Morgunblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐl LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978
Egill Jónsson, bóndi Seljavöllum,
A-Skaftafellssýslu.
Sverrir Hermannsson, viðskipta-
fræðingur. Reykjavík.
Pétur Blöndal, forstjóri, Seyðis-
firði.
Jóhann D. Jónsson, umdæmis-
stjóri, Egilsstöðum.
Tryggvi Gunnarsson, skipstjóri,
Vopnafirði.
Framboðslistí Sj álfstæðisflokksins á Austurlandi
Framblðslisti Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi vegna komandi alþingiskosninga hefur verið ákveðinn og verður hann þannig skipaður>
Guðrún Einarsdóttir, húsfreyja,
Fáskrúðsfirði.
Ragnhildur Kristjánsdóttir, hús-
freyja, Eskifirði.
'v /
Stella Steinþórsdóttir, húsfreyja,
Fáskrúðsfirði.
íl
n
r)
$í
Baldur Pálsson,
Breiðdalsvfk.
Margrét Gfsladóttir, húsfreyja,
Egilsstöðum.
Umræður um vaxtamálin hafa
færzt í aukana. Koma þátttakend-
ur úr ýmsum áttum. Fólk er að
vakna til meðvitundar um mikil-
vægi vaxtastefnunnar fyrir þjóð-
arbúskapinn. Skrif leikra um þessi
efni eru sízt lakari en sumra, sem
ættu að vita betur.
Hér á eftir verður reynt í stuttu
máli að leiðrétta nokkrar villur,
sem fram hafa komið í umræðun-
um. Þar með hyggst ég slá botninn
í skrif mín um vaxtamál, nema
sérstakt tilefni gefist.
Sparifjáreigendur
og lántakendur
eru ekki
aðskildir hópar
Það er rangt að draga skarpa
línu milli sparifjáreigenda annars
vegar og lántakenda hins vegar.
Þeir eru tíðast einn og sami
aðilinn. Menn, sem eiga innistæð-
ur í peningastofnunum, hafa
greiðari aðgang að lánum, enda
vilja þessar stofnanir komá til
móts við sína viðskiptavini. Má
gjarnan minna á auglýsingar
banka þess efnis, að tvöföld
lánsfjárhæð standi sparifjáreig-
endum til boða gegn hverri inn-
borgun á reikning þeirra. Sumir
bankastjórar kunna jafnvel að
setja það skilyrði fyrir kaupum á
víxli, að seljandinn hafi innláns-
reikning í bankanum.
Sparifjáreigendur
og húsbyggjendur
ekki heldur
aðskildir hópar
Af ofanrituðu leiðir beinlínis, að
þeir, sem ætla í byggingafram-
kvæmdir, hafa meiri lánstækifæri,
ef þeir eru jafnframt sparifjáreig-
endur. Talið er, að 70% íslendinga
búi í eigin húsnæði. Vill einhver
staðhæfa, að 30% landsmanna,
sem ekki hafa byggt, séu þeir, sem
spara? Slíkt er auðvitað fásinna.
Húseigendur hafa þvert á móti
betri aðstöðu og getu til sparnaðar
en hinir, sem þurfa að greiða hátt
leigugjald.
Dr. Magni Guðmundsson;
Vaxtamálin
í hnotskum
Á þetta er bent hér til að
undirstrika, hve fráleitt er að
draga menn í tvo aðskilda dilka:
þá, sem spara og tapa á verðbólg-
unni, og aðra, sem byggja og
hagnast á verðbólgunni. Þetta eru
að verulegu leyti sömu hóparnir.
Er rétt að segja, að húsbyggj-
endur beinlínis græði á verðbólg-
unni? Nær sanni er, að þeir tryggi
sig gegn því verðfalli peninga, sem
sparifjáreigendur þola á verð-
bólgutíma.
Eigi að síður verða ævinlega
einhverjir til að gera sér mat úr
verðbólgu, einkanlega ef þeir hafa
vegna fjölskyldutengsla eða póli-
tískra sambanda aðgang að óeðli-
lega miklum lánum. En vaxta-
skrúfa er ekki til þess fallin að fást
við verðbólgubraskara og skulda-
kónga, því að hún bitnar á þeim,
sem sízt skyldi. Árangursríkara er
að beita skattalöggjöfinni, eins og
síðar verður að vikið í greininni.
Jafnframt mun ætíð verða ein-
hverv hópur manna, sem kýs
fremur að spara fé sitt en standa
í framkvæmdum. Þetta á t.d. viö
um miðaldra og fullorðið fólk, sem
hugsar til efri áranna. Þann hóp
ber vissulega að vernda. Það
verður til lengdar aðeins gert með
tvennum hætti: stöðvun verðbólg-
unnar eða verðtryggingu spari-
fjárins.
Eðlismunur á
langtíma
fasteignalánum
og skammtíma
rekstrarlánum
Það hefir viðgengizt um all-
6 3kádé-a&t'ÍV-fc+M*s»9
langt árabil, að ríkissjóður taki
lán hjá almenningi í formi verð-
tryggðra skuldabréfa til langs
tíma. Mér er ekki kunnugt um, að
nokkur hafi staðið gegn þessari
ráðstöfun. Hún hefir gert spari-
fjáreigendum mögulegt að ávaxta
fé sitt með eðlilegum hætti, og hún
hefir um leið hamlað mót óhófleg-
um lántökum af opinberri hálfu.
Þess er tæplega að vænta, að boðin
séu út fleiri eða meiri slík lán en
brýn nauðsyn krefur, þegar svo
hátt gjald þarf að greiða af þeim.
Einnig hafa íbúðarbyggjendum
staðið til boða verðtryggð veðlán
húsnæðismálastjórnar. Loks er
um að ræða verðtryggð fram-
kvæmdalán af hendi fjárfestingar-
sjóða. Þessi skipan verðu að teljast
farsæl, og hún ætti með vissum
takmörkunum að gilda um öll
langtíma fasteignalán. Gæta verð-
ur þess að þyngja ekki um of byrði
þeirra, sem byggja yfir sig, því að
slíkt eykur framfærslukostnað
fjölskyldunnar og ýtir sterklega
undir kaupkröfur. En í heild munu
verðtryggð fasteighalán draga úr
fjárfestingu, sem er annar helzti
verðbólguvaldurinn hérlendis.
Hið sama gildir ekki um
skammtíma rekstrarlán, sem at-
vinnuvegirnir geta ekki án verið.
Viðskiptabankarnir gegna _ því
megin hlutverki að halda fyrir-
tækjum landsins gangandi. Auk-
inn framleiðslukostnaður í formi
vaxtahækkana af rekstrar- og
afurðalánum fer beint út í verðlag-
ið — engu síður en aukinn
framleiðslukostnaður í formi
kaupgjaldshækkana. Þetta er sér-
lega óhagstætt fyrir þjóð (eins og
Islendinga), sem á afkomu sína að
verulegu leyti undir útflutningi.
Þá er sagt, að hagkerfið sé opið. I
opnu hagkerfi lenda fyrirtæki,
sem þola snöggar og miklar
hækkanir á vöxtum, óðar í klípu
vegna samkeppni á erlendum
mörkuðum við framleiðendur, sem
njóta mun betri vaxtakjara. Óhjá-
kvæmilegt er að búa íslenzkum
atvinnurekstri svipuð skilyrði og
ríkja í viðskiptalöndum okkar og
hjá keppinautum. Hið sígilda svar
okkar við erfiðleikum útflutn-
ings-atvinnuveganna er gengis-
lækkun, en hún skerðir hag
sparifjáreigenda meira en nokkur
önnur ráðstöfun. Djarfar vaxta-
hækkanir af afurða- og rekstrar-
lánum munu leiða til áframhald-
andi gengisfellinga.
Þær stofnanir, er skv. ofan-
skráðu veita vísitölubundin fast-
eignalán til langs tíma, eiga
auðvelt með að viðhalda verðgildi
sinna sjóða. Þetta kann að virðast
flóknara varðandi spari-innlán í
viðskiptabönkum, sem lána at-
vinnurekstri til skamms tíma á
„normal" vöxtum. Máiið er þó
hvergi nærri óleysanlegt. í Morg-
unblaösgrein 26/11. ‘77 var sýnt,
hvernig verðtrygging sparifjár í
bönkum hefir verið fjármögnuð.
Aðferðir í þeim dúr tíðkast meira
og minna meðal viðskiptabanka
um allan hinn vestræna heim. Auk
þess má jafna metin gegnum
skattakerfið.
Þess var getið ma.a. í nefndri
grein, að enda þótt vöxtum af
skammtíma rekstrarlánum sé
haldið lágum erlendis, eru vextir
gjarnan háir af persónulegum
eyðslulánum og áhættuiánum. í
þennan flokk koma og afborgunar-
lán til kaupa á varanlegum neyzlu-
vörum (bifreiðum, heimilisvélum
4 AM* »fc iuÁí it A ái it t V
o.fl.), en háir vextir af þeim seinka
sölu á innfluttum varningi og
stuðla að sínu leyti að hagstæðum
vöruskiptajöfnuði við útlönd.
Með sköttum
en ekki vöxtum
má örva
sparifjármyndun
Því er þráfaldlega fram haldið
hérlendis af leikum og jafnvel
lærðum, að hækkun vaxta örvi
sparifjármyndun. Þó stríðir þetta
gegn kenningum hagfræðinnar.
Háir vextir kunna að koma sumum
mönnum til að spara meira, en
aðrir, sem eru að safna ákveðinni
fjárhæð, ná marki sínu með minni
sparnaði, ef vextir eru háir.
Marg-endurteknar kannanir hafa
verið gerðar á þessu atriði víða um
lönd. Fyrir kemur, að tölur gefi til
kynna aukinn sparnað við vaxta-
hækkun, en aðrar hagskýrslur
benda til hins gagnstæða.
Ályktunin er sú, að ekkert beint
samband sé milli vaxta og heildar-
sparnaðar. Ýmsar skýringar eru
gefnar á þessu.
Hins vegar hefir komið í sjós, að
vaxtahækkun getur breytt formi
sparifjár og valdið tilfærslum
milli innlánsreikninga í bönkum
og sparisjóðum. Jafnframt er
kunnugt, að getan til að spara er
háð tekjum manna. Greint hefir
verið frá því, að laun í landinu hafi
hækkað 70-80% á sl. ári. Má
ætla, að talsverður hluti þess
tekjuauka hafi lagt leið sína í
banka og sparisjóði. Það gæti
skýrt verulegan vöxt innlána í
þessum stofnunum.
Vígorð eins og þau, að „betra sé
að hafa háa vexti og næga peninga
en lága vexti og enga peninga", eru
bæði villandi og ábyrgðarlaus.
Skattalöggjöfin er öflugasta
tækið, sem völ er á, til að örva
sparnað. Mjög áhrifamikið yrði að
fella brott tekjuskattinn með öllu,
en beita eyðsluskatti í staðinn,
eins og Friedman lagði eitt sinn
til. Mildari leið, og þó áhrifamikil,
væri að hafa tekjuskattinn hlut-
fallslegan, en ekki stighækkandi.
Framhald á bls. 31.
t'
i» *" It i:» flá h > A Kft *
M <*■ 'SÍ