Morgunblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978
47
Margir úrslita-
leikir í körfu-
bolta um helgina
UM HELGINA fara fram
margir leikir í úrslitum
íslandsmótsins í körfuknatt-
leik í hinum ýmsu flokkum.
Ber þar fyrst að nefna
aukaúrslitaleik í mfl.
kvenna milli KR og ÍS, en sá
leikur verður í íþróttahús-
inu í Njarðvík í dag, laugar-
dag, kl. 15.00. Þessi lið urðu
efst og jöfn í íslandsmótinu
og það lið, sem sigrar í dag,
verður því íslandsmeistari.
Ogerningur er að spá um
úrslit, en örugglega má
búast við fjörugum og
spennandi leik. A undan
kvennaleiknum fer fram
leikur í úrslitakeppni 2.
flokks karla, en þar leika
UMFN og Fram kl. 13.00.
Á morgun. sunnudag. leika hór
og Snæfell síðari leik sinn um
sæti í úrvalsdeildinni. Leikurinn
verður í íþróttahúsinu á Akra-
nesi og hefst kl. 14.30. Þór sigraði
í fyrri leiknum, 64.46, og telja
verður þá mun sigurstranglegri í
leiknum á morgun. Á undan
þeirra leik eða kl. 13.00 leika
UMFS og UMFN í 1. fl.
Þá verða einnig tveir leikir í
íþróttahúsi Hagaskólans á
morgun. Kl. 13.30 leika í 1. flokki
KR og ÍS og með sigri í þeim leik
tryggir KR sér íslandsmeistara-
titilinn. Kl. 15.00 leika síðan í 2.
flokki Fram og UMFN.
Þess má að lokum geta, að
úrslit eru kunn í tveimur yngri
flokkanna. ÍR varð íslandsmeist-
ari í 2. flokki kvenna og Ilaukar
urðu íslandsmeistarar í 4. flokki
karla.
TVEIR GÓÐIR — Pele og George Best brosa breitt til
Ijósmyndarans á þessari mynd. sem tekin var í sérstöku kveðjuhófi
fyrir Pele daginn. sem keppnin hófst í bandarísku knattspyrnunni
fyrir nokkru. Pele er nú hættur að leika knattspyrnu eftir að hafa
leikið í þrjú ár með New York Cosmos. Best er hins vegar enn í
fullu fjöri og leikur með Los Angeles Aztecs.
28 keppendur á
skíðamóti Eilífs
í VETUR hefur skíðalyfta verið í gangi á vegum íþróttafélagsins Eilífs
í Mývatnssveit. Ilún er staðsett í svokallaðri Háuhlíð rétt Við
Barnaskólann í Reykjahlíð og hefur svæðið verið upplýst á kvöldin.
Mikill f jöldi barna og unglinga hefur notfært sér lyftuna. í marsmánuði
var haldið skfðanámskeið sem stóð f vikutíma. leiðbeinandi var
Ilallgrímur Pálsson. Laugardaginn 1. apríl var haldið svigmót á vegum
frjálsíþrótta- og skíðadeildar félagsins. Fór það fram við skíðalyftuna
f Háuhlíð og var keppt í fimm flokkum. alls tóku 28 keppendur þátt
í mótinu. Fjórir eldri flokkarnir kepptu i sömu braut. en yngri
flokkurinn í styttri braut. Úrslit í tveimur umferðum samanlagt urðu
sem hér segiri
16 ÁRA OG ELDRI STÍILKUR.
GuðlauK Þorsteinsdóttir
13-15 ÁRA STÚLKUR.
Sixurlaug Rögnvaldsdóttir
Erla Sigfúsdóttir
13-15 ÁRA DRENGIR.
Jóhannes Ófeigsson
Þórarinn Jónsson
Björn Þorláksson
11-12 ÁRA STÚLKIJR.
Berglind Ásmundsdóttir
Hulda Sigfúsdóttir
Ingunn Guðbjörnsdóttir
11-12 ÁRA DRENGIR.
Helgi Ófeigsson
Sigmundur Sa’mundsson
Halldór Þorsteinsson 62.6
39.0 9-10 ÁRA STÚLKUR.
Dríla Arnþórsdóttir 63.1
110.0 Unnur Röxnvaldsdóttir 93.0
220,1 9-10 ÁRA DRENGIR.
38.2 40.9 62.1 Sturla Fanndal 39.1
Sighvatur Siftlússon 63.2
Árni Þorsteinsson 6-8 ÁRA STÚLKUR. 77.1
77.7 118.8 Heiðbjörtóieigsdóttir 53.8
180.6 6-8 ÁRA DRENGIR.
Karl Sverrisson 20.6
36.8 Hilmar Áirústsson 59.5
38.2 Sölvi M&r Sveinsson 67.0
Meistararnir
akveða leiki
ÝMSAR hræringar eru í heimi
hnefaleikamanna þessa dagana
og í vikunni hafa báðir heims-
meistararnir. Leon Spinks og
Ken Norton, gert samninga um
að verja titla sína — þó ekki
hvor á móti öðrum. Norton
ætlar að keppa við Larry
Holmes 9. júní næstkomandi og
fer keppni þeirra fram í Las
Vegas. Það er WBC. sem telur
Norton heimsmeistara, en hjá
WBA er Spinks meistarinn. í
fyrradag var skrifað undir
samninga um að Spinks og
Muhamed Ali berðust um
heimsmeistaratitilinn f Detroit
fyrir 15. september á þessu ári.
Joe Frazier er enn meðal þeirra
stærstu f heimi hnefaleikanna
og þó hann hafi ekki verið
mikið í fréttum í allri ókyrrð-
inni að undanförnu þykir það
þó fréttnæmt að Frazier skuli
hafa venð lagður ínn á sjukra-
hús í vikunni. Vegna þess varð
að fresta leik. sem ákveðinn
hafði verið á næstunni.
Það er ekki oft sem Muhammed
AIi er aðeins áhorfandi. en það
fer ekki á milli mála að það er
Spinks. sem hefur orðið á
þessari mynd.
Æfa tvisvar a dag
fram að Polar Cup
DAGANA 21.—23. aprfl n.k. verður Norðurlandamót í körfuknattleik — Polar Cup —
haldið hér á landi. Polar Cup er hald.ið til skiptis á Norðurlöndunum fimm. Síðast var
mótið háð í Danmörku. Mótið var haldið hérlendis árið 1968. íslendingar lentu þá í þriðja
sæti á eftir Svíum og Finnum, sem sigruðu
sínum leikjum með miklum stigamun.
íslenska landsliðið, sem tekur þátt í keppninni nú,
hefur æft mjög vel að undanförnu undir stjórn
Helga Jóhannssonar landsliðsþjálfara. Þá mun
bandarískur þjálfari, Denny Houston, koma til
landsins í dag og taka við þjálfun liðsins, en hann
mun ásamt Helga Jóhannssyni búa liðið undir
keppnina síðustu dagana fyrir mótið. Denny
Houston er aðstoðarþjálfari við University of
Washington en fyrir þann skóla leikur Pétur
Guðmundsson. Pétur er kominn heim fyrir all
nokkru og hefur æft með landsliðinu.
í tengslum við Polar Cup keppnina verður nú í
fyrsta sinn haldið norrænt þjálfaranámskeið.
Hverju Norðurlandanna er frjálst að senda fimm
þjálfara til námskeiðsins. Þáð verður þó opið öllum
íslenskum þjálfurum sem áhuga hafa.
Einn leikmaður íslenska landsliðsins í Polar Cup
1968 leikur enn með liðinu. Er það hinn snjalli
körfuknattleiksmaður Jón Sigurðsson. Morgunblað-
ið spjallaði við Jón á æfingu landsliðsins fyrir
skömmu og bað hann um álit hans á mótinu og
hverjir væru möguleikar íslands. Jón sagði
landsliðið tvímælalaust vera betra og jafnara en það
hefur verið áður, og það væri að þakka þeim
bandarísku þjálfurum og leikmönnum sem hér hafa
dvalið að undanförnu, þeir hefðu verið mikil
lyftistöng fyrir körfuknattleikinn og aukið áhuga
áhorfenda.
— Ég er bjartsýnn á að okkur takist að ná þriðja
sæti í mótinu að þessu sinni, en þó verðum við að
vara okkur á Norðmönnum því framfarir þeirra eru
augljósar og þeir koma sterkir til þessa móts. Finna
tel ég vera með sterkasta liðið í mótinu, þá verða
Svíar einnig sterkir en við munum veita þessum
liðum mikla keppni því að það er baráttuhugur í
okkur. Við æfum tvisvar á dag síðustu dagana fyrir
mótið, og ég hef trú á því að bandaríski þjálfarinn
geri stóra hluti með okkur, sagði Jón að lokum. Jón
Sigurðsson hefur leikið alls 55 landsleikina fyrir
Islands hönd og tekur nú þátt í Polar Cup í fimmta
skipti. ,
Hinn hávaxni leikmaður Pétur Guðmundsson
(2.17) kom heim til að taka átt í mótinu og er þetta
í fyrsta skipti sem Pétur tekur þátt í Polar Cup.
Pétur, sem leikið hefur alls fimm landsleiki, sagðist
vera mjög bjartsýnn. — Ef allir standa saman trúi
ég því að við getum sigrað í mótinu, sagði Pétur.
— Framfarirnar eru augljósar, tækni og hittni
leikmanna hefur aukist, þannig að hæfileikarnir eru
fyrir hendi.
Pétur, sem dvalið hefur í Bandaríkjunum að
undanförnu og leikið með University of Washing-
ton, sagði, að mestur munur á körfuknattleik hér
— og í Bandaríkjunum væri sá að grunnþjálfun þar
væri betri og leikmenn réðu þar af leiðandi yfir
meiri tækni og spiluðu mun hraðar en hér gerist.
Pétur sagðist stefna að því í framtíðinni að komast
í atvinnumennsku í körfuknattleik, eftir að
háskólanámi hans lyki. Að lokum sagðist Pétur álíta
Svía hættulegustu mótherjana í Polar Cup. —þr.
Hugur í körfuknatt-
leiksmönnum aö
standa sig á Noröur-
landamótinu um
aöra helgi
Norðmenn ráku lestina. Þeir töpuðu öllum
Jón Sigurðsson á fullri ferð með knöttinn og að (
sjálfsögðu er hætta á ferðum.
Pétur Guðmundsson gnæfir yfir mótherja sína er
hann lyftir sér og reynir körfuskot.
DOCHERTV KAUPl
IR HILL AFTUR
— ÞETTA eru mestu mistök.
sem forráðamenn Manchester
United hafa gert á sínum ferli,
að undanskildum þeim mistök-
um er þeir létu mig fara frá
félaginu. sagði Tommy Doch-
erty eftir að skrifað hafði verið
undir sölu á Gordon Hill frá
Manchester til Derby. Tommy
Docherty keypti Hill frá Milí-
wall árið 1975 fyrir 70 þúsund
pund. en Docherty var þá
stjóri hjá Man. Utd. Nú hefur
Docherty keypt leikmanninn
aftur og kaupverðið er 275
þúsund pund. Gordon Hill
hefur skorað 18 mörk með
Manchester í vetur og er
markahæstur meðal leikmanna
liðsins. en upp á síðkastið hefur
hann ekki verið í náðinni hjá
Sexton framkvæmdastjóra.
í fyrrakvöld vann brasilíska
landsliðið 2i0 sigur á Milan og
skoruðu þeir Nunez og Dirceu
mörkin. Brassarnir áttu mun
meira í leiknum og hefðu getað
skorað mun íleiri mörk.