Morgunblaðið - 15.04.1978, Page 3

Morgunblaðið - 15.04.1978, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978 3 hans heföi Efnahagsbandalagið borið mjög á góma, sérstaklega með tilliti til formennsku Dana þar á fyrra misseri þessa árs. Hann sagði að Danir hefðu meðal annars lagt á þaö áherzlu innan banda- lagsins að leita lausnar á vanda- málum vegna ríkisstyrkja í iðnaði. Væri meiriháttar greinargerðar að vænta um það mál í næsta mánuði, og hefði Genscher, utan- ríkisráðherra V-Þýzkalands, sem tekur við formennsku af K.B. Andersen, lýst því yfir að hann mundi halda áfram að vinna að þessu máli, en vandamálið væri einkum alvarlegt vegna þess að með ríkisstyrkjum og verndartoll- um rýrnaði samkeppnisstaðan. Þá sagöi danski utanríkisráö- herrann að atvinnuleysið í ríkjum Efnahagsbandalagsins væri mikið vandamál, sem aðkallandi væri að finna lausn á. Þótt ástandió væri Nifteinda-sprengjan hefur fram yfir önnur atómvopn að valda minni skaða — segir K. B. A „í LJÓSI peirrar sameiginlegu afstöðu Norðmanna og Dana innan Atlantshafsbandalagsins að leyfa ekki kjarnorkuvopn í löndum sínum á friðartímum má segja að nifteinda-málið komi ekki beint fil kasta dönsku stjórnarinnar, en ég get hins vegar sagt að ég sé ekki af hverju nifteinda-vopn ættu að hafa svo mikla sérstöðu sem sumir vilja vera láta. Ef eitthvað er Þá hefur nifteinda-sprengjan það fram yfir önnur atómvopn að hún veldur ekki eins miklum skaöa," sagði K.B. Andersen, utanríkisráðherra Dana, þegar hann var spurður um afstöðu ríkisstjórnar sinnar til nifteinda-sprengjunnar á fundi, sem hann hélt með fréttamönn- um að loknum viðræðum víð íslenzka ráðamenn í gærkvöldi. „Hins vegar hljóta nift- einda-vopn að verða lóð á vogar- skálunum í afvopnunarviöræöun- um við Sovétstjórnina, og ástæða ^ndersen utanríkisráðherra Dana er til að gera sér vonir um að þeir komi þar til móts við vestræn ríki eftir að Carter forseti hefur nú kosið að fara þá leið að fresta um sinn ákvöröun um framleiðslu þessa vopns. En það er ástæða til aö vekja á því athygli að málflutningurinn gegn nifteinda- sprengjunni sem slíkri hefur einkennzt af óraunsæi og ein- hliða sjónarmiðum, sem fyrst og fremst hefur verið í samræmi við sovézkan áróður," sagöi K.B. Andersen. Ráðherrann sagði að viðræð- urnar við Einar Ágústsson utanrík- isráðherra hefðu m.a. snúizt um öryggismál í Ijósi aöildar bæöi Dana og íslendinga að Atlants- hafsbandalaginu: „Ég lagði ríka áherzlu á það hversu mikilvæg aöild íslands að varnarsamstarfinu er fyrir Dani, og það sameiginlega hlutverk sem þjóðir okkar hafa að gegna í því skyni að vinna að slökun í samskiptum austurs og vesturs. í því sambandi er vert að minnast á Belgrad-fundinn á dögunum. Ég er ekki sammála þeirri skoöun, að lítill árangur hafi náöst í Belgrad. Það er mikilvægt að áfram sé unnið að slökun, en ekki gefizt upp á miöri leið þótt hægar miði en æskilegt væri,“ sagði K.B. Ander- sen. Um heimastjórn Grænlendinga, sem mjög hefur verið á döfinni, sagði hann að danska stjórnin væri mjög jákvæö gagnvart mál- inu, og væri að því stefnt að leggja fram frumvarp þar um við fyrsta tækifæri. Ef til vill yröi unnt að leggja heimastjórnarfrumvarpið fram áður en hlé yrði gert á fundum Þjóöþingsins vegna sum- arleyfa, en fastiega mætti búast við að málið drægist ekki lengur en til hausts, þannig að afgreiöslu þess yrði lokið næsta vor. Ráðherrann sagði að í viðræð- um við hinn íslenzka starfsbróður alvarlegt mætti þó benda á að færri væru nú atvinnulausir í Danmörku en var fyrir fjórum árum þegar atvinnuleysi hófst fyrir alvöru. Hann sagði að enda þótt „vinnuskömmtun" væri engan veg- inn viðhlítandi lausn á þessu vandamáli, þá væri þó útlit fyrir að með slíkri niðurjöfnun mætti ná nokkrum árangri. Hins vegar væri nauðsynlegt að leita frambúðar- lausna og þá með samræmdum aðgerðum í öllum ríkjum Efna- hagsbandalagsins. K.B. Andersen taldi sennilegt að eftir um það bil tíu ár yrðu Grikkir orðnir aðilar að Efnahagsbanda- laginu, og mætti gera ráð fyrir því að Portúgalar fengju aðild skömmu síðar. Hins vegar vildi hann engu spá um það hvenær Spánn fengi inngöngu í bandalag- ið, en Ijóst væri að fjölgun aðildarríkjanna úr níu í tólf mundi hafa víðtæk áhrif, ekki aöeins í þeim ríkjum sem ættu beinan hlut að máli, heldur einnig í ríkjum utan bandalagsins. Snorri Sig- fússon látinn SNORRI Sigfússon fyrrum náms- stjóri og skólastjóri er látinn. Snorri var fæddur á Brekku Svarfaðardal 31. ágúst 1884. Hann fór til kennaranáms í Noregi 1908 og kenndi síðan víða á landinu, en skólastjóri var hann á Flateyri frá 1912—1929. Skólastjóri Barnaskól- áns á Akureyri var Snorri frá 1930—1947 og einnig gegndi hann störfum námsstjóra. Snorri tók þátt í víðtæku félagsstarfi og ritaði fjölda greina um skóla- og menningarmál í blöð og tímarit. Dönskukennsla í útvarp og sjónvarp A FUNDI utanríkisráðherra ís- lands og Danmerkur í gær bar Einar Ágústsson fram þá tillögu í samráði við Vilhjálm Hjálmarsson menntamálaráðherra og varðandi aukin menningartengsl milli land- anna, að stofnuð yrði nefnd skipuð fulltrúum utanríkisráðuneyta og menptamálaráðuneyta landanna, einn frá hverju ráðuneyti, er fjalla skyldi um fyrirkomulag dönsku- kennslu í útvarpi og sjónvarpi á íslandi í samráði við fulltrúa háskóla, útvarps og sjónvarps. Varð að samkorhulagi að koma á fót samvinnunefnd þessari, svo og að fyrsti fundur hennar skyldi haldinn í Reykjavík. Meðal gesta við opnunina voru forsetahjónin dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra Eldjárn. Hér eru þau að skoða sýningarbás Veltis h.f. undir leiðsögn Gunnars Ásgeirssonar og Ásgeirs Gunnarssonar. Verðmæti sýn- ingargripa nálægt einum milliarði Samgönguráðherra, Ilalldór E. Sigurðsson, opnaði sýninguna Auto '78 að viðstöddum fjölda gesta. Auk nýrra bfla eru á sýningunni nokkrir af elztu bflum iandsmanna og gamall slökkvibfll. BÍLASÝNINGIN Auto '78 var opnuð að viðstöddum fjölda gesta í gær, en þetta er fyrsta bflasýning hérlcndis sem jafn- framt er alþjóðleg. Sýnendur eru hflaumboðin flcst eða 19 talsins og auk þeirra ýmsir aðilar er bjóða uppá ýmsa þjónustu fyrir hfleigendur. þ.e. varahlutaumboð. Félag ísl. bif- reiðaeigenda, og fleiri. Sýningin er í tveimur húsum, Sýningarhöllinni að Bíldshöfða 20 þar sem eru fólksbílarnir, svo og verkfæri o.fl., og að Tangar- höfða 8—12 á verkstæði Árna Gíslasonar og þar eru einkum vörubílar, jeppar, langferðabílar og ýmsir fylgihlutir og m.a. sýningardeild F’ornbílaklúbbsins. í Sýningarhöllinni er sýnt á tveimur hæðum, en alls er sýningarsvæðið tæplega 9000 fermetrar og sögðu forráðamenn sýningarinnar að hér væri um að ræða stærstu vörusýningu hér- lendis, sem haldin hefði verið undir þaki. Alls eru um 150 bílar sýndir og er verðmæti þeirra og"sýningar- gripa talið nálgast einn milljarð króna. Þeir lögðu á það áherzlu að vel væri vandað til sýningar- innar, aðstæður væru góðar þar sem nú væri í fyrsta sinn notuð þar til gert sýningarhúsnæði sem er í eigu Jóns Hjartarsonar. Sýninguna skipulagði Ingimar Haukur Ingimarsson, Gunnar Gunnarsson sá um alla kynn- ingarstarfsemi, en í sýningar- nefnd, sem Bílgreinasambandið skipaði, sitja þeir Ragnar Ragnarsson formaður, Sigfús Sigfússon og Þórir Jensen. Á sunnudag og síðasta sýn- ingardaginn, 23. apríl, verður efnt til hópaksturs um Reykjavík og e.t.v. einnig á sumardaginn fyrsta. Þá mun lúðrasveit leika á kvöldin og um helgar og á hverjum degi verður valinn ein- hver úr hópi sýningargesta og fær sá í verðlaun sólarlandaferð með Samvinnuferðum, en ekki er ákveðið á hvern hátt verðlauna- hafi verður valinn. Aðgöngumið- ar gilda sem happdrættismiðar jafnframt og í sýningarlök verður dregið um Mazda 323 bíl, sem er í vinning. Við athöfn í Sýningarhöllinni er sýningin var opnuð í gær fluttu ávörp Ragnar Ragnarsson formaður sýningarnefndarinnar, Geir Þorsteinsson, formaður Bíl- greinasambandsins, og Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra opnaði síðan sýninguna. Bílasýningin er opin daglega kl. 15—22 og um helgar og sumardaginn fyrsta kl. 14 — 22. Henni lýkur eins og fyrr sagði sunnudaginn 23. apríl. Stærsta bílasýning innanhúss

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.