Morgunblaðið - 15.04.1978, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978
V erksmid juf ramleitt
einingahús 20% ódýr-
ara en vísitöluhúsið
brír af forrádamönnum Húseininga h.f. frá vinstrii Sigurður
Fanndal, Matthías Sveinsson og Þórarinn Vilbergsson.
NÝLOKIÐ er byggingu ein-
býlishúss sem framleitt var af
Ilúseiningum h.f. á Siglufirði,
en hús þetta er verksmiðju-
framleitt einingahús úr timbri.
Er það við Steinasel 1 í
Breiðholtshverfi í Rcykjavík,
en annað hús frá Húseiningum
er þar einnig í smíðum.
Forráðamenn Húseininga h.f.
kynntu húsið fyrir fréttamönn-
um í gær og sagði Matthías
Sveinsson framkvæmdastjóri að
tildrög þess að Húseiningar
hösluðu sér völl sunnanlands
væru þau að ákveðið hefði verið
að reisa hús á höfuðborgarsvæð-
inu til að kynna framleiðsluna á
þéttbýlissvæði. Sótt hefði verið
um lóðir til Reykjavíkurborgar
og ætti nú, er húsið væri tilbúið,
að gefa fólki kost á að gera
verðsamanburð og skoða húsið,
en það verður s'"nt á laugardag
og sunnudag.
Húsið við Steinasel 1 er um
150 nr að meðtöldum bílskúr og
nemur heildarverð þess
14.396.000 krónum, þ.e. húsið
samansett á sökkli með innrétt-
ingum þar með töldum teppum
á gólfi og að öllu leyti fullbúið.
Hlutur Húseininga í þessu verði
er kr. 6.960.000 sem er um 48%
heildarverðsins og opinber gjöld
og hita- og rafmagnsinntak o.fl.
eru 1.571.000 kr. Kostnaður við
gerð sökkuls sagði Matthías að
hefði verið nokkuð mikill, eða
3,2 milljónir króna, en grunnur
var djúpur og því hefði þessi
liður verið stærri en gera hefði
mátt ráð fyrir.
Samanburður á verði þessa
húss og vísitöluhúsi eins og það
væri í dag sagði Matthías
Sveinsson að væri um 44%
einingahúsinu í hag eða sem
svaraði því að vísitöluhús af
svipaðri stærð kostaði um 20
milljónir króna. Þessi saman-
burður væri þó ekki alveg réttur
því vísitalan hefði hækkað
meðan á byggingartima hússins
stóð en samanburður í dag á
verðskrá Húseininga h.f. og
vísitölunni væri um það bil 20%
Húseiningum í hag á t.d. 110
fermetra húsi. Um samanburð á
rekstrarkostnaði steinhúsa og
timburhúsa sagði Matthías að
einangrunargildi timburhússins
Húseining-
ar hf. kynna
einbýlishús
í Breiðholti
væri um 25% meira en stein-
húss skv. athugunum sem hefðu
verið gerðar og þýddi það lægri
hitunarkostnað. Um annað við-
hald sagði Matthías að það
stæðist fyllilega samanburð þar
sem fúavarnaefni væru orðin
það vönduð og mjög fljótlegt
væri að bera þau á. Þá sagði
hann að hinn stutti byggingar-
tími væri ótvíræður kostur og
nefndi hann sem dæmi að
fjölskylda hefði fengið einingar
í hús sitt afhentar í nóvember-
byrjun s.l. og hefði flutt í húsið
fyrir jól þannig að byggingar-
tíminn hefði verið um 7 vikur.
— Þessi stutti byggingartími
rekst nokkuð á við lánaútvegun,
Húseiningar hafa að nokkru
leyti orðið að taka að sér
hlutverk lánastofnunar, sem er
þó varla hægt, sagði Matthías,
en þó ber að geta þess að
Húsnæðismálastofnunin og
félagsmálaráðuneytið hafa sam-
þykkt nokkrar breytingar á
úthlutunarreglum til þeirra er
byggja einingahús á þann veg að
1. og 2. hluta lánsins er úthlutað
í einu 3—6 mánuðum eftir að
húsið er gert fokhelt og síðasta
hlutanum 6 mánuðum síðar.
Þetta er þannig í framkvæmd að
húsbyggjendur ávísa á okkur
húsnæðismálastjórnarlánum
sínum og nú eigum við í slikum
ávísunum um það bil 150 millj-
ónir króna og bindur það hendur
okkar verulega að geta ekki haft
þetta fjármagn í rekstrinum.
Við getum því ekki aukið við
framleiðslugetu verksmiðjunn-
ar, sem er nú um 100 hús á ári,
en það væri nauðsynlegt því nú
er útlit fyrir að við séum búnir
að selja það sem við getum
annað á þessu ári.
Annað atriði má nefna sem
gerir okkar samkeppnisaðstöðu
veikari, sagði Matthías, sem það
er að okkur er gert að greiða
söluskatt af verkstæðisvinn-
unni, sem getur numið nokkur
hundruð þúsund krónum en
húseiningaverksmiðjurnar hafa
barizt fyrir því að fá þetta
niðurfellt nú í nokkur ár. Þá
hefur lengi verið nokkur and-
staða gegn timburhúsum, sem
er nú að minnka að ég held, en
til eru ákvæði í byggingarskil-
málum, sem samræmast illa
staðlaðri framleiðslu og nú veit
ég til þess að í a.m.k. tveimur
nágrannasveitarfélögum
Reykjavíkur er unnið að því að
skipuleggja hverfi er byggð yrðu
húsum sem þessum.
Hjá Húseiningum h.f. starfa
nú um 25 manns. Sem fyrr segir
verður húsið að Steinaseli 1 sýnt
almenningi kl. 14 — 22 á
laugardag og sunnudag.
Húsin tvö frá Húseiningum standa við Steinasel í Reykjavík.
Vilhjálmur Bergsson við þrjú verka sinna, sem verið var að setja upp á Kjarvalsstöðum í gœr.
forðum. Þá er staösetningin á þessu
feiknabákni sem Beaubourg er alls
ekki nógu góö og í kringum safniö
safnast saman alls konar trúöar.“
Vilhjálmur Bergsson er fæddur í
Grindavík áriö 1937. Hann byrjaöi
ungur aö fikra sig áfram í myndlist og
hélt til Kaupmannahafnar aö afioknu
stúdentsprófi áriö 1958.
Þar var hann í tvö ár, málaði bæði
súrealístískt, abstrakt og landslags-
myndir.
Hann bjó síöar í Kaupmannahöfn í
fjögur og hálft ár. Á árunum
1964—66 mótaöist sá stíll, sem hann
kallar lífrænar víddir og segist hann
ekki hafa vitaö um neinn annan sem
byrjaö hafi á þessum stíl á undan sér,
þótt margir hafi fylgt í kjölfarið á eftir.
„Á þessum árum fann ég aö engin
sú stefna er ég haföi stuözt viö í
listmálun höföaöi lengur til mín. Mér
fannst ég ekki geta túlkaö lengur á
persónulegan máta hvorki
súrealisma né abstrakt myndlist. En
báöar þessar stefnur voru orönar
þaö fastmótaöar aö engar nýjungar
komu til frá minni hálfu. Popp-listin
breiddist hins vegar óöfluga út um
allan herm og þar sem ég geröi ráð
fyrir aö hún yröi fljótt álíka fastmótuö
Ljósm.: Kristján.
Frumkvöðull „lífrænnavídda”
„Þann stíl, er ég styðst við í
listmálun minni, kalla ég lífraenar
víddir," sagði Vilhjálmur Bergsson
er hann gekk með blaðamanni
Morgunblaðsins um salinn á
Kjarvalsstöðum, par sem hann
opnar einkasýningu kl. 2 í dag.
Á sýningunni eru sjötíu og fimm
verk, öll máluö á síðastliðnum átta
árum. Þetta mun vera fimmtánda
einkasýning Vilhjálms, þar af sú
áttunda í Reykjavík en hann hefur
haldiö þrjár einkasýningar í Kaup-
mannahöfn og tekið þátt í sautján
samsýningum hér á landi, í
Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finn-
landi, Hollandi og Bandaríkjunum.
Síöastliöiö haust sýndi hann meö
þrettán listamönnum „á svipaðri
bylgjulengd” í Charlottenborg. Stóð
sýningin í hálfan mánuð og í henni
tóku þátt danskir, enskir, finnskir og
franskir listamenn auk hans. Sýning
þessi vakti töluveröa athygli, hennar
var m.a. getiö í franska sjónvarpinu
og bæklingar um hana voru á
boðstólum í Beaubourglistamiöstöö-
inni í París.
Sjálfur dvaldist Vilhjálmur í fimm
mánuði í París í vetur, en þar
stundaöi hann nám í listmálun árin
1960—62 við Academie Notre Dame
des Champs og viö Academie
Grande Chaumiere.
París er ekki lengur aö mínu mati
sú miöstöö lista, sem hún var þegar
Málverkasýning
Vilhjálms Bergsson-
ar á Kjarvalsstöðum
ég var þar við nám. Þeir listmálarar
sem mótuöu „Parísarskólann“ eru
flestir horfnir af sjónarsviöinu og
miðstöö listanna viröist hafa fylgt
fjármagninu og flutzt yfir til New
York. Frakkar eru aö vonum súrir yfir
þessu en meira aö segja Centre
Pompidou eða Beaubourt-listamiö-
stööin hefur ekki náö því takmarki aö
gera París aö hjarta listmálunar sem
og fyrrnefndar stefnur, fannst mér ég
verða aö fara nýjar leiðir.
Málverk mín frá þessu tímabili voru
ekki annað en dökkir fletir með
ósamstæöum mótívum, sem göptu á
móti Ijósinu. Hægt og sígandi tóku
þessi mótív á sig fastara form svo og
Ijós og skuggar á myndfletinum.
Þetta var upphaf hinna „Ijóörænu
vídda“.
Vilhjálmur vill ekki nefna einn
sérstakan lærifööur í myndlistinni, en
segir aö margir hafi haft áhrif á sig,
þ.á.m. Velazques hinn spánski.
Hann vill heldur ekki svara því
beinlínis hvort hann sé brautryöjandi.
Framhald á bls. 26
Umf. Grettir sýn-
ir Pétur og Rúnu
■ IIvammstanKa. 14. apríl.
UNGMENNAFÉLAGIÐ Grettir í
Miðfirði frumsýnir í kvöld leikritið
Pétur og Rúnu eftir Birgi Sigurðs-
son. Leikstjóri er Magnús Guð-
mundsson frá Neskaupstað. Æf-
ingar hafa staðið yfir undanfarnar
vikur og eru leikendur 8 að tölu
auk aðstoðarmanna. í hlutverkum
Péturs og Rúnu eru Arnór Ben-
ónýsson og Sigrún Einarsdóttir.
Tónlist er leikin af hljómsveitinni
Lexíu, öll frumsamin. Sýningar
verða í félagsheimilinu Ásbyrgi og
væntanlega verður reynt að fara
með leikritið til sýninga í ná-
grannabyggðir.
—Karl.
Framboðslisti
Framsóknar á
Akureyri birtur
FRAMBOÐSLISTI Framsóknar-
flokksins við komandi bæjar-
stjórnarkosningar á Akureyri hef-
ur verið birtur og skipa hann
eftirtaldir menn:
1. Sigurður Óli Brynjólfss. kennarí.
2. Tryggvi Gíslason skólameistari.
3. Sigurður Jóhanness. framkv.stjóri.
4. Jóhannes Sigvaldason ráðun.
5. Ingimar Eydal kennari.
6. Pótur Pálmason verkfr.
7. Valur Arnpórsson kaupfál.stjóri.
8. Haraldur M. Sigurðss. kennari.
g. póroddur Jóhannss. skrifsf.maður.
10. Þóra Hjaltadóttír húsm.
11. Árni Bjarnason stýrim.
12. Jón ArnÞórss. verksm.stjóri.
13. Guórún Albertsd. bankastarfsm.
14. Sigrún Höskuldsd. kennari.
15. Ólafur Ásgeirsson lögr.Þjónn.
16. Jóhann Sigurðss. verkstj.
17. Guðmundur Magnúss. útibússtj.
18. Þorleifur Ananiass. skrifst.m.
19. Sigurður Karlsson verkam.
20. Jón Krístinss. lorst.meður.
21. Stefán Reykjalín bygg.meistari.
22. Jakob Frimannsson f.v. kaupf.stjóri.