Morgunblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAI 1978 39 hefur forseti félagsins í 18 ár, æðsta heiðursmerki félagsins, gullkrossi, fyrir ómetanleg og frábær störf hans í þágu þess. Þetta heiðursmerki hefur einungis verið veitt einu sinni áður, frú Gróu Pétursdóttur. Þá lýsti forseti kjöri nokkurra heiðursfélaga á þessum tímamót- um í sögu félagsins og afhenti skjöl því til staðfestu. Þessir heiðursfélagar eru: Guðmundur Guðmundsson, skipstjóri á Isafirði, sem um árabil var formaður slysavarnadeildar karla á Isafirði og forystumaður slysavarna þar. Sr. Stefán Eggertsson á Þing- eyri, sem hefur lengi staðið í fararbroddi í svd. Vörn á Þingeyri og auk þess unnið mikið og merkt varðgæslustarf sem óþreytandi áhugamaður um fjarskipti. Hjalti Gunnarsson, Reyðarfirði, sem var formaður svd. Arsólar á Reyðarfirði frá 1946 til 1977 og hefur unnið ötullega að öryggis- málum sjómanna. Frú Sigrún Sigurðardóttir, lengi formaður svd. Hafdísar á Fá- skrúðsfirði og þátttakandi í lands- þingum SVFI um fjölda ára. Frú Guðrún Þorsteinsdóttir, ekkja Henrys A. Hálfdanarsonar, sem var framkvæmdastjóri félags- ins í 28 ár. Kristinn Lárusson, sem lengi hefur verið forystumaður í svd. „Sigurvon" í Sandgerði. Frú Gróa Jakobsdóttir, Eyrar- bakka, sem um árabil var formað- ur svd. „Bjargar" og átti sæti í varastjórn SVFÍ. Tómas Þorvaldsson og Arni Magnússon í Grindavík, en báðir þessir menn hafa lengi staðið í fremstu fylkingu í slysavarna- Frú Guðrún Ólafsdóttir, sem var ein af stofnendum svd. kvenna í Reykjavík 1930 og hefur verið virkur félagi þar allar götur síðan. Sveinn Sölvason, Sauðárkróki, sem var lengi í stjórn og formaður svd. „Skagfirðingasveitar", en hann var einn af stofnendum deildarinnar 1932. Jón I. Sigurðsson, um langa hríð formaður og forystumaður í Björgunarfélagi Vestmannaeyja. Fuiltrúar á aðalfundi SVFÍ sóttu forsetahjónin heim á Bessa- stöðum s.l. laugardag og þáðu þar kaffiveitingar. Á sunnudaginn var fulltrúum boðið að skoða tvær nýjar björgunarstöðvar. Var fyrst skoðuð ný björgunarstöð og félags- heimili slysavarnadeildanna „Fiskakletts" og „Hraunprýði" í Hafnarfirði en síðan var haldið til Sandgerðis, þar sem verið er að leggja síðustu hönd á björgunar- stöð og félagsheimili svd. „Sigur- vonar“ þar. Báðar þessar stöðvar eru reistar eingöngu með sjálf- boöaliðsvinnu félaga í deildunum og björgunarsveitunum og bera vott um mikla fórnfýsi og dugnað. Drukkið var kaffi í glæsilegum fundarsal hinnar nýju stöðvar í Sandgerði í boði sveitarstjórnar- innar þar. Þessi björgunarstöð veröur vígð hinn 18. júní n.k. Svd. „Sigurvon" var fyrsta deild S.V.F.Í, stofnuð 23. júní 1928. Gjafir Slysavarnafélaginu bárust margar gjafir á aðalfundinum og skal þeirra getið hér: Konur í félaginu gáfu því ræðustól með útskornu merki félagsins. Sigmar Benediktsson færði fé- Björgunarskýli SVFÍ á Hólasandi við Kísilveginn svo nefnda. Kvennadeildirnar á Húsavík og í Mývatnssveit höfðu forgöngu um að reisa það á sl. hausti. starfi og þá sérstaklega við björgun manna úr sjávarháska. Tómas var formaður björgunar- sveitar „Þorbjörns", en Arni var skytta sveitarinnar. Frá því að þeir komu til starfa í sveitinni hefur hún bjargað 118 mönnum úr strönduðum skipum. Sigurgeir Jóhannsson, Bakka- koti, um árabil formaður svd. „Happasæls" í Meðallandi og björgunarsveitarinnar þar, sem hefur síðan 1956 bjargað 80 mönnum úr strönduðum skipum undir hans stjórn. Haraldur G. Júlíusson, Stokks- eyri, sem var í 25 ár í stjórn svd. „Drafnar" og starfar enn að málefnum félagsins. Frú Dóra Erlendsdóttir, Akra- nesi, sem var í stjórn svd. kvenna á Akranesi í 15 ár, þar af 13 ár sem formaður. Frú Sigríður L. Árnadóttir, Akureyri, sem var í stjórn svd. kvenna á Akureyri frá 1937 til 1970, lengst af sem gjaldkeri, en á árinu 1970 tók hún við formennsku í deildinni og gegndi til 1973. Ragnar Þorsteinsson, bóndi og rithöfundur frá Höfðabrekku í Mýrdal, sem í mörg ár var formaður svd. „Vonarinnar" í Vík og formaður björgunarsveitarinn- ar þar, en hún bjargaði fjölda sjómanna úr strönduðum skipum undir hans stjórn. laginu að gjöf frá svd. „Svölu" á Svalbarðseyri fagra fánastöng á stalli, sem hann hefur sjálfur smíðað. Einnig afhenti hann gjöf, frá sér og konu sinni, kr. 50.000.-. Frá körlum í blandaðri slysa- varnadeild Hríseyjar barst pen- ingagjöf að fjárhæð kr. 150.000.- en konur í deildinni stóðu að því að gefa ræðustól þann, sem fyrr er getið. Slysavarnadeild kvenna á Húsa- vík og svd. „Hringurinn" í Mý- vatnssveit afhentu félaginu gjafa- bréf fyrir skýli á Hólasandi í Suður-Þingeyjarsýslu, sem deild- irnar hafa látið reisa. Snæbjörn Ásgeirsson, Seltjarn- arnesi, færði svd. „Voninni" í Vík í Mýrdal að gjöf tvö „labb-rabb“ tæki og jafnframt gaf hann hinum nýju björgunarstöðvum í Hafnar- firði og Sandgrði vind-áttavita. Leopold Jóhannesson á Hreða- vatni tilkynnti að hann gæfi sem happdrættisvinning í næsta happ- drætti félagsins veturgamalt trippi af úrvals kyni. Að lokum var á fundinum lesið bréf Olafs Albertssonar, sem um árabil hefur verið forystumaður og driffjöður í einu deild SVFÍ á erlendri grund, svd. „Gefion" í Kaupmannahöfn. Með bréfinu fylgdi gjöf Olafs til félagsins í tilefni 50 ára afmælis þess, d.kr. 1000.-. Listahátið í léttum dúr „Skemmtun ársins” í Háskólabíói á föstudagskvöld Eins og undanfarin ár munu Starlsmannafélag Sintóníuhljóm- sveitar íslands og Félag íslenskra leikara gangast fyrir fjölbreyttri skemmtun f Háskólabíói til styrkt- ar Slysasjóði. Skemmtunin er alltaf haldin sem na»t lokadegi vetrarver tíðar sjómanna. og að þessu sinni föstudagskvöld 19. maí kl. 23.30. Þá skemmta fjölmargir leikarar og skemmtikraftar. söngvarar. Sin- fóníuhljómsveit íslands. fslenski dansflokkurinn. Leikfélag og kór Menntaskólans í Ilamrahlíð o.fl. Allir listamenn og aðstandendur skemmtunarinnar láta vinnu sína f té endurgjaldslaust og rennur allur ágóði í Slysasjóð. Sjóður þessi, sem stofnaður var fyrir 5 árum af Starfsmannafélagi Sinfóníunnar og Félagi ísl. leikara, hefur það markmið að rétta hjálpar- hönd því fólki sem hefur orðið fyrir slysi eða á í erfiðleikum vegna slysa, sem aðstandendur þeirra eða fyrir- vinna hefur lent í. Einkum eru hafðir í huga þeir, sem einhverra hluta vegna njóta ekki trygginga hjá tryggingastofnunum. Alls hefur nú verið veitt úr sjóðnum til 13 slíkra einstaklinga. Sjóðurinn er í vörslu Slysavarnafélags íslands, og aflar tekna með hinni árlegu skemmtun, en einnig hafa honum borist áheit og gjafir. Meðal atriða á skemmtuninni á föstudagskvöld má nefna, að heimsk- frægur hljómsveitarstjóri stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni, Gísli Hall- dórsson og Guðmundur Pálsson flytja gamanþátt, Grænjaxlar Þjóð- leikhússins verða á ferðinni, Kjartan Ragnarsson syngur gamanvísur, Islenski dansflokkurinn dansar, Kuregej Alexandra syngur, Herdís Þorvaldsdóttir, Guðrún Stephensen, Jón Gunnarsson o.fl. bregða á leik. Þá flytja Leiklistarfélag og kór Menntaskólans í Hamrahlíð laga- syrpu úr Túskildingsóperunni, og Guðný Guðmundsdóttir leikur ein- leik með Sinfóníuhljómsveitinm, og enn fleira verður á dagskránni á þessari „skemmtun ársins“ eða „listahátíð í léttum dúr“ eins og segja má með sanni. Aðgöngumiðar eru til sölu í bókabúð Lárusar Blöndals Skóla- vörðustig, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og í Háskólabíói. Gísli Halldórssom Á myndinni eru: Birgir ísl. Gunnarsson, Ólafur B. Thors, Albert Guömundsson, Davíö Oddsson, Magnús L. Sveinsson, Páll Gíslason, Markús Örn Antonsson, Elín Pálmadóttir, Sigurjón Á. Fieldsted. Ragnar Júlíusson, Hilmar Guölaugsson, Bessí Jóhannsdóttir, (vantar á myndina), Margrét S. Einarsdóttir, Sveinn Björnsson, Hulda Valtýsdóttir, Sigríöur Ásgeirsdóttir, (vantar á myndina), Sveinn Björnsson, Valgarð Briem. Við erum reiðubúin Við erum frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum 28. maí n.k. og skipum 18 fyrstu sætin á framboðslistanum. Við höfum flest átt sæti í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna. Sameiginlegt áhugamál okkar er að vinna málefnum Reykvíkinga það gagn, sem við megum. Við teljum opið stjórnmálastarf, sem byggist á sterkum tengslum kjósenda og kjörinna fulltrúa þeirra mjög mikilvægt. Því erum við reiðubúin til viðræðna um málefni Reykjavíkur. Sé þess óskaö erum við reiðubúin til aö: # Koma í heimsóknir í heimahús til að hitta smærri hópa að máli. # Eiga rabbfundi með hópum af vinnustöðum. # Taka þátt í fundadagskrá félaga og klúbba. # Eiga viðtöl við einstaklinga. Við frambjóðendur D-listans vonum að þannig geti fólk m.a. kynnst skoðunum okkar og viðhorfum til borgarmála og komið á framfæri ábendingum og athugasemdum um borgarmál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.