Morgunblaðið - 15.04.1978, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978
Álit str jálbýlis-
þingmanna og
Rey knesinga á
kosningalaga-
málinu:
Frumvörpin um broytinjíar á kosninKaliíjíum on
stjórnskipunarliifíum eru enn mjiijí á dayskrá ojí hafa
vakið mikla athyjdi. Morjíunblaðið leitaði til þrijíjíja'
þinjímanna strjálbýliskjördæma þar sem frumviirpin
ííera aðallejja ráð fyrir að jiifnuður fáist í væjfi
atkvæða í þéttbýliskjiirdæmunum tveimur suðvestan-
lands miðað við strjálbýliskjiirdæmin. Einnijí sneri
blaðið sér til fjiijíurra sveitarstjórnarmanna í
Reykjaneskjördæmi ojí spurði þá álits á írumviirpun-
um. sérstaklejía þó frumvarpi Odds Olafssonar þar
sem fram kemur hujímvnd um skiptinjíu Reykjanes-
kjiirdæmis í tvö sjálfstæð kjiirda'mi.
Garðar Sigurgeirsson,
Garðabæi
Frumvarp
fjórmenning-
anna stefnir
í rétta átt
GARÐAR SigurKeirsson.
ha'jarstjóri í Garðaha'. sajjói.
að srnja mætti að ósanngirnin
gagnvart kosningarótti
Royknosinga og Roykvíkinga
va'ri orðin slík miðað við aðra
landsmonn að við það yrði moð
ongu móti iengur unað.
„Allar breytingar sem lag-
færa þetta eitthvað stefna því í
rétta átt og það gera bæði
frumvarp Odds Ólafssonar og
Ellerts Sehram og Olafs G.
Einarssonar o.fl. Mér finnst
hins vegar í fljótu bragði að
skiptingin í frumvarpi Odds
Ólafssonar í Suðvesturlands-
kjördæmi og Reykjaneskjör-
dæmi ekki mjög sannfærandi.
Til dæmis sýnist mér eðlilegt
að Bessastaðahreppur, Garða-
bær, og Hafnarfjörður verði í
sama kjördæmi, eigi að halda
áfram skiptingu landsins í stór
kjördæmi svipað og nú gerist.
Þessi sveitarféiög eiga í mörgum
tilfellum samleið og voru fram
til ársins 1978 eitt sveitarfélag,
Alftaneshreppur, og ekki eru
ýkja mörg ár frá því að í fullri
alvöru var rætt um sameiningu
þeirra.
Breytingin sem um er rætt í
frumvarpi Ellerts Schram,
Olafs G. Einarssonar o.fl. er
hins vegar tiltölulega einföld og
að mínu mati eðlileg á þessu
stigi sem fyrsta skref til úrbóta.
Frumvarp Jóns Armanns
Héðinssonar um að allt að 5%
af heildarkjörfylgi nægi flokki
til uppbótarþingsætis varðar
auðvitað landið allt en ekki
aðeins SV-hluta landsins. Flest-
ir hljóta að vera sammála um að
við núverandi skipun sé óeðli-
legt að t.d. flokkur með 15%
kjörfylgi eigi engan þingmann.
En mér finnst frumvarpið kalla
á umræður um fleiri leiðir til
breytinga, m.a. þeirrar að skipta
landinu í einmenningskjördæmi
með einhverjum hætti.
Árni Grétar Finnsson,
Hafnarfirðii
Styð frum-
varp Odds
ÁRNI Grétar Finnsson, bæjar-
stjórnarfulltrúi í Ilafnarfirði.
sagði að honum litist mjög vel
á frumvarp Odds sér í lagi. þar
sem þar væri stigið verulegt
skref til að ieiðrétta hlut
kjósenda í Reykjaneskjördæmi.
í sjálfu sér væri hcldur ekki
nema gott eitt um frumvarp
fjórmenninganna að segja
nema hvað það gengi nokkru
skemur í þessa átt.
Frumvarp Odds fæli í sér
nánast algjöra leiðréttingu á því
hróplega misrétti sem Reyknes-
ingar byggju nú við og kæmi
fram í því að 5 kjósendur í
Reykjaneskjördæmi þyrfti til að
ná sömu áhrifum og einn
kjósandi hefði annars staðar.
Árni kvaðst lýsa yfir fullum
stuðningi við bæði frumvörpin,
en þó sérstaklega við frumvarp
Odds og kvaðst Árni telja að
þingmaðurinn sýndi mikinn
kjark með því að bera það fram.
Gunnar Sveinsson,
Keflavík:
Nauðsynlegt
að leiðrétta
mismuninn á
þessu þingi
Gunnar Sveinsson. kaupfé-
lagsstjóri í Keflavík, sagði, að
hann teldi að þessi mikli fjöldi
frumvarpa um breytingar á
kosningalögunum sem fluttur
hefði verið á þessu þingi,
sannaði ótvírætt þá miklu þörf
sem væri á endurskoðun stjórn-
arskrárinnar og setningu
nýrra kosningalaga.
„Hvað viðvíkur einstökum
frumvörpum, sem orðin eru
nokkuð mörg, þá vildi ég sér-
staklega nefna þetta síðasta
frumvarp fjórmenninganna. Eg
tel mjög rétt að breyta fyrir-
komulaginu í þá átt að fjöldi
atkvæða en ekki hlutfall ráði
uppbótarsætum og ég tel eigin-
lega nauðsynlegt að það verði
samþykkt á þessu þingi til að
leiðrétta þann mismun, sem er
á vægi atkvæða hér við Faxa-
flóa. Þó er ég því fylgjandi að
vægi atkvæða sé nokkru meira
í dreifbýli en í þéttbýli."
Um frumvarp Odds Ólafsson-
ar um skiptingu Reykjaneskjör-
dæmis vil ég segja að mér finnst
það nokkuð gott en er því þó
ekki alveg samþykkur í öllum
atriðum. Eg tel að það ætti að
fjölga kjördæmunum meira, að
fara ætti í 13—14 kjördæmi og
Reykjanesið ætti að vera í
þrennu lagi að minnsta kosti,
þar sem Suðurnesin væru sér-
stakt kjördæmi og veit ég
raunar að áhugi er fyrir slíku á
fleiri stöðum að skipta þessu
upp meira. Nú, ég tel raunar
einnig koma til álita að skipta
Reykjavík í tvö kjördæmi.
Almennt um kosningar til
Alþingis vil ég segja að ég er
f.vlgjandi því að það sé meira um-
það að almenningur fái að kjósa
persónulegar en verið hefur og
er sammála frumvarpi Jóns
Skaftasonar í þessa veru. Mér
sýnist prófkjörin líka hafa leitt
í Ijós að fólk er hlynnt því að fá
að kjósa með þessum hætti og
jafnvel í mjög stórum prófkjör-
um hefur komið á daginn að það
er fremur lítið hlutfall ógildra
kjörseðla, svo að fólki er vel
treystandi fyrir þessu.
Loks tel ég, ef farið verður að
breyta kjördæmaskipan og
kosningafyrirkomulagi, þá megi
ekki allt snúast um það hvaða
flokkar græði mest eða tapi
miðað við núverandi atkvæða-
magn. Slíkt yrði aðeins til
vandræða. Menn verða að leitast
við að finna sem skynsamleg-
asta lausn að beztu manna
yfirsýn og við það verið látið
standa, því að þetta breytist svo
ört þannig að atkvæðatölur í
dag eru orðnar allt aðrar að
fáum árum liðnum."
Jón Guðmundsson,
Mosfellssveiti
Skipting
Reykjanes-
kjördæmis
eðlileg
JÓN Guðmundsson, bóndi á
Reykjum í Mosfellssveit, sagði,
að hann væri ekki búinn að
kynna sér frumvörp þau er hér
um ræddi að neinu gagni en
sagðist þó ekki sjá annað í fljótu
bragði en hugmynd Odds Ólafs-
sonar um skiptingu Reykjaness
í tvö kjördæmi væri fyllilega
eðlileg. Þegar væri búið að
skipta sýslunum og fljótt á litið
virtist fullt samræmi í því að
svæðið norðan Hafnarfjarðar
yrði sérstakt kjördæmi — „og
með sýslumanninn í Mosfells-
sveit svo að efnt yrði gamalt
kosingaloforð," sagði Jón. Taldi
hann enga sérstaka annmarka
þurfa að verða á því þótt
Hafnarfjörður lenti í hinu kjör-
dæminu, þrátt fyrir nálægðina
við Suðvesturlandskjördæmið.
Helgi Seljani
Málið verð-
ur að leysa
á breiðum
grundvelli
Helgi Seljan. alþingismaður
fyrir Austurlandskjördæmi,
sagði að hann væri ekki búinn
að kynna sér nægilega vel þetta
mál. en kvaðst þó undrandi að
það skyldi koma fram nú og þá
sem þingmannafrumvarp, því
að fyrir hefði legið loforð
forsætisráðherra í byrjun
þings að sérstök nefnd yrði
skipuð til að fjalla um málið.
Hann sagði að þingflokkarnir
hefðu fyrst verið kallaðir saman
í lok síðustu viku og þá komið
á daginn að ekkert yrði aðhafzt
svo að þá virtist sem stjórnar-
þingmenn á Reykjanesi og í
Reykjavík hefðu tekið við sér og
farið sjálfir af stað með málið.
Helgi kvast þó vera þeirrar
skoðunar að þessi málflutningur
væri ekki nægilegur, því að
þetta mál væri of víðtækt til að
leysast nema á breiðum grund-
velli.
Helgi kvaðst á hinn bóginn
skilja viðbrögð stjórnarþing-
manna þessa landshluta, því að
þarna væri á ferðinni viðkvæmt
mál fyrir þá, en það væri þó álit
hans að ýmsar hugmyndir í
frumvörpunum t.d. hugmynd
Odds Ólafssonar um nýtt kjör-
dæmi, Suðvesturlandskjördæmi
og fækkun landskjörinna þing-
manna, væru varhugaverðar, og
kvaðst Helgi sjá í hendi sér að
þessi leið yrði ekki til þess að ná
fullum jöfnuði milli kjördæm-
anna, Alþýðuflokkurinn myndi
ekki fara betur út úr þessu
dæmi en áður og Framsókn
halda sínum hlut fyllilega.
Helgi sagðist þó vilja taka
fram, að enda þótt hann teldi
ýmislegt varhugavert í þessum
frumvörpum drægi hann enga
dul á það að nauðsynlegt væri að
rétta hlut Reykjaneskjördæmis
í þessu tilliti og þó sérstaklega
Suðurnesja, sem væru mjög
afskipt hvað þetta atriði snerti,
en kvaðst ítreka að það þyrfti að
gerast að vandlega íhuguðu máli
og með sem víðtækastri sam-
stöðu flokkanna.
Þorvaldur Garðar
Kristjánssoni
Breytingar
á kosninga-
lögum verði
samhliða
stjórnar-
skrár
breytingum
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, þingmaður fyrir Vest-
fjarðakjördæmi, sagði m.a.i
„Breytingar á kjördæmaskip-
an og kosningafyrirkomulagi
eru ein viðkvæmustu mál sem
Alþingi fæst við. Það leiðir af
því að skoðanir manna eru mjög
mismunandi á hinum ýmsu
breytingum, sem hugmyndir eru
um og til greina koma. Hins
vegar eru þessi mál hin mikil-
vægustu þar sem þau varða
framkvæmd lýðræðis og þing-
ræðis í landinu.
Af þessum ástæöum tel ég
ekki heppilegt að einstakir
þingmenn flytji frumvörp til
breytinga á stjórnarskrá og
kosningalögum. Hætt er við að
slíkar tillögur mótist um of af
einstökum sérsjónarmiðum og
sérviðhorfum. Vinnuhrögð þurfa
að vera þau í þessum efnum að
hin mismunandi sjónarmið
verði samræmd og náð sam-
stöðu innan flokks. Síðan ber að
koma fram með tillögu sem
flokkurinn stendur í heild að.
Slíkar tillögur ber að leggja
fram á Alþingi, enda sé mögu-
leiki á að þær nái fram að ganga
með sem víðtækastri samvinnu
flokka eða eftir atvikum með
samstöðu við einstaka flokka,
sem geti tryggt málinu fram-
gang.
Með slíkum vinnubrögðum
hefur Sjálfstæðisflokkurinn
fram til þessa staðið að breyt-