Morgunblaðið - 15.04.1978, Side 38

Morgunblaðið - 15.04.1978, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRIL 1978 + Eiginmaöur minn, faöir okkar og afi, BJÖRN SIGURDSSON, Vötnum, andaöist í Landspítalanum 13. þ.m. Guöný Gísladóttír. + Eiginmaöur minn, SNORRI SIGFÚSSON, tyrrum némsatjóri, andaöist í LandLandssoLandsspítalanum 13. þ.m. Fyrir hönd vandamanna. Bjarnveig Bjarnadóttir. + Útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, BERGÞÓRU BERGSDÓTTUR, fré Arnórastööum é Jökuldal, sem andaöist föstudaginn 7. apríl, ferm fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. apríl kl. 13.30, Börn, tengdabörn og barnabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, LÁRA ÞÓRHANNESDÓTTIR, Blönduholti, Kjós., sem andaöist 11. apríl s.l. veröur jarösungin frá Reynivallakirkju laugardaginn 15. apríl kl. 1 e.h. Axel Jónsson, Helgi Jónsson, Herdís Jónsdóttir, Þóra Jónsdóttír, Björg Jónsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Hretna Gunnarsdóttir, Siguröur Brynjólfsson, Haukur Bergmann David Wells, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu. HALLDORU BÆRINGSDÓTTUR Skólavöróustíg 42 Hannes Arnórsson, Hafsteinn Ólefsson Gréta A. Vilhjélmsd. og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinsemd við andlát og útför BRYNHILDAR AXFJÖRÐ Hafnarstræti 81 A, Akureyri. Guörún Siguróardóttir Steinunn Snorradóttir Sigfús Axtjörö Snorrason Bragi Kristjénsson barnabörn og barnabarnabörn. Minning: AnnaMaría Stefánsdóttir + Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, ÁSGEIR BJARNASON, fré Húsavík Tjarnargötu 44, Reykjavík, lézt í Landspítalanum fimmtudaginn 13. apríl. Rósa Finnbogadóttir, Bjarni B. Ásgeirsson, Elín Guómundsdóttir, Þórdís Asgeirsdóttir, Höröur G. Albertsson, Finnbogi Ásgeirsson, Edda Valgarðsdóttir. Fædd 27. ágúst 1968. Dáin 10. apríl 1978. Hversu einkennilegt og óskiljan- legt er oft á tíðum líf okkar mannanna. Undarleg og bitur geta örlögin verið, ráðin á snöggu augnabliki, sem skilur milli lífs og dauða. Orðvana stöndum við andspænis dauðanum, þó óumflýjanleg stað- reynd sé, aldrei samt eins lémagna og slegin myrkum harmi og þegar lítið barn er allt í einu horfið okkur út í það mistur, sem dauðann sveipar. Lítil stúlka er að leik við höfnina, þar hefur hún átt marga góða stund og þekkir sig mætavel, því höfnin er leikvöllur óteljandi barna um allt land, lokkandi í hættu sinni, sem oft vill gleymast ungum huga. — Og allt í einu, í andrá snöggri, en litla, leikandi hnátan ekki lengur meðal okkar. Hún hefur drukknað í höfninni. Heimur leiksins og ævintýranna er orðinn dimmur verustaður dauðans, heimur sorgarinnar í hugum foreldra, systkina, allra í byggðarlaginu litla. Og eitt er okkur öllum ljóst; orð megna einskis, aldrei verður tóm þeirra og tilgangsleysi meira. Hún kom stundum heim í garðinn hjá mér, gjarnan hjúfr- andi að sér lítinn kettling, sem engan átti að. Og bros hennar var feimnislegt en fallegt, lítil var hún og grönn, líkust veikbyggðu blómi, en í augunum blikaði stundum á skæra mildi og skínandi glettni. Sú er myndin hennar Maju litlu mér í huga. Innilegar . samúðarkveðjur flyt ég Stefáni góðkunningja mínum og Önnu konu hans og systkinunum mörgu. Megi minningin verma þeirra harmi slegna hug og veita huggun og líkn. Helgi Seljan. Sú harmafregn barst mér um hádegisbilið 10. apríl sl., að lítil nágrannastúlka, Anna María Stefánsdóttir, Sæbóli, Reyðarfirði, hefði fallið í sjóinn af hanfar- bakkanum og drukknað. Við slík tíðindi setur mann hljóðan, og fær ekki skilið hver tilgangur máttarvaldanna er að kalla þessa litlu stúlku til sín svo snemma, svo skyndilega. Maja litla, eins og hún var jafnan kölluð, var tíður gestur á heimili mínu. Hún var ætíð svolítið sérstök, líkt og einstakt blóm á grýttum mel, en á slíkum berangri vilja svo veikbyggð blóm sem hún var oft sölna skjótt. Af henni lýsti fábrotinn góðvilji og í augum hennar var eitthvert raunalegt umkomuleysi, eins og þar leyndist einhver harmsaga, eins og þar mætti lesa hennar stutta æviskeið. Hún hafði ekki unnið stór afrek í lífinu, ellegar unnið til mikilla verðlauna, en hún átti frómt og hrekklaust hjarta, sem er öllum verðlaunum æðra og allt of sjaldgæft meðal vor. Fái einhverjir góða heimkomu, þá eru það slíkir sem hún, og ekki efa ég að hún gistir nú betri og bjartari heim, en þann er hún hefur nú kvatt. Eg bið góðan Guð að blessa litlu stúlkuna, að milda sárasta sárs- aukann í hjörtum foreldra hennar og systkina og styrkja þau í þeirra miklu sorg. Við hjónin vottum þeim Önnu, Stefáni, systkinum og öllu venslafólki okkar dýpstu samúð. Bolli Eiðsson. Minning: María Tómasdóttir frá Borgarnesi Það er svo skýrt í minni mér, að til mín kom stúlka á dögunum með þau skilaboð, að María væri komin á Sjúkrahúsið hér á Akranesi og að hana langaði til að sjá mig. Eg fór til hennar um kvöldið, og þegar ég kom inn í sjúkrastofuna breiddi hún faðminn á móti mér og brosti eins og henni var lagið. Strax hafði hún orð á því, hversu vel ég sækti að henni og að nú væri hún með hressasta móti. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar. tengdafööur og afa GUÐJÓNS DAVÍÐS BRYNJÓLFSSONAR (ré Uafirði. Guörún Jónsdóttir, Margrét Guöjónsdóttir, Ólafur Guójónsson, Svava Guömundsdóttir, Jón B. Guðjónsson, Geirprúður Charlesdóttir, og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúö viö andlát og jaröarför móöurbróöur okkar, NÚMA EIRÍKSSONAR, Stefanía Karels Sigurbjörg Albertsdóttir. + Alúöarþakkir færum við öllum þeim er auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu. KATRÍNAR MARÍU MAGNÚSDÓTTUR Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Borgarspítalans fyrir frábæra umönnun. Kristjana Hrefna Ingólfsdóttir, Pélmi Jónsson, Svava Óladóttir, Baldur Ingólfsson, Kristín H. Pétursdóttir, Ragna Ásdís Ingólfsdóttir, Guðjón Eymundsson, Stefén Arnbjörn Ingólfsson, Auóur Guöjónsdóttir, Þórunn Elísabet Ingólfsdóttir, Arnar Jónsson, Jóhanna K. Ingólfsdóttir Johannessen, Matthías Johannessen Kristján Höróur Ingólfsson, Þorbjörg Jónsdóttir, Karólína Guöný Ingólfsdóttir, Steingrímur Sigvaldason, Hanna Sæfríóur Ingólfsdóttir, Bragi Axelsson, Birna Svava Ingólfsdóttir, Aðalsteinn Vestmann, Magnús Ingólfsson, Helga Aóalsteinsdóttir, Péll Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hluttekningu viö andlát og jaröarför bróöur míns, ÞORGEIRS ÓLAFSSONAR, pípulagningameistara, Hétúni 12, Reykjavík. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Sigríöur Ólatsdóttir. Við áttum saman indæla stund þennan heimsóknartíma og rifjuð- um upp svo margt ánægjulegt. Næsta kvöld þegar ég kom svo til að heimsækja hana er rúmið hennar autt, og djúpt snart mig sorgarfregnin um að állt væri búið og vinkona mín horfin til eilífðar- heima. Svo örskammt er bil milli birtu og éls. Alla tíð okkar kynna hafði María sýnt mér mikla hlýju og borið umhyggju fyrir mér og drengnum mínum veika og því mun ég aldrei gleyma. Eitt það síðasta, sem hún sagði við mig kvöldið er ég heimsótti hana var: Imba mín ég reyni nú á hverju kvöldi að biðja fyrir drengnum þínum og þér. — Sólarhring síðar hafði hún kvatt þennan heim. Alltaf verða mér kærar minn- ingarnar um þær stundir, sem við áttum saman hér á Akranesi og þá ekki síður um dagstundina, sem við vorum saman í Borgarnesi og hún sýndi mér svo margt í þorpinu sínu, þar á meðal litla snotra húsið sitt, sem hún þá var búin að láta, því þá bjó hún á elliheimilinu í Borgarnesi. Með þessum fátæklegu línum kveð ég þessa góðu vinkonu mína. Hafi hún þökk fyrir allt. Geymast mun í huga hljóðum heilög mynd, sem Drottinn gaf Biðjum flytja bestu kveðju blæinn yfir dularhaf. (Höf. G. Hj.) Ingibjörg + Þökkum innilega samúö og vinarhug við andlát og jaröarför SIGURJÓNS JÓNSSONAR, Héholti 10, Akraneti Jórunn Jónsdóttir Gunnar Jón Sigurjónason, Sigurborg Sigurjónsdóttir, Halldór Sigurjónsson Guóríöur Sigurjónsdóttir, Ómar Siggeirsson, Hrönn Jónsdóttir, Ragnar Gunnarsson og barnabörn. Afmælis- og minningargreinar Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á því, að af- mælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt mcð greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendiþréfsformi eða bundnu máli. Sé vitnað til ljóða eða sálma skal höfundar getið. Greinarn- ar þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.