Morgunblaðið - 03.05.1978, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978
Hverfafundir borgarstj óra... Hverfafundir borgarst j ór a...
„Starfsemi heilsugæzlustöðva í Reykjavík hófst á þessu
kjörtímabili meö heilsugæzlustööinni hér í Arbæjarhverfi,“
sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri, m.a. er hann
fjallaði um heilhrigðismál í ræðu sinni á fyrsta
hverfafundinum með íbúum Arbæjar- og Seláshverfis á
laugardag, en fundurinn var haldinn í félagsheimili
rafveitunnar við Elliðavatn. Milli 50 og 60 manns komu á
fundinn. Fundarstjóri var Jóhannes Óli Garðarsson,
framkvstj., og fundarritarar Sigrún G. Jónsdóttir
skrifstofumaður og Gylfi Konráðsson blikksmiður. Að
lokinni ræðu borgarstjóra beindu fundarmenn til hans
fyrirspurnum og fara þær og svör borgarstjóra hér á eftir.
Gangstétt
með Tunguhálsi
Magnús Pálsson beindi fyrstu
fyrirspurninni til borgarstjóra;
hvort ekki væri hægt að leggja
gangstétt með Tunguhálsi milli
Hraunbæjar og Bæjarháls og
græða upp landið þar í kring.
Einnig benti Magnús á að það
þyrfti að laga til í kringum
vörubílastæðin, þar sem rof eru og
mold rynni úr niður á bílastæðin
fyrir neðan. Borgarstjóri kvaðst
mundu láta athuga með lagfær-
ingu á vörubílastæðunum, en
gangstéttarlagning með Tungu-
hálsi væri ekki á framkvæmda-
áætlun þessa árs. „En rétt er að
vita, hvort skipulag myndi gera
ráð fyrir því að þarna komi
gangstétt," sagði borgarstjóri.
Lagfæring
á sparkvelli
Einnig spurði Magnús Pálsson,
hvort ekki væri hægt að laga
eystri sparkvöllinn, sem er við
Rofabæ. Hafði Magnús það eftir
Jóni Margeirssyni, knattspyrnu-
byggja bílskúra þarna. „Sannleik-
urinn er sá,“ sagði borgarstjóri,
„að ég geri mér grein fyrir því að
það hefur tekið allt of langan tíma
að aðilar fengju formlegt svar við
þessu erindi. Ástæðan er sú, að
það hefur nokkuð staðið í skipu-
lagsmönnum að heimila bílskúrs-
byggingar þarna. En mér er ljóst
að það þarf að reyna að hrökkva
eða stökkva í þessu máli, þannig
að menn geti allavega fengið svar
og viti hvar þeir standi."
Magnús Pálsson. Gísli Bald-
vinsson og Jóhann Jónsson
spurðu um fyrirhuguð umferðar-
ljós á gatnamótum Höfðabakka og
Vesturlandsvegar. „Þessi ljós
verða sett upp í sumar," svaraði
borgarstjóri. „Við reiknum með að
setja upp götuljós á þremur
stöðum í sumar og þetta er einn
af þeim.“
Sundlaugin
við skólann
Aðalheiður Sigurjónsdóttir
spurði hvort möguleiki væri á því
að almenningur fengi að nota
sundlaugina í skólanum yfir
Birgir ísleifur
Gunnarsson, borgar-
stjóri, flytur ræðu
sína á fyrsta hverfa-
fundinum á laugar-
dag. Ljósm. Mbl:
ÓI.K.M.
inum þetta erindi og spurði, hvort
einhverjar breytingar væru fyrir-
hugaðar á grundvelli farþegataln-
ingar. Borgarstjóri svaraði því til,
að á sinum tíma hefðu Ártúns-
höfðasamtökin sett fram mjög
ákveðna kröfu um strætisvagna-
ferðir, „sem urðu til þess að
Árbæjarvagninn gengur nú þarna
niður eftir í öllum sínum ferðum.
Reynslan er nú sú, að þessi
þjónusta er mjög lítið notuð nema
af fólki á leið í og úr vinnu og því
er stefnt að því að fella niður
kvöld- og helgarferðir til að byrja
með 1. júní. Síðan er hugsanlegt að
eitthvað verði dregið úr þessum
strætisvagnaferðum enn. Um það
vil ég þó ekkert fullyrða og við
höfum gefið loforð um samráð við
Ártúnshöfðasamtökin um þessi
mál.“
Síðasta fyrirspurn Gísla Bald-
vinssonar var á þá leið, hvað liði
gerð skilta til merkinga í Elliðaár-
dalnum, en því máli hefði hann
hreyft á fyrri hverfafundi borgar-
stjóra í Árbæjar- og Seláshverfi.
Borgarstjóri kvaðst vilja benda á
þetta atriði sem dæmi um það „að
svona fundir um borgarmálin geta
haft sitt að segja. Betur sjá augu
en auga og ég minnist þess að Gísli
benti á þetta atriði; að koma upp
merkingum á örnefnum við Elliða-
árnar. Ég held mér sé óhætt að
Félagsmiðstöðin í Árbæ ætti að
verða fullbúin fyrri hluta 1980
Fundarstjóri og fundarritarar á hverfafundinum meö
íbúum Árbæjar- og Seláshverfis; Jóhannes Óli Garðars-
son, Sigrún G. Jónsdóttir og Gylfi Konráösson.
þjálfara yngstu flokka Fylkis, að
völlurinn væri ónothæfur öðru vísi
en að sett yrði á hann sandlag. „Nú
er völlurinn þakinn brunagrjóti,"
sagði Magnús. Borgarstjóri sagði,
að hann hefði áður fengið ábend-
ingu um að völlurinn væri þaö
stórgrýttur, að hann jafnvel skap-
aði hættu. „Ég held að það sé
nauðsynlegt að laga þetta og bera
ofan í þennan völl og ég skal koma
því á framfæri við þá, sem með
þau mál hafa að gera,“ sagði
borgarstjóri.
Bílskúrar
norðan við
Hraunbæinn
Magnús Pálsson og Jóhann
Jónsson spurðu, hvort leyft yrði að
byggja bílskúra norðan við Hraun-
bæ, á beltinu milli Hraunbæjar og
Bæjarháls. Borgarstjóri kvaðst
minnast þess að sennilega væru
um 2 ár síðan erindi frá íbúum
Hraunbæjar hefði borizt þess
efnis, hvort mögulegt væri að fá að
Brúin yfir
Elliðaárnar
verður
næsta stofn-
brauta-
framkvæmd
sumartímann. Borgarstjóri svar-
aði á þessa leið: „Sannleikurinn er
sá, að þessar skólasundlaugar eins
og í Árbæjarskóla þola ekki það
álag sepi almenningsnotkun að
sumarlagi yrði.
Það hefur hins vegar verið reynt
að nota þessar sundlaugar til þess
að halda sundnámskeið fyrir börn
og unglinga yfir sumartímann.
Jafnframt hefur þessi sundlaug
verið sérstaklega notuð fyrir
fatlaða og hefur verið komið fyrir
sérstökum útbúnaði til þess að
auðvelda fötluðum að stunda sund
í þessari laug, og það mun að
sjálfsögðu halda áfram í sumar.
En ég geri mér ekki vonir úm að
hægt verði að opna sundlaugina
fyrir almenning í sumar frekar en
endranær."
Dagvistunaróskir
forgangsflokka
uppfylltar á
næstu 4—5 árum
Gísli Baldvinsson spurði, hvað
biðlisti þeirra barna, sem bíða
dagvistunar á vegum borgarinnar,
væri langur og hvort stefnt væri
að því í náinni framtíð að fuli-
nægja þörfum forgangshópa.
Borgarstjóri kvaðst vonast til
þess, að unnt yrði að haga
framkvæmdum í dagvistunarmál-
um þannig á næstu 4—5 árum að
þá yrðu komin það mörg rými „að
unnt verði að öllu leyti að uppfylla
óskir forgangsflokkanna". Borgar-
stjóri sagði, að síðustu tölur, sem
hann hefði um biðlista væru 476
börn á biðlista dagheimilis og 1234
börn á leikskólabiðlistum. „Þessar
tölur sveiflast að sjálfsögðu upp og
niður," sagði borgarstjóri. „En
þær sýna þó stærðargráðuna, sem
um er að ræða.“
Þá spurði Gísli Baldvinsson
einnig um það, hvernig leysa ætti
skólahúsnæðisvandann þegar
nemendur færu að koma úr
Selásnum. Borgarstjóri sagði, að
gert væri ráð fyrir því að hýsa þá
nemendaaukningu, sem fylgir nýju
Umferðar-
ljós: Höfða-
bakki/Vest-
urlands-
vegur, koma
upp í sumar
Selásbyggðinni, með lausum
kennslustofum við Árbæjarskóla
„meðan sú bylgja gengur yfir, því
við höfum reynslu fyrir því að
barnafjöldi gengur niður svo
ótrúlega fljótt og þess vegna er
talið fjárhagslega hagkvæmast að
leysa þetta á þennan veg.“
Gísli spurði einnig, hvenær
áætlað væri að félagsmiðstöðin
yrði tekin í notkun og sagði
borgarstjóri að samkvæmt verk-
samningi ættu verktakar að skila
húsinu fokheldu á næsta ári.
„Væntanlega verður þá fljótlega í
beinu framhaldi unnið að frágangi
hússins og svo ekki sé nú fullyrt
of mikið tel ég að félagsmiðstöðin
ætti að verða fullbúin fyrri hluta
árs 1970.“
Fyrir nokkru barst borgarstjóra
bréf frá félagi ungra manna í
Árbæjarhverfi, þar sem bent var
á að strætisvagnaferðir „niður
Höfðann“ kæmu niður á þjónust-
unni við íbúa Árbæjarhverfis.
Gísli Baldvinsson ítrekaði á fund-
segja. að þá hafi þessi hugmynd
fæðzt". Um framkvæmdir sagði
borgarstjórinn, að hann hefði
strax tekið málið upp við um-
hverfismálaráð sem síðan hefði
unnið að því í samvinnu við
rafmagnsveiturnar. „Nú er svo
komið að undirbúningsstarf er
langt komið og verður byrjað að
setja upp skilti í vor og er ráðgert
að uppsetningu verði lokið í
ágúst.“ Borgarstjóri lét ganga
meðal fundarmanna tillögur að
skiltunum og sagði, að ætlunin
væri að setja upp tvö stór skilti við
Elliðaárnar, sem lýstu sögu Elliða-
árdalsins og öllum helztu örnefn-
um og einnig verða sett upp
nafnaskilti við sérstaka staði.
Jón II. Guðmundsson og
Jóhann Jónsson spurðu hvað liði
brúargerð yfir Elliðaár og fram-
lengingu á Höfðabakka yfir í
Breiðholtshverfin. Borgarstjóri
hafði getið þess í ræðu sinni í
upphafi fundar að þessi fram-
kvæmd yrði næsta stofnbrauta-
framkvæmd á vegum borgarinnar.
Upplýsinga-
skilti og veg-
vísar sett
upp í Elliða-
árdalnum
í sumar