Morgunblaðið - 15.04.1978, Síða 39
I
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978
39
Erlendur Björnsson
Vatnsleysu - Minning
„Mínir vinir fara fjöld,
Eg kem á eftir. kannske f kvöld."
Þögnin og treginn minna á þetta
stef, þegar gamall og góður
samferðamaður hefir runnið sitt
æviskeið og horfið yfir mörkin sem
liggja á milli lifenda og dauðra.
„Dáinn, horfinn."
Minningin lifir, slóðin er rakin,
þar sem markar til spora. Þannig
lifir maðurinn áfram í verkum
sínum.
Erlendur Björnsson var fæddur
21. júlí 1899 og dáinn 15. febrúar
s.l.
Faðir Erlends var Björn Bjarn-
arson oddviti og síðar hreppstjóri
á Brekku í Biskupstungum. Björn
á Brekku. Svo var hann jafnan
kenndur við þennan stað. Foreldr-
ar hans voru Björn Guðmundsson
og Margrét Grímsdóttir frá Borg-
arholti.
Björn Bjarnarson var fæddur
árið 1864. Hann var jafnan heima
hjá foreldrum sínum.
Á yngri árum lærði hann
bókband í Reykjavík, jafnframt
aflaði hann sér fræðslu eftir því
sem föng voru til. Varð honum vel
til vina og þótti mönnum gott að
eiga kynni við hann. Nokkra
tilsögn fékk hann í að leika á orgel.
Björn tók við búi eftir föður sinn
árið 1887. Kona Björns var Jó-
hanna Jónsdóttir, Þorbjarnarson-
ar, Jónssonar frá Bíldsfelli og
Katrínar Björnsdóttur frá Þúfu í
Ölvesi. Móðir Jóhönnu var Val-
gerður Jónsdóttir frá Skarði í
Gnúpverjahreppi.
Björn og Jóhanna áttu ekki börn
saman. Björn átti tvö börn Erlend
og Þóru. Móðir Erlends var
Guðrún Erlendsdóttir frá Arnar-
holti. Móðir Þóru var Guðrún
Jónsdóttir, Jónssonar frá Múla.
Þóra býr í Reykjavík, gift Karli
Magnússyni, bifreiðastjóra.
Björn á Brekku var góðum
kostum búinn. Fróðleiksfús, fé-
lagslyndur, jafnan glaður og hress
í öllu dagfari. Hvar sem hann kom
var honum vel fagnað. Hann var
söngvinn, mikill raddmaður og
hafði einkar djúpa bassarödd.
Björn var snemma kvaddur til
starfa fyrir sveit sína, lengst af
oddviti og síðar einnig hreppstjóri.
Þótti hann leysa öll þau störf vel
af hendi.
Jóhanna á Brekku var virðuleg
kona og sviphrein, kurteis og
hlýleg í viðmóti, fjölhæf til allra
verka og söngelsk sem bóndi
hennar. Þessi hjón virtu hvort
annað að verðleikum og áttu gott
samstarf um að byggja upp heimili
sem var til fyrirmyndar í sveitum.
Gestum var vel fagnað og oft tekið
lagið. Þótt húsakosturinn væri
þröngur var oft margt fólk til
heimilis. Börn voru þar til fóst.urs
á ýmsum aldri, bæði skyld og
vandalaus. Þetta fólk sem hafði
dvalið á Brekku, bar jafnan
þakkarhug til Brekkuhjónanna.
Góð heimili eru stoðir þjóðfélags-
ins, sem geta veitt æskunni drjúgt
og gott veganesti, þegar hleypt er
heimdraganum.
Erlendur ólst upp hjá föður
sínum og konu hans Jóhönnu, sem
tók sveininn að sér með ástríki,
sem væri hann hennar eigin sonur.
Erlendur var löngum heima og
gekk að starfi, eftir því sem
honum óx þroski til. Hann var
röskur verkamaður og fylgdi því
fast eftir er hann vildi fram-
kvæma. Hann var góður ferða-
maður og átti einatt góða hesta.
Brekka var fremur rýr bújörð,
lélegt útengi en gott beitiland.
Langt var til aðdrátta héðan úr
Biskupstungum. Lestarferð til
Reykjavíkur tók jafnan 6 daga,
skreiðarferð til Grindavíkur 8
daga. Erlendur tók snemma þátt í
þessum lestarferðum. „Oft var
þungt í þessum ferðum" sagði
Erlendur, „en það var samt gaman
að fara þetta".
Erlendur naut ekki annarrar
skólagöngu en farskóla fyrir ferm-
ingu. í lífsreynslu og samstarfi
með öðrum mönnum, efldist hann
til þeirra verka, sem hann var
kjörinn til að leysa af hendi. Brást
hann ekki þeim trúnaði.
Snemma gerðist Erlendur starf-
andi félagi í Ungmennafélagi
Biskupstungna. Reyndist hann
brátt góður liðsmaður, félagslynd-
ur, söngmaður góður, sem faðir
Arnmundur Gísla-
son - Minningarorð
í dag verður tii moldar borinn
frá Akranesskirkju Arnmundur
Gíslason. Hann lést í Sjúkrahúsi
Akraness 10. apríl s.l. 88 ára að
aldri.
Arnmundur var fæddur 3. mars
1890 að Felli á Langanesströnd.
Foreldrar hans voru hjónin Gísli
Árnason ættaður úr Eyjafirði og
Sveinbjörg Davíðsdóttir ættuð úr
Vopnafirði. Gísli og Sveinbjörg
eignuðust 11 börn. Af þeim komust
7 til fullorðins ára, en 4 dóu ung.
Þegar Arnmundur var 11 ára dó
faðir hans úr lungnabólgu. Arn-
mundur var næstyngstur systkin-
anna og fluttist með móður sinni
að Þorvaldsstöðum á Langanesi til
Guðríðar systur Gísla. Þar voru
þau í eitt ár, en fluttust þá að
Djúpalæk til Einars og Sigurlaug-
ar er þar bjuggu og voru þar í þrjú
ár. Ekki varð veran á Djúpalæk
lengri, því að þar dó Sveinbjörg
móðir Arnmundar, var hann þá 15
ára að aldri.
Frá Djúpalæk lá leiðin að
prestsetrinu að Skeggjastöðum á
Langanesi, þar sem hann naut í
ríkum mæli kennslu hjá séra
Ingvari Nikulássyni er þar var
prestur. I kvæði sínu Æruþrís,
sem Örn Arnarson æskuvinur
Arnmundar orti um hann, segir
svo:
Fór hann nú ( fræðaleitir,
fluKlæa varó & akrift »k prent
enda harst þaú út um sveitir, *
að enKÍnn K»'ti honum meira kennt.
því hann kynni allt. sem er ok heitir,
ensku. dönsku ok fótamennt.
Hugur Arnmundar stóð tjl
mennta og hann settist I Verslua-
arskóla íslands og lauk þaðan
námi eftir tvo vetur með mjög
góðum vitnisburði. Til Akraness
fluttist Arnmundur árið 1920.
Stundaði hann þar verslunarstörf
um 10 ára skeið. Verslun átti erfitt
uppdráttar á þeim árum og margir
urðu að leggja niður verslunar-
rekstur er heimskreppan skall yfir
eftir 1930.
Þegar Síldar- og fiskmjölsverk-
smiðja Akraness var sett á stofn
árið 1936, gerðist Arnmundur þar
starfsmaður og var þar um 20 ára
skeið.
Félagsmál lét hann sig miklu
skipta og var hann einn af
stofnendum Verkalýðsfélags
Akraness og ritari þess um
margra ára skeið. Hann var einnig
fulltrúi þess á mörgum Alþýðu-
sambandsþingum. Endurskoðandi
Kaupfélags Suður-Borgfirðinga
var hann í áraraðir.
Árið 1921, 23. desember, kvænt-
ist Arnmundur eftirlifandi konu
sinni, Ingiríði Sigurðardóttur frá
Hlíðarenda á Akranesi, var hún
áður gift Jóhannesi Jónssyni
ættuðum frá Vopnafirði, en hann
lést úr spönsku veikinni 1918. Áttu
þau saman eina dóttur, Jófríði,
sem Arnmundur gekk í föðurstað.
Arnmundur og Ingiríður eignuðust
4 börn. Þau eru Jóhanna gift
Halldóri Backman, Sigurður
kvæntur Valgerði Þórólfsdóttur,
Sveinbjörg gift Geirlaugi Árna-
syni og Arnfríður gift Jónasi
Gíslasyni.
Með Arnmundi Gíslasyni er
horfinn af sjónarsviðinu mikill
S A&BMILIkií« « C
hans og ótrauður til aðstoðar
þegar leitað var til hans. Félagið
var vel starfandi og lét sig varða
öll menningarmál sveitarinnar og
hraut mörgu í framkvæmd, enda
jafnan undir góðri forystu. Ung-
mennafélögin hafa verið einskonar
þjóðskóli, sem fræddi og glæddi
hugsjón til verka fyrir land og lýð.
Björn faðir Erlends dó árið 1920,
stóð hann þá fyrir búi með
stjúpmóður sinni til ársins 1922.
Tók hann við búinu að fullu sama
ár. Þann 18. nóv. 1922, kvæntist
hann Kristínu Sigurðardóttur frá
Vatnsleysu og sama dag gengu í
hjónaband Þorsteinn bróðir
Kristínar og Ágústa Jónsdóttir og
hófu búskap á Vatnsleysu.
Erlendur og Kristín hófu búskap
á Brekku, en árið 1927 flytja þau
að Vatnsleysu og taka til ábúðar
vesturhluta jarðarinnar.
Á þessum árum var fjárhagur
víða þröngur og ótryggt um
afkomu alla og framkvæmdir. Þá
var mörgum frumbýlingnum
þungt fyrir fæði og allir búskapar-
hættir frumstæðir. Það voru
krepputímar. Ég ætla þó að ungu
hjónin á Brekku hafi horft vonglöð
til framtíðarinnar. Þau áttu sér
Guðstrú, eigin vilja og þrótt, fagra
sveit og gott fólk. Innra með þeim
bjó vorið með söngvaklið. Jafnræði
var með þeim hjónum, gjörvuleg
að allri gerð, bæði komin frá
rausnarheimilum og höfðu hlotið
góðar ættarfylgjur í vöggugjöf.
Brátt hlóðust ýmis störf á
Erlend vegna hreppfélagsins.
Hann var hreppstjóri Biskups-
tungnahrepps í full 40 ár, jafnan
mannkostamaður. Hann hlaut í
vöggugjöf góðar gáfur, óvenju gott
skap og hlýtt viðmót. Hann var að
eðlisfari hlédrægur og lítið fyrir
að vera í sviðsljósinu. Orðvar var
hann svo af bar og tók ævinlega
málstað þess sem hallaö var á.
Heiðarleiki hans var rómaður af
öllum sem samskipti áttu við
hann.
Á sínum yngri árum fékkst
hann við að yrkja. í litlu kveri sem
hann gaf út, yrkir hann um móður
sína á þessa leið:
Man ók þá tíð. er mór sem barni hlúði,
múðurhönd blíð ok þerði amatár,
hvert sinn. er ók í faðminn hlýja flúði.
fann ók þá hvíld. er Kræddi öll mín sár.
Aldrei ég Kleymi orðum kærrar múður.
eða hve blítt og vel hún að mór lót,
orðunum þeim að vera vænn ok KÖður,
ok varast að Kanna siðspillinKarfet.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti fyrir þau góðu
kynni er ég hafði af Arnmundi um
margra ára skeið og það sem hann
gerði fyrir mig og mína fjölskyldu
filessuð sé minning hans.
G.Á.
starfað í hreppsnefnd og skatta-
nefnd og í sýslunefnd hafði hann
átt sæti um árabil. Öll þessi störf
rækti hann af trúmennsku. Sjálfur
var Erlendur hlédrægur, en vann
sér traust og mannhylli.
Þau hjón eignuðust fimm börn.
Ein dóttir þeirra, Jóhanna dó á
öðru ári.
Þau, sem lifa eru:
Björn, bóndi í Skálholti, kvænt-
ur Ingunni Maríu Eiríksdóttur,
Sigurður, bóndi á Vatnsleysu,
kvæntur Jónu Þuríði Ólafsdóttur,
Magnús Gunnar, skrifst.m. kvænt-
ur Þóru Katrínu Kolbeins, Inga
Sigurlaug, gift Hjálmari Tómas-
syni. Árið 1974 andaðist Þorsteinn
Sigurðsson á Vatnsleysu, sama ár
andaðist Kristín systir hans, kona
Erlends. Úr stuttri blaðagrein um
Þorstein, vil ég nú endurtaka
nokkrar setningar: „Þau Erlendur
og Kristín hófu búskap samtímis
Þorsteini og Ágústu og bjuggu í
sambýli við þau. Þessi heimili uxu
og döfnuðu með líkum hætti að
myndarbrag, fjölskyldur stórar og
vænlegt fólk. Kristín var mikilhæf
kona og bar vel tignarheiti ís-
lenzkra húsmæðra, húsfreyja. Má
segja að þau systkini hafi fylgst að
alla ævi og hefir nú skarðað í
frændgarð fólksins á Vatnsleys-
um.“ Enn er vegið í sama knérunn.
En stofninn er stór og limríkur.
Sambýli þessa frændfólks var og
er til fyrirmyndar, sem nær yfir
hálfrar aldar bil.
Á þessum heimilum ríkti söng-
gleði, bæði foreldrar og börn voru
gott söngfólk. Erlendur var
söngvinn, sem faðir hans. Hafði
hann ungur lært að leika á orgel.
Var hann lengi aðal orgelleikari
sveitarinnar við kirkjulegar at-
hafnir og þó alveg sérstaklega við
sóknarkirkju sína að Torfastöðum.
Framan af ævi, naut Erlendur
góðrar heilsu, en síðastliðið ár
varð hann að þola mikla raun,
vegna sjúkleika, sem hann bar
með karlmennsku og geðró.
Skyndilega varð að flytjá hann á
sjúkrahús og tekinn var af honum
annar fóturinn fyrir ofan hné.
Samtímis og Erlendur var fluttur
á sjúkrahúsið, varð það slys hér í
sveitinni að ungur bóndi, Jón
Sigurðsson í Úthlíð, varð undir
heystæðu og lá við banaslysi. Var
hann fluttur á sjúkrahús mjög
lamaður og illa haldinn.
Eftir nokkurn tíma kom ég til
Reykjavíkur og heimsótti þessa
sveitunga mína á sjúkrahúsum.
Það lá við að ég væri með nokkurn
geig eða kvíða að mæta þessum
vinum mínum er dæmdir voru til
svo þungra örlaga. Ég leit til
Erlends. Hann tók vel kveðju
minni að vanda, brosti við mér og
spurði frétta úr sveitinni. Um hagi
sína sagði hann allt í lagi.
„Gerfifóturinn er í smíðum og svo
þjálfa ég mig til gangs.“ „Einn er
hann sér um sefa.“
Þá hvarf ég til Jóns í Úthlíð, þar
sem hann lá í rúmi sínu á bakinu,
lamaður á fótum að mitti og
máttlítill í höndum. Hafði hann
legið þannig dögum saman og gat
sig ekki hreyft. Hann var sem
Erlendur hress í bragði, orðglaður
og viljasterkur, í von um bata og
geta þá með nokkrum hætti gengið
til þjónustu við lífið sjálft. Þessi
heimsókn er mér minnisstæð og
sannaði hið fornkveðna „Kostaðu
hugann að herða."
I byrjun febrúar s.l. hitti ég
Erlend heima á Vatnsleysu. Ætl-
aði hann þá bráðlega að fara til
Reykjavíkur til skoðunar. Nú hafði
hann fengið hækju og gerfifót og
gekk furðu greiðlega. *Ég dvaldi
hjá honum drjúga stund og
ræddum við margt saman, um
liðna daga. Við sátum að kaffi-
drykkju ásamt tengdadóttur Er-
lends og sonardóttur á öðru ári. Ég
sé út um gluggann að bíllinn er að
koma sem ég ætla með heim. Við
Erlendur göngum fram gólfið og
hann segir: „Nú væri okkur erfitt
um skíðagöngu eins og við lékum
okkur að í gamla daga.„ “Þú varst
mér fremri" sagði ég „stóðst
brekkurnar alla leið, en ég féll í
henni miðri." Nú kvaddi ég mæðg-
urnar og Erlend kvaddi ég hinstu
kveðju.
Stofan var björt og hlý, rósin
litla rjóð lék sér á stofugólfinu. Úti
þaut þorrinn að norðan yfir fanna
slóð og skóf mjöllina. Það hillir í
vorjafndægrin.
Erlendur var í hærra lagi á vöxt,
herðabreiður, fremur grannholda,
beinvaxinn og hinn vörpulegasti á
yngri árum. Svipurinn festulegur,
Framhald á bls. 30.
Höfum kaupendur að eftirtöldum veröbréfum:
Verötryggö spariskírteini ríkissjóös
15. apríl, 1978,
1967 1. flokkur
1967 2. flokkur
1968 1. flokkur
1068 2. flokkur
1969 1. flokkur
1070 1. flokkur
1970 2. flokkur
1971 1. flokkur
1972 1. flokkur
1972 2. flokkur
1973 1. flokkur A
1973 2. flokkur
1974 2. flokkur
1975 1. flokkur
1975 1. flokkur
1976 1. flokkur
1976 2. flokkur
1977 1. flokkur
1977 2. flokkur
1978 1. flokkur Nýtt útboð
VEÐSKULDABRÉF*
Kaupgengi Yfirgengi miðað við innlausnarverð
pr. kr. 100.- Seðlabankans
2330.02 45.0%
2314.43 25.3%
2016.17 10.9%
1896.01 10.2%
1413.79 10.3%
1299.69 44.5%
948.82 10.4%
893.73 43.4%
778.89 10.5%
666.70 43.4%
512.50 473.69 329.01 268.99 205.28 194.32 157.80
146.55 122.76
100.00+
dagvextir
Kaupgengi
pr. kr. 100 -
1 ár Nafnvextir: 26% 79.—
2 ár Nafnvextir: 26% 70.—
3 ár Nafnvextir; 26% 64,—
'Miðað er viö auðseljanlega fasteign.
Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum:
*) Miðað er við auðseljanlega fasteign.
Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum:
HAPPDRÆTTISSKULDABRÉFRÍKISSJÓÐS:
Sölugengi
pr. kr. 100 -
1974 — E
1975 — G
1976 — H
HLUTABRÉF:
246.31 (10% afföll)
171.57 (10% afföll)
166.16 (10% afföll)
Flugleiðir hf Kauptilboð óskast
PiÁnÞcmncnnpÉinc Í5inni>j hi>.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
Lækjargötu 12 —- R. (Iðnaðarbankahúsinu)
Simi 20580. Opið frá kl 1 3.00 til 1 6.00 alla virka daga
Bu j: K -£■-
»5. A