Morgunblaðið - 03.05.1978, Page 22

Morgunblaðið - 03.05.1978, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978 MORGUNBLAÐIÐ RÆÐIR VIÐ GUNNAR EINARSSON, LEIKMANN ÍSLANDSMÓTSINS í HANDKNATTLEIK, OG BJÖRN JÓHANNESSON, MARKAKÓNG 1. DEILDAR ,, E r á kveð i n n í að standa mig enn beturí Danmörku" — ÞAÐ hefur farið mikill tími í handknattleikinn og oft hefur þetta verið erfitt fyrir fjölskylduna, en ég sé alls ekki eftir þeim tíma. Ég hef haft tækifaeri til að ferðast mikið erlendis og félagarnir sem maður eignast í gegnum íþróttastarf eru fjölmargir. Sá sem þetta mælir er handknattleiksmaðurinn kunni, Gunnar Einarsson, sem varö leikmaður íslandsmótsins í handknattleik sem rétt er nýlokið. f því tilefni og vegna þess að Gunnar heldur utan í vikunni til Danmerkur til búsetu varð Gunnar við þeirri bón að svara nokkrum spurningum um íþróttaferil sinn. — Á unglingsárunum í Hafnarfirði fékk ég strax áhuga á handknattleik og byrjaöi ég fyrst að leika með FH og þá sem útspilari í 4. flokki. Hinn góði árangur meistaraflokks FH vakti áhuga flestra sem fylgdust með íþróttum. Á þessum árum lék ég mér mikið með þeim kunnu handknattleiksbræðrum Ólafi Einarssyni og Gunnari Einarssyni, þeir voru alltaf áð skjóta á mark og vantaði tilfinnanlega markmann svo að ég var settur í markið og þar hef ég haldið mig síðan. Ég gekk yfir í Hauka og lék með þeim í þriðja flokki og hef ávallt leikiö meö þeim síöan, og leikir mínir með meistara- flokki eru nú orðnir í kringum 230. Félagslífið í Haukum hefur verið mjög gott og skemmtilegt en samt enginn vetur veriö jafn líflegur og síðastliöinn vetur, sagöi Gunnar. Þrátt fyrir að okkur tækist ekki að sigra í neinu móti megum við vel una við þann árangur sem liðið náði, í því eru ungir menn sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíöinni. Það sem varð okkur helst að falli í vetur að mínu mati var hversu slakur varnarleikur liösins var, en svo ber að líta á að þeir ungu menn, sem eru í liðinu, eiga eftir aö öölast reynslu og fá meiri hörku og eVég bjartsýnn á að þeir eigi eftir aö færa Haukum íslands- meistaratitil áöur en langt um líður. — Það er geysilegur munur á að leika með landsliði eða félagsliöi, segir Gunnar, ég hef leikið alls 53 landsleiki en oft hef ég þurft aö sýna mjög mikla þolinmæði því að tveir góðir markmenn voru þá oft meö mér í liðinu, þeir Hjalti Einarsson og Ólafur Benediktsson. Það eru um 30 landsleikir sem ég hef þurft aö sitja á bekknum og horfa á og það hefur oft verið erfitt. — Það var fyrst vorið 1973 sem ég var valinn og kom það mér á óvart, en ég öölaöist strax mikla reynslu í aö leika viö erlend lið og margir eru leikirnir mjög eftirminni- legir, en þó líklega enginn eins og landsleikurinn sem háöur var hér heima á móti Frökkum 1974. Við uröum aö sigra í leiknum meö átta marka' mun til að komast í loka- keppni hejmsmeistarakeppninnar. Þaö tókst og ég man ekki eftir jafnmiklum fagnaöarlátum áhorf- enda en er þeir Axel og Geir voru að raða inn mörkum á Frakkana. löulega hefur mér gengið betur í landsleikjum erlendis heldur en hér heima, þaö hefur alltaf valdið hjá mér einhverju sálarstríði þegar áhorfendur hafa kailaö „inn á meö Óla Ben“ þegar ég hef verið í markinu. Það hefur jafnvei heyrst þó aö hann hafi ekki verið í liöinu, og mér hefur fundist sem mér væri ekki treyst. Af þeim erlendu leikmönnum sem ég hef leikið á móti er Klempel sá pólski einna erfiöastur, hann hefur lag á aö hanga í loftinu og koma markmanninum úr jafnvægi áður en hann lætur skotið ríða af. Af íslenzkum leikmönnum er Ólafur Einarsson sá erfiðasti, en þetta er ábyggilega mjög misjafnt eftir markvörðum. Ég hef til dæmis alltaf átt gott með að verja frá stjörnu íslenzka handknattleiksins, Geir Hallsteinssyni. Auðvitað reyna skot- menn aö læra á markmennina og því er haldið fram, að það sé betra að skjóta á mig vinstra megin. í heimsmeistarakeppninni í Dan- mörku skutu Danirnir tvívegis í röð í vítaköstum til vinstri við mig, sjálfsagt eftir fyrirmælum þjálfarans, en ég varði þau bæði. — Ég er þó ekki frá því, aö mér gangi verst að verja þau skot sem koma í vinstra horn marksins uppi og hef ég reynt að bæta markvörslu mína þar. Eg hef æft sérlega vel þetta keppnistímabil sem nú er lokið og er ánægöur með útkom- una. Leikirnir voru hver öðrum skemmtilegri en þó er fyrri leikurinn við Val sá bezti. Þá tókst mér að verja fimm vítaköst og hvert lang- skotið af öðru. Verst þykir mér hve okkur gengur illa á móti erkifjendum Hauka, FH, og held ég einna helzt að við séum með einhverja minni- máttarkennd gagnvart þeim. Þó skal ég viðurkenna, að þeir hafa serlega leikreyndum spilurum á að skipa sem hafa seiglast ótrúlega. Einna erfiðast finnst mér þó að leika á móti KR og Víking. — í vikunni held ég til Danmerkur og mun leika með Árhus KFUM næsta keppnistímabil og er ég ákveöinn í að standa mig enn betur en með Haukunum. Þeir hafa gert mér gott tilboð, útvegað mér vinnu, húsnæði og ýmis hlunnindi og fæ ég einnig nægan tíma til æfinga. Ekki er hægt að segja annaö en að þetta séu viðbrigði, þar sem hér heima hef ég þrælaö í allt að 12 stundir á sólarhring jafnframt því sem ég hef veriö að æfa íþróttir. Mín skoöun er sú, aö það verði að gera meira fyrir afreksmenn í íþróttum hér á landi ef stöðnun á ekki eftir að eiga sér stað. — Allur sá tími, sem íþróttamenn fórna eingöngu ánægjunnar vegna, bitnar um of á fjölskyldunni, sagöi Gunnar að lokum. — Þr. „Það fylgirþví sérstöktilfinning að skora mark" MARKHÆSTI maður íslandsmótsins í handknattleik, sem nýlega er lokið varð Björn Jóhannesson, Ármanni. Viö ræddum við Björn í lok mótsins og báðum hann aö segja okkur í táum oröum frá áliti sínu á framkvæmd mótsins og handknattleiksferli sínum í stórum dráttum. Fer viðtalið hér á eftir. — Handknattleiksferill minn hófst þegar ég var 12 ára gamall. Þá æxlaöist þaö þannig til, aö heill bekkur í Vogaskóla, þar sem ég stundaði þá nám, fór á handknatt- leiksæfingu í gamla Hálogalands- bragganum og ég slóst að sjálf- sögðu í hópinn og hef loðað við þetta síðan. Þetta var á æfingu hjá Ármanni og í því félagi hef ég ávallt verið síðan og hef nú leikið með meistaraflokki Ármanns í 11 ár, þannig að segja má, aö ég sé enginn nýgræöingur í þessu. Ég hef Ifka átt því láni aö fagna aö vera undir stjórn ágætra þjálfara allan þennan tíma en oftast hafa þeir Davíð Jónsson og Alfred Nábye verið með þá flokka sem ég hef leikið með, og staðiö sig með prýði. Leikir mínir með meistaraflokki eru nú í kringum 220 alls, þá hef ég leikiö 7 unglingalandsleiki og var í unglingaliöinu sem tókst aö sigra í Norðurlandameistaramótinu 1971, og er þaö í eina skiptiö sem ísland hefur sigraö á Noröurlanda- meistaramóti unglinga. — í vetur vorum við í Ármanni frekar óheppnir í 1. deild og var margt sem gerði það að verkum. Eitt var þaö aö æfingaaðstaðan var slæm, við misstum oft þá æfinga- tíma, sem liðið átti að hafa í Laugardalshöllinni, vegna kapp- móta og fyrir áramót höfðum við til dæmis einn tíma til afnota. Þá háðu meiösli leikmönnum okkar verulega og iöulega vantaöi einn eöa fleiri í liðið. Smátt og smátt seig því á ógæfuhliðina og síðari leikurinn við Víking, sem við töpuðum 21 — 18 eftir að hafa komist í yfirburöa- stöðu, 9—2, breytti viðhorfinu til mótsins og fall niður í 2. deild varð ekki umflúið. Þetta tímabil varð samt dýrmæt reynsla fyrir hina ungu menn, sem í liðinu spila. og það verður ekki langt þar til Ármann leikur í 1. deild aftur. Þaö má segja að við séum nú að byggja upp nýtt liö. Flestir yngri leikmenn liðsins eru nýfarnir að leika með meistaraflokki og er mikils að vænta af þeim í framtíðinni. Strákar eins og Jón V. Sigurðsson, Pétur Ingólfsson og Friðrik Jóhannsson o.fl. verða sterkir handknattleiksmenn þegar fram í sækir. Þeir hafa verið alla yngri flokkana í Ármanni og það tel ég vera mikilvægt. Ég tel óæskilegt að skipta um félög vegna félagsand- ans, það getur tekið langan tima aö komast inn í félagsskap sem hefur myndast á mörgum árum og í gegnum marga flokka í íþróttum. — Þá finnst mér tíðarandinn hafa breytzt of mikið, menn eru farnir að hugsa of mikiö um sjálfa sig en ekki félagiö, þeir veröa aö læra aö skilja aö félagið eru þeir sjálfir. í dag hugsa of margir hvaö getur félagiö gert fyrir þá en ekki hvað þeir geti gert fyrir félagiö. Þetta er mín reynsla eftir að hafa starfaö töluvert að félagsmálum jafnframt því að leika handknattleik. Of mikill tími þeirra sem að félagsmálunum starfa fer í að betla peninga til starfsem- innar og of oft er þetta meira og minna vanþakkaö. Nú eftir að áhorfendum að íslandsmótinu fór aö fækka svo verulega eins og raun ber vitni þá minnka tekjur deildanna til muna og ég hef alltaf verið á móti því að slíta Islandsmótiö í sundur eins og gert hefur verið nú í tvö ár. Það er alger forsenda að mótið hafi altan forgang til aö viöhalda áhuga fólksins en raunin hefur verið sú, að það er ekki aöeins slitiö í sundur heldur er sífellt verið aö fresta leikjum og mótanefnd í vetur hefur alls ekki staöiö sig sem skyldi. Ég hef einnig verið að dæma í vetur og fundið, að þetta hefur einnig haft áhrif á störf dómara, áhugi þeirra hefur minnkað verulega viö það að alltaf er veriö aö hringla til meö leikina. Gott skipulag á Islandsmót- inu meö góöum stíganda er líklegast til að vinna aftur áhuga fólksins. Það er nægur efniviöur hér á landi og ég tel aö þaö ætti ekki aö hafa nein áhrif þó aö nokkrir leikmenn leiki erlendis. Fólkið er hins vegar vant góðum handknattleik og gerir því miklar kröfur. — Ég er ekki á þeirri skoöun að fækka eigi liöum í 1. deild. Breiddin er nægileg til aö hafa þar 8 liö. Stefnu gagnvart landsliöinu þarf hins vegar að breyta og tvímæla- laust verður aö huga meira að unglingastarfinu líkt og gert er hjá KSÍ. — Mér finnst sjálfsagt að ráða erlenda þjálfara þó svo ég telji það ekki allra meina bót. Það er hins vegar Ijóst að þeir eiga betra með aö halda aga og hafa þaö einna helst fram yfir íslenska þjálfara. Aö lokum báöum viö Björn að segja okkur frá því hvernig hann færi að gera öll þessi mörk. — Ég hef ekki neina sérstaka formúlu fyrir markaskorun og í vetur reyndi ég ekki aö vera í neinu markaupphlaupi. Ég spila fyrst og fremst fyrir liðiö en ekki sjálfan mig enda var ekki lögð nein sérstök áhersla á aö gera mig markhæstan, en hins vegar tók ég flest öll vítaköst liösins og þaö hjálpar upp á. Það fer eftir ýmsu hvenær maður reynir skot í leikjum og að sjálf- sögðu bíður maður eftir sem bestu skotfæri þó að oft vilji brenna viö, að reynt sé of fljótt, einkum þegar maður er orðinn þreyttur og er ekki vel upplagður. Ég geri ekki mikiö af því aö skoða markmennina nema helst í sambandi við vítaköstin. Þá reynir maður að sjá út handahreyf- ingar og fótaburð markmannsins. Erfiðasti markmaður sem ég leik á móti er Gunnar Einarsson í Hauk- um. Þaö er erfitt að eiga viö hann í vítaköstum jafnt sem langskotum Þaö er alltaf ánægjulegt aö sjá knöttinn fara í netiö og vissulega má segja aö því fylgi viss tilfinning. Þr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.