Morgunblaðið - 16.04.1978, Side 12

Morgunblaðið - 16.04.1978, Side 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRIL 1978 Heimsókn í Portúgal 4. grein Eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Yfirlitsmynd yfir aðalathafnasvæði Sorefame í Amadora Þessar myndir gefa hugmyndir Litið inn hjá Sorefame- skoðað postulín í Alcobaca og farið í samvinnufélagið Unisul SADO Sýnishorn af framleiðsluvörum Unisul SÍÐLA föstudags í blíðu veðri komum við Maria Teresa til Sorefame. Það er gríðarstórt málmiðnaðarfyrírtæki sem fram- leiðir búnað til orkuvera og virkjana, í olíuiðnaö og efnaiðnað, smíðar járnbrautarvagna sem seldir eru vítt um veröld, rann- sóknatæki til olíuleitar, eininga- byggingar og ég veit eiginlega ekki hvað. Auk Þess sem Sore- fame er víðfrægt, albjóölegt verktakafyrirtæki á Þessu sviði og hefur hérlendis til dæmis verið með hluta Sigölduvirkjunar qg hefur nú boöið í gerð uppistööu- lóns við Hrauneyjarfossvirkjun. Allt hjá Sorefame er svo stórt í sniðum að það er töluvert átak leikmanni að skilja allt sem þar fer fram. Og eins og sjá má af mynd sem fylgir þessari grein frá aðal- bækistöðvum Sorefame er ekki um aö ræða neitt smáræðis flæmi sem undirlagt er og hver vinnusalur fæst við sitt afmarkaöa verkefni. Aðalbækistöðvarnar, sem eru í Amadora, 200 þúsund manna bæ skammt frá Lissabon, ná líka yfir um 221 þús. fermetra svæði. Þar vinna 4300 verkamenn. Þeir voru nú að Ijúka strangri vinnuviku því að ekki er unnið um helgar og vaktavinnu hefur ekki verið komið á, heldur er unnið frá 8—5 eöa 9—5. Fernando Arrobas da Silva, yfirmaður upplýsingadeildarinnar, var hinn jákvæðasti. Hann var ekki að flýta sér þótt helgi færi í hönd og auk þess aö sýna okkur kvikmynd um starfsemi Sorefame arkaði hann með okkur um vel- flesta vinnusali, og var engin þreytumerki á honum að sjá eftir þá reisu, þótt við Maria Teresa værum orðnar býsna sárfættar. Sorefame var komið á laggirnar árið 1943 og vakti fyrir stofnendum að þróa nútímalega framleiöslu Portúgala á tækjum og búnaöi sem geröi þeim kleift að keppa á alþjóölegum mörkuöum á þessu sviöi. Sorefame hefur tekizt þetta og stendur nú í fremstu röð, enda hefur fyrirtækið verið með verkefni í um tuttugu og fimm löndum. Nú er talsvert í gangi í Suður-Ameríku og sagðist da Silva búast viö þaö yxi á næstu árum. Til að skýra með sem minnstum málalengingum framleiðslu og verksvið Sorefame má segja aö skipta megi þessu í eftirfarandi þætti: 1. tækjabúnaö fyrir vatnsvirkjanir, 2. raftækjabúnað fyrir orkuver, bæði venjuleg svo og kjarnorku- ver, 3. tækjabúnað fyrir efnaiönað og olíuiðnað, 4. járnbrautarvagna, 5. tæki til olíuleitar og olíufram- leiöslu, 6. einingabyggingar. Fyrsta afgreiöslan á pöntun utan Portúgal var sex árum eftir stofnun fyrirtækisins, til vatnsorkuvers í Marokkó. Stðan hefur uppbygging fyrirtækisins veriö mjög hröö og mikið kapp á það lagt að starfs- menn fái góða og uppbyggilega þjálfun í starfi sínu. Þarna er prýöileg aðstaöa fyrir starfsfólkiö, máltíöir seldar á um tuttugu eskúta sem eru um 130 krónur sem er auðvitað sama og gefið. Læknir og hjúkrunarkona eru jafnan á vakt meðan unnið er. Da Silva segir að töluvert sé til þeirra leitaö vegna minniháttar skráma og umferðarpesta en þar sem Sorefame legði mikið upp úr því aö öryggis væri gætt væru vinnuslys næsta fátíö. í heimsókn hjá Unisul í smábænum Coruche hefur samvinnufyrirtækiö Unisul miðstöð sína, en það er samsteypa fjögurra félaga. Á leiöinni þangað förum við urp svæði og horfum yfir akra sem höfðu orðiö illa úti í miklum flóðum sem urðu í Portúgal í síðari hluta febrúarmánaðar. Sums staðar hef- ur uppskera ónýtzt, annars staöar veröur engu hægt aö koma niður vegna bleytu í jarðveginum fyrr en einhvern tíma seint og um síðir. Allt slíkt er tjón veikburöa efnahag Portúgala. Þessi fyrirtæki UNISUL leggja mesta áherzlu á tómatræktun og vinnslu á tómatkrafti. Þó er verka- skipting með þeim þannig að í einu er framleitt meira af mjólkurvörum og í því næsta unnið mikið af niðursoðnum ferskjum og svo mætti lengi telja. Þarna í Coruche er verkstjóri sá sem sér um grænmetisakrana að gera athyglis- verðar tilraunir meö nýjar græn- metistegundir og miðar allt að því að auka framleiðsluna sem hefur ekki verið unnt að hafa í gangi allt áriö. Með aukinni fjölbreytni og nýrri tækni í framleiöslu grænmetis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.