Morgunblaðið - 15.04.1978, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Ritstjórn og afgreiósla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuöi innanlands.
í lausasölu 100 kr. eintakið.
Viðbrögð verka-
lýðsforystu í Noregi
Eins og rakið var í forystu-
grein Morgunblaðsins í
gær átti allsherjarverkfall að
koma til framkvæmda í Noregi
í gær, föstudag, þar sem
samningar höfðu ekki tekizt
um kaup og kjör milli verka-
lýðssamtaka og vinnuveitenda
þar í landi. Til þessa verkfalls
kom þó ekki vegna þess, að
ríkisstjórn Verkamanna-
flokksins í Noregi greip inn í
vinnudeiluna og ákvað að vísa
henni til gerðardóms, sem
úrskurða skal um kaup og kjör
launþega í Noregi næstu 2 árin
og er ekki hægt að áfrýja
úrskurði gerðardómsins, sem
jafngildir banni við verkföll-
um.
Á mælikvarða okkar Islend-
inga er hér um mjög harkaleg-
ar aðgerðir af hálfu stjórn-
valda að ræða. Allir vita, að ef
íslenzk ríkisstjórn hefði gripið
til slíkra ráðstafana, mundi
hljóð hafa heyrzt úr horni eins
og raunin hefur á orðið,
jafnvel þótt um mun veiga-
minni aðgerðir hafi verið að
ræða hér. Þess vegna er
ákaflega fróðlegt fýrir okkur
að sjá, hver viðbrögð verka-
lýðssamtakanna í Noregi hafa
orðið við þessum aðgerðum
norsku ríkisstjórnarinnar.
Um þær sagði Tor Halvor-
sen, formaður norska alþýðu-
sambandsins, eftir að ákvörð-
un norsku stjórnarinnar hafði
verið opinberlega tilkynnt:
„Við höfum hlítt leikreglunum
allt frá því að samningavið-
ræður hófust og það munum
við einnig gera nú. Um leið og
málamiðlunarleiðin lokast er
það skylda stjórnvalda og í
samræmi við þá ábyrgð, sem
valdið leggur þeim á herðar, að
vega og meta rétt óháðra
samtaka til að reka launabar-
áttu sína á móti þeim þjóðfé-
lagsvanda, sem af slíkri bar-
áttu hlýzt. Enda þótt við séum
í grundvallaratriðum á móti
því, að kjarasamningar séu
útkljáðir með gerðardómi,
viðurkennum við þessa
ákvörðun ríkisstjórnarinnar
og munum fara eftir henni.“
Þessi afstaða formanns
norska alþýðusambandsins er
mjög eftirtektarverð og óneit-
anlega stingur hún mjög í stúf
við afstöðu verkalýðsleiðtoga
hér til þess, þegar löglega
kjörin stjórnvöld telja óhjá-
kvæmilegt að grípa inn í gerð
kjarasamninga með einum eða
öðrum hætti. Ekki fer hjá því,
að sú hugsun læðist að mörg-
um, að okkur hefði farnazt
betur, ef forystumönnum
hagsmunaafla og stjórnvöld-
um hefði auðnazt að ná betri
samstöðu en raun hefur orðið
á hér, sem frændum okkar í
Noregi sýnist hins vegar reyn-
ast auðvelt.
Þá er og athyglisvert að sjá,
hver viðbrögð stærsta dag-
blaðs í Noregi, Aftenposten,
sem styður borgaraflokkana,
sem nú eru í stjórnarandstöðu,
eru við ráðstöfunum jafnaðar-
mannastjórnarinnar. Blaðið
segir: „Þegar ríkisstjórnin sá,
að sámningar tækjust ekki
átti hún einskis annars úr-
kosta og forsætisráðherra
gerði grein fyrir því, að
deilunni yrði vísað til gerðar-
dóms. Með tilliti til hins
alvarlega efnahagsástands í
Noregi hefði það líka verið út
í hött að láta 230 þús. launþega
fara í verkfall, sem enginn
hefði haft ávinning af.“ Blaðið
lýsir yfir stuðningi við ákvörð-
unríkisstjórnar Odvar Nordlis
og segir, að þótt gerðardómur
sé ekki góð lausn hafi ríkis-
stjórnin ekki átt annarra
kosta völ. Það segi sig sjálft,
að þegar methár framleiðslu-
kostnaður og gífurlegar er-
lendar skuldir séu staðreynd,
þá sé ekki hægt að steypa sér
út í allsherjarverkfall, ef
ætlunin sé að ná því marki að
halda fullri atvinnu, auka
samkeppnismöguleika á er-
lendum markaði og stefna að
stöðugleika í efnahagslífinu.
Málgagn Verkamannaflokks-
ins sjáífs, Arbeiterbladet, tek-
ur í sama streng og segir í
forystugrein, að með tilliti til
baráttunnar fyrir því að halda
fullri atvinnu í landinu sé
nauðsynlegt að hafa tök á
efnahagsmálum og það hefði
verið ábyrgðarleysi að kasta
landinu út í stór verkföll.
Ríkisstjórnin hafi sýnt ábyrgð
og viljafestu með því að vísa
kjaradeilunni til gerðardóms
eftir að samningaviðræður
rofnuðu.
I sjálfu sér er óþarfi að hafa
fleiri orð um þessi viðbrögð
verkalýðsforystu og blaða í
Noregi við aðgerðum norsku
ríkisstjórnarinnar. Aðgerðirn-
ar og viðbrögðin skýra sig
sjálf og svo getur hver og einn
borið saman viðhorf manna í
Noregi þegar erfiðleika ber að
höndum og afstöðu manna hér.
Vissuiega er gagnlegt fyrir
okkur Islendinga að fylgjast
með því, hvernig nágranna-
þjóðir okkar halda á sínum
málum og hverjum augum þær
líta þessi vandamál og aðgerð-
ir vegna þeirra. Það er gagn-
legt fyrir okkur öll að líta í
eigin barm og spyrja sjálfa
okkur þeirrar spurningar, að
hve miklu leyti vandi okkar sé
heimatilbúinn vegna þess, að
okkur gengur svo erfiðlega að
standa saman, þegar á þarf að
halda, vegna utanaðkomandi
erfiðleika.
„Finnst heillandi
að mála manninn
íumhverfi sínu”
Gísli Sigurðsson list-
málari opnar sýningu
á 74 verkum í Norr-
æna húsinu í dag
GÍSLI Sigurðsson listmálari opnar mál-
verkasýningu í Norræna húsinu í dag kl.
3 og mun sýning hans standa til 24. apríl
kl. 2—10 daglega. Gísli sýnir alls 74 verk,
51 olíumálverk og 21 teikningu, ýmíst
pensil- eða pennateikningar. Gísli sýndi
— síðast fyrir 5 árum og pá einnig í Norræna
húsinu, en pá sýndi hann helmingi færri
myndir.
„Þá voru viðfangsefnin flest úr lands-
lagi,“ sagði Gísli, og í viötalsrabbi í
Morgunblaðinu þá lét ég svo um mælt að
Með Biskupstungnabændum í göngum
og trússhestum peirra.
landið sjálft hefði mest áhrif á mig. Það
virðist hirts vegar hætt að hafa sömu áhrif
og það sem hefur tekið við sem yrkisefni
númer 1 er fólk. í flestöllum myndunum
kemur fyrir fólk, ýmist ákveðnar persónur
eða hugmyndir. Miklu oftar er þó um að
ræða ákveöna persónuleika eða alls liðlega
20 manns í ámóta mörgum myndum.
Mér finnst mjög heillandi að mála og
sýna manninn í umhverfi sínu, eins og t.d.
í myndinni af Braga Ásgeirssyni í vinnu-
stofu sinni og skeifusmiðinn í smiðjunni. Þá
verður myndin hvort tveggja í senn,
portrett af manninum og umhverfis-
stemmning. Ég hef einnig unnið dálítið eftir
Ijóðum, t.d. Kopernikus eftir Ijóði Hannesar
Péturssonar og nokkrar Eyjamyndir við
Ijóð Óskars Aðalsteins og eins er máluð
mynd við Ijóð Jóhanns Hjálmarssonar.
Það má segja að það sé dálítill kapítuli
út af fyrir sig á þessari sýningu að ég
skyggnist um öxl til uppvaxtaráranna
austur í Biskupstungum og reyni að draga
fram andrúm þess tíma sem þá ríkti á
árunum fyrir og um 1950. Þannig er t.d.
mynd frá stríðsárunum og önnur sem
heitir, Beðið eftir mjólkurbílnum, og einnig
er mynd af Biskupstungnamönnum í
göngum á þessum tíma þegar farið var
með trússhesta.
Myndirnar á þessari sýningu eru víðs
vegar af landinu, fólk úr ýmsum áttum í
umhverfi sínu og svo er farið út fyrir það
einnig: Sumt af þessu fólki er komið inn í
þennan myndheim í sambandi við blaða-
mennskuna þar sem ég hef átt samskipti
við þetta fólk fyrir Lesbók Morgunblaðs-
ins.“
Gísli Sigurðsson viö málver
3,2% aukning flutninga Flugleiða:
Farþegafjöldinn næi
þúsund og jókst um
í SKÝRSLUM forstjóra Flugleiða á
aðalfundí félagsins á Loftleiðahótel-
inu í gær komu fram eftirfarandi
upplýsingar um rekstur, afkomu og
starfsemi flugfélagsins árið 1977 og
pá erfiðleika sem nú er við að etja
bæði utanaðkomandi og innbyrðis.
Flutningar 1977
Flutningar félaga Flugleiða, þ.e.
Flugfélags íslands, Loftleiða og
International Air Bahama námu á
árinu 395,3 milljónum tonn-kílómetra
og höfðu aukist 3.2% frá árinu 1976.
Heildarflutningar árið 1977 jukust
heldur meira en framboðin sæti og
farrými og er þaö annað árið í röð
sem slík aukning verður. Hleöslunýt-
ing er því betri en síöastliðið ár og
varð 71.4% árið 1977 en var 71.1%
árið áður. Framleiösluaukningin varð
hlutfallslega mest í leiguflugi, eða
34.8% og er þátttaka í pílagrímaflugi
stærstur þáttur í þeirri aukningu.
Heildarfarþegafjöldi flugfélaganna
þriggja í áætlunarflugi varð 699,599
og hafði aukist um 5.1% frá árinu
áður. Heildarfarþegafjöldi árið 1977
og skipting eftir mörkuðum er sem
hér segir: Norður-Atlantshafsflug
239,816 farþegar, Evrópuflug
142,155, innanlandsflug 235,394,
Bahamaflug 82,231 og leiguflug
62,799. Samtals flugu með þrem
flugfélögum Flugieiða 762,395 far-
þegar. Til skilgreiningar skal þess
getið að með Norður-Atiantshafsflugi
er átt við flug sem lýkur eða hefst í
Bandaríkjunum; Evrópuflug er skil-
'greint sem flug sem hefst eða lýkur
í Evrópu.
Noröur-Atlants-
hafsflug
Lítilsháttar samdráttur varð í
framleiðslu og flutningum á þessum
leiöum síöastliöiö ár og er það vegna
síharðnandi samkeppni á flugleiðum
yfir Norður-Atlantshaf. Framboðnum
tonn-kílómetrum fækkaöi um 1.6%
en seldum tonn-kílómetrum fækkaði
minna, eða um 0.3%. Hleðslunýting
er því betri en síðastliðið ár og varð
76.1% miðað við 75.1% árið áður.
Vöruflutningar jukust hinsvegar
mikið á þessum leiðum árið 1977,
eða 36.8%. Vöruflutningarnir bæta
að nokkru upp þá fækkun farþega
sem urðu á þessum leiðum á árinu.
Á síöastliönu ári ferðuðust 77%
farþeganna um New York en 23% um
Chicago og hefur hlutur flugleiðarinn-
ar til og frá Chicago farið hraðvax-
andi upp á síðkastið. Farþegafjöldi
yfir Noröur-Atlantshaf var á síöast-
liðnu ári 239,816 en voru 244,199
árið 1976 og er það 5.7% fækkun.
Sætanýting síðastliðið ár var 74.4%
en árið áður77.4%. Hlutur Loftleiöa á
þessari flugleið var 2.8% árið 1977.
Félagið varð hið 11. í röðinni mælt í
fjölda farþega í reglubundnu far-
þegaflugi.
Evrópuflug
Af einstökum mörkuðum í áætlun-
arflugi milli landa varö mest aukning
í Evrópuflugi árið 1977. Framboðnum
tonn-kílómetrum fjölgaði um 14.9%
en seldum tonn-kílómetrum fjölgaði
hinsvegar um 12.2% og er því
hleöslunýting í þessum þætti starf-
seminnar heldur minni en árið áður.
í vöruflutningum og póstflutningum
varð hlutfallsleg aukning hvað mest
en einnig f jölgaði farþegum í Evrópu-
flugi verulega. Fluttir voru á Evrópu-
leiðum 142,155 farþegar árið 1977
en voru 127,794 árið áöur og er
aukning 11.2%. Á síöasta ári var
hafið flug til Parísar og var flogiö
þangað vikulega um hásumarið. Flugi
til Dússeldorf, sem hófst 1976, var
haldið áfram og í byrjun nóvember
var hafiö flug til Gautaborgar en
þangað hafði ekki verið flogið
reglulegt áætlunarflug síðan 1973.
Lent er á hinum nýja flugvelli
Landvetter, sem tekinn var í notkun
í október síðastliðnum. DC-8 þotur
voru meira notaðar á Evrópuleiðum
en árið áöur, aöallega til Kaup-
mannahafnar, Glasgow, London og
Frankfurt. Færeyja- og Grænlands-
flug var með svipuðu sniði og árið
1976. Ferðum var fjölgað í Færeyja-
flugi og jukust farþegaflutningar á
þeirri leið.
Innanlandsflug
í innanlandsflugi jukust farþega-
flutningar mjög mikið árið 1977 eftir
að þrjú árin þar á undan haföi
farþegatala svo til staðið í staö. Alls
voru fluttir innanlands 235,394 far-
þegar sem er 14.4% aukning frá
árinu 1976. Þetta er í fyrsta sinn sem
farþegafjöldi f innanlandsflugi Flug-
félags íslands fer fram úr íbúafjölda
landsins. Framboðnum tonn-kíló-
metrum fjölgaöi um 10.7% en seldir
tonn-kílómetrar voru 11% fleiri en
árið áður. Hleöslunýting batnaði því
aðeins og varð hún 59.5% á árinu.
Sætanýting batnaði einnig frá fyrra
ári og varð 65%. Samstarfi við
Flugfélag Norðurlands var haldið
áfram. Á árinu gerðust Flugleiðir
eignaraðili að Flugfélagi Austurlands
og var tekið upp samskonar samstarf
um flug frá Egilsstöðum til einstakra
staöa á Austurlandi. Þá var opnuö ný
söluskrifstofa á Húsávík, en flug um
Aöaldalsflugvöll hefur aukist mikiö
að undanförnu.
Bahamaflug
Áframhaldandi aukning varð á
flutningum Air Bahama á síðastliðnu
ári. Framboðnir tonn-kílómetrar urðu
2.6% fleiri 1977 en árið áöur. Seldum
tonn-kílómetrum fjölgaöi meir eða
um 4% og var hleöslunýting 63.7% á
móti 61.8% áriö áður. Fluttir voru í