Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 að cr gott að hvíla sig frá hinu pólitíska og félagslega amstri og fara út og slá garðinn. Við höfum unnið hann að öllu leyti sjálf og hann er orðinn eins og hluti af manni sjálfum, hann héfur vaxið upp með okkur í þau 10 ár sem við höfum verið hér f Breiðholtinu,* segir Magnús L. Sveinsson, en hann skipar 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosning- arnar. Fjölskyldan býr í Stekkjahverfinu í BreiðholtiT og hefur komið sér þar vel fyrir í ágætu húsi með fallegum garði umhverfis. Garðurinn var nýsleginn, en Magnús hafði riðið á vaðið í hverfinu kvöldið áður og slegið og mátti heyra hvar fleiri voru búnir að smyrja sinar vélar og byrjaðir fyrsta sláttinn. En talið snýst örlítið meira um garðyrkjuna og Magnús er spurður hvort hann sé mikill garðyrkju- og plöntufræðingur. Ekki held ég að ég geti sagt það, að minnsta kosti kann ég ekki hin latnesku nöfn plantn- anna hér hjá okkur, en J f ■ við erum með þessar algengustu tegundir af trjám; birki, viðju, brekkuvíði, misbil og grenitré og það er nokkuð mikil vinna að sinna þessum garðyrkjustörfum ef þetta á að vera í góðri hirðu. Fyrstu plöntuna fengum við úr trjágrein í sumarbústaðalandi foreldra minna og stýfði ég hana niður í smábúta, setti í kassa og lét vera hér fyrir utan fyrsta veturinn. Græðlingarnir lifðu af veturinn og þegar voraði sprungu þeir út og gátum við sett niður 90 litlar hríslur, sem nú eru nokkuð á aðra mannhæð og mynda hér góðan skjólvegg." Hröð uppbygging „Segja má að jiað gangi kraftaverki næst hve hra t þetta hverfi allt hefur byggst upp. P yrir 11 árum var þetta svæði gróðurlítil holt og melar en nú búa á því um 18 þúsund manns og Breiðholts- hverfin eru nánast að taka á sig svip rótgróinna hverfa. Það er merkilegt að sjá þann árangur og virða fyrir sér, það sem fólk hefur afkastað á þessum fáu árum.“ Magnús sagðist vera fæddur og uppal- inn í sveit til 17 ára aldurs en það var eina og eina rollu með lömbin sín og hlustað á söng fuglanna, þá hef ég komist í einhverja ólýsanlega stemningu og finnst mér ég þá hafa komizt næst því að samlagast dásemdum sköpunarverksins." Heillandi og þroskandi „Það er nú kannski svo með okkur stjórnmálamennina, að við finnum frekar þörf hjá okkur að vera úti við og njótum þess e.t.v. meira, þær fáu stundir, sem okkur gefast að komast burtu frá skarkalanum, því að hið pólitíska starf tekur nærri allan tíma okkar. Stundum er sagt að það sé eftirsóknarvert að vera stjórnmálamaður og ekki ætla ég að neita því, en því fylgja einnig kvaðir og skyldur, sem rækja verður, en í heildina er þetta heiliandi og þroskandi starf, sérstaklega ef manni tekst að láta eitthvað gott af sér leiða, það er sú lífsfylling sem fylgir starfinu og gefur því gildi." Verður ekki fjölskyldan mikið vör við ónæði sem fyigir því að vera stjórnmála- maður? „Jú, óneitanlega og ég held að konan sé engu minni stjórnmálamaður en ég, ef hennar nyti ekki við væri óbærilegt fyrir mig að standa í þessu. Má e.t.v. líkja starfi konunnar við starf þjálfara Hver og einn njóli frióar þar sem eðlilegast er að menn leiti hans - á á Uxahrygg í Rangárvallasýslu. Kona hans er Hanna Hofsdal og eiga þau þrjú börn, Svein 20 ára, sem lauk stúdents- prófi sl. vor og mun starfa sem flugþjónn í sumar, Sólveigu, 18 ára, nú skiptinemi í Bandaríkjunum og sá yngsti er Einar Magnús 11 ára. „Eg er mikið fyrir það að komast í snertingu við landið og teldi ég æskilegt að sem flest börn ættu kost á sveitadvöl. Það eru einar beztu stundir lífs míns þegar ég kemst eitthvað út í náttúruna. Eg hef farið eina og eina veiðiferð, aðallega austur að Eldvatni og hef notið dvalarinnar þar í ríkum mæli. Þó að veiðiskapurinn eigi að heita aðalmarkmið ferðarinnar þá er það ekki síður gott að njóta útiverunnar og stundum þegar ég hef gengið um þarna meðfram Eldvatni suður af Kirkjubæjarklaustri og virt fyrir mér tign fjallahringsins þar, séð knattspyrnuliðs, hann er ekki beinlínis í sviðsljósinu, en er þó engu minna virði en liðið sjálft. Það fylgir mínu starfi, að mikill tími fer í fundahöld flesta daga, en nauðsynlegt er fyrir fólk að ná til manns og er því ekki óeðlilegt að fólk hringi öðru hvoru heim. Stjórnmálamenn geta vart lifað sams konar fjölskyldulífi og aðrir, við erum gjarnan uppteknir á kvöldin og um helgar þegar aðrir eiga frí. Ég finn t.d. fyrir því, að með auknu pólitísku starfi mínu síðustu árin hefi ég ekki eins mikinn tíma fyrir 11 ára son minn og ég hafði fyrir eldri börnin. En það er þýðingarmikið að fjölskyldan ræði um þessi mál og sé þess meðviíandi að þetta hlutverk hefur maður tekið að sér og allir séu sáttir við það og vissulega getur öll fjöjskyldan notið þess ef vel gengur.“ Áður en Magnús fluttist til Reykjavík- ur bjó hann um skeið á Selfossi, en 1960 gerðist hann framkvæmdastjóri Verzlun- armannafélags Reykjavíkur. Hann hefur haft mikil afskipti af húsnæðismálum og nú er V.R. að byggja fyrir félagsmenn. „Já, við fórum út í það á s.l. ári, eina stéttarfélagið á landinu, að byggja 24 íbúðir og fá félagsmenn þær á kostnaðar- verði og munum við afhenda þær á næsta ári fullbúnar. Húsnæðismálin hafa grundvallarþýðingu í lífi allra og hafa margir leitað til mín með húsnæðismál sín, en ég hef haft mikið með þau að gera í borgarstjórn. Ég vil leggja áherzlu á þá stefnu sjálfstæðismanna að sem flestum sé gert kleift að búa í eigin húsnæði. Þó Islendingar vinni mikið og leggi óneitan- lega mikið á sig til að eignast sitt eigið húsnæði, þá held ég að það sé mörgum mikils virði að hafa lagt nokkuð á sig í þessu sambandi og nefni t.d. að ég á margar góðar minningar frá því að ég var að byggja og vann mikið sjálfur í húsinu. Eftir á finnst mér notalegt að hafa lagt nokkra eigin vinnu af mörkum." Hreiður í mótunum „Ég minnist sérstaklega skemmtilegs atviks við byggingu þessa húss. Þegar við vorum að hefja byggingu þess gerðu ástfangin maríuerluhjón sér hreiður í dyragættinni, á þeim eina stað sem þau voru óhult fyrir steypu. Sumir sögðu að þetta táknaði að gæfa mundi fylgja húsinu. Það var gaman að fylgjast með starfi þessarar fjölskyldu, sem lét hamarshögg og hávaðasaman vélagný, sem fylgir húsbyggingu, ekkert á sig fá. Ungarnir urðu 6 og var vinnudagurinn langur hjá foreldrunum við að afla fæðu handa litlu ungunum sem þurftu meiri fæðu með hverjum deginum sem leið. Eina sumarnóttina, er ég var einn að vinna í húsinu til kl. 5 um morguninn, voru bæði hjónin allan tímann á fullri ferð við fæðuöflun handa litlu ungunum. Vinnutíminn var auðsjáanlega ekki bundinn við 40 stunda vinnuviku og má því segja að lífsbarátta sé víðar hörð en hjá mannfólkinu." Magnús hefur einnig haft mikil afskipti af atvinnumálum í borgarstjórn, þar sem hann er formaður atvinnumáianefndar borgarinnar og sagði hann borgarstjórn- ina hafa fylgst náið með þróun atvinnu- málanna undanfarin ár. „Framleiðslu- greinarnar hafa dregist saman en þjónusta og verzlun aukist," sagði Magnús, „og meginástæða þess eru lánareglur opinberra sjóða en Reykjavík hefur verið afskipt í lánum miðað við landsbyggðina. Það er vegna harðra viðbragða borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins sem verið er að snúa þessari þróun við. Mikil uppbygging iðnaðarhús- næðis hefur verið að undanförnu og á sl. 7 árum hefur t.d. verið lokið við byggingu iðnaðar- og verksmiðjuhúsnæðis í Reýkjavík að rúmmáli 1150 þúsund rúmmetrar. Þessar tölur tala sínu máli.“ Að lokum er Magnús L. Sveinsson spurður um þann mismun sem felst í búsetu á Selfossi og Reykjavík: „Það er mikill munur á því. Eftir 10 ára dvöl á Selfossi þekkti ég orðið alla og komst í persónuleg tengsl við flesta. En þegar maður býr í borg með tæplega 100 þúsund íbúum eru kynni takmörkuð. í Yngsti sonurinn, Einar Magnús, sem er 11 ára, hefur mikið yndi af að teikna og mála. Hér er hann ásamt foreldrum sfnum Hönnu Hofsdal og Magnúsi L. Sveinssyni að teikna nokkra þekkta stjórnmálamenn. Ljósm. ól. K.M. heimilinu sjálfu Reykjavík eru meiri vegalengdir og er t.d. algengt að menn aki 7-10 km í vinnu, en á Seifossi er varla lengra en hálfur til einn km í vinnu fyrir flesta og algengast er að menn fari heim í hádegismat og jafnvel kaffi, en í Reykjavík verður sífellt algengara að menn borði á vinnustað. Það er erfitt að hamla gegn vissum hraða í hinu daglega lífi í stórborg. Borgin þenst út vegna þess að fleiri og fleiri óska þess að búa í einbýlishúsum og raðhúsum. Og þrátt fyrir þessa útþenslu hefur fjöldi Reykvíkinga flutzt til nágrannasveitarfé- laganna. Ég vii leggja áherzlu á þýðingu þess að draga úr þeirri streitu sem fylgir oftast stórborgum og það er mikilvægt að skapa öllum borgurum það umhverfi sem bezt gefst, að hver og einn fái að njóta friðar þar sem eðlilegast er að menn leiti hans, á heimilinu sjálfu." - segir Magnús L. Sveinsson, 5. mað- ur á lista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnar- kosningarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.