Morgunblaðið - 03.05.1978, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.05.1978, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978 Minning: JökuUJakobsson ríthöfundur Jökull Jakobsson liföi ört. Eng- um, sem þekktu hann vel, datt í hug, að hann stefndi að langlífi í veraldlegum skilningi þess orðs. Þeir, sem guðirnir elska. 44 ára gamall var hann kallaður. Og samt var þetta óvænt og snöggt. Hann var í miðjum skrifum. I lok bókarinnar um litlu grísku eyjuna Karpaþos.Dagbókar frá Díafani, segir Jökull frá ferð, sem hann tekst á hendur upp í fjallaorp &etta þorp stendur gríðar hátt og heitir ekki ótignara nafni en Olympos. Og þá sem guðir nútímans hafa ekki heltekið að fullu mun reka minni til þess, að á Olymposfjalli áttu goðin sér bústað til forna. Skyggnir menn máttu þar jafnvel koma auga á vængjaðan hest, sem hleypur og skín innan um þá ódauðlegu, skáldfákinn Pegasus. I Ólymposþorpi á Karpaþos verða engir guðir á vegi skáldsins, heldur fólk í önn dagsins, venju- legt stritandi fólk. Og ekkert sér hann hrossið. En þó kemur þar, þegar heim skal haldið, að föru- nautur Jökuls leiðir hann í myllu og hún er þá knúin hestafli, hér eru þrír stórir kvahnarsteinar og ekkert rafmagn: Nei, hesturinn var nógu góður. Hann gekk eilífa hringi og kvartaði ekki, það var bundið fyrir augu hans og hann gekk þessa hringi án þess að vita að til væri önnur veröld en þetta sífellda hringsól. Enginn hestur hefur lifað annað eins. Hann fær ekki að kasta mæðinni á sjöunda degi eins og Sisifos, þegar steinn- inn valt. Nei, hesturinn í Olympos gengur hring eftir hring. Hann snýr þessari þungu kvörn." Mér hefur aldrei blandast um það hugur, að skáldskapurinn var Jökli bæði kvöl og kvöð. Þó hef ég engum manni kynnst sem átti jafn létt með að skrifa. Nú er ekki í tísku að tala um innblástur, allir vita að listin er vinna, eða orðum það svo: allir ættu að vita það. En jafnframt er þó eitthvað til, sem heitir sköpunargáfa, ég get ekki neitað því, að mér finnst ég oft hafa staðið andspænis henni. Sagt var um spænska leikskáldið Lope de Vega, að hann hafj átt til að skrifa fyrsta þátt fyrir árbít, annan fyrir miðjan dag og hinn þriðja undir kvöld. Einhverju í líkingu við þetta kynntust stund- um þeir sem nánast unnu með Jökli, þegar tungl voru hagstæð. En hugmyndir og tilfinningar runnu þó ekki fram í neinu átakalausu sístreymi. Lundin var ör og viðkvæm, öll skaphöfnin ein kvika. Þegar menn bera á borð sína dýpstu reynslu og umhverfið ypptir öxlum í skilningsleysi eða hengir sig í form og formúlur, þá kippist höndin við og skrifar ekki um skeið. Ég minnist slíks þriggja ára þagnartímabils. Einhverju sinni í skóla gengum við Jökull Bankastræti og töluðum um skáldskap. Hann var þá nýbúinn að senda frá sér fyrstu bók sína, Tæmdur bikar, seytján ára gamall. ,Ég hélt fram þeirri kenningu að skáldlegt líkingamál væri búið að ganga sér til húðar, nú væri okkur þörf á nýju raunsæi, þar sem hlutirnir væru kallaðir sínum réttu nöfnum umbúðalaust. Jökull hlustaði á ræðu þessa hitalaust og lét sér ekki segjast; kannski var einmitt það, sem ég vildi burt þá stundina, það, sem var styrkur hans alla tíð sem rithöfundar. Hann greip í einu andartaki skáldlega mynd eða spann hana sjálfur og við gengum á vit ævintýrisins, tilveran breytt- ist. Allt er afstætt, segja venjulegir dauðlegir menn, og skilst sosum vel. Halldór Laxness segir hins vegar: „Það er til fjall í Kinninni fyrir noi$an, sem heitir Bakrang- ur, ef maður sér austan á það, Ógöngufjall, ef maður stendur fyrir vestan það, en utan af Skjálfanda kalla sjófarendur það Galta.“ Það er svona sem skilur á milli, það er af þessari sjón, sem skáldskapurinn (sprettur. Jökull var í eðli sínu rómantísk- ur, trúi ég, og finnst sumum það ekki fínt nú á dögum. Jafnframt bjó hann yfir skarpri og sennilega harla órómantískri athugagáfu, næmur á menn og skoðanir, hnyttinn og blæbrigðaríkur í lýsingum sínum, oftast sans malice. I leikritum lét honum galdur hins óræða, hljómbotnarnir voru gjarna margir og öll var sú mannlífsmynd gerð af sjaldgæfu listfengi. Sjálfur var hann stund- um erfiður vinum sínum, erfiður sínum nánustu, erfiðastur sjálfum sér. En alltaf öðru hverju tókst honum að höndla hamingjustund- irnar, að lifa af sjaldgæfu listfengi og heimurinn var tilbúinn að bera hann á höndum sér. Eftir Jökul liggja skáldsögur, smásögur, ferðabækur og margan hefur hann glatt í útvarpinu um dagana. Jafnframt var hann trú- lega afkastamesti og vinsælasti leikritahöfundur sinnar samtíðar, ýmsir munu segja hinn fremsti. Hann var fæddur í Neskaupstað 14. september 1933, sonur hjón- anna Þóru Einarsdóttur og séra Jakobs Jónssonar frá Hrauni. „Er von á góðu með þessa áráttu," sagði Jökull einhverju sinni. „Ekki er nóg með að Sir James — karl faðir minn — skrifi leikrit fyrir alþjóð, heldur er mér líka sagt að klerkurinn hann afi minn hafi samið ræðurnar sínar í samtals- formi." Og þetta var áður en systirin, Svava, tók einnig til við leikritasmíð. Hann skrifaði á 27 árum 10 meiri háttar leiksviðsverk, á annan tug sjónvarpsleikja, út- varpsleikja og einþáttunga, fimm skáldsögur, smásagnasafn, bækur um Flatey, Grikkland og Vest- mannaeyjar og ógrynnin öll önnur. Hann gaf ungur fyrirheit, en efndi hann þau ekki? Mér dettur í hug lýsing úr skáldsögunni Ormar, sem er skrifuð, þegar fyrirheitin voru við hvert fótmál: „Ég varð að hætta við bréfið í miðjum klíðum. Ég fleygði frá mér pennanum og hljóp út. Ég ranglaði nokkra stund eftir götunum og fann lífið ólga í æðum mér, fann það duna í hverri taug, seytla útí fingurgóma, fylla mig titrandi gleði svo ég átti bágt með að halda jafnvægi." Þannig var um Jökul, þannig var um mig og þannig var um marga af okkar kynslóð. Ég hygg að með nokkurri sanngirni megi segja, að talsverðu af þessu örlæti og þessum funa hafi honum tekist að miðla í lífi sínu og verki. Og þá er betra að una því, að kallið kom snemma. I útliti var Jökull ólíkur öðrum. Hann var ekki hávaxinn, samsvar- aði sér vel, smábeinóttur, grann- vaxinn og þó knálegur. Hárið var rautt og mikið og myndaði stund- um eins konar makka, kinnbeinin stór, augun djúpsett, en oft leiftrandi af glettni, svipurinn í rauninni fríður. Jökull gat verið dagfarsprúður og mikið snyrti- menni, þegar hann vildi það við hafa, ekki hávaðamaður og gat þó leikið á als oddi, dulur, hæðinn. Daginn áður en hann lést, sagði hann mér hvernig komið var heilsunni og að við öllu mætti búast. Þá upphófst okkar í milli glettnisleg umræða um hinstu rök. En sá gálgahúmor var með öllu æðrulaus, og ekki yfirklór neinnar örvæntingar. Ég hygg jafnvel, að Jökull hafi verið hamingjusamur. Þó hann hefði ekki lifað og skrifað nóg, þá vissi hann, að hann hafði betur lifað og skrifað en ekki. Foreldrum Jökuls Jakobssonar, börnunum hans fimm og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína í dag. I Þjóðleikhúsi er hans sárt saknað úr hópnum. Sveinn Einarsson í ævi okkar allra eru þræðir, sem við munum betur en aðra. Og þá ekki síður þræðir, sem við viljum ekki muna í þeim vefnaði sem er ævisaga hvers og eins. Jökull Jakobsson vinur minn var einatt að velta fyrir sér þessum þráðum í æviferli manna, — hvað gerðist í raun og veru og hvernig i Kveðja til Jökuls Jakobssonar * Það er ekki ailtaf tekið út með sældinni að hljóta náðargáfu listarinnar í vöggugjöf eins og Jökull Jakobsson. Slíkt er oft goldið háu verði í þjáning tilfinn- inga og tauga, sem hefja listgáf- una í æðra veldL Síkvikul, við- kvæm viðbrögð og andleg högg á heila og hjarta skjóta oft megin- stoðum undír sjálfti listgáfuna eða ríða henni að fullu. Þar leynist sjálfur orkugjafinn og andlegu öflin, sem knýja ólman skáldfák- inn til flugs, er oft á tíðum fló hvað hæst með vin minn, Jökul Jakobsson, um óravíddir skáld- heima. Smá atvik, sem vanalegt fólk með þykkan skráp tilfinninga finnur naumast fyrir frekar en saklausri flugustungu, gat reynzt sem spjótlag í hjartastað, þegar í hlut átti jafn viðkvæmur, tilfinn- ingaríkur og gáfaður maður sem Jökull Jakobsson. Við slík skilyrði skapast oft sjálfsvörnin, þróast og dafnar upp í 'glaðbeittan húmor- inn, sem fáir áttu í ríkari mæli en Jökull Jakobsson. Það var hans megin kraftur, aflgjafi og undir- tónn listar hans. Andlegt afl, sem naumast gat enzt endalaust eins og af var tekið. Því leitaði oft eirðarlaust skáldið á svikular náðir bikarsins að hætti margra skáldbræðra, stundarsefjunar, sem við svo margir listamennirnir þekkjum af eigin raun. En Jökli fyrirgafst flest umfram aðra menn. Bæði var að hann var óvanalega hlýr og góður drengur og veitti óspart af gnægtabrunni fjörs og fyndni á góðri stund, í tilheyrandi gír, svo að allt annað gleymdist. Við eigum gnægð húmorlausra og hrútleiðinlegra rithöfunda. Það teldist naumast héraðsbrestur ef nokkrir þeirra hefðu hrokkið upp af klakknum, nánast landhreins- un, þar er undirritaður ekki undanskilinn. Nú hefir þjóðin aftur á móti lent í bókmenntaleg- um slysförum og misst þann, sem sízt skyldi. Það er með ólíkindum hverju hann hafði áorkað og afkastað er hjartað brast í blóma lífsins. Eflaust hefði þjóðin orðið mörgum merkum skáldverkum auðugri ef þessu keltneska, rauð- birkna og blæðandi húmorskáldi hefði orðið lengri lífdaga auðið. Ég mun alltaf sakna hans og um hann á ég ekkert nema bjartar og skemmtilegar minningar eins og silfurtæra birtuna yfir hæsta jöklinum. Líf hans var skáldlegt, sterkur samleikur sársauka, and- legs unaðar og frjórrar fyndni. Mesta tragidían á tragi-komedíu skáldferli hans var að deyja á bezta aldri eða var það sami elegansinn og ljóminn, sem leikur um ástmöginn, Jónas Hallgríms- son, sem kvaddi líka á bezta aldri? Örlygur Sigurðsson. það gerðist. Hann lagði spurning- ar í munn persóna sinna í leikritum, spurningar sem aftur hljómuðu í huga okkar, leit að einhverjum sannleika sem maður getur ekki munað, en man samt: „Ertu hætt að búa til lög á píanóið?" „Búa til lög? Hvenær bjó ég til lög?“ Hann bjó til samtöl í leikritum sínum um samtíðina, sem enginn okkar hafði heyrt í alvörunni, en við þekktum þó öll sem okkar samtöl. Þetta var hann sjálfur, eins og ég mun alltaf muna hann, kíminn, glettinn og íbygginn, með árvekni þess, sem skoðar og geymir. Litríkur þráður í æviminningum, sem ekki er hægt að gleyma. Við Jökull endurnýjuðum bernskuvináttu fyrir 10 árum, þegar við fórum um götuna „okkar“ og bjuggum til um hana útvarpsþátt. Þá rifjaðist upp fyrir okkur að við áttum margvíslegar sameiginlegar minningar um hornaboltaleiki, kapphlaup og gagnmerka menningarstarfsemi í barnahópnum neðst á Asvallagöt- unni. Jökull var gestkomandi í götunni, skrýtinn rauðhærður strákur nýkominn utan úr ógur- lega fjarlægum heimi, sem hét Kanada, í heimsókn hjá Eysteini föðurbróður sínum uppi á horni. Og eins og gefur að skilja kom hann færandi hendi. Hann kenndi okkur hvernig ætti að búa til bíó. Maður átti að teikna ótal margar myndir á renninga, sem hægt var að fá í Gútenberg, og láta þær síðan renna mátulega hratt í gegnum ramma. Við þessa skap- andi framleiðslu var hægt að dunda sér tímunum saman. A þessum slóðum stigum við líka sameiginlega fyrstu spor okkar í tengslum við leiklistina. Þannig var háttað húsakynnum hjá okkur öllum í götunni, að það var rennihurð á milli borðstofu og dagstofu. Aldrei var haldin svo afmælisveizla, að litlu krakkarnir væru ekki settir á stóla borðstofu- megin, fyrir luktum rennidyrum, en við eldri fulltrúar listanna tíndum á okkur hatta og kápur og skóhlífar úr ganginum, drógum síðan frá með dramatískum til- þrifum og lékum af hjartans lyst í setustofunni fyrir heimsins þakklátustu áhorfendur. I þá tíð var ekki til siðs að skrifa leikritin fyrst, heldur lék hver og sagði það sem andinn innblés honum hverju sinni, með dýfum og bakföllum eins og í alvöruleikhúsi. Hitt kom ekki fyrr en seinna, — og þá í hlut Jökuls í svo ríkum mæli. Öll leikrit Jökuls standa okkur, sem kynntumst þeim, lifandi fyrir hugskotssjónum, eins og maðurinn sjálfur. Það var gaman að vera ungur og vitni að upphafinu, „Pókók“, henda þar á lofti gaman- samt nýyrðið „gengilbeina" og nota það eins og góða gjöf í samræðum, sjálfum sér til fram- dráttar til að vera fyndinn. Síðar að sjá, með árvissu millibili „Hart í bak“, „Sjóleiðina til Bagdad“, „Sumarið 37“, „Kertalog", „Klukkustrengi" og heyra ótal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.