Morgunblaðið - 15.04.1978, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.04.1978, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978 „Finnst Þér nevtrónan mannúölegri?“ Carterog nevtrónu-vopnin Allt frá því að umræður um nevtrón-Hprengiuna svokölluðu hófust fyrir alvöru á opinberum vettvangi fyrir 10 mánuðum hafa ríki Atlantshafsbandaiagsins ver- ið hikandi í afstöðu sinni til þess hvort framleiðsla þessa vopns skyldi hafin með það fyrir augum að því yrði komið fyrir í Vest- ur-Evrópu. Fyrir síðustu helgi lýsti Carter Bandaríkjaforseti yfir þeirri ákvörðun sinni að fresta framleiðsluáætlun. Hefur ákvíirðun forsctans valdið veru- lettum úlfaþyt. jafnt vcstan hafs sem austan, og ýmsir eru þeirrar skoðunar að hún beri fyrst og fremst vott um ístöðuleysi og sé talandi dæmi um marklausa málamiðlun leiðtoga. sem sé ófær um að fylgja ákvcðinni og sam- ræmdri stefnu. Hins vcgar cru þeir, sem styðja forsctann, og telja að með því að fresta framlciðslu þessa vopns hafi forsetinn slegið tvær flutíur í einu hÖKgi. Hann hafi enn í hendi sér að láta framleiða það, ef Rússar verði á næstunni ekki tillciðanlegri en hingað til til að draga úr vopnaframleiðslu og herflutningum, án þess þó að hafa gefið þeim tækifæri til að hengja sig í það í þeim umræðum um afvopnun, sem framundan séu, að NATO-ríkin séu í þann veginn að taka í notkun nýtt vopn. Hvor hópurinn hefur á réttu að standa á eftir að koma í ljós, en eftir stendur sú staðreynd, að NATO hefur sömu möguleika og áður á að taka í notkun þetta umdeilda vopn, og eru margir þeirrar skoðunar að Vance utan- ríkisráðherra muni óspart vitna til þess í viðræðum við sovézka ráðamenn er hann fer til Moskvu síðar í þessum mánuði. En hvað er það sem gerir nevtrónusprengjuna svo girnilega i augum vestrænna hernaðarsér- fræðinga? I fyrsta lagi er hér ekki um að ræða sprengju í eiginlegum skilningi þess orðs, heldur kjarna- odda með sprengikúlum, sem hver um sig er um 20 sentimetrar í þvermál. Kjarnaoddarnir eru tengdir Lance-eldflaugum, sem þegar eru í vopnabúri aðildarríkja NATO í Evrópu, en eldflaugarnar hafa hingað til verið búnar vetnis- oddum. Dæmið er þannig hugsað, að hitinn og sprengiaflið frá vetnisoddunum eyðileggi óvina- skriðdrekana um leið og þeir ráði niðurlögum áhafna þeirra og meðfylgjandi fótgönguliðs, en geislunin, sem fylgdi í kjölfarið, yrði töluverð og mundi áhrifa hennar gæta lengi á eftir. Ef samanburður er gerður á vetnisoddum og nevtrónu-oddun- um þá fara um 50% orku vetnis- . oddanna í sprenginguna sjálfa, 35% breytast í hita, 5% í tafar- lausa geislun og afgangurinn, þ.e. um 10% orkunnar, fara í hægfára geislun, sem lýkur ekki fyrr en að löngum tíma liðnum. Nev- trónu-oddarnir hafa á hinn bóginn - þá eiginleika, að af orku þeirra eyðast um 35% í sprengingunni, 25% bre.vtast í hita og þau 40%, sem þá eru eftir, breytast í tafarlausa geislun. Kjarnaoddar Lance-eldflaug- anna, sem er eitt mikilvægasta varnarvopn NATO-ríkjanna, eru ætlaðir til þess að veita viðnám gegn innrás skriðdrekasveita. Ahrifin þegar eins kílótonns nevtrónuoddur mundi springa í lítilli lofthæð yfir skriðdrekasveit yrðu þau að á stundinni mundi geislun ráða niðurlögum hverrar einustu lifandi veru innan 300 metra radíuss, en aðrir þeir, sem væru á 2.6 ferkílómetra svæði í kringum sprengistaðinn, mundu deyja innan fárra daga af völdum óbætanlegra áhrifa geislunarinnar á maga og beinmerg. Hernaðarsérfræðingar hafa á orði að vetnisoddarnir séu „sóða- legt“ vopn samanborið við nev- trónu-oddana, sem eru að því leyti „hentugri", ef nota má slíkt orð í þessu sambandi, að þeir eru mun nákvæmara vopn en gömlu odd- arnir, og valda því takmarkaðri eyðileggingu og spjöllum, bæði á mönnum og mannvirkjum. Þetta sjónarmið hlýtur ekki sízt að verða þungt á metunum þegar þess er gætt að sá hugsanlegi vígvöllur, sem um er að ræða, er á yfirráða- svæði varnaraðilans og að veru- legu leyti yrði um líf og limi óbreyttra borgara að tefla. En ef þetta vopn er svona ofur hentugt og hefur ótvíræða kosti fram yfir þá kjarnaodda, sem á undanförnum árum hafa verið í umferð — um hvað snýst þá deilan? Það er einmitt „hreinlætið", sem andstæðingar nevtrónu-sprengj- unnar á Vesturlöndum óttast fyrst og fremst. Þeir halda því fram að hinar takmörkuðu afleiðingar hugsanlegrar sprengingar geri það að verkum að freistingin til að láta skerast í odda verði meiri og að þannig aukist hættan á kjarnorku- stríði. Hernaöarleg útþenslustefna Sovétríkjanna í Evrópu Eins og fyrr segir yrði vettvang- ur nevtrónu-vopnsins fyrst og fremst við hugsanlega víglínu í Mið-Evrópu. Þar hafa Sovétríkin á Jimmy Carter undanförnum árum ekki sýnt nein merki þess að þau ætli að draga saman seglin í vopnabúnaði. Þvert á móti hefur á undanförnum árum fjölgað mjög í liði þeirra á þessum slóðum og sífellt fullkomnari vopn hafa verið Tekin í notkun. SS-20 eldflaugar Sovétmanna eru nýtt ógnvekjandi vópn, sem er í smíð- um um þessar mundir, svo dæmi sé nefnt, og ber flestum saman um að hernaðarmáttur þeirra við járntjaldið sé í stöðugum vexti og hafi aldrei verið meiri en nú. Þessar staðreyndir hafa orðið til þess að vestræn ríki komast ekki hjá því að grípa til viðhlítandi ráðstafana í því skyni að tryggja valdajafnvægi, sem í ljósi blá- kaldra staðreynda er að mörgu leyti eitt o'g hið sama og hernaðar- legt jafnvægi. Allt frá því að fyrst var farið að ræða um nevtrónu-vopnið sem vænlegasta kostinn í því sambandi að tryggja á viðunandi hátt hernaðarlegt jafnvægi hafa Sovét- ríkin og stuðningsmenn þeirra rekið mjög ákveðinn og harkaleg- an áróður gegn því, eins og vænta mátti. Það, sem hins vegar hefur vakið nokkra furðu, er hversu einhliða þessi málflutningur hefur verið, svo og hversu greiðan aðgang hann hefur átt að almenn- ingi á Vesturlöndum. Afleiðingin hefur orðið sú, að stjórnir helztu hernaðarríkja í Atlantshafsbanda- laginu hafa verið tregar til að taka afstöðu til málsins, og má í því sambandi benda á að ekki eru ýkja margir mánuðir síðan stjórnin í Vestur-Þýzkalandi lét í veðri vaka að hún væri ekki reiðubúin til að lýsa yfir stuðningi við það að framleiðsla nevtrónu-odda hæfist, ótt hún á hinn bóginn setti sig ekki upp á móti slíkri ákvörðun Banda- ríkjastjórnar. Nú hafa Vestur-Þjóðverjar heldur betur snúlð við blaðinu, og afstaða annarra NATO-ríkja, eins og t.d. Breta, hefur verið með svipuðum hætti. Er ástæða til að fullyrða að þessi tvístígandi hafi ekki stafað af því að málefnaleg rök hafi ekki legið nokkurn veginn Ijóst fyrir og að þau hafi eindregið hnigið að því að hafizt yrði handa um smíði nevtrónu-odda, heldur hafi ástæð- an miklu fremur verið ótti við almenningsálitið í viðkomandi löndum, eða með öðrum orðum — árangur heppnaðrar áróðursher- ferðar þeirra aðila, sem sjá sér hag í því að veikja varnir Vesturlanda. Bandaríkjastjórn — og þá ekki sízt Carter forseta — mun hafa sárnað mjög þessi tilhneiging stjórna bandalagsríkjanna til að firra sig ábyrgðinni, og á fundi varnarmálaráðherra NATO á Ítalíu í október s.l. gerði Harold Brown varnarmálaráðherra Bandaríkjanna grein fyrir því að aðildarríki bandalagsins yrðu að taka sameiginlega ábyrgð á því að nevtrónu-oddarnir yrðu fram- leiddir og þeim komið fyrir í Evrópu. Með öðrum orðum — ef afdráttarlaust samþykki Vest- ur-Þjóðverja lægi ekki fyrir væri út í bláinn fyrir Bandaríkjamenn að hefja smíði þessa nýja vopns, þar sem það væri fyrst og fremst ætlað til varna á vesturþýzku yfirráðasvæði og yrði ekki fyrir komið nema þarlend stjórnvöld samþykktu það af fúsum vilja. Eða eins og haft var eftir háttsettum embættismanni í bandaríska varnarmálaráðuneýtinu: „Við ætl- um ekki að troða einu eða neinu upp á neinn.“ Hugsjónamaöurinn Carter Ef það er eitthvert mál öðrum fremur, sem Carter forseti lítur á sem heilaga hugsjón, þá er það afvopnun og stöðvun vígbúnaðar- kapphlaupsins. Ástæða er til að ætla að honum sé enn meira umhugað um þetta en öðrum fvrirrennurum hans, og nægir í því sambandi að vitna til ummæla hans allar götur síðan hann hóf að sækjast eftir útnefningu fyrir forsetakosningarnar. Síðan hann tók við forsetaembætti hefur hann hvað eftir annað staðið*í stórræð- um vegna þeirrar stefnu sinnar að draga úr vígbúnaði og er skemmst að minnast deilna, sem urðu um það hvort hefja ætti framleiðslu B-1 orrustuþotOnnar. Jafnframt því að vera eindreg- inn talsmaður afvopnunar fer ekki á milli mála að forsetanum er umhugað um að tryggja varnir aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins og í því er jafnvægislistin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.