Morgunblaðið - 03.05.1978, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 03.05.1978, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978 41 fclk í fréttum Hneyksli í uppsiglingu? + Við fyrstu sýn mætti halda að ljósastaurinn hefði orðið fyrir nokkuð miklu hnjaski. e.t.v. verið keyrt á hann. En svo er þó ekki. Ljósastaurinn. sem er í Rotterdam. er listaverk eftir mann að nafni Cor Krast. Nokkuð frumleg hugmynd að götuskreyt- ingu. + Það er svindlað og svikið í kvikmyndaborginni. Eiturlyfjum er úthlutað til þeirra leikara. sem þess óska meðan á upptöku kvikmynda stendur til þess að þeir leiki betur. Þetta ásamt fleiru kom fram í sjónvarpsþætti scm nefnist GOOD MORNING AMERICA. Einn af þeim sem þar komu fram var leikarinn Robert Blake og var hann ómyrkur í máli. Hann sagði leikara og leikstjóra svikna um greiðslur fyrir vinnu sína og það hafi engin áhrif þó að kvikmyndirnar gangi vel. framleiðendurnir falsi þá bara reikningana. Sem dæmi nefndi hann að kvikmynd sem kostaði 3 milljónir dollara að framleiða. kostaði 20 milljónir, þegar reikningarnir komu. Og nú segja Bandaríkjamenn súrir á svip, „Fyrst WATERGATE og nú HOLLYWOOD-GATE." + Gene Kelly. sem frægur varð fyrir leik sinn í kvikmyndinni Singing in the Iiain. er nú orðinn 65 ára gamall. Ilann lítur þó ekki út fyrir það. og segir sjálfur að vinnan haldi sér ungum. Gene Kelly er einn af fáum leikurum sem sjaldan eða aldrei er skrifað illa um. Hann er afar vinsæll með samstarfsmönnum sínum og þekktur kvenhatari„Það er hra'ðilegt að vinna með kven- íólki. Maður veit aldrci í hvernig skapi þær eru þegar þær koma til vinnu. Og að sumu leyti get ég skilið þair. Það getur ekki verið skemmtilegt að þurfa að fara á fa'tur á undan öllum öðrum til að gera sig fallegan". + ítalskur ævintýramaður að nafni Ambrogic Fogar ætlaði að reyna að sigla til Suðurheimsskautslandsins á 11 metra löngum skemmtibáti. Ekki vildi þó betur til en að hvalaganga hvolfdi bátnum og Fogar og félagi hans, Mauro Mancini, urðu að dveljast í 74 daga á fleka. Heilsa þeirra var þó furðu góð eftir volkið. Vestmannaeyingar Kvenfélagið Heimaey heldur sína árlegu kaffisölu að Hótel Sögu í dag, 4. maí frá kl. 2—6. Allir Vestmannaeyingar velkomnir. Stjórnin. Skínandi pottar og pönnur með Brillo stálull með sápu Eigum fyrirliggjandi frá DUALMATIC í Bandaríkjunum: Driflokur — Stýrisdempara — Hjólbogahlífar — Tilsniðin teppi á gólf — Varahjóls- og bensínbrúsa- grindur — Bensínbrúsa — Hettur yfir bensínbrúsa og varahjól — Blæjuhús á Willysjeppa, hvít og svört. Getum útvegaö blæjuhús á flestar gerðir annarra fjögradrifabíla. Póstsendum. Einkaumboð á íslandi: VÉLVANGUR HF. Hamraborg 7, Kópavogi Símar 42233 — 42257

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.