Morgunblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978
17
Þingflokkur Alþýðubandalags:
Nefnd um kosn-
ingalög í þinglok
ingum á stjórnarskrá og kosn-
ingalögum.
Ég óttast að frumvörp ein-
stakra þingmanna um breyting-
ar á stjórnarskránni og breyt-
ingar á kosningalögunum geti
frekar ýtt undir ágreining en
stuðlað a,ð farsælli lausn þess-
ara mikilvægu mála. Ég tel
varhugaverðar þær hugmyndir
að ætla án breytinga á stjórnar-
skránni að gera þess konar
tilfæringar sem hingað til hefur
verið venja að láta fylgja
stjórnarskrárbreytingum.
Stjórnarskrárbreyting verður
að vera samþykkt á tveimur
þingum og almennar kosningar
að hafa farið fram á milli. Þegar
stjórnarskrárbreyting hefur
verið gert, er varðar kjördæma-
skipan og kosningarétt, hefur
jafnan verið á fyrra þinginu
gengið út frá ákveðnum breyt-
ingum jafnframt á kosningalög-
unum er varðar vægi atkvæða í
einstökum kjördæmum. Þannig
hefur þjóðin raunverulega átt
þess kost að tjá sig um slíkar
breytingar á kosningalögunum í
þeim almennu kosningum sem
verða að fara fram áður en
stjórnarskrárbreyting er endan-
lega samþykkt. Ef hins vegar
breyting er nú gerð á kosninga-
lögum er breytir vægi atkvæða
án þess að það fylgi með
stjórnarskrárbreytingu er kom-
ið aftan að þjóðinni, því að
málið er ekki borið undir hana
í almennum kosningum, eins og
áskilið er með stjórnarskrár-
breytingu.
Páll Pétursson.
Misvægið
ekki eins
mikið og af
er látið
Páll Pétursson alþingismaður
fyrir Norðurlandskjördæmi
vestra sagðii
„Þetta þing hefur verið ein-
staklega upptekið af því að ræða
kosningalög og hugsanlegar og
framkvæmanlegar breytingar á
þeim. Ég vil nefna umræður,
sem Gylfi Þ. Gíslason hóf utan
dagskrár í fyrstu þingvikunni í
haust, frv. Jóns Skaftasonar um
það, að kjósendur röðuðu sjálfir
í kjörklefanum á framboðslista,
en hann væri prentaður í
stafrófsröð, Frv. Odds Ólafs-
sonar um skiptingu Reykjanes-
kjördæmis í 2 kjördæmi, frv.
Ellert B. Schram, Jóhs Skafta-
sonar, Guðmundar H. Garðars-
sonar og Ólafs G. Einarssonar
um að flytja uppbótarþingmenn
til Reykjavíkur og frv. Jóns A.
Héðinssonar um það, að þing-
flokkar komist af án móður-
skips. Ég er ekki ginnkeyptur
fyrir skyndihugdettum um
breytingar á kosningalögum,
allra sízt ef þær eru með
óðagotsblæ. Ég er varfærinn í
því efni að ráðast í vanhugsaðar
breytingar á kosningalöggjöf-
inni.
Raunar er það hláleg aðstaða
fyrir mig að fara að verja þá
kjördæmaskipan og þau
kosningalög sem nú eru í gildi.
Framhald á bls. 27
Þingílokkur Alþýðubandalagsins
hefur sent frá sér eftirfarandi
samþykkt. sem gerð var 12. apríl
si.
Nú þegar aðeins tvær til þrjár
vikur eru eftir til þingslita virðist
kapphlaup hafið í þingsölum um
flutning frumvarpa til breytinga á
kosningalögum í því skyni að rétta
hlut Reykjavíkur- og Reykjanes-
kjördæmis. Því miður virðist hér
um sýndarmennsku að ræða, því að
bersýnilega er vonlaust um af-
greiðslu þessara mála fyrir þinglok.
Mál þessi verður að undirbúa með
viðræðum stjórnmálaflokkanna, en
þau verða ekki leyst með tillögu-
flutningi einstakra þingmanna. Auk
þess eru frumvörp þessi með
augljósum ágöllum, því að annað
þeirra réttir ekki hlut Reykjanes-
kjördæmis, sem augljóslega er þó
verst sett, hvað þingmannafjölda
varðar og gæti fremur orðið til að
fækka þingmönnum úr þessu kjör-
dæmi, en hitt frumvarpið myndi
hins vegar valda vaxandi mismunun
milli stjórnmálaflokka, hvað varðar
atkvæði bak við hvern þingmann.
Þingflokkur AB minnir á, að á
öðrum degi þings á síðastliðnu
hausti gaf forsætisráðherra yfirlýs-
ingu þess efnis, að ríkisstjórnin
myndi í vetur beita sér fyrir
viðræðum flokkanna um hugsanleg-
ar breytingar á kosningalögum. Við
þetta fyrirheit var þó ekki staðið, og
það var ekki fyrr en 7. apríl sl., að
forystumenn stjórnarandstöðu-
flokkanna voru boðaðir á stuttan
fund um þessi mál til að staðfesta
það, sem þá þegar blasti við ölium,
að orðið væri um seinan að hyggja
að verulegum breytingum á kosn-
ingalögum á þessu þingi, þar sem
framboðsundirbúningur væri nú of
langt á veg kominn og hefði miðast
við óbreytta löggjöf.
Þingflokkur Alþýðubandalagsins
minnir einnig á, að eitt fyrsta
þingmálið á þessum vetri var tillaga
nokkurra þingmanna flokksins um
skipun nefndar til að undirbúa
frumvarp um aukin rétt kjósenda
til að hafa áhrif á, hvaða frambjóð-
endur ná kosningu af þeim lista sem
þeir kjósa. En tillaga þessi hefur
legið óhreyfð í nefnd allan veturinn.
Eins og nú er komið málum vill
þingflokkur Alþýðubandalagsins
skora á aðra stjórnmálaflokka á
Alþingi að fallast á skipun nefndar
nú í þinglok, til að fjalla um
breytingar á kosningalöggjöfinni,
svo að annað kjörtímabil líði ekki
án þess að tekið sé á þessum málum
á raunhæfan hátt, þar sem sýnt
virðist, að stjórnarskrárnefnd er
ekki líkleg til að hafa þar um
forystu.
F.h. þingflokks Alþýðubandalags-
>ns, Ragnar Arnalds.
Við byggðum
150m2 einbýlishús
í Reykjavík
á fjórum dögum!
manudagui—|
EKIÐ TIL REYKJAVÍKUR
I-þriójudagui—
AFHENDING EININGA
pniðvikudagur
UPPSETNING
rfimmtudagun
Húsið var afhent
uppsett og frágengið
til innréttingar,
á 4 dögum
tilbúió til innréttingar
Gjörið svo vel.:..
skoðið kosti
húseininga
með eigin augum
Einbýlishúsið
að Steinaseli 1
Breiðholti
LAUGARDAG 15.4: KL.14-22
SUNNUDAG 16.4: KL.14-22
SIGLUFIRÐI