Morgunblaðið - 16.04.1978, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.04.1978, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRIL 1978 49 „Ég vil ekki vera þröskuldur í vegi byltingarinnar og ég held að þar sem ég verð að velja á milli þess að laga mig að aðstæðunum og að láta mig hverfa tel ég það heiðarlegasta sem ég get gert og bezt sæma byltingarmanni að hverfa af sjónarsviðinu." Daginn eftir tilkynnti Castro að Matos hefði gert uppreisn gegn byltingunni og sendi annan dygg- an samstarfsmann sinn, Camilo Cienfuegos, út af örkinni til að handtaka hann. Cienfuegos fann enga uppreisnarmenn og menn Matos voru reiðubúnir að veita viðnám, en Matos bannaði þeim það og hvarf hljóðlega. Cienfuegos var sjálfur frelsissinni, en var sér ekki enn meðvitandi um sannleik- ann um Castro: honum auðnaðist ekki að komast að honum, því að Castro tilkynnti nokkrum dögum síðar að hann hefði farizt í flugslysi. Báðir þeir áhrifamenn í stjórn Castros, sem voru ekki kommúnistar, voru þar með úr sögunni. Sýniréttarhöld fylgdu á eftir. Þau fólust nær eingöngu í ræðu, sem Castro hélt og stóð í sjö klukkustundir og að svo búnu var Matos dæmdur í 20 ára fangelsi. Matos hefur æ síðan búið við hin ömurlegustu skilyrði. í bréfi til konu sinnar, er var smyglað úr fangelsi 1975, hefur hann þetta að segja um áhrif meðferðarinnar: „Mér hefur kannski tekizt að halda andlegri heilsu, en sama verður ekki sagt um líkamlega heilsu mína. Ég er gamall og sjúkur. Ég er skugginn af þeim manni, sem ég var þegar ég fór inn í fangelsið í október 1959. Ég hef misst mestallt hárið og það sem eftir er grátt eða hvitt. Undir augunum eru djúpir baugar sem ná langt út á kinn. Þykkar og dökkar augabrúnir mínar eru alveg horfnar. Ég er aðeins 56 ára gamall, en lít út fyrir að vera gamalmenni ... á undánförnum mánuðum hef ég haft þá óskemmtilegu reynslu að geta ekki notað vinstri höndina ... (þetta) ástand er ólæknandi...“ Síðari fréttir benda til þess að heilsu Matos hafi töluvert hrakað síðan hann skrifaði þetta bréf (hann hafði þá verið 15 ár í fangelsi): hann er með magasár, hann hefur misst tennurnar og hann er næstum því blindur. Auðvitað er það rétt, að svikarar við málstað eins og Castro eru ailtaf miklu svæsnari í framkomu sinni við þá, sem minna á sviknar hugsjónir þeirra, en í garð þeirra, sem studdu aldrei þessar hugsjón- ir, en grimmd hans við gamlan vopnabróður minnir líka á verstu grimmdarverk Stalíns. Matos er síður en svo eini fyrrverandi bandamaður Castros, sem verður fyrir barðinu á heift- rækni hans fyrir að neita að hjálpa honum að kæfa frelsi á Kúbu. David Salvador er annað dæmi. Hann var gerður yfirmaður verkalýðshreyfingarinnar, sem var Huber Matos áður en hann fór í fangelsi komið á laggirnar á Kúbu eftir byltinguna, en þegar hann sýndi að hann var fylgjandi frelsi verkalýðsfélaga og raunar frelsi yfirleitt, var hann handtekinn og settur í fangelsi. Og hefnigirni Castros er óseðjandi, jafnvel Rússar samþykktu að sleppa Vladimir Bukovsky í skiptum fyrir foringja kommúnista í Chile, Luis Corvalan: þegar boðið var upp á svipuð „skipti" á kommúnistanum Montes frá Chile og Huber Matos lýstu yfirvöld í Chile því yfir, að þau væru samþykk slíkum skipt- um, en Castro neitaði að sam- þykkja þau. Nægar skjalfestar sannanir liggja fyrir um grimmd, kúgun og hreinan skepnuskap Castro-stjórnarinnar á Kúbu; ég hef aðeins getað bent á nokkur nánast táknræn dæmi. Þó halda verjendur Castros áfram að kæfa með næstum fullkomnum árangri alla gagnrýni á hann og raunar tekst þeim líka með góðum árangri að kynna hann fyrir heiminum sem hugdjarfan verjanda frelsis og mannréttinda. Huber Matos hefur úr neðanjarðarfangelsi sínu beint athyglinni að þessu ástandi með orðum, sem eru þess virði að vitna í: „Ekkert gerræði, enginn mann- vonzka Castros og stjórnar hans geta komið mér á óvart. Ég er orðinn þaulvanur þjáningum á áái og líkama, misþyrmingum og kvalræði á þessum gleymda og þyrnum stráða vegi afbrota gegn mannkyninu sem heita fangelsi Castros en eitt fæ ég ekki skilið: hvers vegna er þeseessu ekki mótmælt, hátt og greinilega, dag eftir dag, á götum Caraces, í ■fiáskólum Mexíkó, í predikunar- stólum kirkna í Skotlandi, í kanadísku blöðunum, hjá S.Þ. Það minnsta sem hægt er að gera við hugleysingjann, sem skemmtir sér í dulargerci postula við að pína hjálparvana karla og konur inni í þessum fangaklefum, er að af- hjúpa hann frammi fyrir heimin- um. Ég er hræddur um að Matos majór viti ekki hvernig þetta gengur fyrir sig: slík 'mótmæli, sem hann hvetur til vantar ekki þegar ódæði hægrisinnaðra ein- ræðisstjórna eru afhjúpuð, en einhvern veginn færist yfir alger þögn þegar harðstjórn kommún- ista er afhjúpuð og jafnvel þeir sem eru fúsir til að harma mildilega framferði Sovétríkjanna eru eins þögulir um ódæði Castros og þeir voru (og eru enn í mörgum tilfellum) um glæpi Norður-Víet- nama (þó er Matos dálítið ósann- gjarn þegar hann nefnir Caraeas á annars ágætum lista sem lýsir fyrirlitnin^u hans: sá maður sem einna mest og oftast hefur gagn- rýnt harðstjórn Castros er fyrr- verandi forseti Venezúela, Romulo Betancourt. í fyrra skoraði Betancourt á Castro að leyfa Amnesty International og Mann- réttindanefnd OAS að rannsaka ásakanir gegn stjórn hans. Castro hefur ekki svarað). Bandaríkin gætu mikið gert: nú stefna Bandaríkjamenn að því að koma aftur í samskiptum við Kúbu og Carter forseti er í mjög sterkri aðstöðu til þess að krefjast þess að mannréttindi verði að einhverju leyti höfð í heiðri á Kúbu gegn því að Kúbumenn fái einhver þau fríðindi (til dæmis í viðskiptum) sem þeir hafa þörf á þar sem efnahagur Kúbu er mjög bágbor- inn og full viðurkenning hefði í för með sér. Og ýmsir kúbanskir andófsmenn eru sjálfir hlynntir því að sambúðin verði með þessum hætti færð í eðlilegt horf og telja að það muni smám saman „opna“ Kúbu fyrir ljósinu frá umheimin- um og jafnvel að nokkrir þættir frelsisins fái inngöngu í lokaðan og einangraðan heim Castros. En þetta er langt undan. Núver- andi raunveruieiki er eins og ég hef lýst honum og það er eins gott að um þessa hluti sé vitað jafnvel þótt vitneskja um hann geti ekki breytt honum. Þjóðleikhúsið: Laugardagur, sunnu- dagur, mánudagur Á laugardagskvöldið kemur, 22. apríl, veröur frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins ftalski gamanleikurinn Laugardagur, sunnudagur, mánudagur eftir. Eduardo de Filippo í þýðingu Sonju Diego og leikstjórn Gunnars Eyjólfssonar. Leikmynd gerir Sigurjón Jóhannsson. Leikritið ger- ist á okkar dögum á heimili ítalskrar fjölskyldu í Napolí og hefst á laugardegi, þegar húsmóðirin er að undirbúa helgarmáltíðina, ragú-ið sitt víðkunna. Við fylgjumst síðan með því sem gerist á heimilinu þessa helgi og koma þar fjöldi persóna við sögu: hjónin og börn þeirra þrjú, tengda- börn og væntanleg tengdabörn, afinn, frændur og frænkur, þjónustu- fólk og nágrannar. Er óhætt að segja að leikritið sé gamansöm, litrík og lífleg mannlífslýsing, þar sem hver atburðurinn rekur annan bæði hvers- dagslegir og óvenjulegir. Alls koma 17 leikarar fram í sýningunni. Með stærstu hlutverk fara Herdís Þorvaldsdóttir og Ró- bert Arnfinnsson, sem leika hjónin, Rósu og Peppino, Valur Gíslason, sem leikur afann, Antonio; Milly frænku leikur Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Þórhallur Sigurðsson Attilio, son hennar. Gísli Alfreðsson leikur Raffaele, bróður húsbóndans og Steinunn Jóhannesdóttir Virginiu vinnukonu. Þrjú börn þeirra Priore-hjóna eru leikin af Sigmundi Erni Arngríms- syni, Sigurði Skúlasyni og Lilju Þórisdóttur. Helgi Skúlason og Bryndís Pétursdóttir leika ná- grannahjón og aðrir feikendur eru Helga Jónsdóttir, Gunnar Magnús- son, Flosi Ólafsson, Eyvíndur Er- lendsson, Jón Gunnarsson. Sýnir 30 SIGRÚN Jónsdóttir heldur málverkasýningu í Akóges-hús- inu í Vestmannaeyjum dagana 19.—23. apríl n.k. Sigrún sýnir 30 olíumálverk, sem öll eru máluð á þessu ári og því síðasta. olíuverk Sigrún stundaði nám í Myndlist- arskólanum, bæði í málara- og myndhöggvaradeild og er þetta fyrsta einkasýning hennar. Sýn- ingin verður opin 14,—22. alla dagana. Spilakvöld FEF á þriðjudagskvöld FÉLAG einstæðra foreldra heldur spilakvöld í Tjarnarbúð (uppi) priðjudagskvöldið 18. apríl og hefst pað kl. 21. Góð spilaverðlaun eru í boði og veitingar. í fréttatilkynningu frá FEF segir að gestir séu vel- komnir svo og nýir félagar. Eins og frá hefur verið sagt hefur FEF hleypt af stað skyndihappdrætti og gengur sala miða vel. Þeir félagar sem hafa hug á að hjálpa til geta fengið miða afhenta í sölu á fundin- um. Þá er fyrirhugað dagsferðalag fyrir félagsmenn og börn þeirra í næsta mánuði en á vegum FEF hafa nokkrar slíkar ferðir verið farnar undanfarin ár og þátttaka verið góð. Að lokum má svo geta þess að skrifstofa FEF er að byrja að skrifa niður þá félaga sem hafa áhuga á að fá garðland í Kópavogi fyrir græn- meti í sumar gegn vægu gjaldi. íslenzka ullin vakti hrifningu frú Grethe Andersen og litla sýningarstúlkan fékk sinn skerf af athyglinni á tízkusýningu Heimilisiónaðarfélags íslands í fyrradag. Þórunn Sigurðardóttir situr dönsku utanríkisráðherrafrúnni til hægri handar. en frú Paludan. eiginkona danska sendiherrans, er lengst til hægri á myndinni. (Ljósm. ÓI.K.Magn.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.