Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978
17
Pálmi Jónsson, alþingismaður og
stjórnarmaður í RARÍK:
Heildarlausn á
vanda RARÍK
á næsta leiti
PÁLMI Jónsson, alÞingismaður, var hinn eini af stjórnarmönnum
Rafmagnsveitna ríkisins sem ekki óskaöi eftir t>ví aö verða leystur frá
störfum í stjórninni í tengslum við fjárhagserfiðleika stofnunarinnar og
hefur ekkert látiö frá sér fara um málið fyrr en í gær — bæði í umræðum
á Alþingi og í samtali við Morgunblaðið, bar sem hann var spurður nánar
um þetta atriði:
„Þegar þrír stjórnarmenn Raf-
magnsveitna ríkisins tóku þá ákvörð-
un að segja af sér störfum í stjórn
stofnunarinnar, var ég staddur heima
hjá mér úti á landi", sagöi Pálmi
þegar Mbl. ræddi við hann. „Ég tók
þá ákvörðun þegar þessi tíðindi
bárust, að segja þó ekki af mér
störfum í stjórn RARÍK að svo komnu
máli. Taldi ég rétt að vinna áfram að
því ásamt rafmagnsveitustjóra að
knýja á um það að lausn fengist á
fjárhagsvanda RARÍK hjá ríkisstjórn-
inni í trausti þess að ákvörðun um
þetta mál yrði tekin á allra næstu
dögum.
Fjárhagsvandamál RARÍK sem
kunn eru af fréttum og af umræðum
á Alþingi í dag, hafa legið fyrir
ríkisstjórninni um langan tíma og tel
ég að lausn þeirra hafi dregizt til
verulegs tjóns fyrir stofnunina og
viðskiþtaaðila hennar.
Það kom fram í ræðu forsætisráð-
herra á Alþingi í dag, að á fundi
ríkisstjórnarinnar í morgun, voru
teknar ákvarðanir er miða að lausn
á verulegum hluta á fjárhagsörðug-
leikum RARÍK, þótt ekki sé endan-
lega búið að greiða úr vandanum.
Eftir er enn að taka ákvörðun um
hvernig mæta skuli þeim þætti
málsins, sem tillögur voru upþi um að
mæta með hækkun verðjöfnunar-
gjaldsins úr 13% upp í 20% eða sem
nemur 225 milljónum króna.
Ég treysti því, að ákvarðanir verði
teknar um þennan þátt málsins áður
en margir dagar líða eða strax eftir
næstu helgi. Ennfremur þarf að
lagfæra greiðsluáætlun stofnunarinn-
ar þannig að hún geti innt sínar
greiðslur af hendi með fullnægjandi
hætti. Eftir að ákvarðanir hafa verið
teknar um þessi atriði má telja að
heildarlausn sé fengin á fjárjiags-
vanda RARÍK hvað snertir þetta ár,
bæði er tekur til reksturs og
framkvæmda. Og er þá enda engin
ástæða til þess að ég fari að segja
af mér störfum í stjórn stofnunarinn-
ar.
Þó ber að athuga, að með þessu
er vandamál RARÍK auðvitað ekki
leyst til frambúðar. Framkvæmdir á
vegum stofnunarinnar hafa fram til
þessa verið fjármagnaðar með lánsfé
og af þeim sökum hvílir gífurlegur
fjármagnskostnaður á fyrirtækinu.
Suma þætti framkvæmda á vegum
Rafmagnsveitna ríkisins verður að
líta á sem félagslegs eðlis, þannig að
sú orkusala, sem af henni leiðir,
dugar hvergi nærri til að mæta
fjármagnskostnaðinum. Ef ætti að
leysa vandamál stofnunarinnar til
frambúðar væri nauðsynlegt að létta
af henni hluta af þessum mikla
fjármagnskostnaði. Ennfremur kæmi
mjög til álita að greina á milli þessara
félagslegu framkvæmda annars
vegar og arðgefandi framkvæmda
hins vegar á þann hátt, að hinar
félagslegu framkvæmdir yrðu fjár-
magnaðar af fjárlögum eða með
ríkisfé á annan hátt en arðgæfar
framkvæmdir meö lánsfé. Væri þetta
gert ætti rekstrargrundvöllur
stofnunarinnar að vera tryggður til
frambúðar", sagði Pálmi Jónsson.
Bygging Þjóðviljahússins:
369 manns gáfu að
sögn Alþýðubanda-
laginu og Þjóðvilj-
anum framlag sitt
Utgefendur Þjóðviljans boöuðu
blaðamenn á sinn fund í gær til pess
að kynna fjárhagslegan grundvöll nýs
húss Þjóöviljans og rekstur blaðsins
á undanförnum árum. í greínargerð
frá útgefendum Þjóðviljans segir
m.a.:
„Vejjna ítrekaðra aödróttana í
fjölmiðlum, nú síöast frá formanni
Aljiýöuflokks í sjónvarpsþætti föstu-
dauinn 17. mars oj; í leiðara Alþýðu-
hlaösins 22. mars s.l., vilja útfjefendur
Þjóöviljans koma eftirfarandi upplýs-
inpum a framfæri:
Þepar prentun Þjóðviljans hófst í
prentsmiöju fjopurra daphlaða, Blað-
prenti hf., Siöumúla 14, var taliö
nauösynlefít að flytja skrifstofur
hlaösins, ritstjórn jiess op affjreiðslu í
náprenni - prentsmiðjunnar. Var því
ákveðið aö pera sérstakar ráðstafanir
i jni skyni. Þier vorú:
al Sala á húsinu aö Skólavörðustif;
19. Seldar voru þrjár hæðir hússins
fvrir II milljónir króna.
hl Efnt var til almennrar fjársöfn-
unar. Alls var safnað sem hlutáfé ot;
framlöKum kr. 35.540.000.
Þetta fé, andvirði Skólavöröustígs
19 og söfnunarfé, var síðan notað til
Jiess aö reisa nýtt hús aö Síðumúta 6
op til j)ess að greiöa skuldir sem
safnast höfðu fvrir á undanförnum
árum vegna hallareksturs hlaðsins.
Nýja húsið kostaði 52 milljónir með
hunaöi.
Miögarður hf. er eigandi hússins að
Síðumúla ti og sania hlutafélag var
eigandi hússins aö Skólavörðustíg 19.“
I greinargerð útgefenda kemur
fram, að 700 einstaklingar hafi lagt
fram fé til byggingarinnar. Hluthafar
í Miðgarði fvrir byggingarfram-
kvæmdirnar voru að sögn um 80 síðan
1940, er hlutafélagið var stofnað, en
nú eru hluthafar 371 með aðild
Þjóðviljans og Aljjýðubandalagsins,
en 309 einstaklingar, sem veittu fé til
byggingarinnar, gáfu þá peninga til
Alþýðubandalagsins og Þjóðviljans,
alls um 10 ntillj. kr. og er það hlutur
|>essara tveggja aðila í hlutafjáreign-
inni. Miðað við hlutafjárloforð 700
einstaklinpa upp á liölega 35 millj. kr.
er um að ræða liðlega 50 ()ús. kr. að
meðaltali á mann a þeim tíma sem
húsið var byggt.
Þá segir einnig i greinargerðinni um
útgáf'u Þjóðviljans:
„SutnkvivnU reikningunt Þjóðvilj-
ans árið 1975 var útgáfukostnaður það
ár kr. 90.391.000. Tekjur voru hins
vegar kr. 75.575.000, eða 83,0') af
útgjöldum.
I meira en 20 ár hefur Þjóðviljinn
starfrækt happdrætti til þess að
standa undir hallarekstri |)eim, sem
jafnan hefur veriö á blaðinu. Er
happdrættið orðið fastur liður í
rekstri blaðsins á sama hátt og flestir
stjórnmálaflokkar nota þá fjáröflun-
araðferö til jæss að standa undir sinni
starfsemi. Arið 1975 voru nettótekjur
Þjóðviljans af happdrættinu og öðrum
söfnunum samtals kr. 10.537.000. Var
því skuldasöfnun það ár kr. 4.279.000.
Arið 1970 var útgáfukostnaður kr.
139.790.000. Tekjur blaðsins kr.
119.400.000 eða 85,4'» af rekstrar-
kostnaði. Nettótekjur af happdrætti
og öðrum söfnunum kr. 14.275.(K)0 og
skuldasöfnun kr. 0.109.000.“
i:
s . y. ..
'
Hólmur á strandstað í ólafsfirði.
^5' 'N
Ljósm. Svavar Magnússon
Náðist Hólmur á flot í nótt?
VARÐSKIPIÐ Óðinn ætlaði í nótt að reyna öðru
sinni að draga á flot færeyska flutningaskipið
Hólm. sem strandaði rétt við höfnina á Ólafsfirði
í fyrrakvöld. Varðskipsmenn reyndu á flóðinu í
gærdag að ná færeyska skipinu á flot en gekk
þá á ýmsu. Eins og fram kom á baksíðu hvolfdi
fyrst gúmbát varðskipsins með þremur mönnum
og voru þeir stutta stund að verlkjast um í
brimgarðinum 100 til 150 faðma frá landi. Þá
tókst litlu síðar að koma dráttartaug yfir í
færeyska skipið en taugin slitnaði þegar farið
var að toga. Atti því að reyna á nýjan leik á
flóðinu í nótt.
Færeyska skipið hafði í gærkvöldi færzt
nokkuð na‘r landi og lyfzt. sem aftur mun gera
björgun skipsins erfiðari. Ahöfnin., 5 menn.
héldu sig um borð í skipinu, enda ekki talin nein
hætta búin. að sögn fréttaritara Mbl. á Ólafsfirði.
Jakobs Agústssonar.
Björgunarsveitarmenn styðja einn varðskipsmanna í land.
Gúmbáturinn á reki í brimgarðinum en varðskipið íyrir utan.