Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 10
4 2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 Tvö íslenzk verk valin úr 4000 steindum gluggum Tveir steindir gluggar eftir Leif Breiðfjörð voru meðal 30 verka sem valin voru úr hópi 4000 listaverka víðs vegar að úr heiminum í samkeppni í New York nýlega, og verður opnuð sýning á þessum verkum í Glass Masters Guild Gallery á horni Sjöttabreiðstrætis og Leifur Breiðfjörð 18. götu í N.Y. 19. þessa mánaðar. Fer Leifur ásamt konu sinni utan 17. apríl til að vera við opnunina sem hefst með blaðamannaboði og kynn- ingu 18. apríl. ' Annað verkið heitir Vorblót og er í eigu Hótel Esju, en hitt nefnist Brúðuleikhús og er eigandi þess Þórhallur Jóns- son. En svo skemmtilega vill til, að annar steindur gluggi Sprotar eftir Leif Breiðfjörð, sem Þórhallur á, var valinn í brezka listaverkabók um steint gler frá upphafi eftir Sonia Halliday og Laura^Lushington frá Michael Beazley útgáfunni, sem nýlega er komin út í London. En það er stór og falleg listaverkabók með að- eins fáum verkum frá nútím- anum. Samkepptiin í New York var helguð ýmiss konar listaverk- um úr gleri, m.a. skúlptúr, ætingu o.fl., en einkum þó steindum gluggum. Var Leifi boðið að senda litskyggnur af verkunum fyrir 1. september í haust. I desember fékk hann bréf með tilkynningu um að hans myndir væru meðal 100 mynda, sem valdar hefðu verið úr 4000 verkum við forval. Og 26. janúar var honum svo tilkynnt að þær hefðu báðar verið meðal hinna 30 útvöldu, sem yrðu á sýningunni. Eru verkin þar eftir listamenn frá Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Þessu fylgir að myndir af verkunum verða birtar í ársriti tímaritsins Glass, sem er stærsta rit um glerlist í Bandaríkjunum. Og þar verða listamennirnir kynntir. Jafn- framt er áformað að gefa út bók með þessum verkum undir nafninu „Fragile Art ‘77, Glass Competition". Verður það bæði vönduð bók í harðri kápu og vasabókaútgáfa til sölu í sölu- turnum, á söfnum og í bóka- búðum. Ennfremur yrðu verkin gef- in út á litskyggnum, sem yrðu til sölu í söfnum í Bandaríkj- unum. Jafnframt var Leifur beðinn um að rita persónulega stutta grein um list sína og einnig um viðtal fyrir Glass þegar hann kemur vestur. Er þetta mikil og góð kynning fyrir listamanninn á alþjóðleg- um vettvangi og mikill heiður. Steindi glugginn Brúðuleik- hús er þegar farinn til New York og var tryggður fyrir 2 millj. króna af eigandanum. En hitt verkið verður sýnt með litskyggnum á vegg, enda mörg af sýningarverkunum föst í kirkjum og byggingum. Hefur Leifur verið beðinn um að koma með litskyggnur af fleiri verkum sínum, og þá sérstak- lega beðið um myndina „Ur iðrum jarðar", sem var á síðustu sýningu hans hér í Norræna húsinu og er birt í sýningarskránni frá þeim tíma. En þær myndir á að nota með viðtali við hann í Glass. Myndir eftir Leif eru m.a. í Listasafni íslands og Arkiv Museum í Lundi, og hann hefur gert margar glermyndir í byggingar hér á landi, svo sem fyrir Þjóðleikhúskjallar- ann, Fossvogskapellu, kapellu NLFÍ í Hveragerði, kirkju á Flateyri, Landsbankann á Húsavík, Hótel Sögu. Og nú er hann að vinna 9 fermetra glugga fyrir Reykjalund og listaverk í Landsbankann í Neskaupstað, sem eru margir gluggar er mynda eina heild. Leifur Breiðfjörð er Reyk- víkingur, fæddur 1945. Hann hefur stundað nám í Mynd- Vorblót eftir Leif er í Hótel Esju, en það var annað verkanna, sem hlutskarpast var í samkeppninni í Bandaaríkjunum. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU AIGLYSINGA SÍMINN ER: 22480 — Lífríki Framhald af bls. 38. Hoover Institution" í Kaliforníu hinn 1. júní 1976: ~Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að það geti ekki verið lífsmarkmið okkar að svalla og slarka í efnislegu vöruflóði, heldur að okkur beri að taka veröldina göfugri, betri heldur en hinar arfteknu hneigðir okkar hafa búið okk- ur úr garðit það þýðir, að við ættum með einum eða öðrum hætti, að Ijúka ævigöngu okkar eftir að hafa helgað hana andlegri auðgun og uppbygg- ingu. Aðcins summa slfkra skrefa verðskuldar að nefnast andleg framför mannkynsins.“ Hljótt hefir verið um Solzhen- itsyn hin síðari ár, hann hefir verið þagaður í frost. Orð hans hafa fallið í grýtta jörð, hugsun hans hefir eitrað andrúmsloft gleypt. Hinn Frjálsi heimur virðist líta svo á, að frelsinu verði betur borgið með því að uppvarta launmorðingjasveitir vinstrimanna í sunnanverðri Afríku og snúast í kringum sleggjudólga stéttabaráttunnar heima fyrir heldur en að hlusta á Alexander Solzhenitsyn. TII NewYork að sjá það nijjasta Tækni — eða tískunýjungar, það nýjasta í læknisfræði eða leiklist, það sem skiptir máli í vísindum eða viðskiptum. Það er í rauninni sama hverju þú vilt kynnast - þú finnur það í Bandaríkjunum - þar sem hlutimir gerast, New York er mikil miðstöð hvers kyns lista, þar eiga sér stað stórviðburðir og stefnumótun í málaralist, leiklist og tónlist svo dæmi séu nefnd. Frá New York er ferðin greið. Þaðan er stutt í sól og sjó suður á Flórida - eða í snjó í Colorado. Svo er einfaldlega hægt að láta sér líöa vel við að skoða hringiðu fjölbreytilegs mannlífs. New York — einn fjölmargra staða í áætlimarflugi okkar. %™££lac LOFTLEIDIR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.