Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 35 Hið liðna er til borvarður Helgasoni TEXTAR I Letur 1978. Flest leikrit Þorvarðar Helga- sonar snúast um fortíðina, það sem er liðið, er eins konar upprifjun. Að þessu leyti stend- ur Þorvarður að vísu ekki sér í íslenskri leikritagerð, mörgum höfundum er tamt að líta um öxl. En það vekur athygli hve gamlar ástir og ástamál eru Þorvarði áleitið viðfangsefni. Minna má á skáldsögur hans Eftirleit (1970) og Nýlendusögu (1975). Hið liðna er aðeins til sem saga sögð, orti Steinn. I verkum Þorvarðar er hið liðna til. I einþáttungnum Rósamundu er sagt frá konu sem beðið hefur eftir vini sínum í fjörutíu ár. Hún hefur setið á sama bekkn- um og horft út á hafið og er orðin jafn merkileg í augum ungá fólksins og safnið og dómkirkjan. Vinur hennar er loksins kominn heim gamall maður klæddur að hætti um- renninga Becketts „í snjáðum og stórbættum sjakketbuxum og gömlum lafafrakka utan yfir blárri peysu og með rauðan silkitrefil um hálsinn. A fótun- um er hann með lakkskó og pípuhatt á höfðinu". Gamli maðurinn heldur yfir Rósa- mundu langa tölu um líf sitt og tilgang þess. Hann flýði vegna þess að hann vildi ekki verða bókari í banka virtur fjölskyldu- faðir með gullkeðju á maganum. Meðan Rósamunda beið hefur hann notið lífsins úti í heimi, m.a. unnið í hringleikahúsi, verið vasaþjófur og hórmangari. Lok leikritsins eru frumleg. Gamla konan yngist upp við ræðuna, afklæðist og stígur dans kringum lík veraldarflakk- arans. Orð hans hafa veitt henni lausn. Dansinn er súrrealískur og gæti orðið áhrifamikill. á sviði. Þetta er eina leikritið í Textum sem minnir á absúrd- isma, hin eru í raunsæisstíl. Einþáttungurinn Síðasta við- tal dagsins eða Tilbrigði við jarðarfarastef er hnyttilega saminn. Gamall maður kemur á skrifstofu lögfræðings og minn- ir hann á óþægilegar staðreynd- ir úr lífi hans. Lögfræðingurinn lætur sér fátt um finnast í fyrstu, en að því kemur að hann fer að skilja hvað sá gamli er að fara. Þetta síðasta viðtals dags- ins á skrifstofunni verður til þess að lögfræðingurinn þarf að endurmeta líf sitt. Segja má að í Rósamundu og Síðasta viðtali dagsins hafi Þorvarði tekist á sannfærandi hátt að draga upp myndir mannlegra örlaga. Fyrrnefndu einþáttungarnir eru báðir fyrir svið. Afmælis- dagur er aftur á móti útvarps- leikrit. Tveir gamlir vinir hitt- ast á bar, drekka saman nokkra manhattan, halda drykkjunni áfram og rifja upp viðkvæm ástamál. Með Afmælisdegi sýnir Þorvarður að honum er lagið að rýna í sálarlíf fólks sem býr við óöryggi, einkum hvað ástamálin varðar. Afmælisdagur segir alveg nógu mikið um persónur sínar, en heldur ekki of mikið. Lesanda, áheyranda eru gefin tækifæri til að ráða sjálfur hvað verkið feiur í sér. Mér virðist að í Afmælisdegi sé komið að veigamiklu atriði í sambúð fólks. Hvað á það í raun sameiginlegt? Eru það ekki tilviljanir sem hafa leitt það saman? Skilur það hvort annað eða er nokkurn tíma unnt að ætlast til þess að um algjöran skilning sé að ræða? Sigur er lengsta verkið í Textum 1, einþáttungur fyrir útvarp, svið eða sjónvarp. Það hefur verið leikið bæði í útvarpi og sjónvarpi og munu margir kannast við það. Leopold Thom- as einræðisherra í Sramakíu er að því kominn að bíða ósigur fyrir uppreisnarmönnum. En hann hefur ákveðið að hopa ekki, taka á móti fulltrúum uppreisnarmanna og ræða við þá. Sigurinn er fólginn í per- sónulegu uppgjöri hans. Sjálfur var hann uppreisnarmaður sem náði völdum með byltingu. En allt það góða sem hann ætlaði að koma til leiðar hefur að engu orðið. Nú iðrast hann þess að hafa látið stjórnast af öðrum, rótgrónum ættum auðmanna og Bðkmenntlr eftir JOHANN HJÁLMARSSON embættismanna. Á stund ósig- ursins hefur hann loksins kjark til að bjóða öllum byrginn. En hinn rómantíski draumhugi elur með sér tálsýn sem lok verksins leiða í ljós á miskunnarlausan hátt. Byltingin étur að vanda börnin sín. í Sigri eru ekki sögð nein ný sannindi. En þar er fjallað um hluti sem alltaf eru að gerast. Helsti galli verksins er að mínu viti sá að það er of langur einþáttungur en of stutt leikrit. Of mikil áhersla er lögð á Thomas sjálfan. Aðrar persónur verksins eru litlausar, flöktandi skuggamyndir. Samtöl eru ekki nógu markviss. I verkum sínum hættir Þorvarði til að vera reyfaralegur á köflum án þess að það sé tilgangur hans. Sigur er engu að síður verk sem vekur athygli og naut sín til dæmis vel í útvarpi. Það fer að verða tímabært að einhver verka Þorvarðar séu sviðsett. Ekki skal það samt vanmetið að semja fyrir útvarp. Ég býst við að Þorvarður gæti náð góðum árangri í gerð útvarpsleikrita ef hann sneri sér að því fyrir alvöru. Eins og nafn bókarinnar Textar 1 gefur til kynna er von á framhaldi. Meðal þess eru að öllum líkindum leikrit. Það eru gamlir fordómar að leikrit séu ekki fallin til lestrar. Aukin leikritaútgáfa er virðingarverð og ber að þakka Letri fyrir það framtak að koma verkum Þor- Framhald á hls. 63. ÆVAR R. Kvaran leikari á um þessar mundir 40 ára leikaTmæli og var hann af því tilefni heiðraður í lok sýningar Þjóðleikhússins á Ödípúsi konungi í fyrrakvöld. Þjóðleikhússtjóri, Sveinn Einarsson, ávarpaði Ævar, svo og Klemenz Jónsson fyrir hönd Félags íslenzkra leikara. Þakkaði Ævar fyrir sig með ávarpi. Ólafur K. Magnússon tók myndina af Ævari í hlutverki sínu. Vantar halfa milljón-eða meira ? Með IB-lánum Iðnaðarbankans opnast nýir möguleikar á að tryggja sér lán þegar á þarf að halda. Ef þú vilt spara um lengri eða skemmri tíma skuldbindur bankinn sig til að lána jafnháa upphæð og þú hefur lagt inn að tímabilinu loknu. Sama upphæð er lögð til hliðar mánaðarlega. Sé tíma- bilið 2 - 4 ár og stefnt að háu láni gefst kostur á IB-veðláni. Sé hins vegar stefnt að láni eftir 6 eða 12 mánuði er um IB-lán að ræða. Athugum nánar þá möguleika sem í því felast. Ákveðin upphæð er lögð inn á IB-reikning í Iðnaðarbankanum í 6 eða 12 mánuði. Sé um 6 mánaða sparnaðartímabil að ræða er hámarksupphæð mánaðargreiðslu 20.000 kr.; annars 30.000 kr. Hverjir eru möguleikarnir séu t.d. lagðar inn 20.000 kr. í 12 mánuði? Við lok tíma- bilsins er búið að spara 240.000 kr. Bankinn lánar jafnháa upphæð. Með vöxtum af innstæðunni verða þá til ráðstöfunar 500.580 kr. Lánið er endurgreitt með jöfnum greiðslum afborgana og vaxta á jafn- löngum tíma og sparað var, þ.e. 12 mán- uðum. Enmöguleikarnir eru fleiri eins og sést á töfl- unni hér fyrir neðan. Vert er að athuga að upphæðirnar eru teknar sem dæmi, og velja má aðrar. Allar frekari upplýsingar veita IB- ráðgjafar Iðnaðarbankans. SPARNAÐAR TfMABIL 6 mán 12 mán MÁNAOARLEG INNBORGUN 10.000 15.000 20.000 10.000 20.000 30.000 SPARNAOUR I LOK TÍMABILS 60.000 90.000 120.000 120.000 240.000 360.000 lONARARBANKINN LÁNAR 60.000 90.000 120.000 120.000 240.000 360.000 RÁOSTÖKUNARPfc 122.295 183.450 244.590 250.290 500.580 750.860 MÁNABARLKG ENDURGRK.IOSLA MK» VÖXTUM 10.772 16.558 21.543 11.464 22.927 34.391 ENDUR GRKIÐSLU TlMABIL 6 mán 12 mán Bankiþeirra sem hyggja að framtíðinni Iðnaðarbankinn Lækjargötu 12, Sími 20580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.