Morgunblaðið - 03.05.1978, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978
Knattstöðvun — móttaka knattar
Að taka sér stöðu gagnvart aðsvífandi
knetti og ná fullkomnu valdi yfir honum
(knattvald) getum við haft sem skilgreiningu
á knattstöðvun — móttöku knattarins.
Þannig aðstæður koma oft upp í leiknum,
að við erum ekki fær um að senda knöttinn
viðstöðulaust frá okkur eftir að hafa fengið
sendingu frá samherja. Ástæðan fyrir þessu
getur m.a. verið sú, að þaö sé of erfitt
tæknilega séð eða jafnvel ótímabært á því
augnabliki sem leikmaöurinn fær knöttinn.
Hér verðum við því að stöðva hann — ná
fullkomnu valdi yfir honum, eða það sem
æskilegra er, að halda áfram með hann á
hreyfingu okkar upp völlinn. Að stöðva
knöttinn algerlega höfum við sjaldnast tíma
til og er ekki æskilegt í nútíma knattspyrnu,
því mótherjinn er þegar mættur — hann
sækist einnig eftir knettinum og sem meira
er, að ná yfirhöndinni við stjórnun hans, og
einnig það að ef við stöðvum knöttinn
algerlega í hvert skipti sem við fáum hann
komum við til með að stöðva leikhraða
liðsins á óheppilegum tímum.
Móttaka knattar er eitt af mikilvægustu
atriðum í tækni knattmeðferðar. Hver sá
sem ætlar að ná langt á knattspyrnusviðinu
þarf því að ná góðum tökum á grundvallar-
atriðum varðandi móttöku knattarins.
Grundvallarframkvæmd
knattstöðvunar
Leyfilegt er að framkvæma knattstöðvun
með öllum hlutum líkamans að undanskild-
um örmum og höndum. Tæknin við móttöku
knattarins er í rauninni alltaf sú sama, sama
meö hvaða líkamshluta hún er framkvæmd.
Sá líkamshluti sem við ætlum að nota er
færöur á móti aðsvífandi knetti. Á því
augnabliki er snerting knattarins á sér stað
við líkamshlutann færist hann aftur samfara
hreyfingu knattarins, og við það tökum við
ferðina af honum. Þessari hreyfingu getum
við líkt við það að knötturinn lendi á teygju
eða gúmíbandi. Því slakari sem vöðvarnir
eru og hreyfingin í heild er mýkri verður
eftirgjöfin meiri. Verið því mjúkir og
afslappaðir þegar þið takið á móti knettin-
um. *
í stórum dráttum eru hreyfingar við
móttöku knattarins gagnstæðar hreyfingum-
viö spyrnu knattarins:
1. Staða leikmanns gagnvart knettinum.
2. Framsetning líkamshluta.
3. Snerting við knöttinn.
Dregid hjá
FYLKI
DREGIÐ hefur verið í happdrætti
handknattleiksdeildar Fylkis og
komu eftirtalin númer upp. Nr.
5492 sólarlandaferð, nr. 2011
sólarlandaferð, nr. 6754
Toyota-saumavél, nr. 7665 djúp-
steikingarpottur, nr. 6881
hraðgrill, nr. 6026 steikarpanna og
nr. 8336 vöruúttekt í Hólasporti.
HM
í
K
N
A
T
T
- S
P
Y
R
N
U
Knatt-
spyrnu-
þættir
Janus GiiOlaui^sson tók saman
4. Eftirgjöfin — stöðvunin.
Skýringarmynd 42, knattstöðvun innan-
fótar, sýnir okkur m.a. stöðvunina í stórum
dráttum og þá sérstaklega eftirgjöf fótarins
(punktalínan niður á við).
Við skulum þá líta á helstu knattstöðvanir:
a) Knattstöðvun innanfótar
b) Knattstöðvun með il.
c) Knattstöðvun með utanverðum fæti
d) Knattstöðvun með rist
e) Knattstöðvun með læri
f) Knattstöðvun með brjósti
g) Knattstöðvun með höfði
Við höfum einnig nokkrar knattstöðvanir
til viðbótar með öðrum líkamshlutum, en
vegna lítillar notkunar og ekki mikils gildi tel
ég ekki ástæðu að fara í þær.
Knattstöðvun innanfótar
1. Tær jafnvægisfótar (sá fótur sem við
stöndum í) snúa að aðsvífandi knetti.
Fóturinn er mjúkur og fjaðrandi í hnélið.
2. Leikfóturinn (sá fótur er sér um
snertingu við knöttinn) er snúinn út í
mjaðmalið, lítið eitt boginn í hnélið. Þannig
er hann settur fram gegn knettinum. Um leið
og knötturinn nemur við fótinn, er hann
dreginn mjúkt og létt til baka.
3. Bolurinn hallar lítið eitt fram þegar
jarðarknettir eru stöðvaöir, en er nokkuð
uppréttur, þegar háir knettir eru stöðvaðir.
Armarnir hjálpa til viö jafnvægið. Sjóninni
er beint að knettinum. Mynd 42 hjálpar
okkur að skilja grundvallaratriðin betur.
Stöðvunin æfð
1. Hreyfingarnar marg endurteknar án
knattar.
2. Knetti velt (spyrnt) rólega til leikmanns
sem framkvæmir stöðvunina. Reynt skal
að láta knöttinn loða við fótinn þegar
eftirgjöfin á sér stað.
3. Hér er um sömu æfingu að ræða og 2,
en nú er spyrnt aðeins fastar til
leikmanns.
4. Nú stígum við á móti knettinum áður en
við stöðvum hann.
5. Leikmaöur æfir sig við dingul, sbr. mynd
43 sýnir. Hann spyrnir knetti innanfótar
og stöðvar hann síðan með sama fæti.
6. 2 og 2 saman og framkvæma innanfótar-
spyrnu og innanfótar knattstöðvun.
Komið aðeins á móti knettinum og eftir
stöðvunina að ýta knettinum aðeins á
Mynd 44
undan ykkur áður en þið sþyrnið.
Eftir að þið hafið náð góðum tökum á
þessum æfingum, getum við spreitt okkur
á innanfótarknattstöðvun hoppandi
knattar og innanfótar knattstöðvun á lofti.
Við fyrri aðferðina, eins og við sjáum á
mynd 44, verðum við að athuga vel að um
leið og knötturinn hoppar upp í fótinn,
gefum við mjúkt eftir svo hann missi ferðina
en hoppi ekki frá okkur. Við seinni aðferðina
gilda sömu grundvallaratriði og við knatt-
stöðvun innanfótar, athugið mynd 45, sem
sýnir okkur þessa knattstöðvun.
7. 2 og 2 saman. Annar kastar knetti þannig
að hann hoppi einu sinni. Þá stöðvar
hann knöttinn með mjúkri eftirgjöf, sbr.
mynd 44.
8. Sama æfing og 7, en nú köstum við
fastar og af lengra færi.
9. Mynd 46 sýnir okkur framkvæmd næstu
æfingu, en þar leggjum viö knöttinn strax
fyrir okkur, hægri eða vinstri fót, og
spyrnum síðan til félaga okkar.
10. Nú færum við okkur lengra í sundir
(10—15 m) og spyrnum með innan-
verðri ristarspyrnu (lyftum knetti) til
hvors annars og framkvæmum áður-
nefnda stöðvun. Framkvæmið nú síð-
ustu æfingarnar (6—10) á sama hátt
með innanfótar knattstöðvun á lofti.
/ \
Mynd 43 Mynd 46
Knattstöðvun með il
1. Jafnvægisfæti snúum viö í átt að
aðsvífandi knetti. Hann er staðsettur
nokkru aftar en hugsaður lendingastaður
knattarins.
2. Leikfóturinn, sem boginn er um hné, er
færður móti knettinum. Knötturinn skell-
ur undir ilina sem færð er yfir þann stað
sem knötturinn hopþar af vellinum.
Öklanum höldum við krepptum.
3. Bolurinn hallast fram um leið og
stöðvunin á sér staö. Armarnir hjálpa
okkur til við jafnvægið og athugiö að
síðustu að fylgjast meö hreyfingu
knattarins allan tímann.
Á mynd 47 framkvæmir leikmaður
áðurnefnda stöðvun.
Stöðvunin æfð
1. Knöttur stöðvaður með il, eftir að
leikmaður hefur Iátiö hann falla úr
brjósthæð. Til að byrja með er gott að
láta knött hoppa tvisvar til þrisvar sinnum
áður en stöðvunin er framkvæmd.
2. Knetti sem kastað er til leikmanns eða
kemur af vegg er stöðvaður með ilinni.
3. Hlaupið móti knetti sem þið fáið í boga
á móti ykkur, hann stöðvaður með ilinni
og síöan spyrnt til félaga.
4. Sama æfing og 3, en í stað þess að
spyrna knetti, rekur leikmaður hann til
félaga síns og hleypur síðan aftur á sinn
stað, sbr. mynd 49.
5. Leikmaður kastar knetti upp fyrir sér,
hleypur af stað og stöðvar hann með
ilinni. Sjá mynd 50.
í næsta þætti höldum við áfram með
knattstöðvanirnar, en athugiö vel það sem
við töluðum um fyrst í þessum þætti, hvað
varðar grundvallarframkvæmdina við allar
knattstöðvanir. Já, hvað var það aftur?
Veist þú það?
OKJTAIU15
renúe •s‘vt-T
5d6tta
) vcfc^pjiurvi
A k6ti
Þ-AO HAFOI
vefeio OM. PAU
Huoer
HA.UU Y(re*\
t/AUlUfO ‘i G*>
KKA-
r
1