Morgunblaðið - 03.05.1978, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978
39
Hljómplata með Skóla-
kór Garðabæjar komin út
KOMIN er út plata með söng 35
barna. á aldrinum 9—13 ára, úr
Flataskóla. Garðabæ. Lagaval er
fjölbreytt. alls 17 lög ok upplestr-
ar o.fl. Sex stúlkur syngja ein-
söng með kórnum.
Á hlið 1 eru íslensk og erlend
þjóðlög. barnagælur. lög eftir og
í útsetningu Jórunnar Viðar.
Jóns Þórarinssonar. Jóns
Ásgeirssonar. Egils R. Friðleifs-
sonar. Lajos Bardos. Mozart o.fl.
með textum eítir Jónas Hall-
grímsson. Kristján frá Djúpalæk.
Hildigunni Halldórsdóttur o.fl.
Á hlið 2 eru eingöngu frumsam-
in lög eftir annan söngstjóra
kórsins Guðmund Norðdahl. Lög-
in eru öll samin við texta úr
barnaleikritum Ragnheiðar Jóns-
dóttur rithöfundar. Hlyna Kóngs-
syni og Sæbjörtu og urðu til á
árshátíðum skólans. Hafa þau
ekki birst áður eða verið sungin
utan skólans.
Platan er gefin út í tilefni af 20
ára afmæli Flataskóla, áður
barnaskóla Garðahrepps. en
hann er nú að ljúka sínu 20.
starfsári. (Hóf starf 18. okt,
1958).
Skólakór Garðabæjar var form-
lega stofnaður 1. des. 1976. Hann
hefur sungið víða fyrir félags-
samtök, á sjúkrahúsum og hæium
og við kirkjulegar athafnir. Ilann
kom fram á landsmóti ísl. barna-
kóra í mars 1977. fór í söngför til
Færeyja vorið 1977 og fcr í
söngferðalag til Norðurlands.
dagana 4.-7. maí n.k. og syngur
(með öðrum kórum) í Stóru-
tjarnaskóia 4. maí. í Hafralækjar-
skóla (kl. 11.00). 5. maí að
Laugum í Reykjadal sama dag
(kl. 21.00). í Húsavíkurkirkju 6.
maí (kl. 17.00) og í Akureyrar-
kirkju sunnudaginn 7. maí kl.
17.00.
Stofnendur Skólakórs Garða-
bæjar voru Guðmundur Norðdahl
og Guðfinna Dóra Ólafsdóttir.
sem stjórnar kórnum nú.
Þetta er fyrsta platan. sem
gefin er út í Garðabæ. Aðeins 450
eintök verða til sölu og dreifing-
ar. Hún getur því orðið verðmæt-
ur minjagripur. er fram líða
stundir — og að sjálfsögðu er hún
góð og falleg sumargjöf.
(Frcttatilkynning frá kórnum).
Nýtt aðsetur
IBM á íslandi flytur nú aðsetur sitt af Klapparstíg
27, þar sem fyrirtækið hefur verið til húsa undan-
farin ár.
Við höfum tekið á leigu nýtt og rúmgott húsnæði
að SKAFTAHLÍÐ 24, þar sem framtíðaraðsetur
okkar verður.
A nýja staðnum er fvrirtækið betur í stakk búið til
að svara kröfum tímans og auka þjónustu sína við
stækkandi hóp viðskiptavina.
Að SKAFl'AHLÍÐ 24 er nóg rými, næg bílastæði
og greið aðkoma.
Verið velkomin á nýja staðinn.
Skaftahlíð 24
Pósthólf 5176
105 REYKJAVÍK
Nýbóla
sem leysir gamlan vanda
Vandinn er þungt loft - eöa lykt. Innilokað loft eöa reyk-
mettað. Matarlykt, allskonar lykt sem angrar.
Hér er góö lausn. Lítil kúla, kölluð Airbal. Inni í henni er
lítil plata.unnin úr ferskum náttúruefnum, sem hreinsa
andrúmsloftiö.
Virkni kúlunnar er hægt að stjórna meðþví að færa til
hettu ofan á henni. Þegar lyktarefnin eru þrotin er ný
plata sett í kúluna.
Einn kostur í viðbót - kúlan er ódýr.
Fæst á bensínstöðvum Shell og í fjölda
verslana.
Olíufélagið Skeljungur hf
Heildsölubirgðir: Olíufélagið Skeljungur.
Smávörudeild Sími 81722
Shell
Hverfafundir
borgarstjóra
í apríl - maí 1978.
Birgir ísleifur Gunnarsson
borgarstjóri flytur ræðu og
svarar fyrirspurnum fundargesta
Háaleitishverfi Smáíbúða-
Bústaða- og Fossvogshverfi
Miðvikudaginn 3. maí kl. 20:30.
Félagsheimili Hreyfils-Fellsmúia 24 (gengið inn frá Grensásveg)
Fundarstjóri: Qunnar S. Björnsson, trésmíóamsistari. Fundarritarar: Unnur
Arngrímsdóttir, húsmóóir og Tryggvi Viggósson, lögfrcsóingur.
!í*j filóyla iblív
iny>l2i6©nióiiv
Á fundunum verður:
1. Sýning á líkönum og uppdráttum
af ýmsum borgarhverfum og
nýjum byggðasvæðum.
2. Litskuggamyndir af helztu fram-
kvæmdum borgarinnar nú og
að undanförnu.
1
Reykvíkingar —
tökum þátt í
fundum borgarstjóra
TaWTffWir
ce?in?>ii oi f i2í-r.»T5‘f t ú e stííIíj
I m s sshb* mmm ■
wmwmmmmwmmm'wm ***** unmmmmamm *!