Morgunblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 18.05.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 18. MAÍ 1978 45 Var ekki verið að segja að það væri þörf á fleiri skólum? Jóni Ég held að það hafi komið skýrt fram hér áðan að menn séu sammála um, að æskilegt sé, að það verði bara einn tónlistarhá- skóli í landinu, sem hinir skólarnir búa nemendur undir. En ég hefði svo sem ekkert á móti því að stofnuð .vrði tónlistardeild við Háskóla Islands, svo fremi slík deild stæði Tónlistarskólanum og forystuhlutverki hans ekki fyrir þrifum. Við höfum ekki ótakmörk- uð fjárráð. Um leið og þetta fer að dreifast... Stefáni Við getum ekki hagað okkur eins og stórþjóð í þessum málum. Svo megum við ekki gleyma því, að á þessu sviði eins og öðrum, tekur útlandið við þegar menntunarskilyrði þrjóta hér heima. Sigursveinni Ég vil bæta við og ítreka, að ég álít, að tónlistar- menntun á háskólastigi eigi að vera á einum stað í landinu; nú eða tveimur, ef menn vilja hafa það eins og í Kaupmannahöfn, þar sem er eilíft stríð á milli Konservatóríó og Háskóla!! Nei, háskólamenntun á að vera á einum stað, og það í Tónlistarskólanum. Ilver er að ykkar mati jákvæð- asta hliðin á skipan tónlistar- kennslumála í Reykjavík í dag. eða innan hvers skóla fyrir sig? Sigursveinni Ég held á þróunin hafi verið jákvæð frá því lög um tónlistarskóla voru sett. Aftur á móti held ég, að tónlistarkennsla á grunnskólastiginu hafi orðið útundan. Það er of lítið um tónlist í almenna skólakerfinu. En fagleg tónlistarmenntun hefur tekið miklum framförum. Lögin mörk- uðu tímamót. Stefáni Ég er ekki alveg sam- mála Sigursveini. Ég held að mikið hafi áunnist á grunnskólastiginu eftir að farið var að vinna kerfisbundið að úrbótum á vegum Skólarannsóknadeildar mennta- málaráðuneytisins. Þróunin hefur verið hæg, en stöðug; með tvöföld- un tíma og bættu námsefni. Afleiðing er breytt viðhorf nem- andanna sjálfra. En um tónlistar- skóla almennt tel ég, að með lögunum frá 1975 hafi þeim verið tryggð starfsskilyrði. Það er vel. Garðari Ljósasti punkturinn eru þessi nýju lög, tvímælalaust. En persónulega er ég ánægðastur með það, að eftir tvö ár mun Söngskól- inn útskrifa fyrstu söngkennarana sem menntaðir eru innanlands. Þörfin er mikil, sérstaklega úti á landi. Stefáni Jákvæðast af öllu er vaxandi skilningur og áhugi al- mennings á tónlistarstarfsemi. Garðari Og það er auðvitað fyrir tilstilli þessara öðlinga sem sitja hér við borðið. Ég er bara nýgræðingur sem fæ að fljóta með. Sigursveinni Það er óþarfi að gera of mikið úr þessu starfi okkar, það er ekki svo merkilegt... Jóni Lögin frá 1975 mörkuðu tímamót og óþarfi er að fjölyrða um þau meir en gert hefur verið. En hvað Tónlistarskólann sjálfan áhrærir, vil ég sérstaklega drepa á kennaradeildirnar. Afsprengi þeirra eru starfandi kennarar úti um land allt. Góður árangur þeirrz gleður mig einna mest. Þörfin var og er fyrir hendi, og tónmennta- kennarar hafa sannað að þeir eru starfinu vaxnir. XXX í framhaldi af þessu spjalli kom í ljós gagnkvæmur áhugi á meiri samvinnu skólanna í tónleikahaldi og samleik. Þótt árangur þessa stutta fundar skólastjóra tónlist- arskóla Reykjavíkur yrði enginn annar en sá, að nemendur skól- anna tækju upp á því að vinna að sameiginlegum tónleikum, myndi þessum 50 mínútum hafa verið vel varið. UITIHORP Umsjónt Tryggvi Gunnarsson Kappræðufundir S.U.S. og ÆnAb: Það hefur víst ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með stjórnmálabarátt- unni undanfarið, að ungir sjálfstæðismenn og alþýðu- bandalagsmenn hafa þreytt kappræður í öllum landshlutum um helstu ágreiningsefni íslenskra stjórnmála á sviði efnahagsmála ög utanríkis- mála. Umhorfssíðunni þótti því tilhlýðilegt að kynna sér hvernig fundirnir hefðu gengið, og hver hefði verið aðdragandi þessarar fundaherferðar um landið. Leituðum við í því sambandi til Anders Hansens, framkvæmdastjóra Sambands ungra sjálfstæðismanna. „Upphaf þessara funda má rekja til þess, að í vetur skoraði Æskulýðsnefnd Alþýðubanda- lagsins á Samband ungra sjálf- stæðismanna til kappræðna í öllum kjördæmum landsins, þar sem fjallað yrði um höfuð- ágreining þessara tveggja stjórnmálaflokka," sagði Anders. „Stjórn S.U.S. tók að sjálf- sögðu þessari áskorum, og eftir að viðræðunefndir beggja aðila höfðu hist nokkrum sinnum var ákveðið að umræðuefniö skyldi vera „Höfuðágreiningur íslenskra stjórnmála, efna- hagsmál — utanríkismál." Jafnframt var svo ákveðið að fundirnir skyldu fara fram í Njarðvíkum, Borgarnesi, ísa- firði, Siglufirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Vest- mannaeyjum. Þá var einnig um það samið, að að minnsta kosti einn ræðumaður af þremur á hverj- um fundi skyldi vera heima- maður, þ.e. maður búsettur í því kjördæmi sem fundurinn var haldinn í.“ — Hvers vegna var enginn fundur haldinn í Reykjavík? „Astæðan er sú, að nokkru áður en áskorun ungra alþýðu- bandalagsmanna barst, hafði verið haldinn kappræðufundur Æskulýðsnefndar Alþýðu- bandalagsins og Heimdallar S.U.S. í Reykjavík um nánast sama efni. Sá fundur þótti takast mjög vel, og til marks um það má geta þess að ekki færri en 1200 manns sóttu fundinn. Geri ég ráð fyrir því að þessi fundur hafi öðru frekar orðið til þess að Æskulýðsnefndin fór fram á þessa fundi við okkur um allt land.“ — Nú er Samband ungra sjálfstæðismanna stórt og mik- ið samband, með þúsundir félagsmanna, en var ekki æsku- lýðsdeild Alþýðubandalagsins lögð niður á sínum tíma? „Jú, það er rétt, að þeir eru ekki með samskonar skipulag og er hjá okkur, þar eru einungis til almenn flokksfélög, en ekki sérstök félög yngri manna. Þeir hafa þó kosið nokkurra manna nefnd yngri manna á landsfundum sínum, sem fer með þau málefni er sérstaklega varða yngra fólkið í flokknum. Þetta skipulag virðist þó ekki hafa gefist sérstaklega vel hjá þeim, og mun nú vera íhugað í fullri alvöru að breyta skipu- Andreas Hansen félög fyrir yngra fólkið, þar sem það á ekki alltaf saraleið með eldri mönnunum, hvorki pólitískt séð né félagslega. Skipulagsbre.vtingin í Alþýðubandalaginu hefur meðal annars valdið því að ekki eru nein glögg skil á milli þess hvenær menn teljast til Alþýðubandalagsins eða Æsku- lýðsnefndarinnar, og hvenær þeir eigi að koma fram fyrir hvern. Þannig talaði Baldur Óskars- son til dæmis á tveimur kapp- ræðufundanna, þó hann sé nú bráðum kominn y'fir á fimmtugsaldurinn. Það getur hver og einn séð í hendi sér hvernig ástandið er orðið í flokknum, þegar jafnvel menn sem voru orðnir of gamlir til að geta kallast ungir fram- sóknarmenn, eru allt í einu orðnir helstu áhrifamenn ungra alþýðubandalagsmanna. Baráttumál okkar, til dæmis um valddreifingu og um sam- drátt í ríkisbúskapnum, hafa verið mál málanna, en ungir alþýðubandalagsmenn eiga hreinlega engin slík mál, og því er þeim vorkunn þegar þeir verða vegnir og léttvægir fundnir á fundum eins og þessum. Stundum hafa þeir reynt að snúa sig út úr vandanum með fúkyrðum og svívirðingum, en það hefur aðeins gert illt verra. Þá hefur það einnig vakið talsverða athygli, að Alþyðu- bandalaginu hefur alls ekki verið neitt kappsmál að ræða utanríkis- og varnarmál á þessum fundum. Ef til vill hafa úrslit síðustu kosninga gert það að verkum að þeir telja óhyggi- legt að ræða úrsögn úr NATO og uppsögn varnarsamningsins og annað í þeim dúr of mikið. En í stuttu máli má segja að kappræðufundirnir hafi verið Alþýðubanda- lagið var veg- ið og léttvægt fundið” Rætt við Anders Hansen fram- kvæmdastjóra S.U.S. lagi Alþýðubandalagsins þannig að til verði sérstök félög ungra alþýðubandalagsmanna. Núverandi skipulag hefur mjög verið gagnrýnt hjá þeim innan flokksins, bæði í hring- borðsumræðum í tímaritinu Rétti, og svo ekki síður á síðasta flokksþingi. Þar gerðist formaður Æskulýðsnefndar- innar, Arthur Morthens, meðal annars svo harðorður í garð eldri mannanna í flokknum, að vísa varð blaðamönnum af fundi hvað eftir annað.“ — Hvað eru margir félagar innan S.U.S.? „Þeir eru nú um það bil 6500 talsins, starfandi í rúmlega 30 félögum ungra sjálfstæðis- manna í öllum kjördæmum landsins. Hefur félagaaukning verið mikil á undanförnum árum og sem dæmi má nefna, að í Heimdall í Reykjavík gengu milli 5 og 6 hundruð manns í fyrra. Hefur þessi gróska komið vel í ljós á kappræðufundunum, þar sem ungt fólk úr röðum sjálfstæðismanna hefur viðast hvar verið í áberandi meiri- hluta. A sama tíma ræða svo alþýðubandalagsmenn um það hversvegna ungt fólk gangi ekki í flokkinn, og hvers vegna það mæti ekki betur á fundi. Ef ég ætti hins vegar að svara þeim spurningum fyrir þá, þá tel ég að ástæðan sé sú, að öllum stjórnmálaflokkum er nauðsynlegt að hafa sérstök Skipulagið hjá þeim er greinilega gallað, og það hljóta þeir að leiðrétta á næstu árum. En hinu ættu þeir þó ekki að gleyma, að það eru þó ekki síður steinrunnar afturhalds- kenningar þeirra í þjóðmálum en skipulagið sem veldur því að ungt fólk á íslandi á ekki samleið með þeim. Skipulagi flokksins er tiltölu- lega auðvelt að breyta, en hugarfari gömlu kommanna í flokknum verður trauðla snúið á einni nóttu, það er mergurinn málsins." — En svo við víkjum aftur að kappræðufundunum, hvernig hafa þeir gengið? „Þeir hafa undantekninga- laust gengið vel, og verið fjölsóttir. Það er greinilegt að fólk kann vel að meta þetta fundarform, og það er trú mín að svona fundir eigi eftir að verða meira áberandi í stjórn- málalífinu á næstunni. Fundirnir hafa einnig gengið mjög vel frá sjónarhorni okkar sjálfstæðismanna, og víðast hvar höfum við átt mun „meira í salnum" en kommarnir. Sérstaklega hefur það verið áberandi hve margt ungt sjálf- stæðisfólk hefur komið á fund- Þá hafa þeir Æskulýðs- nefndarmenn jafnan verið í málefnalegum vandræðum, og oft hreinlega orðið rökþrota. okkur til framdráttar, en hið sama verður alls ekki sagt um Alþýðubandalagið. Var það raunar orðiö svo, að við tvo síðustu fundina vildu þeir helst hætta. Ekki varð þó af þvi í Njarðvík, en á fundinn á Egilsstöðum hafa þeir enn ekki viljað koma og hafa beitt ýmsum miður trúlegum undan- brögðum. Auk þess hefur það svo lagst á sveifina, að vegna vandræða við að koma saman framboðs- listanum í Reykjavík hafa ræðumenn verið tregir til að fara úr bænum. Þar er hvert atkvæði mikilvægt þegar hrossakaupin og baktjalda- makkið er í algleymi." — Að lokum, það er stundum sagt, að kappræðufundir eins og þeir sem hér um ræðir séu ekki annað en eins konar „kabarett", þar sem málefnin skipta engu, heldur sé þetta einungis skemmtum fyrir áheyrendur sem komi af fundi með sömu skoðun og þeir fóru inn. Hvað vilt þú segja um það? „Ég fæ ómögulega séð hvað er að því að fundir séu skemmtilegir. Vissulega er rætt um málefni á svona fundum, og eins og alltaf er í stjórnmálum, þá er það jafn mikilvægt að hafa góðar skoðanir, og að hafa hæfileikann til að afla þeim fylgis. Þann hæfileika þarf að hafa á svona fundum, og ekkert slæmt er við það að mínu mati. Ég vil svo bara endurtaka það sem ég sagði hér fyrr, að ég er þess fullviss að svona fundir eiga eftir að verða algengari þegar framí sækir, og víst er að ekki skal standa á okkur ungum sjálfstæðismönn- um.“ 'tg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.