Morgunblaðið - 15.04.1978, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978
Stetson herflug-
málaráðherra
Bandaríkjanna
í heimsókn hér:
JOHN C. Stetson ráðherra
herflugmála í Bandaríkj-
unum kom til íslands f eins
dags heimsókn í gærmorg-
un á leið sinni vestur um
haf frá Evrópu. Við kom-
una sagði ráðherrann f
samtali við Mbl. að heim-
sókn hans hingað væri
endapunkturinn í hálfs-
mánaðar ferð um nokkrar
mikilvægustu herstöðvar
Bandaríkjamanna 1
Evrópu, m.a. í Grikklandi
og Tyrklandi.
„Keflavík ein mikilvæg-
asta varnarstöð NATO”
Ráðherrann sagði jafnframt, að ustu varnarstöðvum Atlantshafs- því loknu eiga viðræður við Einar
það sem að baki þessari ferð lægi bandalagsins og myndi hann Agústsson utanríkisráðherra.
væri fyrst og fremst að hann vildi meðan á dvöl hans stæði ræða Ráðherrann heldur eins og áður
kynnast af eigin raun ástandi ítarlega við yfirmenn varnarliðs- sagði heim á leið í dag með
þessara stöðva og ræða við þar- ins, svo og myndi hann hitta að Boeing-þotu sinni. Myndin er tekin
lenda ráðamenn. máli forsætisráðherra, Geir Hall- við komu ráðherrans til Keflavík-
Keflavík væri ein af mikilvæg- grímsson, seinna um daginn og að urflugvallar.
Hr auney j afossvirk jun:
Lægsta tilboðið að
upphæð 714 millj.
FJÖGUR tilboð hárust í byrjun-
arframkvæmdir við Hrauneyja-
fossvirkjuni gröft fyrir stöðvar-
húsi og þrýstivatnspi'pum að
hluta. Lægsta tilboðið hljóðaði
upp á 713.883.000 krónur og það
hæsta upp á 1.173.640.000 krón-
ur, en kostnaðaráætlun ráðgjafa
Landsvirkjunar hljóðaði upp á
850.000.000 krónur.
Tilboðin voru opnuð á Hótel
Sögu í gær. Tilboðstrygging var
10% af tilboðsupphæðinni. Lægsta
tiiboðið var frá ístak, Miðfelli,
Loftorku, Skánska Cementgjuter-
iet og Phil og Sön og nam það
713.883.000 krónum. Tilboð frá
Hlaðbæ hf., Suðurverki hf. og
Fjölvirkjanum hf. nam 781.570.000
Sleppt eftir 99
daga varðhald
FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar
sleppli í gærkvöldi 25 ára gömlum
manni, sem setið haföi i gæzluvarð-
haldi í 99 daga vegna rannsóknar
hins umfangsmikla fíkniefnamáls,
sem verið hefur til meðferðar að
undanförnu hjá deildinni og Fíkni-
efnadómstólnum.
Maður pessi mun vera einn af
höfuðpaurum pessa máls en um er
að ræöa verulegt smygl á hassi í
fyrra aðallega í notuðum sjónvarps-
tækjum. Skiptir magnið nokkrum
kílóum.
krónum, tilboð frá Aðalbraut hf.,
Sveinbirni Runólfssyni s.f., Foss-
vélum hf. og Verkfræðistofunni
Burði hf. nam 1.043.350.000 krón-
um og tilboð frá Ellert Skúlasyni
hf., Svavari Skúlasyni hf. og
Ýtutæni hf. nam 1.173.640.000
krónum. Síðasttöldu fyrirtækin
gerðu frávikstilboð, þar sem bor-
unarframkvæmdir til að létta á
vatnsaga voru með öðrum hætti en
fram var sett i útboði, og lækkaði
frávikið tilboðið um 100 milljónir
króna, þannig að heildarupphæð
þess var 1.073.640.000 krónur.
Kostnaðaráætlun Harza
Engineering Company Inter-
national, Chicago, og Verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsens var
upp á 850 miiljónir.
Eirkur Briem, framkvæmda-
stjóri Landsvirkjunar, sagði í
samtali við Mbl. að hann reiknaði
Framhald á bls. 26
Hafnarfjörður:
Prófkjöri sjálfstæð-
ismanna lýkur í kvöld
PRÓFKJÖRI sjálfstæðis-
manna í Hafnarfirði um
skipan framboðslista
flokksins við næstu bæjar-
stjórnarkosningar lýkur í
kvöld kl. 22 en kosið er 1
Sjáifstæðishúsinu við
Strandgötu.
í gærkvöldi höfðu á 5.
hundrað manns kosið. 36
frambjóðendur eru í kjöri
og á að kjósa fæst 7 og flest
11. Kosið er með því að
merkja með tölustaf fyrir
framan nafn frambjóðenda
í þeirri röð sem kjósandi
vill skipa mönnum á list-
ann. Atkvæðisrétt hafa
allir kosningabærir stuðn-
ingsmenn Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði og
ennfremur félagar í Stefni,
félagi ungra sjálfstæðis-
manna í Hafnarfirði, á
áldrinu 16—20 ára.
Listi sjálfstæðismanna í Keflavik
GENGIÐ hefur verið frá fram-
boðslista Sjálfstæðisfiokksins í
Keflavik við næstu bæjarstjórnar-
kosningar. Listann skipa.
1. Tómas Tómasson sparisjóðs-
stjóri, 2. Ingólfur Halldórsson
aðstoðarskólameistari, 3. Ingólfur
Falsson vigtarmaður, 4. Kristinn
Guðmundsson málarameistari, 5.
Ingibjörg Hafliðadóttir húsfreyja,
6. Árni R. Árnason bókhaldari, 7.
Árni Þ. Þorgrímsson flugumferð-
arstjóri, 8. Ingibjörg Eliasdóttir
húsfreyja, 9. Halldór Ibsen fram-
kvæmdastjóri, 10. Elías Jóhanns-
son bankamaður, 11. Einar Krist-
insson forstjóri, 12. Einar Guðberg
framleiðslustjóri, 13. Björn
Stefánsson skrifstofustjóri, 14.
Jóhann Pétursson símstjóri, 15.
Gunnlaugur Karisson útgerðar-
maður, 16. Jóhanna Pálsdóttir
fulltrúi, 17. Tómas Ibsen banka-
maður, 18. Sesselja Magnúsdóttir
húsfreyja.
Sjálfstæðismenn hafa nú 4 af 9
bæjarfulltrúum í Keflavík. Sjálf-
stæðismenn í Keflavík efndu til
prófkjörs 25. og 26. febrúar og
urðu úrslit þess bindandi fyrir
þrjú fyrstu sætin, en í aðalatriðum
réðu úrslit prófkjörsins skipan
efstu sæta listans.
Dóttur- og hlutdeildarfyrirtæki Flugleiða:
Tap á Air Bahama
gróði á Cargolux
REKSTUR dótturfyrirtækja Flug-
leiöa og hlutdeildarfyrirtækja
félagsins bæði hérlendis og erlend-
is gekk misjafnlega á síðasta ári, að
pví er fram kemur í skýrslu til
aðalfundar félagsins.
Aukning varð talsverð í starfsemi
International Air Bahama á síöasta
ári, einkum var leiguflug félagsins
stóraukiö. Nokkurt tap varð þó af
rekstrinum, en veltan tæpir 4 millj-
arðar króna.
Velta annars dótturfyrirtækis Flug-
leiða jókst einnig verulega á árinu
eða um 60% en það var hjá Hótel
Esju, þar sem veltan var 510 milljónir
króna. Rekstrartap varð þó á árinu
sem nam um 33,5 millj. en engu að
síður var restrarbatinn milli ára um
51,5 milljón. í athugun er nú að
byggja viö húsiö aö austanveröu meö
rými fyrir 135—170 hótelherbergi
auk veitingasala á 2. og 9. hæö.
Áætlaður kostnaöur viö þessa fjár-
festingu er um 2,5 milljarðar króna.
Tap varð einnig á rekstri þriöja
dótturfyrirtækisins, Ferðaskrifstof-
unnar Úrvals, en þaö var smávægi-
legt. Velta fyrirtækisins varö alls 248
milljónir króna.
Hlutdeildarfyrirtækjunum vegnaöi
mörgum hverjum betur en þó sér-
staklega Cargolux, en hagnaöur af
rekstri fyrirtækisins varö 200—250
milljónir króna og velta félagsins nær
15 milljaröar króna í samanburði viö
liölega 18 milljaröa veltu Flugleiöa,
svo að ekki skakkar nema 20%.
Rekstur Kynnisferöa feröaskrif-
stofanna sf. gekk sömuleiöis vel.
Veltan var um 90 milljónir króna og
jókst um 17% frá árinu áður. Velta
Flugfélags Noröurlands nam um 101
miltj. króna og jókst um 53%. Stööug
aukning hefur veriö í umsvifum
Hótels Húsavíkur og var veltan í fyrra
130 milljónir og jókst um 53%. Þá
Framhaid á bls. 26
Geir Hall-
grímsson
forsætis-
ráðherra
ræðir við K.
B. Ander-
sen, utanrík-
isráðherra
Dana,
í skrifstofu
sinni í for-
sætisráðuneyt-
inu síð-
degis í gær.
(Ljósm.i Ól.
K. Magn.)
r
Asgeir Bjarna-
son framkvæmda-
stjóri er látinn
ÁSGEIR Bjarnason framkvæmda-
stjóri lézt á sjúkrahúsi í Reykjavík
í fyrrakvöid, 67 ára að aldri.
Ásgeir var fæddur á Húsavík 10.
júní 1910, sonur Bjarna Benedikts-
sonar kaupmanns og póstaf-
greiðslumanns og konu hans Þór-
dísar Ásgeirsdóttur. Ásgeir lauk
gagnfræðaprófi á Akureyri 1927 og
verzlunarprófi í Kaupmannahöfn
1930. Hann var skrifstofustjóri hjá
Sparisjóði Reykjavíkur og nágrenn-
is frá stofnun 1932 til 1942 en sat
í stjórn sparisjóðsins frá ‘42 til
dauðadags. Ásgeir varð fram-
kvæmdastjóri hjá Vinnufatagerð
íslands og systur fyrirtækja 1942 og
jafnframt sat hann í stjórn ýmissa
hlutafélaga svo sem City Hotel,
Andersen og Lauth hf., Verksm. Föt
hf. og Kjörgarðs.
Eftirlifandi kona hans er Rósa
Finnbogadóttir skipstjóra í Vest-
mannaeyjum Finnbogasonar.
SsiS'
ðVIKR (ÍK3SRRIL0TU)
ÖúRÉTÍfltJBYRJRÍ
WBK
V'W MfAlÖÍO
i llOREö