Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 23 Staðhæfingar Guðrúnar Helgadóttur: „Frásögnin ósönn og full af blekkingum” Samdóma umsögn endurskoðunamefadar laga um almannatryggingar Endurskoðunarnefnd laga um almannatryggingar hefur sent Þjóðviljanum ieiðrétting- ar vegna rangra fullyrðinga Guðrúnar Helgadóttur, deildar- stjóra hjá Tryggingastofnun- inni og 4. manns á borgar- stjórnarlista Alþýðubandalags; ins, í forsíðuviðtali 11. þ.m. í upphafi greinargerðar nefnd- arinnar segir m.a.i „Undir fyrirsögninnii „Stór- slysi forðað“ birtist í Þjóðvilj- anum fimmtudaginn 11. þ.m. forsíðuviðtal við Guðrúnu Helgadóttur um það afrek hennar og Vilborgar Harðar dóttur, alþm., að afstýra „ráða- gerðum stjórnarflokkanna“ um að „afnema allar vinnu- slysatryggingar í landinu“ (!). Það er látið í veðri vaka að þessar skuggalegu ráðagerðir hafi miðað að því að „losa atvinnurckendur við að greiða þessar tryggingar eins og þeir gera nú og hafa alltaf gert“. — Meðal afleiðinga þess, að ráða- gerðirnar næðu fram að ganga er Guðrún borin fyrir því, t.d., að örorka vegna vinnuslysa hefði „aðeins verið bætt við 50% en ekki 15% eins og nú er“ (!) Það er með hreinum ólíkind- um að ofanritað, og reyndar fleira í viðtalinu, sé rétt eftir Guðrúnu haft, svo ósönn og full blekkinga er þessi frásögn. En þar sem hún hefir ekki séð ástæðu til að bera þetta til baka, verða aðrir nefndarmenn að gera það.“ Hvern veg var staðið að tillögunum Síðan segir í greinargerðinni að tillögur um endurskipulagn- ingu slysatrygginga hafi verið unnar af nefnd, sem skipuð var fulltrúum allra stjórnmála- flokka, auk manna með starfs- reynslu á sviði trygginga. Full- trúar stjórnarandstöðuflokka voru: Vilborg Harðardóttir (Abl) fyrst, síðan Guðrún Helgadóttir (Abl), Kjartan Jó- hannsson (A) fyrst, síðan Bragi Guðmundsson (A) og Steinunn Finnbogadóttir (SFV). Orðrétt segir. „Nú má ætla að hörð átök hafi verið í nefndinni um þetta mál, en það var þvert á móti. Allan þennan tíma (frá í des. ‘75) heyrðist ekki orð innan nefndarinnar um slysið stóra. Vilborg Harðardóttir var já- kvæð í málinu. Guðrún Helga- dóttir flutti eina breytingartil- lögu á síðasta fundinum, um það, að dagpeningaréttur skyldi hefjast við 15 ára aldur í stað 17 ára. Tillagan var samþykkt og ákveðið að senda frumvarpið svo breytt til ráðuneytisins. Skömmu síðar skrifuðu Guðrún Guðrún Helgadóttir deildar- stjóri, 4. maður borgarstjórn- arlista Alþýðubandalagsins. og Bragi Guðmundsson ráð- herra og gerðu fyrirvara um samþykki sitt við tillögurnar, án skilgr^iningar á þeim fyrirvara. Fyrirvari B.G. byggðist ekki á þeim atriðum sem G.H. nefndi í viðtalinu í Þjóðviljanum, heldur einvörðungu framkvæmdarat- riðum. Það er því einnig ósatt, að Bragi hafi staðið að „áliti minnihluta nefndarinnar" um slysatryggingarfrumvarpið með Guðrún ...“, segir í greinargerð- inni. Leitað umsagnar aðila vinnumarkaðar Síðan er rakið í greinargerð- inni að nefndin hafi í upphafi starfs síns sent öllum aðalsam- tökum vinnumarkaðarins skýrslu uin könnun þá, er lá til grundvallar starfi nefndarinn- ar. Könnunina vann Guðjón Hansen tryggingafræðingur. Dró hann saman í skýrslunni niðurstöður og setti fram ákveðnar tillögur. í bréfi nefnd- arinnar frá í janúar 1976 segir m.a.: „Aður en endurskoðunar- nefndin tekur afstöðu til til- lagna Guðjóns vill hún leita álits aðila vinnumarkaðarins um þær. Hér með er því send umrædd greinargerð Guðjóns. Tillögur hans er að finna á bls. 15 og áfram. I tillögunum er gert ráð fyrir því að atvinnurekendur beri áfram í breyttu formi kostnað er í heild svari um það bil til þess kostnaðar af slysatrygg- ingum, sem þeir hafa borið til þessa...“ (Leturbreyting nú, vegna frá- sagnar G.H.) Engin svör bárust frá ASÍ þrátt fyrir ítrekanir. — Vorið ‘77 — þegar aðilar vinnumark- aðar sátu að samningum — fékk viðræðuhópur sá, sem sérstak- lega fjallaði um tryggingamál, í hendur gögn þessa máls, sem þá var komið fram í frumvarps- formi. Engin viðbrögð komu fram, svo nefndinni sé kunnugt, af hálfu launþega. Það var ekki fyrr en í þinglok í vor, tveimur árum eftir að tillögurnar voru kynntar, sem andstöðu er lýst af hálfu launþegasamtaka." Var þá ekki lengur tími til að ræða eða skýra þau atriði, er ágreiningi ollu, og því mun hafa verið fallið frá lögfestingu að svo stöddu“, segir í greinargerð endurskoð- unarnefndar. Hvaö fólst í frumvarpinu? I greinargerðinni er rakið, hvað fólst í frv. með þessum orðum: „• 1. Lífeyris- og sjúkratrygg- ingar skyldu taka við verk- efni slysatrygginga. Tvær tegundir bóta, sem greidd- ar eru sérstaklega vegna vinnuslysa, skyldu haldast óbreyttar og nefnast sér- stakar slysabætur. Þessar bótategundir eru: Örorku- bætur á bilinu 15%-50%, sem vissulega áttu ekki að falla niður, þótt það sé haft eftir G.H., og dánarbætur til ekkju í formi 8 ára lífeyris. • 2. Sjúkrapeningar skyldu hækka til jafns við slysa- dagpeninga og nokkur ákvæði um greiðslu sjúkra- kostnaðar tekin inn í sjúkratryggingakaflann. • 3. I heild hefði samþykkt frumvarpsins haft í för með sér auknar bóta- greiðslur almannatrygg- inga til launþega saman- lagt í veikinda- og slysafor- föllum. • 4. Gert var ráð fyrir, að atvinnurekendur tækju þátt í útgjöldum almanna- trygginga í óbreyttu hlut- falli frá því, sem verið hefur. • 5. Ökumenn skyldu leystir undan þeirri kvöð að greiða iðgjöld fyrir tryggingu, sem þeir að langmestu leyti njóta hvort sem er, en nú er svo komið, að haldið er uppi sérstöku innheimtukerfi einvörðungu með tilliti til þessarar tryggingar." Framhald á bls. 21 r • \i/FECURÐARSAMKEPPNI ÍSLANDSW Hótel Sögu 28. maí 1978 Húsiö opnar kl. 19.00 UNGFRÚ ALHEIMUR KRÝNIR FEG URÐARDROTTNING U ÍSLANDS. Dagskrá m.a. Avarp Claude Berr, fuUtrúi AlþjóÖa feguröarsamkeppna. FegurÖarsamkeppnin, þátttakendur koma fram í kjólum. MISS UNIVERSE, Janelle Comissiong kemurfram. Tískusýning FegurÖarsamkeppnin, þátttakendur koma fram í baöfotum. Kynntar veröa nokkrar íslenskar feguröardrottningar fyrri ára. Urslit kynnt, Miss Universe krýnir Ungfrú Island. Fjölbreytt skemmtiatriöi. . ... Dansaö til kl. i. Aögangseyrir og matarveisla samtals kr. 6.150.- MISSIÐ EKKIAF ÞESSU EINSTÆÐA TÆKIFÆRI0G VERIÐ ÞÁTTTAKENDUR ii í VALIUNGFRÚ ÍSLANDS. 2 5 MUNIÐ AÐ PANTA BORÐ TÍMANLEGA í SÍMA 20221. Velkomin á Sunnuhátíö f A Franskur veislumatur © Gigot d‘agneau mariné á la Saga I salade defruits M . ■ tL \ 1 Femina k ^ I r- \ X\\l Þeir veislugestir sem \ koma fyrir kl. 19.45 fá I ókeypis happdrættis- I miða. Vinningur er 1 Mallorcaferð 1. júní og vinningshafi má taka 8 með sér gest á kostnað I SUNNU. V— Japelle Cotptpissiopg MISS UNIVFRSF 1977 1 FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA - BANKASTRÆTI 10 - SÍMI 29322

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.