturlandskjördæmi —
Akranes
Landssamband Sjálfstæöiskvenna og aöildarfélög í Borgarfjarðar-
sýslu efna til almenns stjórnmálafundar i Sjáltstæöishúsinu á
Akranesi laugardaginn 1. apríl kl. 4 sföd.
Ræöur og ávörp flytja.
Margrét Einarsdóttir
Salóme Þorkelsdóttir
Emilía P. Árnadóttir
Guöný Jónsdóttir.
Rætt um almenn landsmál og kjördæmismál. — Fyrirspurnir og
frjálsar umræöur aö loknum framsöguræöum. — Fundurinn er öllum
opihn. — Fjölmennum.
Stjórnin.
Heimdallur SUS
Fundur um
frjáfisa
fjölmiðlun
veröur í Valhöll Háaleitisbraut 1 4.
apríl n.k.
Frummælendur Guömundur H.
Garöarsson alþingismaöur og Einar
Karl Haraldsson fréttastjóri.
Frjálsar umræöur.
Allir velkomnir.
Stjórnin.