Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 19 Ibúðaverð í Breiðholti jafn- öðrum hverfum hátt og í SÁ MISMUNUR, sem verið hefur á fasteignaverði íbúðarhúsnæðis í Breiðholti og annars staðar f borginni, er svo til alveg horfinn, en fyrir nokkru var íbúðaverð í Breiðholti um 10 til 15% lægra en annars staðar í Reykjavík. Almennt er nú enginn munur þar á, þótt að vissu marki sé einhver mun- ur gagnvart ákveðnum kjör- hverfum í Reykjavík, þar sem eftirspurn eftir íbúðar- húsnæði er mjög mikil. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið í gær hjá Ragnari Tómassyni lögfræðingi og fast- eignasala. Hann sagði að Breið- holtið væri nú ekki verri valkostur fyrir fólk, sem væri að kaupa íbúð af stærri eða minni gerð. Eru sumir staðir og í miklum metum í Breiðholti vegna útsýnis. Ein- staka staðir hafa og mjög skemmtilega og góða sameign, leikvelli og frystihólf, sem eftir- sótt eru. Það, sem helzt vantar á í Breiðholtinu — sagði Ragnar, er aðstaða fyrir börn. Sums staðar er ekki nógu vel séð fyrir ýmsum Á SÍÐUSTU 4 árum hefur verið lagt slitlag á um 20 km af gatnakerfi Kópavogsbæjar. Slit- lag hefur verið lagt á götur, sem eru 12,5 km að lengd og hundið slitlag hefur verið lagt á óundir- byggðar götur 7.3 km að lengd. Ennfremur hafa verið lagðir 6,5 km af gangstéttum. úrræðum, sem þyrftu að vera fyrir hendi fyrir barnafólk til þess að hafa verkefni fyrir börn í leik. I samanburði við Árbæjarhverfi kemur Breiðholtið heldur verr út. Ef til vill er það vegna stærðar- munar á þessum tveimur byggðum í höfuðborginni, en þess má þó geta að Árbæjarhverfið er sér- staklega vel heppnuð félagsleg heild í borginni. I raun er Breið- holtið ekki aðeins eitt hverfi heldur fleiri. í Árbæjarhverfi hefur lítið borið á agavandamálum í skólum, sem aftur hefur þótt brydda á í Breiðholti. Þurfi íbúar í Árbæjarhverfi að stækka við sig eða skipta um íbúð, bera þeir gjarnan fram óskir um íbúð í sama hverfi. Þessi tilfinning hefur enn ekki KOSNINGAÚTVARP vegna sveitarstjórnarkosninganna 28. maí verður sent út á þremur bylgjulengdum og Götur, sem slitlag hefur verið lagt á, eru: Álfhólsvegur, Hjalla- hverfið allt, Lundarbrekka, Sel- brekka, Hlíðarhvammur, Lindar- hvammur, Hrauntunga, Vallar- tröð, Hamraborg, Borgarholts- braut og Ásbraut. Framkvæmdir eru hafnar við nokkrar götur til viðbótar, sem lokið verður við á þessu sumri. náð að festa rætur í Breiðholti, endá er Breiðholtið mun fjöl- breyttara hvað úrlausn hinna ýmsu vandamála snertir og eru hverfin misvel heppnuð að því er virðist. Þá kvað Ragnar borgina hafa orðið eftir á við jarðvegs- framkvæmdir, en íbúarnir hefðu aftur á móti sýnt þar mikinn dugnað. Því hefði Reykjavíkurborg ekki fylgt nógu vel eftir og kvað Ragnar þar vanta herzlumuninn. „Markaðslega stendur Breið- holtið hins vegar vel,“ sagði Ragnar Tómasson, og kvað það vera persónulegt mat sitt að borgin ætti að stuðla að því að svipað félagslíf næði að þróast þar og verið hefði í Árbæjarhverfi, sem hann kvað algjört fyrir- myndarhverfi. ætti að heyrast vel í Vest- ur-Evrópu og jafnvel Vestur- heimi líka. Útvarpað verður á þeirri bylgjulengd sem hádegisútvarp er venjulega sent út á, eða 12175 khz (24,6 metrar). Auk þess hefur Póstur og sími útvegað tvær nýjar bylgjur til að útvarpa á. Hefur útsending héðan á þessum bylgjum verið próf- uð í Englandi, írlandi, Hol- landi og Vestur-Þýskalandi og heyrðist vel á öllum stöðum. Þessar nýju bylgjur eru 76764, khz (39,08 metr- ar) og 9104,0 khz (32,95 metrar). Byrjað verður að útvarpa á þessum bylgjum klukkan 19, sunnudaginn 28. maí, en auk þess hefur verið ákveðið að útvarpa á þessum bylgjum frá klukkan 19, laugardaginn 27. maí, og til dagskrárloka. Er þetta gert til þess að íslendingar erlendis geti prófað á hvaða bylgju best er að hlusta á hverjum stað að því er segir í fréttatilkynningu frá fréttastofu útvarpsins. Morgunblaðið hafði einnig samband við Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóra Sjónvarps. Hann sagði að kosningasjónvarp- ið yrði í öllum aðalatriðum með hefðbundnum hætti. Kosninga- dagskráin sjálf hæfist um kl. 11 eða í þann mund sem kjörstaðir lokuðu og það stæði fram til kl. 3 um nóttina. Fluttar yrðu fréttir af talningu um leið og tölur bærust, gerðar kosningaspár samkvæmt tölvuútreikningi og inn á milli yrði skeytt skemmti- atriðum ef á þyrfti að halda, en Pétur sagði reyndar að mun minna þyrfti af slíkum atriðum í sveitarstjórnarkosningum en al- þingiskosningum vegna þess hversu tölur bærust yíða að. SMag lagt á um 20 km aí gatnakerfi Kópavogs Kosningaútvarp á að heyrast í útlöndum Kosningasjónvarp með hefðbundnu sniði Ungt fólk í framboði „Það tilheyrir nútíð og framtíð að sinna umhverfismálum meir en áður” „EINS og víða annars staðar á landinu er það hitaveitan, sem er okkar „heita“ mál og er undirbúningsvinna langt kom- in. Einnig er búist við, að Grundartangaverksmiðjan muni örva atvinnulíf hér, þeg- ar hún er komin í gagnið, og þvi fylgi einhver íbúafjölgun. Bæjarlífið mun á næstu árum mjög mótast af þessum stór- málum.“ Það er Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðing- ur hjá Skipasmíðastöðinni á Akranesi, sem mælir þessi orð. Ilún skipar 5. sæti á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins við næstkomandi bæjar- og sveitar stjórnarkosningar og hefur verið varabæjarfulltrúi á kjör- tímabilinu. „Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að telja frekar upp þá málaflokka, sem helst eru á döfinni hér í bænum nú þegar frambjóðendur um allt land eru að slíku á síðum blaðanna en fyrst ég er spurð, vil ég ekki skorast undan.“ Æskulýðsmál eru mér eðli- lega hugleikin, þar sem ég hef verið formaður æskulýðsráðs hér á staðnum um nokkurt skeið. Við höfum nú nýverið lagt fram fullmótaðar tillögur um framtíðarskipan þeirra mála og bindum við miklar vonir við þær. Þar er m.a. lagt til að komið verði á fót æskulýðsheim- ili og húsnæði gamla elli- heimilisins notað til þess. Af öðrum félagsmálum má geta þess, að á síðasta bæjarstjórn- arfundi var lögð fram endur- skoðuð bæjarmálasamþykkt, þar sem lögð er áhersla á félagsmál og í því tilliti lagt til að stofnað verði þriggja manna félagsmálaráð. Eg er þessu eindregið hlynnt og tel að þar með fáist mun betri yfirsýn og betra skipulag á þessi mál en áður. „Umhverfismál hafa mjög verið til umræðu á undanförn- um árúm og er því eðlilegt, að þeim málum verði vel sinnt í framtíðinni, ekki síst hvað snertir mengun frá atvinnu- starfsemi — við Akurnesingar höfum stórvirk atvinnufyrir- tæki svo að segja í miðjum bænum." „Aðstaða til íþróttaiðkana er kannski betri hér en víða annars staðar en við sjálfstæðisfólk leggjum áherslu á að þeirri uppbyggingu verði haldið áfram og teljum næsta skrefið í þeim efnum vera byggingu nýrrar sundlaugar inn af íþróttasvæð- inu. Við eigum nú samþykkt aðal- skipulag fram til ársins 1997 og er það vel, ekki síst þegar stórmálin, sem ég gat um í upphafi, eru höfð í huga. Á síðasta kjörtímabili hefur líka mikið verið starfað að þessum málaflokki. Annars ríkir hugur í herbúð- um okkar sjálfstæðisfólks. Við höfum unnið ötullega að fram- gangi okkar mála hér og göng- um því bjartsýn til kosninga. Stúdentar ekki 817 heldur 857 FRÁ því var greint í blaðinu í gær að á þessu vori yrðu útskrifaðir 817 stúdentar en í fréttinni láðist að geta um brautskráningu stú- denta frá tveimur skólum. Eru það Flensborgarskóli, sem á laugar- dag, 27. maí, brautskráir 38 stúdenta og fer sú athöfn fram í skólanum og hefst kl. 14. Þá hefur Fjölbrautaskóli Suðurnesja út- skrifað tvo stúdenta og eru það fyrstu stúdentarnir, sem útskrif- aðir eru frá þeim skóla, en í vor útskrifar Flensborgarskólinn stúdenta í fjórða sinn. Það verða því ekki 817 stúdentar, sem verða útskrifaðir í vor, heldur 857. r Asberg með lægsta tilboð í dreifikerfi í Sandgerði Keflavík — 25. maí TILBOÐ í dreifikerfi Hita- veitu Suðurnesja í Sand- gerði voru opnuð hinn 24. maí. Eftirfarandi tilboð bárusti Sverrir Þórólfsson, Kópavogi, og Höskuldur Guðmundsson, Reykjavík, 112.134.000 kr., Víkurverk hf. Grindavík 110.333.450, Ásberg hf., Reykjavík 102.309.000, Véltækni hf., Reykjavík 121.032.922, Garðasmiðjan sf., Garða- bæ, 111.183.350 kr. Kostn- aðaráætlun gerð af Fjar- hitun hf. hljóðaði upp á 119.149.600 krónur. Næsti áfangi sem boðinn verður út er dreifikerfi í Garði. Þau tilboð eiga að opnast hinn 8. júní. Nú þegar er búið að tengja meirihluta húsa í Njarð- vík og talsvert af húsum í Keflavík. Samt sem áður ér ekki nýtt nema 56% af framleiðslu- getu varmaskiptastöðvarinnar í Svartsengi, eins og hún er í dag. — Ingólfur Falxson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.