Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 Barna Mrlr S. Gudbergsson RúnnGfsladöttir ' ! ' ViLy 1 K i? c Suðandi býflugur Holgi, 6 ára, teiknaði Þessa mynd af suðandi býfluguml Reyndu nú aö hjálpa pabba hans Nonna til Þess að finna drengínn sinn. Hann týndist í frumskóginum — og pú getur nærri, hvort pabba hans verði ekki órótt innanbrjósts? Dragðu strik á milli talanna í réttri röð frá 1 — Þá ætti Þetta sennilega aö ganga eftir Þaö... Gangi Þér vell Deyjandl skáld Sagt er, að enski rithöfundur- inn Walter Scott, hafi sagt eftirfarandi, er hann lá á bana- beði: „Bókina, bókina,“ sagði hann og stundi við. Allir viöstaddir litu hver á annan, en vissu ekki almenni- lega, hvað hann átti við. — Leitað var • í hinu glæsilega bókasafni skáldsins og tekin fram hver bókin á fætur annarri, hvert snilldarverkið á fætur öðru en deyjandi skáldið sagði aðeins: „Nei, neil“ Loks tóku menn biblíuna og réttu honum. „Já, já,“ sagði hann brosandi. „Þetta er bókin." Allar aðrar bækur voru honum nú einskis virði. Biblían flutti honum orð lífsins. T röllabarnið á Krákueyju Fram haldssatía Pétur og Palli standa við bryggjuna og tala saman. Þeir heyra nú fótatak og snúa sér við. Malín kemur ofan úr húsinu og fíni silkikjóllinn blaktir til og skrjáfar í síðu pilsinu. Pétur faðmar hana að sér og kyssir hana. Og nú eru komnir fleiri áhrofendur, því að Stína og Skotta koma hlaupandi. Og Skotta getur ekki setið á sér. „Sæll, Pétur. Er gott að kyssa Malín?" „Já, því máttu trúa,“ svarar Pétur og kyssir Malín aftur. Og Stínu langar líka að segja eitthvað. „Eru kossar góðir á bragðið? Eru þeir jafn góðir og ís?“ spyr hún. Pétur kinkar kolli. „Næstum jafn góðir og ís. Já, og þú átt að vera brúðarmey, Stína. En hvað þú ert fín. Og ég held, að þú hafir fengið nýjar tennur?“ Stína opnar munninn og brosir breiðu brosi, sem sýnir allar fallegu tennurn- ar. „Já, þær voru ekki komnar, þegar þú sást mig síðast." Fólkið fer að koma sér fyrir í vélbátnum og vélin er ræst. Pétur og Malín halda þétt hvort utan um annað. Þau eru farin að verða óþolinmóð. Hvað tafði eiginlega Melker? „Palli," segir Malín, „hlauptu upp eftir og segðu pabba að flýta sér. Víð megum ekki láta prestinn bíða.“ „Ég skal gera það,“ segir Palli. En áður en hann hefur stokkið í land, kemur hann auga á Melker. „Þarna kemur pabbi," segir hann. Og mikið rétt. Melker kemur á þeysispretti ofan úr húsinu og jakkalöfin slást utan í hann. Hann er dálítið móður, þegar hann kemur að bryggjunni, og áður en hann fer um borð, leysir hann landfestar. Hann stígur öðrum fæti á stefni bátsins og ýtir honum um leið frá En samstundis er hreyfillinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.