Morgunblaðið - 03.05.1978, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978
Flugleiðir opna sölu-
skrifstofu í
FLUGLEIÐIR IIF opnuðu í gær
nýja söluskrifstofu í Hótcl Esju
við Suöurlandshraut í Reykjavík.
Hin nýja skrifstofa cr dcild úr
söluskrifstofu fclaKsins í Lækjar-
líötu og mun hún annast sölu
farmióa ok farskráningu ok veita
upplýsinsar og alhliða fyrir-
Kreiðslu við ferðafólk. Skrifstof-
an er á fyrstu ha'ð og er Kenjjið
inn í hana úr anddyri hótelsins.
Sigurður Ingvarsson mun sjá
um daglegan rekstur skrifstofunn-
ar og ásamt honum verða Fjóla
Tryggvadóttir og Stefanía
Magnúsdóttir starfsmenn þar.
Síðar verður starfsmönnum fjölg-
að í fimm.
í fréttatilkynningu frá kynn-
ingadeild Flugleiða hf. segir að
nokkur ár séu liðin síðan lítil
Hótel Esju
söluskrifstofa var opnuð á Hótel
Esju. Þar hafi aðeins verið einn
starfsmaður og rými lítið. Brýn
nauðsyn hafi verið orðin á nýrri
fullkominni söluskrifstofu í aust-
urborginni með nægum bílastæð-
um til að þjóna fyrirtækjum og
einstaklingum í þessum borgar-
hluta.
Síðar í sumar mun skrifstofan
verða tengd farskrártölvukerfi
félagsins svonefndum Gabríel, og
verður nýja söluskrifstofan inni á
Hótel Esju fimmti staðurinn á
Islandi. sem tengist tölvunni.
F’arskrártölvan Gabríel hefur ver-
ið í notkun hér á landi síðan 12.
apríl 1976 og hefur reynst sérstak-
lega vel, stórbætt þjónustu við
viðskiptamenn og flýtt fyrir far-
skráningu og upplýsingum, segir í
frétt h’lugleiða hf.
Frá opnun nýju söluskrifstofunnar. Frá vinstrL Birgir Þorgilsson,
Sigurður Ingvarsson. Fjóla Tryggvadóttir. Stefanía Magnúsdóttir og
Sveinn Sæmundsson hlaðafulltrúi. — Ljósm. Mhl. Friðþjófur.
Ein af myndum Fanneyjar á sýningunnii Gamli Garðskagavitinn
Opnar málverkasýn
ingu á Laugavegi 21
A UPPSTIGNINGARDAG opnar
Fanney Jónsdóttir málverkasýn-
ingu á Laugavegi 21, en hún hefur
áður sýnt myndir að Klausturhól-
um. Um 40 myndir verða á
sýningunni, flest olíumálverk, en
einnig vatnslitamyndir og eru þær
flestar unnar á þessu og síðast-
liðnu ári. Sýningin verður opin
fram að hvítasunnu, frá kl. 14 til
18 alla daga og er aðgangur að
sýningunni ókeypis.
Kaffisala
Kvenfélags
Laugarnes-
sóknar
Hin árlega kaffisala Kvenfélags
Laugarnessóknar verður 4. maí,
uppstigningardag, kl. 15.00 í Dom-
us Medica við Egilsgötu. Kl. 14.00
verður messa í Laugarneskirkju,
en þar prédikar séra Ingólfur
Guðmundsson, lektor, og sóknar-
prestur þjónar fyrir altari.
Kverrfélag Laugarnessóknar
hefur um árabil staðið fyrir
viðamikilli kaffisöiu á uppstign-
ingardag og hafa þær löngum
verið vel sóttar enda hafa þær
mæit með sér sjálfar. Eitt er víst
að kvenfélagskonurnar liggja ekki
á liði sínu við undirbúning að
þessum kaffisölum. Veizluborðið
verður fjölskrúðugt og glæsilegt
nú sem fyrr og einnig verður
happdrætti með mörgum eiguleg-
um munum, sem kvenfélagskon-
urnar hafa að verulegu leyti búið
sjálfar til.
Búnaðarþingskosnmgar:
2 framboðslist-
ar á Suðurlandi
Frá aðalfundi Búnaðarsambands Suöurlands. Ljósm. Mbl.i Sig.Sigm.
Syðra-Langholti 26. apríl
FRÁMBOÐSLISTAR til búnaðar-
þingskosninga á Suöurlandi voru
lagðir fram á aðalfundi Búnaðar-
samhands Suðurlands sem hald-
inn var 21. aprfl sl. Tveir listar
komu fram.
Fimm efstu menn á lista sjálf-
stæðismanna eru: 1. Hermann
Sigurjónsson Raftholti, 2. Jón
Ólafsson Eystra-Geldingaholti, 3.
Siggeir Björnsson Holti, 4. Helgi
ívarsson Hólum, 5. Eggert Pálsson
Kirkjulæk. Efstu sætin á lista
Framsóknarmanna skipa: 1. Hjalti
Gestsson Selfossi, 2. Jón Kristins-
son Lambey, 3. Júlíus Jónsson
Norðurhjáleigu, 4. Stefán Jasonar-
son Vorsabæ, 5. Ölver Karlsson
Þjórsártúni. Um langan tíma hafa
tveir af fulltrúum Búnaðarsam-
bands Suðurlands á Búnaðarþingi
verið af lista sjálfstæðismanna og
þrír af lista framsóknarmanna.
Á fundinum kom fram að nú
standa yfir viðræður milli
Búnaðarsambands Suðurlands og
Kaupfélags Árnesinga um kaup á
jörðinni Laugardælum, þar sem
Búnaðarsambandið hefur rekið
tilraunabú í 26 ár og leigt jörðina
af kaupfélaginu.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa flutti Sveinn Hallgrímsson
erindi um ullarnýtingu og ullar-
vinnslu og Gunnar Sigurðsson
talaði um niðurstöður tilrauna í
Laugardælum.
Fjölmargar ályktanir voru gerð-
ar um málefni Búnaðarsambands-
ins og hagsmunamál bænda.
Úr stjórn áttu að ganga Stefán
Jasonarson og Hermann Guð-
mundsson Blesastöðum en þeir
voru báðir endurkjörnir.
Sig.Sigm.
Það er ekki ofsögum sagt að
kvenfélög vinna göfugt starf. Oft
eru þau það safnaðarstarf sem er
í hvað mestum blóma. Þannig
hefur það verið í Laugarnesi um
árabil.
Eitt aðaláhugamál Kvenfélags-
ins er að við Laugarneskirkju rísi
safnaðarheimili. Úm þetta hefur
verið rætt í all mörg ár, en nú er
svo komið að byggingafram-
kvæmdir eru á. næsta leyti. Þessi
staðreynd hefur hvatt kvenfélags-
konurnar enn til dáða og rennur
ágóðinn af kaffisölunni allur í
byggingasjóð.
Ég hvet Laugarnesbúa og aðra
Reykvíkinga til að koma í Domus
Medica á uppstigningardag og
njóta glæsilegra veitinga og
styrkja með því gott málefni. v
Jón Dalhú Hróbjartsson
sóknarprestur
Dr. Magni Guðmundsson:
Stutt svar til prófessors
Guðmundar Magnússonar
Próf. Guðmundur Magnússon
ritar um vexti o.fl. í Morgun-
blaðið sl. laugardag. Greinin er
hógvær í orðalagi, eins og vænta
mátti af hendi þess manns. Að
minnsta kosti eitt atriði er
tilefni athugasemda.
Höfundur leitar skýringar á
því, hvers vegna sparnaður
hérlendis hefir um langt árabil
verið tiltölulega stöðugt hlutfall
af þjóðartekjunum, þrátt fyrir
verðsveiflur. Aðferð hans er sú
að skipta „spörun" (sparnaði)
annars vegar í peningalegan
sparnað, sem fer mestmegnis
um banka, og hins vegar í þann
hluta tekna, sem varið er til
íbúðabygginga, hlutabréfakaupa
o.fl. Síðara formið, segir próf.
Guðmundur, er eins konar
þvingaður sparnaður, því að
verðbólgan knýr menn til að
hvggja. Niðurstaðan lætur svo
ekki á sér standa: Peningalegur
sparnaður er háður raunvöxt-
um, en heildarsparnaður, sem
felur í sér bæði formin, er
kominn undir tekjum.
Þessi hugdetta próf. Guð-
mundar er úr lausu lofti gripin
og er ekki einu sinni studd
líkum. Það eru ekki alltaf hinir
tekjuhæstu, sem byggja. Allur
þorri þeirra, sem standa í
íbúðabyggingum, er lágtekju-
fólk, sumt jafnvel eignalaust.
Jafnframt er þarna um hug-
takabrengl að ræða hjá próf.
Guðmúndi. Ibúðabyggingar,
hlutabréfakaup o.fl. er ekki
sparnaður (saving), heldur fjár-
festing (investment), sem er
ýmist meiri eða minni en
sparnaðurinn. Fjárfesting á
Islandi er langt umfram sparn-
að, enda fjármögnuð með l^n-
tökum. Það er sparnaðurinn,
sem eykst stighækkandi með
tekjum — ekki fjárfestingin,
sem lýtur allt öðrum lögmálum
skv. kenningum hagfræðinnar.
Menn eiga að snúa sér undan-
bragðalaust að kjarna málsins,
sem er þessi: Megnar vaxta-
hækkun að auka sparnað og
minnka (járfestingu? Reynslan
hér virðist óneitanlega hin sama
og erlendis, að ekkert beint
samband sé milli vaxta og
sparnaðar. Ef slíkt samband
væri fyrir hendi, myndi hafa
dregið verulega úr sparnaði á
undangengnum árum, þegar
raunvextir fálla af völdum
verðbólgunnar. Þetta kemur
heim og saman við kannanir
ytra. Við erum engin undan-
tekning. Breytingar á vöxtum
valda aðeins tilfærslum milli
einstakra sparnaðar-forma.
Það er rétt — og í fullu
samræmi við ofanritað — að
farvegir sparnaðar hafa breytzt.
Hlutdeild banka í sparnaði hefir
skroppið. Hvers vegna? Við
þurfum ekki að fara í neinar
grafgötur með það. Bankakerfið
hefir eignazt skæðan keppinaut
um sparifé landsmanna. Sá
keppinautur er ríkið sjálft með
sín vísitölubundnu spariskír-
teini. Bönkum og öðrum pen-
ingastofnunum er ein leið opin
til að mæta þessari samkeppni.
Hún er bein verðtrygging
spari-innlána, sem framkvæma
má með ýmsum hætti.
Vöxtur innlána í bönkum og
sparisjóðum síðustu mánuði á
sér augljósa skýringu í þeirri
60-80% launa- og tekjuhækkun,
er varð í landinu seinni hluta
árs 1977.
Ég hefi lagt á það áherzlu í
skrifum mínum, að skattalaga:
breytingar séu virkasta meðalið
til að örva sparifjármyndun.
Ekki veit ég, hví próf. Guð-
mundur reynir að gefa annað í
skyn.
Nokkurrar ónákvæmni gætir
hjá próf. Guðmundi, þegar hann
segir mig án fyrirvara vilja
„lækka vexti“. Svo almennt
orðalag er út í hött. Ég geri
greinarmun á tegundum lána,
svo og á tímalengd þeirra. Hins
vegar hefi ég hiklaust staðið
gegn þeirri skrúfuhækkun
vaxta, sem hófst á miðju sl. ári,
því að hún siglir atvinnuvegun-
um í strand. Bókstaflega öll rök,
sem sett hafa verið fram til
stuðnings vaxtaskrúfunni, eru
fölsk, eins og ég hefi rakið í
einni grein á eftir annarri. T.d.
getur hækkun á almennum
bankavöxtum engin áhrif haft á
eftirspurn lána og verðþenslu,
meðan skuld ríkissjóðs við
Seðlabankann vex og peninga-
framboðið er aukið. Ég fylli ekki
flokk þeirra, sem kenna verka-
mönnum um efnahagsvandann.
Atvinnulífinu stafar meiri
hætta af hávaxtastefnunni en
hóflegum kaupkröfum hinna
lægst launuðu.
Svo þakka ég próf. Guðmundi
Magnússyni greinina. Hann
mætti gjarnan skrifa meira um
landsmál og kynna sínar eigin
skoðanir. Nógu margir eru til að
verja misheppnaða pe'n-
inga-pólitík.