Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978 Fjárhagsvandræði Rafmagnsveitna ríkisins: Meginvandinn vegna óedlilega mikillar húshitunar með raforku Fjárhagsvandamál Rafmagns- veitna rikisins uröu aöalumræðuefni á pingfundi neöri deildar Alpingis í gær er Lúövík Jósepsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og geröi pau að umræöuefni. Óskaði Lúövík eftir pví aö forsætisráöherra geröi grein fyrir vandanum og hvernig ríkisstjórnin hygðist bregðast viö honum. Geir Hallgrimsson svaraöi og sagöi aö ríkísstjórnin heföi pá um morguninn sampykkt aö hækka húshitunartaxta Rarik um 25%, síðan hefði verið ákveðið aö taka alla taxta Rafmagns- veitnanna til endurskoöunar og endurmats. Þá benti forsætisráö- herra á að athugun ætti aö fara fram á veröi raforku, sem flutt er með norðurlínu til Laxárvirkjunarsvæöis- ins, en Þar fengi Rarik mjög óveru- legan hlut. Þá var ákveöió að fresta greiðslu á hluta af rekstrarhalla fyrirtækisins og taka jafnframt lán vegna annars hluta hans og rekstrar- lán framlengt til næsta árs. Lúðvík Jósepsson kvaddi sér hljóös og kvaö tilefnið vera sú umræöa, sem oröiö heföí í blööum undanfarna daga um málefni Rafmagnsveitna ríkisins og fjárhagsvandræði þeirra. Hér væri mikið mál, sem varöaöi stóran hluta þjóðarinnar. Hann kvaö ríkisstjórn skylt aö gera Alþingi grein fyrir málinu, því aö svo virtist sem þýöingarmikil framleiðslufyrirtæki væru aö stöðvast og landshlutar aö verða rafmagnslaus- ir. Fram heföi komið aö Rarik skorti 1.200 milljónir króna til þess aö geta staðiö undir eölilegum rekstri og ráðizt í eðlilegar framkvæmdir. Skuldir fyrirtækisins væru nú 13,8 milljarðar króna, ef Orkubú Vestfjaröa væri meðtalið. Vextir og afborganir væru um 1.800 milljónir króna. Lúövík kvað þetta ástand ekki vera þesc eðlis aö þaö heföi skyndilega skollið á, iönaö- arráðherra hlyti að hafa verið Ijóst að hverju stefndi. Þá kvaö Lúövík Jósepsson fram- kvæmdir við svokaltaða austurlínu vera að stöðvast vegna þess að ekki heföi tekizt aö leysa út efni í hana aö verðmæti um 140 milljónir krór^- ótt lánsfjáráætlun hefði kveöið á um 7.121 milljóna krónar króna lántöku. Stööv- unin væri því ekki vegna fjármagns- skorts heldur vegna þess að einhverjir aðilar hefðu ákveðiö að vinna skyldi stöövuö. Þá nefndi alþingismaöurinn tölur um verölag á raforku í Reykjavík og á orkuveitusvæði Rarik og sagði aö raforka til frystihúsa og iðnaðar væri 86% hærri hjá Rarik en Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Húshitunartaxti Rarik væri 84% dýrari og raforka til Ijósa meira en 100% dýrari. Ofan á þetta ástand bættist svo þaö að eilíft stríð væri um þaö, hvort Rarik gæti afgreitt þá raforku, sem nauösynleg yröi og á Austurlandi kvaö hann ástandiö væg- ast sagt bágborið. Þá kvaö hann heyrzt hafa aö misklíö væri meö stjórnarflokkunum um þessi mál. Lagði hann svo eftirfarandi spurningar fyrir forsætisráöherra: 1) Hvað hefur ríkisstjórnin gert til þess að leysa fjárhagsvanda Raf- magnsveitna ríkisins? 2) Hvaö ráögerir ríkisstjórnin að gera í fjárhagsvandamálum Rafmagns- veitnanna á þessu ári? 3) Er það ekki ætlun ríkisstjórnar- innar að framkvæma vilja Alþingis og Ijúka viö lagningu austurlínu á þessu ári? Hefur fjármagn til hennar veriö tryggt? 4) Verður ekki staöiö viö þegar ákveöna fjárveitingu, 408 milljónir króna, til vesturlínu á þessu ári? 5) Hefur ríkisstjórnin hugsaö sér að jafna raforkuverð á landinu til sam- ræmingar. 6) Vill ríkisstjórnin lýsa því yfir að Rafmagnsveitur ríkisins geti af fjár- hagsástæðum útvegaö eölilega raf- orku? Þá lagöi Lúövík á þaö áherzlu að ekki þýddi aö ráöherrar Sjálfstæöis- flokksins einir gerðu grein fyrir skoöunum sínum í orkumálum, Fram- sóknarflokkurinn hlyti líka aö bera ábyrgö á þessum málum og því yrðu ráðherrar hans einnig aö skýra sitt mál. Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra, svaraði Lúðvík Jóseps- syni og sagöi að á fundi rík- isstjórnarinnar 16. marz heföi verið rædd greinargerð iönaöarráðuneytis- ins um fjárhagsvandamál Rafmagns- veitna ríkisins. Samþykkti ríkisstjórnin þá aö skipa þriggja manna nefnd, sem gera ætti tillögur um úrbætur og voru tilnefndir í nefndina Helgi Bergs, Gísli Blöndal og Páll Flygenring. Þeir skiluöu síðan tillögum, sem teknar voru til umræðu í ríkisstjórninni 21. marz og aftur í gærmorgun. Forsætisráöherra geröi síöan grein fyrir fjárhagsvanda Rarik. Hann kvað rekstrarhalla fyrirtækisins hafa verið 140 milljónir króna á árinu 1977 og áætlaður halli þetta ár væri 285 milljónir eða samtals 425 milljónir króna. Framkvæmdakostnaður um- fram áætlun á árinu 1977 hafi numið 446 milljónum króna og hækkun kostnaöaráætlunar norður- og austur- línu 1978 nemur 325 milljónum. Framkvæmdakostnaöur umfram áætl- un hafi þannig veriö 771 milljón og fjárhagsvandi fyrirtækisins í heild 1.196 milljónir króna. Nefndin gerði tillögur um lausn þessa vanda. í fyrsta lagi lagði hún til að hitunartaxti Rarik yrði hækkaður um 25% frá 1. maí næstkomandi. Forsætisráðherra sagöi aö lengst af heföi þessi taxti verið látinn fylgja olíuveröi, en síðan heföu oröiö vanhöld á því að undanförnu og hitunartaxtinn dregizt aftur úr, sem næmi þessum 25%. Samkvæmt upþlýsingum Hag- stofunnar yröu áhrif þessa á kaup- greiösluvísitölu engin og aðeins smá- vægileg á verðlagsgrundvöll landbún- aöarvara. Þessa tillögu kvaö hann ríkisstjórnina hafa samþykkt. Gæfi hún 110 milljónir á þessu ári, en 220 milljónir á heilu ári. Önnur tillaga nefndarinnar var um hækkun verðjöfnunargjalds á raforku úr 13% í 20% frá 1. maí næstkomandi. Kaupgreiösluvísitala myndi hækka um 0.08 stig og tekjuauki 235 milljónir á þessu ári og 470 milljónir króna á heilu ári. Þessari tillögu hafnaöi ríkisstjórn- in, en ákvaö þess í staö aö láta endurskoöa alla taxta Rarik með tilliti til þess aö sli'k endurskoöun gæfi auknar tekjur fyrir fyrirtækið. Geir Hallgrímsson sagði aö nefndar hefðu verið tölur um 80% dýrari raforku hjá Rarik en hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. Eflaust væri unnt aö finna slíkum staöhæfingum stað meö því aö velja ákveðna taxta. Hér væri þó ekki aðeins um samanburð á töxtum Rarik og Rafmagnsveitu Reykjavíkur aö ræða því aö rafmagnsveitur ýmissa kaupstaöa heföu svipaöa ef ekki lægri gjaldskrá. Ef meðalverö væri hins vegar tekið á töxtum Rarik og töxtum Rafmagnsveitna ríkisins, kæmi í Ijós að taxtar Rarik væru lægri miöaö við hverja kílówattstund. Ástæðan væri sú að svokallaðir marktaxtar, húshitunar- taxtar, væru miklu umfangsmeiri hjá Rarik en öðrum rafmagnsveitum. Þarna væri í raun komið aö vandamáli þeirra, sem byggju viö rafhitun húsa. Því heföi ríkisstjórnin ákveðið að stefnt yröi að fjarvarmaveitum til þess aö finna lausn á þessu vandamáli. Stefnan, sem áöur fyrr hefði verið Geir Hallgrímsson Gunnar Thoroddsen Lúðvík Jósepsson Armann Dalmannsson Akureyri — Minning Fæddur 12. september 1894 Dáinn 22. mars 1978 Það hefir verið gæfa íslenskrar þjóðar að hafa oftast átt hug- sjónamenn, að vísu misjafnlega marga og misjafnlega liðtæka frá einum tíma til annars, sem hafa átt til brunns að bera víðsýni og langsýni, trú á landið og fólkið og óeigingirni og dug til að fylgja hugsjónamálum sínum fram til sigurs. Einn þessara hugsjóna- manna og velgerðarmanna þjóðar- innar hefir nú endað skeiðið og hnigið í valinn með hreinan skjöld og með fullum heiðri, maður. sem lét merkið aldrei falla. ” dag fylgjum við til grafar Armanni Dalmannssyni, fyrrum skógar- verði, sem andaðist á miðviku- dagskvöld í dymbilviku. Virðing og þakklátt hugarþel samferðamann- anna verður honum veganesti inn á ófarnar leiðir. Ármann Dalmannsson fæddist í Fíflholtum í Hraunhreppi í Mýra- sýslu 12. september 1894, sonur hjónanna Steinunnar Stefánsdótt- ur og Dalmanns Ármannssonar, sem þar bjuggu. Hann varð búfræðingur frá Hvanneyri árið 1918, en var eftir það heima nokkur ár. Þá tók hann mikinn þátt í starfi ungmennafélags sveitarinnar, sem gerði hann löngu síðar að heiðursfélaga sín- um, og einnig var hann formaður sóknarnefndar Staðarhraunssókn- ar. En haustið 1924 hleypti Ár- mann heimdraganum, sigldi til Danmerkur og var í íþróttaskólan- um nafntogaða í Ollerup á Fjóni næsta vetur. Árið 1925 urðu þáttaskil í ævi Ármanns. Þá kom hann til Akur- eyrar, settist hér að og tók til óspilltra málanna við tvö áhuga- svið sín: ræktun manns og jarðar. Hann tók að kenna þjóðdansa, fimleika og aðrar íþróttir, hlaðinn orku og áhuga frá Niels Buck í Ollerup. Hann kenndi á vegum ýmissa samtaka, svo sem Ung- mennafélags Akureyrar, Ung- mennasambands Eyjafjarðar og Knattspyrnufélags Akureyrar. Hann varð einnig síðar meir stundakennari við Menntaskólann á Akureyri og um árabil prófdóm- ari við Gagnfræðaskóla Akureyrar og Bændaskólann á Hólum. Hann var um skeið í stjórn UMSE og lengi í íþróttaráði Akureyrar. Ármann vann að ýmsum öðrum félagsmálum, sem hann taldi horfa til heilla og hamingju fyrir einstaklinga og heild. Ber þar hæst störf hans að bindindismál- um, sem hann vann að heils hugar og af kappi ævilangt. Hann var formaður áfengisvarnarnefndar Akureyrar frá 1960 til dauðadags. Hann var einnig einlægur sam- vinnumaður og var formaður Akureyrardeildar Kaupfélags Ey- firðinga frá 1952 til æviloka. Þá er enn ótalið og ómælt það lið, sem hann lagði ýmsum félagsskap á beinan og óbeinan hátt og þau hjón bæði, svo sem skátahreyfing- unni, Ferðafélagi Akureyrar og Skautafélagi Akureyrar, svo að eitthvað sé nefnt. Störfin á skógræktar- og jarð- ræktarmálum munu þó að líkind- um halda nafni Ármanns Dal- mannssonar lengst á lofti. Hann gerðist starfsmaður Ræktunarfé- lags Norðurlands þegar við kom- una til Akureyrar 1925. Þar var fyrir Ólafur Jónsson, sem varð framkvæmdastjóri félagsins árið áður, og þessir félagar og baráttu- bræður áttu sannarlega eftir að gera garðinn frægan og varpa ljóma á nafn Ræktunarfélagsins með frábærum störfum sinum. Ármann vann.í félaginu í aldar- fjórðung eða þar til hann gerðist framkvæmdastjóri Skógræktarfé- lags Eyfirðinga og skógarvörður í Eyjafjarðarsýslu árið 1950. Jafn- framt var hann formaður Jarð- ræktarfélags Akureyrar 1933—1953 og var formaður Bún- aðarsambands Eyjafjarðar 1954-1973. Ármann var ærið stórvirkur í skógræktarstörfunum, og má sjá þess vísan vott víða bæ og héraði. Akureyringar munu eiga honum allra manna mest að þakka hið undurfagra friðland sitt og útivist- arsvæði, Kjarnaskóg, þó að marg- ar aðrar vinnufúsar og starfsamar hendur hafi verið lagðar ,á þann plóg. Þrátt fyrir allt vissu ekki margir af þessum sælureit, sem skógræktarfólk á Akureyri undir forystu Ármanns Dalmannssonar hafði komið upp í kyrrþey í Kjarnalandi, þar til þjóðhátíð Eyfirðinga og Akureyringa var haldin þar í júlímánuði 1974 og útivistarsvæðið var opnað almenn- ingi. Þá uppgötvuðu menn, hvern dýrgrip þeir höfðu eignast, og síðan hafa Akureyringar fjöl- mennt þangað í tómstundum sínum og notið samvista við gróandi jörð og ilmandi trjálundi. Mörg voru handtökin orðin, áður en þetta gæti orðið, og verða aldrei tölum talin. En Ármann hafði af þeim yndi og unun, fann til ánægjunnar, en ekki erfiðisins. Hann vildi alltaf haga svo störfum sínum, að hann skilaði landinu betra og fegurra en það var, þegar hann tók við því. Svo var einnig um heimalandið, lóðina stóru ofan við heimili þeirra Sigrúnar í Aðalstræti 62. Þar er mikið ræktað, bæði matjurtir og trjá- plöntur af ýmsu tagi, sem standa í beinum röðum í skýldum reitum, berandi fagurt vitni þeim manni, sem farið hefir um nýgræðinginn gætnum, hlýjum, stórum höndum, um leið og hann mælti svo um og lagði svo á, að þessir veiku kvistir skyldu síðar verða sterkir stofnar og háir meiðir, ísland verða enn betra land, enn fegurra land. En Ármann Dalmannsson ástundaði ekki aðeins ræktun lands og lýðs vegna framtíðarinn- ar, heldur einnig rækt og ræktar- semi við fortíðina. Hann skildi mæta vel, að þar var grundvöllur íslenskrar þjóðmenningar, og tengslin við þann grunn má aldrei rjúfa, ef við eigum að skilja eðli okkar og uppruna, ef við eigum ekki að verða rekald í hafsjó erlendra strauma og flaumi nýj- unga, sem vissulega geta orðið okkur til góðs og framfara, svo framarlega sem okkur tekst að varðveita þessi tengsl. Því varð Ármann hollur granni Minja- safnsins á Akureyri, þegar það var sett á stofn árið 1962. Hann var rekin, aö auka rafhitun húsa, heföi leitt til þessara vandamála Rarik. Lúövík hefði lýst því í ræðu sinni aö hann væri andvígur hækkun verðjöfnunargjalds og hækkun á töxtum. Því kæmi ekki annað til greina samkvæmt hans úrræöum en ríkissjóður legöi fram fjármagn og tæki við skuldabyrði Rafmagnsveitnanna. Það þýddi aftur á móti aukna skatta, sem ekki væri raunhæft. Þá minntist forsætisráö- herra á að kílówattstund, sem færi noröur, væri seld á 5 krónur. Taka þyrfti ákvörðun um rekstur byggöalín- unnar og væri í því sambandi unnt að auka tekjur Rarik. í þriðja lagi gerði nefndin ráð fyrir að 80 milljónum af rekstrarhalla Rarik yröi ýtt til ársins 1979 og rekstrarlán, sem koma átti til greiðslu í september og er reiknað 250 milljónir, yröi framlengt. Þá gerði nefndin ráð fyrir aö 521 milljónar króna vandi, sem þá væri eftir, yröi leystur meö því að draga úr framkvæmdum, m.a. við vesturlínu. Þaö fellst ríkisstjórnin ekki á, en vill afla lánsfjár á innlendum markaöi aö upphæð 450 til 500 milljónir króna. Þá kvað hann ríkisstjórnina aö hluta til hafa samþykkt tillögur um tekjuöflun og hefur í athugun frekari tillögur. Þá kvað forsætisráöherra nýtt innheimtu- kerfi hjá Rarik valda talsveröum erfiöleikum, þar sem um byrjunarörð- ugleika væri aö ræða bg skilaði fjármagn sér seinna en áður. Væri þar um að ræða um 300 milljónir króna. Hann sagði aö lokum aö engin misklíö heföi verið innan ríkisstjórnarinnar um þessi mál. Gylfi Þ. Gíslason tók næstur til máls og talaöi um alvarleg og stór mistök í orkumálum á síöustu árum. Alvarleg- ustu mistökin heföu veriö Krafla og sagði hann nauðsyn á gagngerri rannsókn á því hvort núverandi eða fyrrverandi ríkisstjórn bæri þar ábyrgö á. Hann benti á að engin rödd heföi heyrst frá framsóknarmönnum um þessi mál, en þeir hlytu þó einnig að bera ábyrgð. Síðan ræddi hann um þrenn alvarleg mistök í orkumálum. Viö aðskilnað Orkubús Vestfjaröa og Rarik hafi Orkubúið tekið aö sér 500 milljónir króna í skuldum, en Rarik 2 til 3 milljarða. Síðan hafi þessu verið breytt og Orkusjóöur látinn taka skuldabyrðina. Orkumálaráöherra hafi tilkynnt þessa ákvöröun bréflega — var Framsóknarflokkurinn sammála eöa var hann ekki spurður? — spurði Gylfi. I ööru lagi hafi iönaöarráöherra ákveðið að leggja 250 milljón króna rafstreng til Vestmannaeyja eftir aö Alþingi heföi gengið frá fjárlögum og lánsfjáráætlun og fjárhagsskuldbind- ingar lagðar á Rarik í þeim efnum. Ef líka kosin í stjórn þess í upphafi og var varaformáður stjórnarinn- ar allt til þess, er Jónas Kristjáns- son, fyrsti formaðurinn, andaðist snemma árs 1975. Þá tók Ármann við formennskunni og gegndi henni með prýði, fyrirhyggju og röggsemi í senn, allt til dauðadags. Þess naut Minjasafnið oft, að Ármann var maður ósporlatur, en einnig hins, hve hann var vel kynntur og bæði laginn og ýtinn að tala máli þess í öllu því skulda- basli, sem það hefir staðið í, frá því hafist var handa um stækkun húsnæðisins fyrir fjórum árum. Nú sér senn fyrir endann á þeim framkvæmdum, sem mest fyrir kapp og bjartsýni Ármanns og hagsýni og ráðdeild þeirra Þórðar safnvarðar Friðbjarnarsonar. Ár- mann hefir verið óþreytandi við víxlastapp og samninga við skuld- heimtumenn, þannig að allt hefir bjargast fram til þessa. Dugnaður þessa aldraða manns er dæmafár, og áhuginn sívaknandi. Helsjúkur var hann með hugann við málefni safnsins, leitandi ráða, hvernig þeim mætti best fyrir koma. Þó að mátturinn færi þverrandi og hann gæti ekki lengur borið sig um, hafði hann símann við höfðalagið og notaði hann óspart til að tala máli safnsins. Blikið og lífsaflið í augunum var ófölskvað, þó að kraftana þryti, og gamanyrði flugu enn af vörum. Nú þakkar þessi hljóðláta stofnun, Minja- safnið á Ákureyri, formanni sínum látnum alla umhyggjuna og aila eljuna, sem alltaf var ólaunuð með öðru en ánægjunni af vel unnu verki. Við, sem með honum feng- um að vinna að málefnum safns- ins, þökkum af alhug samfylgdina og vináttuna, sem aldrei bar skugga á. Ármann var skáldmæltur í besta lagi og orðhagur á bundið mál og óbundið. Frá hans hendi komu út tvær ljóðabækur, Ljóð af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.