Morgunblaðið - 18.05.1978, Page 1
Fimmtudagur
18 maí 1978
Bls. 33 — 64
Grein: ARNI
JOHNSEN
Myndir:
FRIÐÞJÓFUR
Okkur langar
til að samein-
ast um þá
óperustofnun
sem húið er
/ / að leggja
grunninn að
í tengslum við Söngskólann í
Reykjaik, en það er mikið
fyrirtæki að koma þessu af stað
þegar fyrst og fremst er um
áhugamannastarf að ræða. Við
höfðum hugsað okkur að flytja
La Traviata 8.1. vetur, en því
var frestað til næsta hausts og
í sumar verður æft af fullum
krafti. Við viljum gera þetta
vel úr garði til þess að tryggja
okkur traust fólks og stofna
atvinnugrundvöll. Það er ljóst
að við verðum að vinna að slíku
en Ólöf hefur á skömmum tíma
áunnið sér hylli tónlistarunn-
enda fyri glæsilegan söng.
Reykvíkingur
í húð og hár
Olöf er fædd og alin upp í
Reykjavík, „og hér gekk ég í
skóla og hvaðeina,“ sagði hún
þegar ég bað hana að stikla á
helztu atriðum í ferli hennar.
„Minn ferill er ekki langur,"
sagði hún og brosti, „alla tíð frá
8 ára aldri stundaði ég ballett
með skólanum og í dansinum
var ég til 18 ára aldurs. Þá fór
ég til Bandaríkjanna sem skipti-
nemi og þegar ég kom heim
þaðan varð ég að taka ákvörðun
um hvað skyldi gera næst. Það
þó ekki fyrr en vorið 1976 til
Vínarborgar á námskeið sem
haldið var á vegum Kammer-
óperunnar í Vín. Þar vann
ítalski óperusöngvarinn Renato
Capecei við að sviðsetja óperu
fyrir Kammeróperuna og í
tengslum við það verk var
námskeiðið sem ég sótti ásamt
9 öðrum. Við fylgdumst með og
lærðum hvert okkar hlutverk,
en jafnframt því að fylgjast með
allri uppsetningu daglega feng-
um við að spreyta okkur í túlkun
þeirra hlutverka sem við höfð-
um lært. Þetta námskeið var
mjög lærdómsríkt og skemmti-
legt og stóð í 5 vikur. Ég fór
síðan heim en um haustið fór ég
aftur út og tók inntökupróf í
Tónlistarháskólann í Vín. Þar
„Að flétta saman ljóð
og tónlist í söng”
Rætt við
Úlöfu
Harðardóttur
óperusöngkonu
sjálf, söngvararnir, þetta
verður ekki rétt upp í hendurn-
ar á okkur. Okkar reyndu
söngvarar hafa náð langt í
söngnum en það hefur ekki
náðst að skapa öruggan grund-
völl fyrir reglulegum flutningi
söngverkanna. Við sem yngst
erum í söngnum viljum nú
reyna að fara af stað í þessi
verkefni með okkar reyndu
söngvurum til þess að brúa
bilið. Við teljum grundvöll
fyrir þessu, áhuga hjá almenn-
ingi og söngvara til þess að
syngja. Spurningin er hvort
samstaða næst um framkvæmd-
ina. Þetta hafa verið miklar
fæðingarhríðir og erfiðar og ég
veit satt að segja ekki hvernig
þetta endar, en við ætlum
okkur að reyna og teystum á
stuðning þeirra sem áhuga
hafa á málinu,“ sagði Ólöf
Harðardóttir óperusöngkona í
upphafi samtals okkar um
söngnám hennar og hugmyndir
á vettvangi fslenzks sönglífs.
var engin framtíð í ballettinum
og ég fór í Kennaraskólann og
Tónlistarskólann í Kópavogi. Ég
hafði verið í kirkjukór Lang-
holtskirkju frá því að ég var 14
ára og hafði áhuga á að læra að
nota röddina betur. I Kópavogi
var ég hjá Elísabetu Erlings-
dóttur i 5 ár og lauk prófi þaðan
1973. Sumarið áður en ég lauk
prófi hafði ég farið til Múnchen
til náms hjá tveimur söngkenn-
urum. Ég fór þangað fyrst með
Elísabetu, hún leiddi mig af stað
í þetta. I Múnchen var ég í þrjá
mánuði hjá prófessor Hanna
Blaschke og fyrrverandi óperu-
söngkonu, Nehe/ að nafni.
Mjög mikið
stórt en?
Eftir nám í Kennaraskólanum
hóf ég barnakennslu og svo var
það söngurinn í frístundum, á
kvöldin og næturnar, en alltaf
var ég á leiðinni út til þess að
læra meira á söngsviðinu. Ég fór
innritaðist ég í 3 deildir, söng-
deild, ljóðadeild og oratoríu-
deild. Ég ætlaði mér að vera
aðeins eitt ár í burtu og læra
allt á þessu eina ári, en þegar til
kom þá fannst mér þetta ekki
nægilegt og fór því aftur s.l.
haust og var fram til jóla. Ég
lauk engum prófum, því að ég
þyrfti að vera lengur til þess.
Þegar ég kom heim stóðst ég
ekki freistinguna að taka boði
um sönghlutverk í Kátu ekkj-
unni í Þjóðleikhúsinu og jafn-
framt tók ég að mér kennslu i
Söngskólanum í Reykjavík. Til
þess að ljúka prófum þyrfti ég
að vera tvö ár í viðbót í Vín og
þar sem ég er í fríi frá skólanum
í yfirstandandi önn þá gæti ég
farið aftur næsta haust, en það
er mjög mikið og stórt en?
Islenzka óperan er á stokkunum
og það er spennandi að taka þátt
í að hrinda henni á flot.“
Að tjá mig í söngnum
er mitt áhugamál
Um helgina söng Ólöf með
Passíukórnum á Tónlistardög-
um á Akureyri og s.l. vetur var
hún með ljóðatónleika í Reykja-
vík. Hún kvaðst vonast til þess
að geta gert meira af því að
halda tónleika, líklega í haust
úti á landi, en þegar ég spurði
hana hvort henni líkaði betur að
syngja ljóð eða óperuverk, svar-
aði hún: „Mér finnst hvort upp
á sinn máta. Það sem mér finnst
fyrst og fremst skemmtilegt er
að fá að túlka söng og hef því
bæði gaman af að syngja ljóð og
svo óperuhlutverk sem í er
spunnið, en þau eru ákaflega
misjöfn. Að fá að tjá mig í
söngnum er mitt áhugamál,
glíma við músikina, en það tekst
að vísu misjafnlega vel.Mér
finnst einnig skemmtilegt að
fást við oratoríutónlist og alls
konar messuflutning.
Þetta hefur hvert sinn stíl og
markmið og það er erfitt að gera
upp á milli. Þó finnst mér
sérstaklega skemmtilegt að fást
við að flétta saman ljóðið og
tónlistina í söngnum eftir því
sem kunnátta mín leyfir. Það
skemmtilega við ljóðaflutning-
inn er það að maður er ekki einn
að verki, píanóleikarinn eða
undirleikarinn er hinn aðilinn
og góður árangur næst aðeins
með samstarfi og skilningi
þessara aðila á verkefninu. Mér
finnst undirleikarinn ekki síður
skipta máli í flutningi ljóða en
söngvarinn. Annars er það
alltaf svo þegar maður fer af
stað að velja lög í íslenzkt
prógram, að það er eins og
niðurstaðan verði alltaf gömlu
góðu lögin. Vissulega væri gam-
an að fást við ný lög, en það er
ekki mikið úrval sem maður veit
um.“
Gott aö læra
söng hér heima
„Fannst þér þú hafa mikið út
úr söngnáminu hér heima?"
„Ég lærði mikið hér heima,
því þegar ég tók inntökupróf í
Tónlistarháskólann í Vín komst
ég inn á 6. ár, en það þarf 8 ár
til þess að ljúka námi. Það er
staðreynd að við getum lært
mikið hér heima og ég tel það
jákvætt að þeir sem fara í
söngnám geri eins mikið og þeir
geta hér heima. Maður stendur
betur að vígi eftir því sem
maður hefur komist lengra hér
heima. Ýmsir standa í þeirri trú
að ekki sé hægt að læra söng hér
heima, en það er mikill mis-
skilningur. Hins vegar er gott og
nauðsynlegt að nema einnig í
söngnum hjá góðum kennurum
erlendis og síðastliðið sumar fór
ég t.d. til Italíu í söngnám hjá
Línu Palighi, sem Þuríður Páls-
dóttir lærði hjá á sínum tíma,
en Palighi er ofsalega góður
kennari og ég ætla aftur til
hennar í sumar og vera eins
lengi og ég get, eða fram í ágúst
er æfingar hefjast af fullum
krafti fyrir La Traviata."
„Hvort finnst þér meira
spennandi að vinna við sönginn
Framhald á bls. 62