Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978
15
Guöbjörg Guðvarðs-
dóttir
Fædd 16. dcs. 1894.
Dáin 22. mars 1978
Bezt man ég þó augasteinana tvo
með allar náttúrur veraldar
í hyldjúpri Ijómalind.
Jóhannes úr Kötlum.
Ég skrifa þessa minningu til að
þakka vináttu og tryggð, sem til
var stofnað milli fjölskyldna okkar
löngu fyrir mína tíð.
Guðbjörg Guðvarðardóttir, eða
Gudda, eins og hún var alltaf
kölluð, fæd<J.ist að Þinghól í
Hvolhreppi 16. des. 1894 og var á
84. aldursári er hún lést 22. mars
á Landspítalanum eftir langa
sjúkdomslegu. Gudda ólst upp hjá
móður sinni Katrínu Sigurðar-
dóttur, fyrst í Þinghól en síðar að
Teigi í Fljótshlíð. Þegar henni óx
fiskur um hrygg fór hún til
Vestmannaeyja á vertíð eins og
flest ungt fólk í Rangárvallasýslu
og víðar á þessum árum, en var í
kaupavinnu á sumrin. Nokkur
sumur var hún í Litlu-Hildisey í
Austur-Landeyjum og þar
kynntist hún eftirlifandi manni
sínum Guðna Sigurðssyni. Þau
gengu í hjónaband árið 1935 og
sama ár fæddist einkabarn þeirra
Erla. Þau settust að í Vestmanna-
eyjum og bjuggu þar, fyrst í
Ráðagerði en síðar að Faxastíg 18,
mestallan sinn búskap eða til 23.
janúar 1973. Þá urðu þau eins og
aðrir Vestmannaeyingar að yfir-
gefa heimili sitt í skyndi er gosið
í Heimaey hófst og áttu þau ekki
afturkvæmt til Eyja. Það mun
hafa verið skömmu eftir 1920 að
Gudda kom fyrst til Eyja og átti
hún þar heima í rúmlega hálfa öld.
Frá því að ég man fyrst eftir
mér heyrði ég móður mína minn-
ast oft á þau góðu hjón, Guddu og
Guðna. Hún þekkti þau frá upp-
vaxtarárum sínum í Landeyjúnum
og einnig frá samvistardögunum í
Eyjum. Þótt oftast væri vík milli
vina og tækifæri til samvista
stopul, hélst með þeim vinátta alla
tíð. Þegar gosið í Heimaey hófst
fluttu Gudda, Guðni og Erla til
Reykjavíkur og þá urðu fagnaðar-
fundir með þessum aldavinum þótt
í skugga náttúruhamfara og óvissu
væri annars vegar og erfiðra
veikinda hins vegar. Þá hljómuðu
glaðir hlátrar eins og í gamla daga
og margt spaugilegt atvik var
rifjað upp, en þegar talið barst að
yfirstandandi erfiðleikum sögðu
þau Gudda og Guðni eitthvað á
þessa leið: „Mikið lán var, að hún
Sigga okkar er dáin. Þungbærast
af öllu hefði verið að sjá á eftir
henni til vandalausra". Sigga var
dótturdóttir þeirra, sem lést í
nóvember 1972 á átjánda árinu.
Hún var fædd með sjúkdóm, sem
kom i veg fyrir að hún næði að
þroskast eins og flest önnur börn
bera gæfu til. Samt var hún
sólargeisli í lífi þeirra. Fáir
einstaklingar hafa e.t.v. lifað sælli
en hún Sigga litla, sem aldrei
kynntist öðru í mannlífinu en því
besta og fegursta, sem þar er að
finna, kærleika og fórnarlund.
Þótt sár harmur væri að þessu
góða fólki kveðinn var þar enga
uppgjöf að finna. Þau endurreistu
heimili sitt á Vesturgötunni og
áður en árið var liðið voru þau
aftur orðin fjögur í fjölskyldunni.
Sá sem bættist í hópinn var Helgi
Pálmarsson. Nú voru Gudda og
Guðni orðin breytingunum svo
vön, að skömmu síðar, eða 1975,
fluttu þau aftur búferlum og í það
sinn til Erlu og Helga að
Bólstaðarhlíð 48. Það er stundum
sagt um þjóðir, að þær hafi þá
stjórnendur sem þær eigi skilið.
Um Guddu og Guðna má segja að
þau hafi eignast þann tengdason
sem þau áttu skilið. Helgi tók sér
stöðu við hlið Erlu og heil og
óskipt hafa þau unnið að því öll sín
hjúskaparár að hlúa að þeim í
ellinni. Seinustu mánuðina sem
Gudda lifði, eða frá því í júlí 1977,
dvaldi hún á Landsspítalanum.
Alltaf voru þau hjá henni hverja
Minning
stund sem þau máttu og fylgdust
náið með líðan hennar. Vonuðu
meðan von var og tóku svo því
óumflýjanlega með æðruleysi.
Þegar ég ræddi við Helga rétt eftir
andlát hennar sagði hann mér, að
engri manneskju hefði hann
kynnst, sem átti jafn gott og
göfugt hjarta og hún tengdamóðir
hans. Þar var ekkert að finna
nema fölskvalausan kærleika til
alls sem lifir. Mín persónulegu
kynni af Guddu eru á sama veg.
Ofáar eru símhringingarnar s.l. 5
ár til að spyrja um velferð mína
og minna og ósjaldan barst pakki,
sem hafði að geyma nýprjónaða
sokka eða vettlinga til að hlýja
fótum og höndum barnanna
minna. Slíkar gjafir eru meira
virði en gull og gersemar því að
hver einasta lykkja er tekin af ást
og umhyggju fyrir því lífi sem er
að vaxa og viljinn til að vernda það
birtist í þessum handaverkum.
Þegar ég kvaddi hana Guddu
mína var svo af henni dregið, að
hún mátti ekki mæla, en augun
voru lifandi sem aldrei fyrr og full
tjáningar. Þaðan brá birtu á
hrokkinn vanga af kærleik, sem
aldrei dvín og lýsir þeim sem eftir
ganga.
Guðna, Erlu og Helga votta ég
dýpstu samúð.
I Guðs friði.
Elsa G. Vilmundardóttir.
Vertu trúr allt til dauAans
og éj? mun gefa þér lífsins kórónu.
Þessi ritningarorð koma öðru
fremur í hug nú við kveðjustund
Guðbjargar Guðvarðsdóttur.
Guðbjörg fæddist að Þinghól í
Hvolhreppi, Rangárvallasýslu, for-
eldrar hennar voru Katrín
Sigurðardóttir frá Kornhúsum í
sömu sveit, ætt hennar var komin
frá fólki sem flúði undan Skaftár-
eldum 1783 vestur um sveitir, en
faðir var Guðvarður Tómasson frá
Miðhúsum í Hvolhrepp, hans ætt
var hin mannmarga Víkings-
lækjarætt. Nokkru eftir að
Guðbjörg fæddist fór faðir hennar
til Ameríku en Guðbjörg ólst upp
með móður sinni lengst í Teigi í
Fljótshlíð. Móðir hennar var þar
vinnukona, og hafði dótturina í
skjóli sínu. Varla munu þær
mæðgur hafa haft mikil auraráð,
því í þá tíð var árskaup vinnu-
kvenna 20—25 krónur, svo erfitt
hefur verið fyrir Katrínu að láta
enda ná saman, en þau Teigshjón
Valgerður Guðmundsdóttir og
Sveinbjörn Sveinbjörnsson voru
ekki bitasárir húsbændur, og tel ég
að Guðbjörgu hafi fundist þau
Teigshjón vera að nokkru sínir
foreldrar.
Strax og Guðbjörg stálpaðist
voru það hin venjulegu sveitastörf
sem tóku huga og hönd, kom fljótt
í ljós að Guðbjörg var tápmikil
telpa, enda ekki annað fyrir en
þrotlaus vinna. Eftir að fullum
þroska var náð voru vinnukonu-
störfin hlutskiptið. Guðbjörg var í
vist á nokkrum stöðum þar til hún
giftist 7. des. 1935 eftirlifandi
manni sínum Guðna Sigurðssyni
frá Litlu-Hildisey í Austur-Land-
eyjum. Hófu þau búskap í Vest-
mannaeyjum, eignuðust þau eina
dóttur Érlu, og er hún gift Helga
Pálmarssyni, þeirra heimili er hér
í borg að Blönduhlíð 48.
Guðbjörg var andlega sterk
kona, glaðvær og hispurslaus,
sagði sína meiningu umbúðalaust
án tæpitungu, virtist máski hörð,
en slíkt var aðeins gríma til að
MYIMDAMOTA
Ad.ilstra>ti 6 simi 25810
herða viljann og auka þrekið.
Alltaf gat hún hlegið sínum bjarta
hlátri á góðri stund, jafnvel brosað
þegar mest reyndi á, svo vel réð
hún við erfiðleikana, en undir
hispursleysinu sló gott og sterkt
hjarta í orðsins fyllstu merkingu.
Eins og fyrr segir hófu þau
Guðbjörg og maður hennar búskap
í Vestmannaeyjum 1935, þá hrjáði
heiminn hin svonefnda heims-
kreppa og þar af almennt atvinnu-
leysi. Maður Guðbjargar var
öðrum fremur heppinn með ýmsa
vinnu, og afkoma heimilisins því
góð, en heilsa Guðna varð fyrr en
varði ótrygg, og gat hann því ekki
beitt sér við störf nema stopult, þó
úrvals starfsmaður væri, svo fljótt
kom í hlut Guðbjargar að ganga í
alla þá vinnu er gafst. Þó tókst
þeim hjónum að eignast eigið hús,
„Miðbæ“. Þar undu þau vel sínum
hag, enda fór heilsa Guðna að
styrkjast, og aðrir tímar að ganga
i garð. En sagan endurtekur sig, og
svo reyndist hér. Eins og tilgreint
var um móðurfólk Guðbjargar, að
það flúði Skaftarelda, eins mátti
Guðbjörg nú hrökklast undan
Heimaeyjargosi ásamt öðrum
eyverjum. Þau Guðbjörg og maður
hennar fengu hér í borg bráða-
birgðahúsnæði, en innan tíðar
fluttu þau til dóttur sinnar og
tengdasonar að Bólstaðarhlíð 48
og var herbergi þeirra þar óðara
nefnt Miðbær, hjá þeim Erlu og
Helga voru gömlu hjónin borin á
höndum, þeim var ekki kastað inn
á biðsal dauðans, elliheimilin. En
brátt fór heilsa Guðbjargar að bila
fyrir alvöru, og á sjúkrahús var
leiðn næst, þar dvaldi Guðbjörg
síðustu mánuðina, lengi með óbil-
aða lífsþrá en síþverrandi lífs-
þrótt, og að lokum kom maðurinn
með ljáinn og vann miskunnar-
verkið.
Og nú er Guðbjörg horfin af
sjónarsviði þessa jarðneska lífs,
færi betur að allir gætu lokað
augum sínum með jafn hreinan
skjöld og hún. Ég er viss um að
gleði hennar er óblandin að mæta
litlu dótturdóttur sinni fyrir
handan hafið, telpuna sem hún
gerði svo mikið fyrir meðan þær
voru báðar hérna megin grafar,
því Sigga litla þurfti svo mikillar
hjálpar við á meðan hún lifði.
Með þessum sundurlausu
minningarbrotum kveð ég
Guðbjörgu, og óska anda hennar
guðsblessunar. Eiginmanni
hennar, dóttur og tengdasyni sendi
ég og kona mín samúðarkveðjur.
Gamall sveitungi.
ii
Á lafoss-vœrðarvoðir
tilvalinfermingargjöf
ALAFOSSBUÐIN
Vesturgötu 2 — sími lSUOk