Morgunblaðið - 15.04.1978, Side 14

Morgunblaðið - 15.04.1978, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978 —AUtAMlA eftir Hannes Hólmstein Gissurarson Þekkingin sem stjórnmálaafl Um síðustu helgi héldu báðir litlu stjórnmálaflokkarnir, sem kenna sig við alþýðuna, ráðstefnur um skólamál, og í blöðum og tímaritum hefur mjög verið rætt um menntamálin síðustu vikurnar og mánuðina. Skammt er að minnast greinaflokks í Tímariti Máls og menning- ar um samband skólamála og stjórnmála og ritgerðar Sigurðar Friðjónssonar í Morgunblaðinu um Lýsenkómálið fræga, og fyrir nokkrum árum gaf Hið íslenzka bókmenntafélag út bókina Valdstjórn og vísindi eftir Snow lávarð, eina sögu sambands valdsins og þekkingarinnar. Þessar umræður eru til marks um það, sem allir vita, að þekkingin er stjórn- málaafl, menntamál koma stjórnmálun- um við, þekkingin getur breytt samlífs- þáttum mannanna, allri umgerð tilver- unnar. í þessari grein ætla' ég að koma að sambandi valdsins og þekkingarinnar úr annarri átt en flestir aðrir umræðu- menn. Rg hyggst ekki gera að umtalsefni óleyfileg afskipti valdsmanna af vísinda- mönnum, heldur nauðsynlega takmiirkun (eða dreifingu) valdsins vegna dreifingar þekkingarinnar og réttu aðferðina til að hagirýta þessa dreifðu þekkingu fyrir alla. Um það hefur austurríski hagfræð- ingurinn, Jögfræðingurinn og heimspek- ingurinn Friedrich A. von Hayek (sem hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði 1974) skrifað mikið mál, og ég tek upp eftir honum nokkrar athugasemdir og bæti öðrum við, en Hayek er að öllum líkindum snjallasti frjálslyndi hugsuður þessarar aldar. Þekkingarrök hans fyrir markaðs- kerfinu (kapítalismanum) og því lýð- ræðisskipulagi, sem er reist á markaðs- kerfinu, eru að mínu mati mjög sterk: Með því að þekkingin dreifist á mennina, verður einnig að dreifa valdinu til þeirra, ef stefnt er að auðsöfnun og þekkingarsöfnun. Þekking: vitneskja og kunnátta Hayek er andstæðingur þeirrar vís- inda- eða skynsemistrúar, sem greip margan manninn á nítjándu öldinni. Hún er sú, að skynsemin geti breytt öllu umhverfi mannanna, að hún sé tak- markalaus eða alráð, að það, sem máli skipti, sé að fá réttu hugmyndirnar og (civilization) er samheiti þessarar dreifðu þekkingar, mennirnir eru siðaðir, þess vegna geta þeir hagnýtt sér þekkingu annarra án þess að hafa hana, án þess að vita af henni. Siðunin tryggir í vissum skilningi „verkaskiptingu þekkingar- innar". Að lifa siðuðu samlífi er að njóta góðs af reynsluþekkingu annarra manna og fyrri kynslóða, kunnáttu þeirra í hugsun og athöfn. Þekkingarrökin fyrir frelsinu Enginn maður eða stofnun getur aflað þessarar þekkingar allrar, hún „liggur" hjá einstaklingunum. Enginn spannar alla þessa þekkingu, og vanþekking einstaklingsins eykst, þegar þekkingin eykst. Mennirnir vita það eitt með vissu, að þeir vita lítið og að enginn er alvitur (og enginn á þess vegna að vera alráður). Er þekkingin ekki þekking á vanþekking- unni? Umburðarlyndið er nauðsynlegt vegna þessarar vanþekkingar einstakl- inganna. Veit einhver, hvað öðrum er fyrir beztu, ef báðir eru siðaðir, heilvita einstaklingar? Og frelsið, dreifing valds- ins til einstaklinganna, er nauðsynleg, því að mennirnir veröa að gera tilraunir, taka áhættu, fara nýjar. leiðir að „Með Því að Þekkingin dreifist á mennina, verður einnig að dreifa valdinu til Þeirra, ef stefnt er að auösöfnun og Þekkingarsöfnun.“ mannþekkingu, verkþekkingu og stað- þekkingu, öllum í hag? Hayek svarar I þessari spurningu játandi. Það er hægtl með frjálsu verðmyndunarkerfi, markaðsl kerfinu. Til þess eru tvær ástæður. í [ fyrsta lagi er ákvörðunarvaldinu íl markaðskerfinu dreift til einstakling-1 anna og fyrirtækjanna, sem þessa| tímabundnu þekkingu hafa, framleiðslu- einingarnar, einstaklingarnir og fyrir- tækin, taka sjálfar ákvarðanirnar. Þær I eru því hagkvæmar. í öðru lagi nýta aðrir I þessa þekkingu óafvitandi vegna hinnar I frjálsu verðmyndunar, verðið er notaðl sem upplýsingamiðill, ef svo má taka till orða. Það er ekki nægilegt, að fram- leiðslueiningarnar taki ákvarðanirnar. Akvarðanirnar verður að samhæfa. Verðið segir í markaðskerfinu til um, hvað eigi að framleiða, það samhæfir ákvarðanir framleiðslueininganna, ber boð á milli þeirra. Tökum verðhækkun á olíu til dæmis: Hún ber þau boð til bandaríska orkuneytandans að reyna að spara olíu, til Islendingsins að reyna að [ leggja hitaveitu í hús, til bifreiðaverk- smiðjunnar að reyna að framleiða | rafmangsknúnar bifreiðar, til olíufélags- ins að reyna að finna olíu. Þeir vita ekki (eða þurfa ekki að vita) hver af öðrum, en nýta þó þekkingu hver annars, sem komið er á milli þeirra með verðbreyting- um. Verðið ákvarðast af aðstæðum, og j þeir þurfa ekkert að vita um þær aðstæður (spara sér þekkingu en nýta hana þó). Og það er hin frjálsa sam keppni, sem veldur því, að hægt er að hag I nýta þessa þekkingu án þess að þurfa að I afla hennar. Verðmyndunarkerfið er að | sögn Hayeks dæmi um það, hvernig kerfi flytur þekkingu á milli manna, tryggir I bæði sérhæfingu þekkingarinnar og | samhæfingu hennar. (Verðbólga, sem er Islendingum að illu kunn, er meinsemd verðmyndunarkerfinu, hún stíflar upplýs | ingastreymið, verðið hættir að bera boð á milli manna, ef svo má segja. Þess vegna er hún óhagkvæm.) Brýnt er að tryggja frjálsa verðmyndun (eins og núverandi ríkisstjórn reynir með nýju frumvarpi sínu). Samkeppni og samvinna eru síður en svo andstæður. Friedrich A. von Hayek fæddist árið 1899 í Austurríki. Hann lauk doktorsprófum í lög- fræði og hagfræði og hefur kennt hagfræði og heimspeki í háskól- um í Austurríki, Bret- landi, Bandaríkjunum og Þýzkalandi. Hann hefur gefið út fjölda bóka um hagfræði og heimspekí, og eru kunnastar LEIOIN TIL ÁNAUÐAR (The Road to Serfdom, 1944), sem kom út i islenzkum útdrætti Ólafs Björns- sonar prófessors árið 1946, og STJÓRNAR- SKRÁ FRELSISINS (The Constítution of Liberty, 1960). Hann hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði 1974. má draga sömu lærdómana og af hinum stórtækari án sömu áhættu. En í miðstjórnarkerfinu koma mistökin niður á öllum, því að tilraunin er gerð af ríkinu fyrir alla. Reynslan er of dýrkeypt. Hvers vegna eru lífskjörin a.m.k. þrisvar sinnum Iakari í Ráðstjórnarríkjunum er Bandaríkjunum? Hvers vegna hefur a.m.k. einn maður úr hverri fjölskyldu í Ráðstjórnarríkjunum látizt í vinnubúð- Að taka efnahagslegar ákvarðanir Þessi þekkingarrök skipta máli, þegar svara á spurningunni: Hverjir eiga að taka efnahagslegar ákvarðanir? Fram- leiðslueiningarnar eða ríkið? Þekkingu á umhverfi eða aðstæðum, mannþekkingu og staðþekkingu, er ekki hægt að safna til stofnana. Hana hafa þeir einstakling- ar, sem þekkja mennina og staðina, hún er ekki kerfisbundin, heldur einstaklings- bundin: hæfni, þjálfun, lagni og leikni eru eiginleikar einstaklinga, en ekki mið- stjórnar. Valdsmennirnir taka ákvarðan- ir, sem eru óhagkvæmar, vegna þess að þeir hafa ekki (og geta ekki haft) þessa þekkingu á aðstæðum. Skólabókardæmið um vanþekkingu valdsmannanna er Hverjir hagnast á frelsinu? í þessari grein hef ég farið örfáum orðum um aðra þekkingu en hina vísindalegu og fært rök Hayeks fyrir því, að nauðsynlegt sé að dreifa valdinu, því að þekkingin sé dreifð. En í vísindum er frelsið reyndar einnig nauðsynlegt, VALDIÐ 0G ÞEKKINGIN hrinda þeim í framkvæmd. Og þessi hjátrú hefur getið af sér skipulagshyggj- una, þá hjátrú, að hægt sé að skipuleggja skynsamlega alit líf mannanna, steypa það í hugarmót heimspekinganna. Hayek bendir á það, að umhverfið breyti mönnum eins og þeir umhverfinu.' Þekkingin verður til í glímu mannanna við náttúruna, hún verður til, þegar þeir rekast á takmarkanir sínar, gera mistök, sem þeir læra af. Enginn er áhorfandi lífsins, því að allir lifa því, og þeir lifa því með einhverjum hætti. Hayek segir, að ekki sé öli þekking vísindaleg, þekkingin felst ekki cinungis í sönnum staðhæfingum um tengsl hugtaka eða staðreyndir náttúrunnar, kenningum stærð- og rökfræðinga og tilgátum eðlisfræðinga og annarra náttúruvísinda- manna, hún er ekki einungis vitneskja. heldur einnig kunnátta. Til er önnur þekking en vísindaleg, sem menn nota óafvitandi, af því að þeir hafa tamið sér hana eða tekið að erfðum, hún er sú kunnátta, sem kynslóðirnar hafa aflað sér, þegar reynslan hefur sniðið gallana af háttum þeirra og hefðum, siðum og venjum. Mennirnir læra þau handtök (og hugtök), sem hafa reynzt betur en önnur, þeir læra að bregðast við breytingum. Þekking mannanna hefur orðið til í aölögun þeirra að umhverfinu, í sífelldri endurskoðun í ljósi reýnslunnar. Og þessa þekkingu geta allir hagnýtt sér. Hún (ireifist á einstaklingana, en „siðun" markmiðum sínum. Enginn getur séð framtíðina fyrir, hvorki valdsmennirnir né aðrir. Frelsið er frelsi til allra þeirra tilrauna, sem geta aukið þekkingu okkar. Þekkingarinnar er aflað með frjálsi samkeppni einstaklinganna, sem ekki má takmarka. Þessi samkeppni er ekki svo, að einn vinni hana á kostnað annarra, heldur felst hún í samanburði þess árangurs, sem einstaklingarnir ná: Þau vinnubrögð, sem skiia beztum árangri, eru tekin upp af öðrum en þeim, sem notaði þau fyrstur. (Vinnubrögðin keppa í rauninni, þau eru borin saman, en ekki einstaklingarnir.) Þekkingin vex eða þróast, söfnun hennar verður ekki skipulögð, henni er ekki hægt að stjórna. Þróun hennar verður að vera frjáls, búa verður henni vaxtarskilyrði, og það er einungis hægt með einstaklingsfrelsinu. Þessi rök Hayeks fyrir frelsinu eru rök gegn miðstjórnarvaldinu, sem sam- hyggjumenn (sósíalistar) ætla að nota til skynsamlegrar allsherjarskipulagningar. Miðstjórnin getur ekki haft alla þekking- una, hún kemst ekki fyrir í kollinum á einum manni eða hjá fáum, miðstjórnin getur ekki tekið réttar ákvarðanir. Enn er það, að aliar tilraunir geta mistekizt, og því stórtækari sem þapr eru því meiri áhætta er tekin. I rauninni er markaðs- kerfið aðferð til að dreifa áhættunni af þeini mistökum, sem eru þó nauðsynleg, til þess að af þeim megi læra. Margar, smátækar tilraunir eru gerðar og af þeim stjórnarfarið á íslandi á átjándu öldinni: Danskir émbættismenn og stjórnmála- menn, sem höfðu litla sem enga þekkingu á aðstæðum, en voru gumir fullir framkvæmdahugar og góðviljaðir Islend- ingum, gáfu út hverja tilskipunina af annarri um vegarlagningu, garðhleðslu, jarðarbót og aðrar framkvæmdir á íslandi og reyndu að tryggja flutning sæmilegrar vöru til landsins, en án mikils árangurs. Það var, þegar ákvörðunar- valdið var fengið mönnunum á staðnum, Islendingum sjálfum, að líf færðist í atvinnureksturinn, að hagkvæmar ákvarðanir voru teknar. Á tuttugustu; öldinni er það kallað „skynsamlegur áætlunarbúskapur", á átjándu öldinni var það kallað „upplýst einveldi". En fylgis- menn þess skilja ekki þekkingarrökin: enginn er alvitur, þess vegna á enginn að vera alráður. Sá vandi, sem við er að fást vegna þess, að mennirnir lifa ekki í óskaheimi, verður ekki leystur með tilskipunum, heldur með tilraunum, með því að þreifa sig áfram í myrkri vanþekkingarinnar, laga sig að aðstæð- um. Umhverfið breytist í sífellu og því breytast lausnirnar líka. Frjálst verðmyndunarkerfi Er hægt að nýta þá tímabundnu þekkingu, sem einstaklingarnir hafa, vísindin eru frjáls samkeppni hugmynda og kenninga, eins og annar frjálslyndur hugsuður, austurrísl^i eðlisfræðingurinn og heimspekingurinn Karl R. Popper, hefur komizt að orði. Vísindalegar þekkingar er að sögn hans aflað með sífelldum tilgátum og tilraunum til lausnar fræðilegum og hagnýtum vanda- málum. Vísindarannsóknir eru ferðir að hinu ókunna, hinu ófyrirsjáanlega. Það má að vísu segja, að vísindaleg þekking sé ekki dreifð í sama skilningi og tímabundin þekking, að hún sé fremur kerfisbundin en einstaklingsbundin, að hún komist fyrir í einum reikniheila. En hverjir eiga að nota þessa þekkingu og hvernig? Hverjir eiga að „mata“ reikni- heilann á upplýsingum og spyrja hann spurninga? Menn. Og þeir hafa hver um sig ófulikomna þekkingu, eiga brot af henni. Þekkingarrökin eiga líka við í vísindum, og kunnátta vísindamannsins er ekki kerfisbundin, heldur einstaklings- bundin. Umhugsunarefni á að vera mönnum, að það tókst ekki að tryggja öllum Vesturlandabúum mannsæmandi lífskjör vegna auðjöfnunar, heldur um- fram allt vegna auðsöínunar og þekkingarsöfnunar. Vísindarannsóknir og viðskiptafrelsið síðustu tvær aldirnar hafa valdið því, að það tókst. Hugsuðurn- ir eru góðgerðamenn mannkynsins, en ekki stjórnmálamennirnir. Einstaklings- framtakið (í víðri merkingu) olli fram- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.