Morgunblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978 33 Nútídin: Hálfgerdur höfudverkur í FRAMHALDI af draumi um Tónlitarmiðstöð íslands, var Guðmundur Jónsson, framkvmda- stjóri Útvarpsins, spurður að því, hvort ekki væri nú þegar hægt að opna hljómplötusafn Útvarpsins almenningi — með vissum tak- mörkunum að sjálfsögðu. Hann sagði: „Nei það held ég varla. Hins vegar er gert ráð fyrir hlustunar- aðstöðu i nýja Útvarpshúsinu. Þetta hefur verið ráðgert með tónlistarmenn og tónlistarnema í huga, en að sjálfsögðu verður hér ekki um nema takmarkaða þjón- ustu að ræða. Við erum að vona að við nýja safnið muni starfa sérmenntaður og sérlaunaður maður á þessu sviði, en hann hefur skort til þessa. Enda erum við í stökustu vandræðum með hljóm- plötusafnið, sem nú er geymt að hluta inná Suðurlandsbraut í pappakössum." BLM: Páll ísólfsson segir þetta með stærstu hljómplötusöfnum við evrópska útvarpsstöð. Hvað eigið þið mörg eintök? Já, þetta gæti verið rétt. Eriend- is fá útvarpsstöðvar hljómplötur að láni frá plötuútgefendum, en þær eru síðan endursendar að lokinni notkun. Sjálfur hef ég ekki hugmynd um stærð hljómplötu- safnsins. Við eigum fjöldann allan af 78 snúninga plötum, sem ekki eru skráðar. Við höfum hreinlega ekki haft mannafla til þess.“ BLM: En er hvergi gert ráð fyrir opinberum fjárveitingum til tón- minjavörslu? „Ekki veit ég til þess. Við kaupum safngripi þegar slíkir hlutir eru falir. En við eigum ekki neinn ákveðinn sjóð til að sinna þessu verkefni." BLM: Liggja þessar pappa-kassa-plötur undir skemmdum? „Nei, ekki það ég veit. Þær skemmast ekki, nema þá einstök plata í flutningum milli húsa; maður velt aldrei." BLM: En hvenær er ráðgert að byggingu nýs Útvarpshúss verði lokið? „Við vonum að framkvæmdir séu í burðarliðnum. Ríkisstjórnin hefur að sjálfsögðu síðasta orðið, en ég þykist vita að núverandi menntamálaráðherra vilji hefjast handa bráðlega. Við höfum fé til tveggja fyrstu áfanga, þ.e. til Guðmundur Jónsson byggingar, grunns, og uppúr grunni. Vonandi verður þyrjað að grafa í vor. Þetta gæti tekið 4 til 6 ár, og síðan tekur það okkur ef til vill 2 ár í viðbót að koma okkur fyrir." BLM: Veltum vöngum um stund: Á íslandi eru starfræktar fjöl- margar stofnanir og samtök, sem margt eiga sameiginlegt en eru þó rekin sjálfstætt, t.d. skólar, stjórn- málaflokkar, dagblöð, bókasöfn o.s.frv. Allir keppast við í sínu horni. Er ekki að bera í bakkafull- an lækinn að ætla tónlistarskólum Giskað er á að alls muni um 30—50 þúsund hljómplötur í eigu þjóðlega tónlist, sem dægurlög og Útvarpsins. „klassík". höfuðborgarinnar, og öðrum tón- listarstofnunum, og framhalds- skólum, að keppa við þetta stór- glæsilega hljómplötusafn Útvarps- ins? Væri ekki nær að reyna að sameina þessar náskyldu stofnan- ir, jafnvel láta sig dreyma um einhverskonar Tónlistarmiðstöð Islands — þó ekki væri til annars en að spara peninga? „Útvarpshús yrði vitanlega fyrst og fremst að miðast við þarfir Útvarpsins sjálfs. Mig grunar að safn, eins og þú ert að tala um, yrði að vera sérhæfðara en okkar, og að notagildi hljómplatna miðaðist við kennslu, og almennan þroska tónlistarnema, t.d. hvað túlkun tónlistar áhrærir. Við í Útvarpinu erum alætur, kaupum jöfnum höndum svokallaða klassíska tón- list, og popp og rokk og hvað þetta nú heitir allt saman.“ BLM: En er ekki engu að síður rétt og hagkvæmast að sameina tvístraða krafta og fjármuni í eitt gott hljómplötusafn, og þá alhliða hljómplötusafn? Á jass, popp, og rokk ekkert erindi til tónlistar- nema? „Ég held það yrði afar erfitt að gera öllum til geðs. Auk þess verðum við að hafa okkar safn til reiðu öllum stundum. Hljóm- plöturnar eru notaðar frá degi til dags, og oftast með skömmum fyrirvara." BLM: Er draumurinn um sam- einingu algjörlega óframkvæman- legur á Islandi? „I ekki meira fjölmenni en hér er, yrði framkvæmdin erfið, nema ríkið tæki þetta að sér að fullu og öllu. Við getum illa, við núverandi og væntanleg skilyrði (leturbr. G.E.) haft hemil á þeim piikla fjölda tónlistarunnenda er kæmi til með að notfæra sér slíka þjónustu." BLM: En ef gerðar væru ein- hverjar ráðstafanir nú, áður en bygging og skipulag væntanlegs hljómplötusafns er fullfrágengin, er þá hægt að koma þessu við? „Eflaust, allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Hins vegar getum við þetta ekki við núverandi aðstæður og skipulag, nema í algjörum neyðartilfellum; og ekki nema að litlu leyti í framtíðinni. Draumur þinn um „húsið“ sam- ræmist ekki þeim áætlunum er gerðar hasa verið um framtíð Útvarpsins. Ég get skotið því hér að, að nú er verið að flytja segulbandasafn okkar útí bæ til geymslu. Við höfum m.a.s. orðið að eyðileggja upptökur, vegna skorts á geymslurými, er margar hverjar hefði átt að geyma af heimilda- ástæðum. Allur rekstur Útvarps- ins undanfarin ár hefur verið hálfgerður höfuðverkur. Tækja- kostur og aðbúnaður er genginn sér til húðar fyrir löngu." BLM: En snúum okkur aftur að þessum gömlu íslensku hljóðritun- um sem geymdar eru inná Suður- landsbraut. Hvað er þar merkileg- ast að finna frá tónlistarsögulegu sjónvarmiði? „Ég hef satt að segja aldrei gáð að því. Mig minnir, svona til að nefna eitthvað, aö til sé hljóðritun á íslenskum flutningi á Jóhannes- arpassíunni frá árinu 1943. En sennilega eru til miklu eldri hljóðritanir sem ég kann ekki að nefna." Fortídin: í Síberíu? í viðræðum við stsrfsfólk hljóm- plötusafns Útvarpsins kom það fram m.a., að Pétur Pétursson þulur væri mikill áhugamaður um gamlar íslenskar hljóðritanir, og sagt að hann væri alltaf með annan fótinn inná Suðurlands- braut, þar sem margar gamlar upptökur væri að finna. Blaða- manni var ráðlagt að spjalla við Pétur um þetta mál, og komst í „lögregluvernd" inní hjarta stofnunarinnar, þularherbergið, þar sem Pétur var að ljúka við að kynna einhverja árans sinfóníu, öllum til leiðinda. . .. BLM: Hvað getur þú sagt okkur um þær íslensku hljóðritanir sem geymdar eru inná Suðurlands- braut? „Ég er ekki starfsmaður tón- listardeildar Útvarpsins, og svara spurningu þinni því sem almennur borgari, enda get ég víst ekki upplýst þig nema að takmörkuðu leyti. Það eru áratugir síðan Útvarpið eignaðist plötuskurðar- tæki, tiltölulega ófullkomin, eins og við er að búast. Þetta voru einskonar lakkplötur með fremur viðkvæmri húð sem tónlist og tal var skráð í. Hvernær? Ég held það hafi verið á árunum 1940—45. Segulböndin komu löngu seinna. Nú, þessar fyrstu hljóðritanir voru gerðar á snúningshraða 78, enda tóngæðin ekki beysin. Mikið var hljóðritað af einsöng, hljóð- færaflokkum, og kórum, og þrátt fyrir miðlungs tóngæði eru þetta stór-merkar heimildaupptökur, er segja sína sögu.“ BLM: I hvernig ásigkomulagi eru þessar hljómplötur? Hvað er f kassanum? „Nú mátt þú ekki krefja mig sagna. Ég hætti störfum við Útvarpið um langt skeið, og starfa nú eingöngu sem þulur. Ég ítreka, að ég tala hér sem leikmaður, eða áhugamaður um heimildasöfnun hverskyns. Ég hef gaman af að grúska, er eiginlega með nefið ofaní því sem mér kemur ekki við. En hvað um það, við þulir reynum að afla fanga í morgunútvarpið, og þegar best lætur tekst að grafa upp hljóðritanir sem mönnum eru hugstæðar, þótt þær heyrist sjald- an. Það er að vísu til ófullkomin skrá yfir íslenskar hljóðritanir, en langt í frá að hún komi að fullum notum — það er hreinlega ekki starfsfólki til að dreifa til að sinna slíku verkefni. En um plöturnar á Suðurlandsbraut er það að segja, að þær eru, að því er ég best veit, í mjög mismunandi ásigkomulagi. Þessar brothættu plötur sem við erum að pakka inn og senda inná Suðurlandsbraut, eru eins og fangar sem dæmdir eru til Síberíuvistar. Maður sér lestina renna úr hlaði, en það hvenær hún kemur aftur, eða hvort hún kemur nokkurn tímann aftur — það er ekki vitað.“ BLM: En ég leyfi mér að ítreka spurninguna um ásigkomulag þessara heimilda. Eru þær að fara forgörðum? , „Ja, hvernig líður föngum sem búa við þröngan kost? Þeir híma þarna með teygjubönd utanum sig, og rykfalla. Eg hef ekki næga þekkingu á þessu sviði til að svara spurningu þinni til hlítar. Hitt er aftur annað mál, að samkvæmt mínu viti eru þessar hljóðritanir í mikilli hættu. En við sem heimtuðum handrit- in heim frá bræðraþjóð, sem við eigum þó það að þakka að þau varðveittust, virðumst ekki hafa neinn áhuga á að bjarga heimild- um sem eru að skemmast fyrir framan nefið á okkur öllum. Það er kannski ekki nein Flateyjarbók inná Suðurlandbraut, eða sambærileg heimild, en þó er hér um að ræða tónlistarsöguleg verð- mæti sm ekki mega fara forgörð- um.“ BLM: Er ekki tími til kominn að stofna sérstakan sjóð til að varðveita þessar minjar, eins og kvikmyndagerðarmenn hafa barist fyrir á sínu sviði? „Tvímælalaust. Ég get nefnt sem dæmi, að ég fann þarna hljóðritun með Söngfélaginu Stefni og Sigurði Ólafssyni, sem orðin var bogin og lá á glámbekk — og eiginlega búið að henda henni. Mér tókst með hjálp góðra vina, að rétta hana úr kútnum, og hljóðrita yfir á segulband. Nú eru hlustetndur stöðugt að biðja mig að leika þessa upptöku í morgunút- varpið. Þessi plata, frá stríðsárun- um, geymir rödd Sigurðar þegar hún var uppá sitt besta, og er þar með stórmerk heimild sem skömm hefði verið að farga. Við verðum að varðveita það sem við eigum af óbætanlegum munum og menjum — ekki satt? Þetta eru þjóðardýr- gripir sem oft segja sögu fólks er ólst upp í afskekktum sveitum og þorpum, og komust kannski ekki Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.