Morgunblaðið - 15.04.1978, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978
Jón I. Bjarnason:
FÉLAG MATVÖRJJ-
KA UPMANNA 50ARA
Á síðari hluta 19. aldar og fyrri
hluta þeirrar 20., er þjóðin að
endurheimta sjálfstaeði sitt. Mikil
félagsleg vakning er í þjóðlífinu.
Félagshyggja og félagsþroski fer
vaxandi. Kaupmenn taka að gera
sér ljóst, að verzlun byggist ekki
eingöngu á innbyrðis samkeppni,
heldur miklu frekar á framgangi
sameiginlegra hagsmunamála,
með samheldni og samstarfi. Um
sama leyti fer smásöluverzlunin
hér að þróast í ákveðnar sérgrein-
ar, verzlanir sérhæfast.
í fararbroddi í þessari þróun eru
matvörukaupmenn tvímælalaust,
og í dag þekkist varla annað en
sérhæfðar verzlanir eða verzlunar-
deildir, í matvöruverzluninni.
Þessi þróun hefur tvímælalaust
stuðlað mjög að bættum
verzlunarháttum, þjónusta kaup-
mannsins hefur aukist, hlutverk
hans stækkað, en um leið hefur
verzlunin haslað sér traustari og
farsælli grundvöll.
Árið 1928, sunnudag 15. apríl
klukkan 10.00 fyrir hádegi, var
almennur kaupmannafundur hald-
inn í kaupþingssalnum hér í
Reykjavík. Hafði fundurinn verið
boðaður með hliðsjón af undir-
skriftaskjali, sem gengið hafði
meðal kaupmanna í Reykjavík og
Hafnarfirði. Þetta undirskrifta-
skjal hljóðaði svo orðrétt:
„Það hefur um langt skeið verið
opinbert leyndarmál, að heildsalar
og verksmiðjur þessa bæjar seldu
vörur sínar beint til neytenda með
sama verði og til okkar smásala.
í þessu eiga þeir flestir, ef ekki
allir, óskilið mál. Þrátt fyrir marg
ítrekaðar umkvartanir einstakra
smásala, virðist sú verzlun sífellt
fara í vöxt.
Á þennan hátt hefur verzlun
stórlega verið dregin úr höndum
vorum, og oss gert erfitt að halda
heilbrigðu verði, þar sem almenn-
ingur hefur vitað um verð heild-
sála og átt greiðan aðgang að
viðskiptum við þá.
Sérstaklega eru það þó þeir
menn, sem nokkur peningaráð
hafa, — beztu viðskiptamennirnir,
— sem vér þannig höfum misst.
Það er augljóst mál, að um leið
og vér erum sviptir efnuðustu
viðskiptamönnunum, eru ástæður
vorar, til heiðarlegra og skilvísra
vðskipta við heildsala veiktar.
Vér verðum því að krefjast þess
mjög eindregið, að smásalar einir
hafi í sínum höndum sölu til
neytenda á þeim vörutegundum,
sem þeir verzla með, en heildsalar
og verksmiðjur selji eingöngu
þeim kaupmönnum og kaupfélög-
um, sem hafa verzlunarleyfi og
opna sölubúð. Verði þessari sann-
girniskröfu vorri ekki sinnt af
einhverjum þeim heildsala eða
verksmiðju, sem viðskipti hafa við
oss, munum vér skoða það sem
yfirlýsingu um það, að sá aðili
kjósi fremur viðskipti sín við
neytendur, en við okkur alla, sem
undir þetta skrifum.“
Reykjavík í marz 1928.
Undir þetta rituðu svo um það
bil 115 smásalar í Reykjavík og
Hafnarfirði.
ólafur Jóhannesson setti fund-
inn. Fundarstjóri var kjörinn
Guðmundur Breiðfjörð.
Fundarritari var kjörinn Jón
Kristgeirsson. Málshefjandi var
Ólafur Jóhannesson og hafði hann
framsögu um málefnið, sem fyrir
fundinum lá, — stofnun félags-
skapar smásala í Reykjavík og
grennd, til verndar stétt þeirra. I
ræðu sinni benti Ólafur á brýna
þörf slíks félagsskapar og rakti
tilgang hans og takmark.
Aðrir fundarmenn tóku í sama
streng. Fundarstjóri bar fram
svofellda tillögu:
„Fundurinn samþykkir að vinna
að stofnun félagsskapar til vernd-
ar hagsmunum smásölukaup-
manna og ályktar að kjósa fimm
manna nefnd til að undirbúa
stofnun félagsins og semja lög og
stefnuskrá fyrir væntaniegt
félag."
Tillaga þessi var borin upp til
atkvæða og var hún samþykkt
samhljóða.
Þá fór fram kosning undirbún-
ingsnefndarinnar.
Kjörnir voru: Guðmundur
Jóhannsson, Magnús Kjaran, Ólaf-
ur Jóhannesson, Sigurbjörn Þor-
kelsson og Halldór R. Gunnarsson.
Magnús Kjaran tók nú til máls.
Mælti hann af mikilli mælsku og
bar fram svofellda tillögu: „Legg
til að bráðabirgðastjórninni sé
falið að afgreiða undirskriftaskjal
kaupmanna til heildsalanna á
þann hátt, er hún álítur heppileg-
ast.“
Magnús færði fram mörg rök
með tillögu sinni og mælti sköru-
lega, eins og segir orðrétt í
fundargerðinni.
Ekki voru allir á sama máli og
Magnús og mæltu margir ræðu-
menn á móti tillögu hans. Sigurð-
ur Kristjánsson bar fram svofellda
tillögu:
„Fundurinn felur bráðabirgða-
stjórninni að taka afstöðu gagn-
vart heildsölum viðvíkjandi sölu
til neytenda.“
Þessi tillaga var talin breyting-
artillaga við tillögu Magnúsar
Kjaran og var borin undir atkvæði
fundarmanna, og var hún sam-
þykkt með 15 atkvæðum gegn 8, en
um 40 fundarmenn sátu hjá og
greiddu ekki atkvæði. Fundar-
stjóri úrskurðaði nú tillögu Magn-
úsar Kjaran fallna og var hún ekki
-borin upp til atkvæða. Fleira
gerðist ekki á fundinum og var
honum slitið.
Næsti fundur, sem haldinn var,
— stofnfundur, — var haldinn 13.
maí kl. 10.00 f.h. í Kaupþingssaln-
um.
Til fundarins boðaði nefndin eða
bráðabirgðastjórnin, sem kosin
var á fundinum 15. apríl.
Guðmundur Jóhannsson setti
Tómas Jónsson fyrsti formaður
Félags matvörukaupmanna.
fundinn, en Guðmundur Ásbjörns-
son kaupmaður og bæjárfulltrúi
var nú fundarstjóri. Fundarritari
var Jón Kristgeirsson. Guðmundur
Jóhannsson skýrði frá störfum
bráðabirgðastjórnarinnar, og las
upp frumvarp að bráðabirgðalög-
um fyrir félagið.
Lögin kvað Guðmundur túlka
eftirfarandi þrjú meginatriði:
„1. Afstöðu kaupmanna gagn-
vart hver öðrum. 2. Afstöðu þeirra
gagnvart heildsölum. 3. Afstöðu
þeirra gagnvart viðskiptamönnum
út á við.“
Nú tók Magnús Kjaran til máls
og skýrði frekar frá störfum
bráðabirgðastjórnarinnar. Sagði
hann frá því, að stjórnin hefði
kosið þá Jes Zimsen og Tómas
Jónsson sér til aðstoðar, en þeir
voru þá elztu kaupmenn bæjarins,
hvor í sinni grein.
Var nú gengið til atkvæða um
hvort stofna ætti félagið, og var
félagsstofnun samþykkt sam-
hljóða.
Þá var tekið til umræðu laga-
frumvarp bráðabirgðastjórnarinn-
ar og var frumvarpið samþykkt
samhljóða sem lög fyrir félagið.
Lögin samanstanda af 9 greinum
og hljóðar fyrsta gr. laganna svo:
„Félagið heitir: Fjelag matvöru-
kaupmanna." Önnur gr. laganna
hljóðar svo: „Tilgangur fjelagsins
er: Að vinna að menningu, sóma,
hag og sjálfstæði stjettarinnar í
hvívetna. Að uppræta hverskonar
óráðvendni í viðskiptum, óskilvísi
og óheilbrygða samkeppni."
Nú kom fram tillaga um að
fresta fundinum og fá sem flesta
kaupmenn til þess að ganga í
félagið og undirrita lög þess.
Tillagan var samþykkt og fundin-
um frestað.
Var nú unnið af miklum krafti.
Ólafur Jóhannesson fór um bæinn
og fékk menn til að ganga í félagið.
Á annað hundrað kaupmenn gengu
í félagið og undirrituðu lög þess.
Þar eru efstir á blaði þeir sem sæti
áttu í undirbúningsnefndinni og
bráðabirgðastjórninni. Næst var
fundinum fram haldið á fyrirfram
ákveðnum degi, 20. maí kl. 10.00
f.h. í Kaupþingssalnum.
Fundarstjóri og fundarritari
voru hinir sömu og áður.
Á þessum fundi var fyrsta
stjórn félagsins kosin og áttu sæti
í henni: Tómas Jónsson formaður,
Guðmundur Jóhannsson, Magnús
Kjaran, Sigurbjörn Þorkelsson og
Halldór R. Gunnarsson.
Varamenn: Ólafur Jóhannesson,
Guðmundur Breiðfjörð og Björn
Jónsson.
Nú var félagsstarfið hafið af
fullum krafti. Á fyrsta starfsárinu
eru haldnir 23 stjórnarfundir, 1
félagsráðsfundur og 9 félagsfund-
ir, eða samtals 33 bókaðir fundir.
Málefnin eru mörg og margvísleg.
Á öðru starfsári félagsins voru
haldnir 13 stjórnarfundir, 1
félagsráðsfundur og 12 félagsfund-
ir, eða samtals 26 fundir. Þá var
tekinn á leigu salur í Varðarhús-
inu fyrir fundi félagsins 2. og 4.
miðvikudag hvers mánaðar. Um-
samið gjald í hvert sinn er 15 kr.
og má fundurinn standa í 3
klukkutíma, eftir það greiðist 3 kr.
pr. klukkustund fyrir húsið. Rætt
er um, hvort selja eigi vanskila-
mannalista félagsins til vefnaðar-
vöruverzlana. Eftirfarandi tillaga
var samþykkt samhljóða á félags-
fundi 13. febrúar 1929.
„Fundurinn lítur svo á, að
varhugavert sé að selja vanskila-
lista matvörukaupmanna til ann-
arra kaupmanna hér í bæ að svo
komnu máli.“
Árið 1930 tekur félagið þátt í
starfsemi Skattþegnasambandsins
og á þar fulltrúa. Það á fultrúa á
sambandsþingi Verzlunarmanna-
félags íslands.
Félagið skipar tvo menn í nefnd
til að athuga lokunartíma verzlana
á laugardögum yfir sumarmánuð-
ina. Á fundi 4. apríl 1930 eru
gerðar fjórar samþykktir um
lokunartímamálið, síðan segir í
fundargerðinni orðrétt:
„Eftir allar þessar samþykktir,
sem hver kom í andstöðu við aðra
lýsti formaður þær markleysu eina
og sagði fundinn ekki geta tekið
afstöðu til málsins, var það síðan
tekið út af dagskrá."
Þannig hefur lokunartímamálið
verið til umræðu í félaginu annað
slagið í hartnær 50 ár.
Kaffibrennslan Leifur heppni
var stofnuð af félagsmönnum og
starfaði í nokkur ár. Kaffið, sem
hún framleiddi hét Leifskaffi.
Rannsókn á kostnaði við smá-
sölu í Reykjavík var framkvæmd á
vegum félagsins, og á henni voru
byggðar kröfur um hækkaða smá-
söluálagningu.
Eins og þetta sýnishorn af
félagsstarfseminni fyrstu árin ber
með sér, var hún þegar í upphafi
framkvæmd af miklum dugnaði og
markvissri festu. Enda náði félag-
ið oft á tíðum mjög góðum árangri
í ýmsum málum.
Sem fyrr segir var Tómas
Jónsson fyrsti formaður félagsins.
Guðmundur Guðjónsson sat í
félagsstjórninni í 25 ár, þar af í 20
ár sem formaður, eða lengur en
nokkur annar. Sigurliði Kristjáns-
son sat hins vegar lengst í
félagsstjórninni, eða í 33 ár
samfellt.
Núverandi stjórn Félags Mat-
vörukaupmanna skipa: Jónas
Gunnarsson formaður, Ólafur
Björnsson varaformaður, Jón Þór-
arinsson ritari, Helgi Viktorsson
gjaldkeri og Ingibjörn Hafsteins-
son meðstjórnandi. Varamenn í
stjórninni eru, Baldvin Eggerts-
son, Bragi Kristjánsson og Örn
Ingólfsson.
Að jafnaði eru mörg mál á
dagskrá stjórnarfunda og annarra
funda í félaginu. Innan félagsins
hafa fjölmargar nefndir starfað
frá fyrstu tíð, en félagsmenn hafa
jafnan verið reiðubúnir að leysa af
hendi störf í þágu félagsins og
stéttarinnar, eftir því sem þurft
hefur hverju sinni.
Þau mál, sem hæst hefur borið
í félagsstarfinu frá byrjun, eru
vafalaust verðlagsmálin og barátt-
an fyrir frjálsri og haftalausri
verzlun í landinu.
Matvörukaupmenn hafa ætíð
sýnt mikinn félagslegan þroska,
enda er félag þeirra í fararbroddi
innan Kaupmannasamtaka ís-
lands.
Félag matvörukaupmanna er
eitt af þeim kaupmannafélögum,
sem stofnuðu Kaupmannasamtök-
in, og það er stærsta og öflugasta
félagið innan vébanda þeirra.
Sá árangur, sem félagið hefur
náð með starfi sínu, verður ekki
mældur eða metinn hér, en ég
hygg að flestir kaupmenn séu
sammála um það, að án félagsins
væri nærri því óhugsandi að reka
matvöruverzlun eins og aðstæður í
þjóðfélagi okkar eru nú.
Ég árna félaginu heilla við 50
ára áfangann, og ég er þess
fullviss að félagið mun áfram
starfa af festu og dugnaði í þágu
smásöluverzlunarinnar í landinu
og hagsmunamálum kaupmanna í
anda stofnendanna og undir kjör-
orði Kaupmannasamtaka íslands:
Eining er afl.
Stjórn Félags matvörukaupmannai Frá vinstri Baldvin Eggertsson, Jón Þórarinsson, Ólafur Björnsson,
Jónas Gunnarsson, formaður, Ingibjörn Hafsteinsson, Helgi Viktorsson, Bragi Kristjánsson. Á myndina
vantar Örn Ingólfsson.