Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978 23 Jón Ó. Gíslason húsgagnasmíða- meistarí—Minning Fæddur 15. janúar 1921 Dáinn 24. marz 1978 Þann 24. marz s.i. andaðist í Borgarspítalanum Jón Gíslason trésmíðameistari, Langagerði 92, 57 ára að aldri eftir erfiða sjúkdómslegu. Sjúkdómsins kenndi hann í ágústmánuði s.i. Hinn erfiða sjúkdóm og dauðastríð bar hann með einstakri karlmennsku og þolinmæði, allt fram á hinstu stund. Jón var fæddur í Reykjavík 15. janúar 1921, sonur hjónanna Guðborgar Ingimundardóttur og Gísla Jónssonar frá Galtarvík. Jón ólst upp í Galtarvík í Skilamanna- hreppi til 9 ára aldurs að faðir hans lést úr lungnabólgu á bezta aldri frá 6 börnum og var Jón þeirra elstur. Eftir það var hann alinn upp hjá föðursystur sinni, Sigríði Jónsdóttur, og manni hennar, Bjarna Jónssyni, Gerði fyrir innan Akranes, ásamt Geir bróður sínum. Er mér kunnugt um að fósturforeldra sinna minntist hann æ síðar með mikilli virðingu og þakklæti. Tvítugur að aldri fluttist Jón til Reykjavíkur og hóf nám í trésmíði 1943 hjá uppeldis- bróður sínum og frænda Böðvari S. Bjarnasyni, húsas íðameistara. Sveinsprófi í húsasmíði lauk hann 1947. Meistarabréf í húsasmíði fékk hann vorið 1952 og stundaði trésmíðar upp frá því. Eftir að hann hætti störfum hjá Böðvari S. Bjarnasyni hóf hann sjálfstæðan atvinnurekstur. Fyrst með Ingi- bergi Þorkelssyni, húsasmíða- meistara en síðan einn og þá lengst af við glugga og hurðasmíði. Síðast rak hann glugga og hurða- smiðju að Rauðarárstíg 31 hér í borg. Jón var með afbrigðum vinsæll í starfi. Atorkusemi hans, orðheldni og afköst voru eins og bezt má verða. Var hann mjög eftirsóttur af þeim sem við hann höfðu viðskipti. Þeir sem einu sinni höfðu viðskipti við hann leituðu ekki annað, gæti hann sitt þeirra beiðni sökum anna. Eitt af mestu gæfusporum Jóns var þegar hann, 8. júní 1946, gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Helgu Hjartardóttur frá Akranesi. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, en þau eru: Guðborg, f. 23. 11. 1945, gift Þórarni Lárussyni fóðurfræðingi, búsett á Akureyri og eiga 3 börn; Örn, húsasmíður, f. 11. 3. 1949, kvæntur Elínu Elíasdóttur, búsett í Reykjavík og eiga 2 börn; Ólafur Hvanndal, nemandi í tækniskóla, f. 3. 2. 1956, ókvæntur; Bjarni, í framhalds- skóia, f. 23. 2. 1959, heitbundinn Lilju Svavarsdóttur. Báðir yngri synirnir eru í foreldrahúsum. Elsti sonurinn, Örn, lærði húsasmíði hjá föður sínum og hefur unnið á verkstæði hans síðan og sér nú um það, eftir að faðir hans féll frá störfum. Öll eru börn þeirra hjóna vel gerð til líkama og sálar, eins og þau eiga kyn til. Fyrstu kynni mín af Jóni Gíslasyni hófust á árinu 1949, er við unnum saman við breytingar á Menntaskólanum í Reykjavík. A árunum 1952—1953 byggði hann sér hús að Langagerði 92 af framsýni og dugnaði, þar sem hann átti heimili æ síðan. Vann ég lítillega að þessu húsi. Var mér það óblandin ánægja.sem og önnur samskipti við Jón. Síðan skildu leiðir og sáumst við aðeins af og til í nokkur ár. Kynni okkar endurnýjuðum við svo á árinu 1965, er hann gerði breyting- ar á húsinu, að ég varð svo lánsamur að eiga þess kost að leggja hönd að þessum hreyting- um. Frá þeim tíma má segja að við höfum átt dagleg samskipti að undanskildu því, að ég varð vegna ýmissa atvika að heyja brauðstrit mitt á erlendri grund á árunum 1969 til 1972. Ekki tel ég hallað á neinn vandalausan þó ég fullyrði að enginn mér óvandabundinn hafi haft eins náið samband við mig þennan tíma og Jón Gíslason, sendi mér íslensk dagblöð og sýndi mér annan vinskap og umhyggju- semi. Eftir heimkomuna átti ég hjá Jóni, konu hans og börnum óvenju- legri hlýju og velvild að mæta og alla tíð síðan. Öll sú velvild og hlýja, sem ég hefi notið á heimili þeirra hjóna eru verðmæti, sem seint verða þökkuð og aldrei gle.vmast. Þar voru þau sem jafnan veitendur en ég þiggjandi. Frá árinu 1966 höfum við verið saman í hestamennsku. A ég atorku og framsýni Jóns það að þakka, að ég á ásamt Ólafi bróður mínum, húsaskjól fyrir hesta mína. Höfum við bræður ásamt Jóni og sonum hans átt hesthús saman og getað þar sameiginlega hlúð að hestum okkar. Allt það samstarf hefur verið okkur til gleði og með þeim ágætum að á betra verður ekki kosið. Erum við Ólafur bróðir minn sammála um ■að engum er þetta meira að þakka en Jóni Gíslasyni. Hans fyrir- hyggju, góðsemi og samninga- lipurð. A það sama við um konu hans Helgu og syni þeirra. En Helga studdi mann sinn og okkur til þessara framkvæmda með ráðum og dáð. Öll voru þau félagar eins og bezt má verða. Eins og ég hefi fyrr tekið fram, byrjaði Jón hér í hestamennsku árið 1966. Hann var hestamaður góður og naut þess í stopulum frístundum að fara á hestbak og sinna hestum sínum, sem honum fór sérstaklega vel úr hendi eins og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Voru þá synir hans jafnan með honum. Jón eignaðist og átti marga ágæta reiðhesta, enda vel um þá sinnt. A þessu sviði sem öðrum var hann sannur drengur, skemmtilegur og traustur félagi. Enginn skyldi ætla að Jón Gíslason hafi aðeins verið hinn mikli starfs- og hestamaður. Stærstur var hann gagnvart heimili sínu, konu og börnum. Hann var frábær heimilisfaðir, sannur og trúr svo á betra verður ekki kosið. Þau voru mjög sam- stillt hjónin. Helga er sérstök ágætis kona, fórnfús og svo samhent manni sínum að ánægju- legt var að kynnast. Sameiginlegt var með þeim hjónum hvað þau voru miklir höfðingjar heim að sækja og samvalin í að sýna gestum sem að garði bar, alúð og risnu, sem bezt mátti verða. Frá þeim fóru allir glaðir og heilir. Helga stundaði mann sinn í veikindum hans, svo vel að betur verður ekki gert. Má segja að hún hafi ekki vikið frá sjúkrabeði hans þar til yfir lauk. Sýndi hún þá, sem jafnan áður, kjark og þolinmæði, sem ekki er öllum gefin. Nú þegar komið er að kveðju- stund og vinur minn Jón Gíslason allur, vefst fyrir mér að koma orðum að því sem ég helst vildi segja. Það er margs að minnast og mikið að þakka. Efst er mér i huga þakklætið fyrir að hafa átt þess kost að kynnast drengskaparmanninum Jóni Gíslásyni, hans góðu konu og börnum. Þakklætið fvrir allt, sem þau voru okkur hjónunum í starfi og frístúndum. Ég vil cnda þessi l'átæklegu orð mín með því, ásamt konu minni, að votta eftirlifandi konu, börnum og öðrum vandamönnum okkar dýpstú samúð við hið sviplega fráfall Jóns Gíslasonar og bið Guð að styrkja þau í þeirra raunum. Þau hafa mikils misst. Á Jóni Gíslasyni sannaðist hið forna spakmæli: Hann vildi hvergi sýnast heldur vera. Þá bið ég Guð að blessa hinn framliðna vin minn á nýjum leiðum. Guðmundur Erlendsson. Nú er liðin hartnær hálf öld síðan við Innnesingarnir og jafn- aldrarnir Jón í Gerði, Sigurður í Stórabýli, Jón á Reynir og Jóhann- es á Másstöðum settumst á skóla- bekk í fyrsta sinn. I þessu skólahéraði var einn skóli, ein skólastofa og einn kennari. Aldur barnanna var 10 til 14 ára. Þrjá vetur af okkar barnaskóla- göngu kenndi gamall maður, sem hét Gísli Hinriksson, húnvetnskur að ætt. Þegar hann hætti kennslu, hafði hann verið búinn að kenna í 44 ár. Byrjaði hann kennslu norður í Húnavatnssýslu árið 1891 og vorum við hans síðustu nem- endur. Að líkindum hefur hann lítið breytt sínum kennsluháttum á þessu tímabili. Hann byrjaði skólatímann á því að hlýða okkur yfir sálma sem við áttum að kunna utan að. Á hverjum degi setti hann okkur fyrir eitt til þrjú vers úr sálmabókinni og áttum við að vera búin að læra þau fyrir næsta dag. Þannig lærðum við jafnaldrarnir um 60 sálma á okkar skólagöngu. Einn nemandi hans, Ásta í Stóra- býli, sagði mér að hún hefði lært 108 sálma. Skriftarkennslan fólst í því að við skrifuðum upp ýmis kvæði eftir góðskáldin okkar, sem Gísli hafði skrifað upp, en hann hafði forkunnar fallega rithönd. Síðasta skólaárið okkar kenndi ung stúlka, ný útskrifuð úr Kennaraskólamím, Markúsína Jónsdóttir, uppeldisdóttir Jóns Fjalldals á Melgraseyri. Með henni kom annar blær í kennslustarfið. í stað þess að læra sálma lærðum við ættarljóð. I Stórabýli var orgel og þangað fórum við í söngtíma, einnig kenndi hún okkur að teikna og stíga dansspor. Þetta voru miklar breytingar á kennsluhátt- um, sem sumir okkar áttu erfitt með að sætta sig við. Kirkja er á Innra Hólmi og var messað þar annan hvern sunnudag. Sóknar- prestur var séra Þorsteinn Briem. Var hann virðulegur maður, svip- mikill og góðlegur. Bárum við ótakmarkaða lotningu fyrir hon- um. Kom hann oftast ríðandi utan frá Akranesi til kirkju í fylgd með Jóhanni Guðnasyni organista. Þegar séra Þorsteinn hvarf til þings, þá þjónuðu þar prestarnir Jón Þorvarðarson, Jón M. Guðjónsson, Ragnar Benediktsson og síðast en ekki síst Friðrik Friðriksson. Kom hann oft inn að Ytra Hólmi til að halda barnasam- komur f.vrir okkur börnin í hreppnum. Var það oft mikið fjölmenni. Nú er orðið langt um liðið síðan þetta gerðist, því er ég að brydda upp á þessum bernskuþáttum, að oft þegar ég var gestur á heimili þeirra hjóna Helgu Hjartardóttur og Jóns Gíslasonar að Langagerði 92, þá var umræðuefnið oftast minningar úr sveitinni heima. Ut um eldhúsgluggann mátti líta snarbratta hamraveggi Akrafjalls. Þegar vorvindar blésu og sólin baðaði fjallið, þá minntumst við gróandans. Hestarnir og kviðmikl- ar ærnar voru farin að leita upp í brekkurnar eftir safaríkum grösum. Jón var ekki gamall, þegar honum var falið það starf að hafa gát á ánum, sjá til að þær slyppu ekki upp í hamrana. Fullorðna fólkið var farið að raða sér á völlinn og heimilisfaðirinn var að huga að hrognkelsanetum og hafa auga með fuglsferð úti í firðinum, þvi hún boðaði fiski- göngur. A haustin, eftir töðugjöld- in, kont fjallaskilaseðillinn, sem var látinn ganga bæ frá ba\ Skyldum við fá aö fara í göngur erum við orðnir það stadtir? Þetta var spurning sem brann. Þegar við Jón vorurn liðlega fermdir, þá vorum við sendir í leitir upp í Skorradal, fram að Efstabæ. Þar bjuggu bræðurnir Þorsteinn og Hannes Vilhjáms- synir ásamt konum sínum Eyvöru og Ingibjörgu. Tókum við þátt í smalamennsku í Vörðufellslandi. Höfðum við mikið gaman af þessari ferð. Svo kom vetur með norðannepju og kulda, þá ræddum við um myrkrið sem umlykti allt. Mótekja var mikil sunnan Akra- fjalls, en misjöfn nokkuð að gæðum. Áður en byrjað var á slætti var tekinn upp mór. Á haustin var hann reiddur heim á reiðing, annað hvort í pokum eða í hripum. Um annan hitagjafa var ekki að ræða, nema sprek, sem rekið höfðu á fjörur. Barnaskólinn var í túnjaðrinum á Ytra Hólmi, var það tæpur klukkutíma gangur heimanað frá Jóni. Nesti var haft með sér, mjólkurflaska og brauð. Leiðin lá um hlaðvarpann á Hólrni. Bauð Petrína þeim upp á hafragraut, sem voru lengst að komnir. Nú er enginn skóli í hreppunum. Öll börn eru keyrð upp í Leirárskóla og þykir mikil framför. Þegar við höfðum slitið barns- skónum og unglingsárin tóku við þá fórum við að tínast að heiman hver af öðrum, en minningarnar um þessa gömlu og góðu daga streymdu fram, alltaf þegar við hittumst. Nú sest ég ekki lengur við eldhúsgluggann hjá Jóni og ræði við hann um atvik úr liðinni sögu, því hann andaðist á föstudaginn langa eftir erfið veikindi. Jón var fæddur í Reykjavík 15. janúar 1921. Var hann skírður Jón Ólafsson eftir afa sínum, sem þá var nýdáinn. Foreldrar hans voru Guðborg Ingimundardóttir og Gísli Jónsson. Guðborg var dóttir Ingimundar Jónssonar og Jakob- ínu Magnúsdóttur er bjuggu vest- ur í Saurbæ í Dölum. Faðir Gísla var Jón Ólafsson Magnússonar frá Snartarstöðum í Lundarreykjadal, er síðar bjó á Litlu Fellsöxl í Skilamannahreppi. Út af honum eru komin mörg skáld og hagyrð- ingar. Móðir Gisla var Sesselja Þórðardóttir frá Innra Hólmi, systir Bjarna á Reykhólum. Gísli tók við búi föður síns að Galtavík í Skilamannahreppi árið 1921 og bjó þar í tæp níu ár. Hann dó 27. nóvember 1929. Gísli var orðlagður dugnaðarmaður og vel látinn. Guðborg bjó á jörðinni til næstu fardaga, en þá varð hún að leysa upp heimilið. Þremur drengjum kom hún fyrir hjá systkinum Gísla en tvær stúlkur og einn dreng hafði hún með sér vestur í Dali. Guðborg dó 21. ágúst 1931. Börn þeirra komust öll á legg og urðu dugnaðar- og myndarfólk. Ólafur Hvanndal, prentmynda- meistari, bróðir Gísla tók að sér uppeldi á Jóni og kom honum fyrir hjá Sigríði systur sinni og Bjarna Jónssyni bónda í Gerði í Innri Akraneshreppi. Þau Sigríður og Bjarni tóku að sér uppeldi á bróður Jóns, Geir Ragnar. Jón lærði húsasmíöi hjá Böðvari Bjarnasyni, frænda sínum. 8. júní 1946 giftist han.n Helgu Iljartar- dóttur frá Akranesi, og er hún dóttir Hjartar sjósóknara Bjarna- sonar frá Gndstavöllum og Ás rúnar Lárusdóttur Knudsen frá Stykkishólmi. Lengst af hafa þau Jón og Helga húið að Langageröi 92. Þar hafa þau búiö sér friðsælt og dásamlegt heimili. Börn þeirra eru Guðborg, gift Þórarni Lárus- syni búfræðiráðunaut á Akureyri, Örn kvæntur Elínu Elíasdóttur fóstru, Ólafur og Bjarni eru lærdómsmenn í heimahúsum. Eftir að Jón lærði trésmíði vann hann í nokkur sumur hjá Böðvari við smíði á prestsetrum úti á landi fyrir húsameistara ríkisins. Minntist hann oft á dvöl sína á Reykhólum, þar sem hann vann í tvö sumur og gat komið því við að hafa hjá sér fjölskylduna. Eftir að Jón hætti störfum hjá Böðvari, þá hóf hann störf á trésmíðaverk- stæði Ingibergs Þorkelssonar, og eignaðist það er Ingibergur lét af störfum, og hefur hann rekið eigið trésmíðaverkstæði síðan. Þegar fór að hægjast um hjá Jóni, þá sótti að honum sveita- mennskan. Hann var, um tíma, að hugsa um að kaupa Gerðið og setjast þar að. Hann þekkti gæði þess og kosti. Moldin var frjó og jörðin grasgefin. Þegar væri búið að þurrka upp allt landið, þá væri hægt að hafa þar stóran bústofn. Úr þessu varð ekki. Eftir að Jón var búinn að koma sér upp verkstæði og farinn að vinna að staðaldri inni, þá ke.vpti hann sér reiðhesta og naut þess að hleypa á sprett, þegar færi gafst með góðum félögum. Fyrir nokkrum árum byggði hann sér vandað hesthús í útjaðri Reykjavíkur ásamt sonum sínum og félögum. Hann sagðist ekki vilja eiga hesta upp á annað en að geta hugsað um þá sjálfur. Á sunirin fór hann í stutt og löng ferðalög á gæðingum sínum. Stundum fór hann vestur í Dali til Benedikts bróður síns, en síðustu ferð sína á haustin, áður en hann dró undan, heimsótti hann okkur hjónin austur fyrir. Fjall ásamt Guðmundi Erlends- syni múrara og Ólafi Ólafssyni húsgagnasmið, ásamt eiginkonum. Voru þessar ferðir mikið til- hlökkunarefni hjá okkur. Hleypt var upp á kjötkötlunum og dansað til morguns. Nú þegar ég hugsa til æskubróð- ur míns, þá hríslar um mig söknuður og tómleiki. Hann þurfti að bregða sér á skeið, sem ég átti ékki von á. Jón var mikið lipur- menni í öllum viðskiptum. Skrif- lega pappíra gerði hann aldrei við viðskiptavini sína. Ef þeir vildu ekki treysta honum, þá gátu þeir farið annað. Öll tilboð hans voru munnleg og innsigluð með hand- taki, það nægði. Hann var orðvar og orðheldinn. Það er ekki hægt að minnast Jóns nema minnast fjölskyldunnar allrar, svo samstæðer hún og þétt ofin. Þegar gest ber að garði þá fagna allir og höfðingskapur frúarinnar er með eindæmum. Umsvifalaust er það besta borið á borð, sem til er, og húsið hljómar af lofsöng. Þegar Jón var orðinn sjúkur, þá mátti engu breyta, hann vildi hafa gleiði í sínu húsi. Nú eru 40 ár síðan við jafn- aldrarnir hleyptum heimadragan- um og í öll þessi ár höfum við meira og minna haldið hópinn. í dag minnumst við góðs félaga. Drengs sem aldrei lét þess ófreist- að að greiða götu annarra ef þess \ar nokkur kostur. Oddgeir Ottesen. t Faðir okkar og fósturfaðir EIRÍKUR INGIMUNDARSON verður jarðsunginn frá Innri-Njarðvíkurkirkju kl. 1.30 laugard. 1. apríl. Blóm og kransar afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlega bent á Systrafélag Innri-Njarðvíkurkirkju. Börn og fóstursonur. íengdabörnog barnabörn. ATHYGLI skal vakin á þ\ í, að afmadis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu nreð góðimi fvrrrvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði. að berast í sið- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.