Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 frá kartöflumálum hverfum við að öðrum hiutum. • Meira um álagningu Nokkuð var rætt um álagn- ingu á erlendar vörur, sem fluttar eru til landsins, í dálkunum á föstudag, en mynd, er átti að birtast með pistlinum, varð við- skila. Einnig hafa borizt frekari ummæli um verðlagningu inn- fluttrar vöru, en á föstudaginn var fjallað um mismun milli verðs á aspargusdós hérlendis og keyptri í New York. Ekki' sagði sá sem samanburðinn gerði að hann væri að ráðast neitt á innflytjandann eða framleiðanda vörunnar, en tæki þetta aðeins til samanburðar. Á myndinni kemur fram að mismunur á vöruverði dósarinnar hérlendis og erlendis, hvorttveggja keypt í smásölu er yfir 200%. Verðlagsstjóri mun hafa sagt að þessi mismunur gæti orðið enn meiri og kæmi þar allt til í senn: tollar, vörugjald, söluskattur, flutningskostnaður álagningar- reglur hérlendis o.fl. Sagði við- mælandi Velvakanda að hann hefði einnig vitað dæmi þess að umrædd dós væri til sölu í öðrum búðum á yfir 800 krónur og gæti þessi munur á útsöluverði hér stafað af því hvenær varan hefur verið keypt til landsins og því hvort hún er keypt með sérstökum afsláttarkjörum eða á tilboðsverði eins og sumar verzlanir auglýsa. Þetta vildi viðmælandi Velvak- anda að kæmi fram og ítrekaði að hann væri á engan hátt að finna að innflytjandanum en aðeins að vekja athygli á því hversu dýrt það væri að vera íslendingur. Hér gætum við vart keypt erlenda vöru nema með nokkur hundruð prós- ent álagningu jafnvel og því væri ekki óeðlilegt að þessi staðhæfing kæmi fram á varir fólks að dýrt væri að vera íslendingur. Þessir hringdu . . . • Betra i Bankastrætinu? Sveinn Sveinssoni Staðsetning gamla sölu- turnsins í Austurstræti er frá- munalega fáránleg. Svipar hún til þess að frægt málverk væri borið út á öskuhaug til sýnis. Ég er innfæddur Reykvíkingur kominn fast að áttræðu, og man því turninn vel og staðsetningu hans frá fyrstu tíð. Við karlar og konur, gamlir Reykvíkingar, höfum rætt um hina nýju staðsetningu og finnst hún fáránleg. Betri stað- setningu álítum við að hefði verið ef turninn hefði verið látinn standa þar sem nú er biðskýli strætisvagnafarþega á Lækjar- torgi. Einnig hefði verið betri staðsetning hans á horni Lækjar- götu og Bankastrætis, skammt frá FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI símaklefanum sem þar stendur. Sá staður sem turninn nú stendur á gjörspillir Austurstræti að austan og þrengir þar óþyrmilega að og ósmekklega. Þetta viljum við gamlir Reykvíkingar láta koma í ljós viðkomandi til úrbóta og viljum við örugglega taka þátt í að úr verði bætt til færslu turnsins á heppilegri stað en nú er. Ékki hafði Sveinn Sveinsspn fleira um þetta að segja, en hann er ekki einn um þessa skoðun, því nokkrir fleiri hafa hringt og tjáð sig um málið í svipuðum dúr. Eldri kona, sem segist einnig vera innfæddur Reykvíkingur, sagði að sér fyndist vera búið að skemma hina skemmtilegu línu niður Laugaveg, Bankastræti og Austur- stræti, sem endaði í Aðalstræti og vildi einnig að turninn yrði færður til norðurs. Þá sagði hún einnig að hún vissi ekki til þess að verið væri að rifja upp neitt gamalt því þarna hefði turninn aldrei staðið. Að lokum vildi konan minnast á það að þröngt hlyti að verða fyrir fólk er umferð væri mikil, að ganga t.d. milli turnsins og Karnabæjar og fannst henni þetta nokkuð óhentugt staðarvai. HOGNI HREKKVÍSI Kátur! — Kátur! þaþaþa — akka þér fyrir! S3P SIG6A V/öGA í itLVtVAH AF Ml/Bttu ÍVlbtf90 BKKl IM/V) M <diúvAL<oi, oaJáT mm vym wb^omh 49 mA iom OG A09; tfNOtí LbéLlGA/f^ ({ M'tfÓHVA'l MsmJ. Frá Portúgal M.S. Stuölafoss fermir vörur til íslands í Lissabon hinn 2. maí n.k. Umboðsmenn Keller Maritima Lda. Praca D. Luis 9. Lisboa 2, Telex: 12817 Telephone 669156/9 H.F. Eimskipafélag íslands. Nýkomnar hljómplötur Eruption Diskólög The Manhattan Transfer — Nýjasta Santana London Symphony 0 Abba Abba Deep Purple Creedence C.R. Dave Clark Five Harpo Harpo Harpo David Bowie Billy Joel Linda Ronstadt Genesis Led Zeppelin Baccara Greatest Hits Classic Rock The Album Greatest Hits Powerhouse 20 Greatest Hits 25 Thumping Great Hits Hits Smlle The Hollywood Tapes Heroes The Stranger Greatest Hits Nýjasta Presence Nýjasta ✓ heimilistæki sf Hafnarstræti 3 - 20455. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.