Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 Jón í>. Árnason: Lífríki og lífshættir XIII Jiin taumlausa græögi fólks á Vesturlöndum er mannshuganum nær óskiljanleg, og vonin um áhata og gróöa hefir gengiö fram af allri skynsemi, út yfir öll takmörk og allt samvizkuhit.u —Alexander Solzhenitsyn. Solzhenitsyn varð furðu lostinn Hjá því gat tæpast farið, að jafn gjörhugull athugandi og rússneski Nóbelsverðlaunahaf- inn og skáldjöfurinn Alexander Solzhenitsyn undraðist ágirnd og bruðlfýsnir Vesturlandabúa á samri stundu og hann hafði tekið sér bólfestu á meðal þeirra. Mér er ókunnugt um, Ævarandi hlutverk Þess finnast dæmi, að sumt góðviljað lífverndarfólk láti í ljós þá skoðun, að. leiðin út úr tilvistarkreppu mannkynsins hefjist í sinnaskiptum og lífs- venjubreytingum almennings. Það bendir réttilega á, að neyzla og slit sérhvers einstaklings á lífsnauðsynjum og notavarningi ákvarði heildareyðsluna og þar með samtölu alls, sem náttúru- ríkinu standa ískyggilegar ógnir af. Þetta grandalausa fóik hefir gert sér þess grein, að komið er að síðustu forvöðum, ef hugsan- lega megi takast að koma í veg fyrir óbætanlegt tjón af völdum hemjulausrar ágengni mann- eskjunnar við lífsgrundvöll sjálfrar sín og annarra lífveru- tegunda, er deila umhverfinu með henni. Ennfremur fer ekki á milli mála, að ef allir, sem hlut eiga að náttúruránskap og lífríkisspjöllum, yrðu snortnir hæfilegri ábyrgðartilfinningu og gættu skyldugrar fyrir- hyggju, væri stórt skref stigið á braut viðnáms og endurreisnar. En þetta góða fólk gleymir einni ákaflega jarðfastri stað- reynd. Þeirri staðreynd nefni- lega, að þess þekkist ekki fordæmi í allri hinni tilbrigða- ríku sögu mannkynsins, að óvalinn, sundurleitur fjöldi hafi nokkru sinni átt frumkvæði að vitlegu verki, því síður byltinga- kenndum tilþrifum. Hans hlut- verk á leiksviði lífsins hefir ævinlega verið eitt og hið sama: að bíða lausnara, leyst hefir hann sig aldrei sjálfur. Þetta hefir hinum 130 vís- indamönnum og sérfræðingum á hinum margvíslegustu sviðum umhverfismála frá 10 löndum, sem störfuðu á 2. umhverfis- málaráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, er fór fram í Reykjavík dagana 5.—11. júní 1977 verið fullkomlega ljóst. Það staðfestu þeir ítrekað í heimsávarpi því, er þeir birtu í lok ráðstefnunn- ar, þar sem þeir krefjast forystu og athafna af hálfu ríkisstjórna og stjórnmálamanna, og segja af því tilefni m.a.: „Við skorum á allar ríkis- stjórnir, öll samfélög, allt fóik að hef jast þegar í stað handa til að koma í veg fyrir þá ógæfu, sem híður framundan.“ Og ennfremur: „Stjórnmálamenn verða að innleiða samræmd viðhorf, sem eru undirstaðan í svo mörgum umhverfisvandamálum.“ Með þessu eru hinir mætu menn hreint ekki að gera óþarflega lítið úr nauðsyn þess að kaldhamra í hugi og hjörtu manna og múgs, hversu hörmu- lega komið er, hverjar orsakir liggja að baki, og hvernir dregnar verði rökréttar ályktan- ir, sem hljóta að verða forsend- ur skörulegra athafna. Á slíka viðleitni telja þeir vitanlega afar brýnt að leggja áherzlu, því að þótt frumkvæðis vænti þeir ekki af almenningi, hafa þeir opin augu fyrir þeirri þýðingu, sem atfylgi hans óneitanlega hlýtur að hafa, enda væri vandséður tilgangurinn með baráttu þeirra, ef vonir stæðu ekki til að honum yrði hnikað úr sporum. Alexander Solzhenitsyn> „Vesturlönd ofbjóða skynseminni“. áður verið nægilega kunn til að engin ofætlun hefði getað talizt að gera þá kröfu til þess, að það íhugaði mjög rækilega fáeinar nærtækar spurningar, eins og til dæmis: Hvar liggja rætur lífsgæða okkar? Hvaðan eru auðæfi okkar komin? Af hvaða rótum er það sprottið, sem við höfum kastað eign okkar á? Hvert var það sótt? Frá hverjum hafa þau verðmæti verið tekin, sem manneskjan ráðskast með? Og þau verðmæti hafa svo sannar- lega hvorki verið né eru neitt lítilræði. „Arðrán“ og arðrán Karl Marx hélt sig hafa gert afskaplega skarplega athugun, þegar hann festi málalengingar sínar um „arðrán manns af manni" á pappír. Þessi stað- reynd hafði legið í augum uppi allt frá upphafi mannlegra samskipta, og því á allra vitorði. Um þúsunda ára skeið hafði það verið regla en ekki undantekn- ing, að hinir þróttmeiri og hvort honum hefir gefizt tóm til að brjóta orsakirnar til mergjar. Afleiðingarnar hefir hann hins vegar rekið sig á í sérhverju fótmáli og hvert sem hann hefir litið. Fullkunnugt er einnig, að það, sem hann varð áskynja, olli honum sárum vonbrigðum og þungum áhyggjum, og hefir e.t.v. hrakið hann á vald örvænt- ingarinnar. Nú er ekki að efa, að há- menntaður maður eins og Solz- henitsyn hafi þekkt bölafl ágirndarinnar og séð sitt af hverju, er af því hefir leitt, með eigin augum, áður en hann fann sér samastað á Vesturlöndum. Hann hefir lika vitað, að kirkja Krists hafði fyrir löngu sett ágirndina mjög ofarlega, mig minnir efst, á lista sinn yfir Dauðasyndirnar sjö — og ekki í hugsunarleysi — ásamt systkin- um hennar: nízku, öfund, óhófi, leti, bruðli og hroka. Ekki er Spurningín mikla Góðviljuð bjartsýni og einföld staðreynd Solzhenitsyn ofbýður Tvenns konar arðrán heldur að efa, aö hann hafi kannast við hin sígildu ummæli stjórnspekingsins og mann- þekkjarans frábæra, Niccoló Macchiavelli, sem segir svo í bók sinni, „Saga Flórenz": „Þjóðirnar bíða miklu meira tjón af ágirnd eigin þegna en af ránfíkn fjandmannanna. Rángirni þeirra á sér stundum takmörk, en hinna innbornu ekki.“ En það, sem Solzhenitsyn komst að raun um varðandi vegsömun ágirndarinnar á Vest- urlöndum, gekk þó öldungis fram af honum. Þar rak hann sig fljótlega á, að henni var ekki aðeins mætt með góðlátlegu kæruleysi, hún talin leiður ljóður á ráði breizkra einstakl- inga, heldur skipað á bekk með ómissandi mannréttindum, var viðurkennd sem way of life. Þegar Solzhenitsyn hugleiddi hin blómlegu lífskjör almenn- ings á Vesturlöndum, er ekki ósennilega til getið, að hann muni af sjálfu sér hafa velt fyrir sér, hvort fyrrverandi samborg- arar sínir, heiðarlegt, vinnu- þrælkað og örsnautt alþýðufólk undir ráðstjórn, myndi ekki hafa kropið á kné, fórnað höndum í forundrun og þakkað gjafmildum Guði fyrir þótt ekki hefði verið nema helft þeirra lífsgæða, sem Vesturlandafólk naut eins og sjálfsagðra hluta. Svar véltrúarinnar „Velferðar" borgarar Vestur- landa þakka engum. Þeir heimta bara sífellt meira og meira. Þeir eru fullir hroka af þeim árangri, sem þeir hafa náð í stríði sínu gegn náttúruríkinu, og van- treysta öllu og öllum, er renna grun í, að „velferðarafrek" þeirra kunni að leiða til miður blessunarríkra endaloka. Og þeir eru ekki í allraminnsta vafa um — einmitt vegna þess að þeim hefir hingað til tekizt að kreista svo gífurleg feikn út úr náttúrunni, sem ekki eru dæmi til um áður, — að þá muni aldrei að eilífu þrjóta orku eða úrræði til að halda blóðmjólkuninni áfram. Þeir eru sannfærðir um, að þeir muni njóta þæginda, sem enn eru aðeins óljós draum- ur, og því naumast hægt að gera sér í hugarlund. En hvert á að sækja allt þetta ríkidæmi, hver á að borga hinar algleymislegu „kjarabætur"? Jú, sköpunarmáttur mannsins anda og handa mun „redda" því! Eða eins og tæknifræðingurinn ný- bakaði svaraði ungri frænku sinni, þegar henni flaug í hug og varð að orði, að „ég vildi óska, að hægt væri að spyrja Guð, hvernig við getum komizt inn í farsældaríkið,": „Hvað kemur Guð þessu máli „Hugsjónir“ í veruleika. við? Við höfum ekkert brúk fyrir hann lengur. Okkur hefir þegar tekizt að pína út úr honum alla hans leyndardóma, við gerum meira að segja allt miklu betur. Hásæti hans nötr- ar. Honum væri fyrir beztu að segja af sér, áður en hin fullveðja manneskja steypir honum af stóli og kunngjörir stofnun Hins Alþjóðlega Far- sældalýðveldis á jörðinni og í sólkerfinu!" Glannalegt götustrákabull? Víst svo — og meira til: véltrúarbrögð. Léttar spurningar, eitt svar Vissulega vita ekki allir — og margir vilja ekki vita — að maðurinn hefir aldrei megnað, þrátt fyrir alla sína takmarka- lausu tilbeiðslu vísinda og tækni, að gera nokkurn skapað- an hlut af engu. Ekki vitundar- ögn. Þetta er óhagganleg stað- reynd, sem alvegnógu mörgu vitibornu fólki hefir samt sem djarfari hefðu hina ósjálfstæð- ari og úrræðasnauðari í þjón- ustu sinni og létu þá vinna fyrir sig. Jafnframt eru þess óteljandi dæmi úr mannkynssögunni, að smælingjaskarar leituðu skjóls og styrktar, trausts og halds af frjálsum vilja undir verndar- væng þeirra máttugri, blátt áfram af eðlishvöt; til þess að freista tilverunnar með giftu- drýgri hætti en þeir voru menn til að gera einir og óstuddir. Þetta gerist enn þann dag í dag, bæði með sama og öðrum hætti, um allan heim. Marxinn velti mjög vöngum yfir „arðráni manns af manni" og réðst heiftarlega á vegginn. Þetta gera líka allir heimsins marxar ennþá — með sama árangri — og án þess að koma auga á það arðránið, sem er öllu arðráni skelfilegast, felur í sér allsherjardauðadóm, sem enn er með öllu óvíst um, hvort áfrýjað verði: ARÐRÁN MANNSINS Á NÁTTÚRURÍKINU í því liggja svörin við spurn- ingum þeim, er varpað var fram hér að framan. Engan speking finnst mér hafa þurft til að komast að þessari niðurstöðu, enda liggur hún ekki dýpra en svo, að fæstir komast hjá að reka nefið í hana, og gera líka daglega. Spurningin mikla, sem ekki hefir verið svarað og fjöldi mætustu lærdóms- og vísinda- manna heims brýtur heilann um, enn sem komið er án árangurs, er sú, hvort og hvern- ig takast megi að gjörbreyta viðhorfum mannkynsins til náttúruríkisins, þannig að maður og heimur öðlist framtíð. Dómur Solzhenitsyns Greinarstúfur þessi hefst með ívitnun í Alexander Solzhenit- syn; manninn, sem eyddi 11 árum ævi sinnar í píslastöðvum sovétmennsku, og metur m.a. af þeim sökum dýrmæti frelsisins fölskvalausari og næmari skiln- ingi en flestir, ef ekki allir, sem hafa það á milli tannanna, og helzt þar, í tíma og ótíma. Það er álit mitt, að kjarni svarsins við spurningunni miklu felist a.m.k. með alláherzluríkum hætti í eftirfarandi orðum Solzhenitsyns, er hann mælti, þegar hann tók við bandarísku vináttuverðlaununum við „The Framhald á bls. 42.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.