Morgunblaðið - 03.05.1978, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiósla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvín Jónsson
Aöalstrætí 6, sími 10100.
Aöalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. á mónuöi innanlands.
í lausasölu 100 kr. eintakiö.
Atvinnumál Reykjavíkur
og minnihlutaflokkarnir
Tillögur Birgis ísl. Gunnarssonar borgarstjóra um atvinnu-
uppbyggingu í höfuðborginni á næstu árum voru samþykktar
í borgarstjórn Reykjavíkur í síðustu viku. Þessi samþykkt á
vafalaust eftir að hafa mikil áhrif á þróun atvinnulífsins í
Reykjavík svo og þær umræður, sem spunnizt hafa á undanförnum
mánuðum um atvinnumál höfuðborgarinnar. Þær umræður hafa
undirstrikað þá mismunun, sem orðið hefur milli Reykjavíkur og
landsbyggðarinnar. Væntanlega mun meiri jöfnuður ríkja í
framtíðinni.í dreifingu fjármagns milli einst?d<ra byggðarlaga þ.á
m. til Reykjavíkur.
Borgarstjóri vakti athygli á mismunandi afstöðu minnihluta-
flokkanna í borgarstjórn til atvinnumála Reykvíkinga í umræðum
á borgarstjórnarfundinum. Alþýðubandalagið fjandskapast við
framtak einstaklingsins, sem hefur átt mestan þátt í að byggja
upp atvinnulífið ' í Reykjavík. Þess í stað vill Alþýðubandalagið
opinbera forsjá í atvinnumálum Reykvíkinga. Sú afstaða fær
áreiðanlega ekki hljómgrunn meðal Reykvíkinga, hvorki hjá
Iaunþegum né þeim, sem byggt hafa upp atvinnurekstur.
Birgir ísl. Gunnarsson benti á, að framsóknarmenn mættu ekki
heyra minnzt á, að Reykjavík hefði ekki setið við sama borð og
aðrir landshlutar í fjárveitingum til atvinnuuppbyggingar.
Vafalaust vita borgarfulltrúar Framsóknarflokksins betur en þeim
er gert að fylgja þeirri flokkslínu, sem alla tíð hefur verið andsnúin
uppbyggingu í Reykjavík. Loks benti borgarstjóri á, að
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins virtist ekkert sjá til framdráttar
atvinnumálum Reykvíkinga annað en eflingu Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, sem vissulega er fyrirtæki, sem lagt hefur sinn skerf
að mörkum til atvinnumála Reykvíkinga.en þar þarf sannarlega
fleira til að koma.
Þessi afstaða minnihlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur
til atvinnumála höfuðborgarinnar sýnir í fyrsta lagi, að engum
þeirra er treystandi til þess að veita þá forystu í uppbyggingu
atvinnulífsins sem þörf er á og í öðru lagi að enginn þeirra treystir
á frumkvæði og framtak Reykvíkinga sjálfra.
Hverfafundir borgarstjóra
Um þessar mundir standa yfir hverfafundir borgarstjórans í
Reykjavík. Birgir ísl. Gunnarsson hefur ákveðið að efna til
sex hverfafunda víðs vegar um borgina til þess að kynna
borgarbúum það helzta, sem á döfinni er í málefnum borgarinnar
og svara fyrirspurnum fundarmanna um þau. Síðast efndi
borgarstjóri til slíkra hverfafunda fyrir tveimur árum og má segja,
að þeir séu orðnir fastur þáttur í starfi borgarstjóra.
Náið samband milli borgarbúa og þeirra, sem þeir fela yfirstjórn
sinna mála er mikilvægt en verður æ erfiðara í vaxandi samfélagi.
Hverfafundir borgarstjóra eru ein af þeim leiðum, sem hann hefur
valið til þess að efla þetta samband. Það kemur borgarstjóra og
borgarstjórn að gagni að því leyti, að hverfafundirnir veita
tækifæri til þess að kynnast helztu áhugamálum borgarbúa í
sambandi við framkvæmdir og aðra starfsemi. Um leíð veita
hverfafundirnir borgarstjóra tækifæri til að kynna fyrir
borgarbúum helztu framkvæmdir í viðkomandi hverfum.
Hverfafundir borgarstjóra hafa unnið sér fastan sess í
borgarlífinu og full ástæða er til að hvetja borgarbúa til þess að
notfæra sér þennan vettvang til skoðanaskipta við borgarstjóra.
Ætlar verkalýðshreyfingin
að hafna sáttum?
Iræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á dögunum hvatti Geir
Hallgrímsson forsætisráðherra til þjóðarsáttar, samheldni en
ekki sundrungar. Forsætisráðherra skýrði frá því, að hann hefði
ráðgast við ýmsa fulltrúa vinnuveitenda og verkalýðssamtaka um
viðhorfin í kjaramálum og efnahagsmálum og undirstrikaði að
raunhæfum endurbótum innan skynsamlegra marka á þeim
reglum, sem settar voru í kjölfar efnahagsráðstafana ríkisstjórn-
arinnar, mætti ekki hafna.
Það er því alveg ljóst, að ríkisstjórnin hefur rétt fram sáttahönd
í þeim deilum, sem nú standa yfir og lýst vilja sínum til þess að
koma á þjóðarsáttum. Svar formanns Verkamannasambands
Islands er að lýsa yfir enn einu „banni" — nú er það bann við
innflutningi á olíu um skeið. Það er orðið tímabært, að
forystumenn verkalýðssamtakanna gefi til kynna, hvort þeir séu
tilbúnir til sátta — eða hvort þeir ætla að stefna þjóðfélaginu út
í enn eitt stríð, sem enginn vill, nema kannski þeir sjálfir.
alfort eáginn
f i I! XM''
Bjarni Jakobsson formaður Iðju í
ræðustól á Lækjartorgi.
Frá fundi verkalýðsfélaganna á Lækjartorgi. Ljósmyndir Mbl. Ól.K.M.
1. maí hátíðar-
höld í vorblíðu
Hátíðahöld 1. maí í Reykjavík fóru fram í góðu veðri og
var fjölmenni í göngum dagsins og á útisamkomum.
Göngumenn báru kröfuspjöld þar sem vakin var athygli á
ýmsum baráttumálum, en nokkur þúsund manns munu hafa
sótt hátíðarhöldin í miðbænum.
„Kúbanskir málalið-
ar varpa napalmi úr
sovézkum flugvélum”
- segir Eritreumaðurinn Berhanu
Kifle, sem er í heimsókn hér á landi
HÉR Á landi er nú staddur Eritreumaður, flóttamaður
er búsettur er í Noregi, en hann er hér í boði
Verkalýðsblaðsins og Einingarsamtaka kommúnista.
Tók hann m.a. þátt í fundi samtakanna hinn 1. maí
og verður í kvöld, miðvikudagskvöld, ræðumaður á
fundi samtakanna í Félagsstofnun stúdenta. Ræðir
hann þar um ástandið í Eritreu, en fundurinn hefst
kl. 20.30.
Berhanu Kifle sagði að
Eritrea hefði verið viður-
kennd af keisurum Eþíópíu
sem landfræðilega og pólitískt
sjálfstætt og myndaði áin
Belesa landamæri ríkjanna,
sem sýndi að Eritrea hefði
aldrei verið hluti af Eþíópíu.
Vegna legu landsins hefði það
orðið að þola innrásir þeirra
er vildu stjórna landinu og
verzlunarsiglingum á Rauða
hafinu, en þjóðin hefði alltaf
risið upp til varnar og svo
væri enn. Sagði Berhanu Kifle
að bæði Tyrkir og Egyptar
hefðu hernumið landið og að
lokum hefði Sameinuðu þjóð-
unum verið falin forsjá lands-
ins og framtíð, sem hefðu
síðan þvingað það undir keis-
ara Eþíópíu fyrir frumkvæði
Bandaríkjanna.
— Frelsisfylking Eritreu,
ELF, hefur berizt gegn yfir-
ráðum annarra þjóða
Berhanu Kifle flytur
kommúnista 1. maí.
Ljósm. Ól.K.M.
mál
fundi Einingasamtaka
landinu, sagði Berhanu Kifle,
og höfðum við notið aðstoðar
frá Súdan og öðrum ná-
grannaríkjum og hergögn
fengið að mestu sem herfang.
Þrátt fyrir skort á lyfjum
veitum við fullnægjandi heil-
brigðisþjónustu, en í dag eru
í landinu 50 spítalar og eru
íbúar alls um 4 milljónir. í
dag ráðum við 98% lands
okkar en fasiska herforingja-
stjórnin ásamt stuðnings-
mönnum sínum sovésku
heimsavaldasinnunum og
kúbönsku málaliðunum, hefur
hafið sókn á hendur Eritreu-
mönnum og eykur flugher
Eþíópíu stöðugt loftárásir
sínar á frelsuðu svæðin.
líúbanskir málaliðar fljúga
sovézkum flugvélum sem
varpa niður ísraelsku napalmi
og skotmörkin sem þeir verja
eru skólar, sjúkrahús; börn og
gamalmenni verða harðast úti
því að vopnfærir karlar og
konur taka þátt í baráttunni
gegn innrásaröflunum. í ræðu
sem Berhanu Kifle hélt á
útifundi Einingarsamtaka
kommúnista sagði hann m.a.
að byltingin í Eritreu hefði
fyrst orðið til að afhjúpa þá
kúgun sem alþýða Eþíópíu
yrði að þola og sagði að hin
svokallaða sósíaliska ríkis-
stjórn Eþíópíu væri það í orði
en fasísk í verki og ætti hún
ekki grundvöll sinn í stuðn-
ingi alþýðu landsins. Hann
sagði einnig að eritreska
þjóðin myndi ekki láta neitt
afl brjóta á bak aftur bylting-
una, sem væri bylting fjöldans
og að þjóðin myndi verjast til
síðasta manns.