Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 20 Lúðrasveit Mosfells- sveitar á Akureyri SKÓLAHLJÓMSVEIT Mosfells- sveitar fer í sína árlegu tónleika- BSRB: Lögin árangur aðgerdanna 1. og 2. marz STJÓRN og trúnaðarmannaráð Bandalags starfsmanna ríkis og bæja ályktaði í gær um bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar og segir þar að nokkuð sé dregið úr kjaraskerðingu hinna lægst laun- uðu opinberra starfsmanna eftir 1. júní. Þó sé enn veruleg kjaraskerðing á dagvinnulaun, yfirvinnugreiðslur og vaktaálag. I ályktun BSRB er minnt á að kjaraskerðingin muni fara vax- ándi við útreikning vísitölunnar 1. september og 1. desember næst- komandi og sagt er að breytingin, sem ríkisstjórnin hefur nú gert á lögunum frá í febrúar, sé árangur aðgerða BSRB og fleiri launþega- samtaka 1. og 2. marz og sýni þetta, hverju samstaða fái áorkað. í lok ályktunarinnar segir að meginkrafa BSRB sé enn sem fyrr að ríki og sveitarfélög standi við gerða samninga. Listahátíð: Aðgöngumiða- sala gengur vel ÓÐUM gengur á aðgöngumiðana á tónleika Oscars Peterson í Laugardalshöllinni. en sala á þá tónleika Listahátíðar er áberandi mest. að sögn Hrafns Gunniaugs- sonar. framkvæmdastjóra Lista- hátíðar í Reykjavík. Mjög góð sala er einnig á tónleika sellósnillingsins Rostropowich og þjóðlagaflokksins The Dubliners en Smokie fylgja síðan fast á eftir. Þá gengur sala á tónleika söngkvennanna þriggja, Birgit Nilsson, Elisabeth Söderström og Clidat, einnig ágætlega. Suðurnesja- menn þinga FORYSTUMENN verkalýðsfélag- anna á Suðurnesjum munu hittast nú bráðlega til þess að ræða viðhorf kjaramálanna eftir að bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar hafa verið sett. Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, kvaðst ekki að sinni vilja segja neitt um lögin, fyrst yrði að halda fundi í félögunum. Akureyri EITT ORÐ orð misritaðist í fyrirsögninni á samtalinu við Gísla Jónsson á Akureyri í blaðinu í gær. Hún átti að vera: „Nýtt líf og gróska í gömlu þokkafullu umhverfi". 2546 hafa kosið utan kjörstaðar í GÆR höfðu 2546 kosið í utan- kjörstaðakosningunni í Reykjavík, að sögn Jónasar Gústafssonar hjá borgarfógetaembættinu, en hann áætlaði að það væri um 350 manns færra en á sama degi fyrir síðustu kosningar. Utankjörstaða- skrifstofan verður opin daglega fram að kosningum og á kjördag sjálfan til að utanbæjarfólk geti þá einnig kosið. ferð nú um helgina og er ferðinni að þessu sinni heitið til Akureyrar. Tónleikar verða þar laugardaginn 27. maí en ætlað er að heimamenn blási sín horn líka. Um 30 börn og ungmenni eru þátttakendur í ferðinni en hljómsveitinni stjórna þeir Birgir og Lárus Sveinssynir. Menntaskól- inn við Sund í BLAÐINU í gær var farið rangt með nafn nemandans, sem hlaut hæstu einkunn í eðlisfræðikjör- sviði við stúdentspróf í Mennta- skólanum við Sund. Hæstu eink- unn þar hlaut Sigríður Einars- dóttir. en ekki Sigurður Einarsson eins og stóð í blaðinu. Biðjumst við velvirðingar á þeim mistökum. Þroskaþjálfa- skólanum sagt upp í dag Þroskaþjálfaskóla Islands verður sagt upp í 20. sinn, í dag, föstudag 26. maí, kl. 16.00 í Norræna húsinu. í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borizt frá skólanum segir, að hann sé til húsa í gamla Kópavogshælinu og sé þriggja vetra skóli. I vetur stunduðu 53 nemendur nám við skólann og verða 14 nemendur brautskráðir í dag. — Hermenn Frakka Framhald af bls. 1 frönskumælandi Afríkuþjóða í París í vikunni við þá hugmynd að komið yrði á fót sameiginlegu herliði Afríkuríkja til þess að hafa á hendi eftirlit á svæðum þar sem í odda skerst í álfunni. Samkvæmt heimildunum gæti stofnun slíks liðs gert Frökkum kleift að hætta að leika hlutverk „herlögreglu Afríku". Frakkar hafa herlið á þremur vígstöðvum í Afríku: Zaire, Chad og Máritaníu og í fyrra voru Marokkóhermenn fluttir til Shaba með frönskum flutningaflugvélum. Heimildirnar hermdu að Valery Giscard d'Estaing forseti hefði sagt Mobutu hershöfðingja í gær að Frakkar gætu undir engum kringumstæðum skorizt aftur í leikinn í Zaire. Mobutu sagði í dag að franski forsetinn hefði sagt að frönsku fallhlífahermennirnir yrðu kallaðir heim frá Kolwezi þegar hlutverki þeirra væri lokið en hann hefði ekki sagt að brottflutningurinn væri á næsta leiti. Þó hrósaði Mobutu Frökkum óspart fyrir aðgerðirnar.í Zaire og sagði að þeir væru eina vestræna þjóðin sem stæði við skuldbinding- ar sínar við Afríkuríki. En þótt Frakkar vilji greinilega draga sig út úr væringum í Afríku virðast ýmsir háttsettir franskir embættismenn hæstánægðir með hlutverk Frakka í Shaba-deilunni. Þeir telja að þeir hafi verið mikilvægt mótvægi gegn vaxandi ásælni Rússa og Kúbumanna í Afríku. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum komust frönsku fall- hlífamennirnir yfir skjöl á spænsku í Kolwezi og það gæti bent til þess að uppreisnarmenn í Shaba hafi staðið í sambandi við Kúbumenn. Landvarnaráðuneytið sagði að 1.000 uppreisnarmenn hefðu verið felldir í Kolwezi en samkvæmt áreiðanlegum heimildum féllu um 2.000. Um það bil þriðjungurinn féll í bardögum um yfirráð yfir bænum og bæjarbúar drápu hina samkvæmt heimildunum. Margir uppreisnarmenn reyndu að komast undan með því að klæðast borg- aralegum fötum þegar Frakkarnir komu en seinna fundust þeir myrtir. Mobutu forseti sagði á blaða- mannafundi að tilgangur innrásar uppreisnarmanna hefði verið sá að ná yfirráðum yfir námum sem framleiða kopar, kobalt, tin, úran og manganes sem Rússar hafa mikla þörf fyrir. Hann sagði að Rússar hefðu nýlega látið mikið að sér kveða á þessum mörkuðum og keypt óvenjulega mikið magn af kobalti. „Sennilega stendur þetta í sambandi við innrásina í Shaba," sagði Mobutu. Hann bætti því við að annar tilgangur uppreisnarinnar hefðu verið sá að eyðileggja bágborinn efnahag Zaire á sama tíma og hann væri að reyna að lækna hann með vestrænni aðstoð. í Brussel neitaði fulltrúi upp- reisnarmanna því í dag að lið þeirra hefði með sér hvíta gísla á undanhaldinu. Brezk blöð segja frá átökum uppreisnarmanna og Zambíumanna sem hafa lagt hald á þrjá flutningabíla. Zambíumenn segja að 800 uppreisnarmenn hafi hörfað inn í Angóla síðan þeir voru flæmdir frá Kolwezi. — Giscard Framhald af bls. 1 að halda ráðstefnuna seint á næsta ári og sagði að á það yrði lögð áherzla á ráðstefnunni að dregið yrði úr þeim mikla mun sem er á venjulegum herstyrk austurs og vesturs. Frakkar segja að Júgóslavar, Spánverjar og Norðurlönd hafi tekið vel í frumkvæði Giscards. Haft var eftir sovézku sendinefnd- inni að Rússar fögnuðu tillögunni og fulltrúi í nefndinni sagði: „Hún var ekki eins góð og við vonuðum en hefur að geyma nokkra já- kvæða þætti." I áætluninni er einnig kveðið á um alþjóðlegt kerfi eftirlitsgervi- hnatta til að tryggja að allar þjóðir standi við skuldbindingar um að afvopnast, sérstakan þróun- arsjóð sem fái tekjur af sköttum sem verði lagðir á þjóðir sem ráða yfir miklum hergögnum og stofn- un alþjóðlegrar afvopnunarstofn- unar. Frakkar leggja einnig til að núverandi afvopnunarráðstefna 30 þjóða í Genf undir formennsku Bandaríkjamanna og Rússa verði lögð niður og að í hennar stáð komi vettvangur þar sem þátttaka verði öllum opin og allir þátttak- endur standi jafnfætis. Frakkar hafa aldrei tekið þátt í afvopnunarráðstefnunni í Genf síðan hún tók til starfa 1962 og ræða Giscard d‘Estaings felur í sér meiriháttar breytingu á stefnu Frakka í afvopnunarmálum þótt afstaða hans beri keim af hefð- bundinni óbeit gaullista á því að láta Rússa og Bandaríkjamenn ráða ferðinni. Giscard er fyrsti franski þjóðhöfðinginn sem ávarp- ar Allsherjarþingið. Giscard forseti sagði í ræðu sinni að afvopnun væri ekkert einkamál örfárra landa heldur mál sem alla varðaði. Hann sagði að 400 milljarðar dollara sem væri árlega varið til hergagna væru jafnvirði þjóðartekna allrar Róm- önsku Ameríku og tvöfalt hærri fjárhæð en þjóðartekjur allrar Afríku. Einum milljarði dollara væri daglega varið til hergagna og það væri jafnmikið og væri varið til heilsugæzlu í öllum heiminum. Jafnframt hóf Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðræður í kvöld við Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Rússa í New York, um nýjan samning um heftingu kjarnorku- vígbúnaðarkapphlaupsins. Banda- rískir embættismenn segja að aðeins þurfi að leysa tvö mál áður en samkomulag takist um nýjan Salt-samning: ná samkomulagi um takmarkanir á fjölda sovézkra „backfire“-sprengjuflugvéla og leysa deiluna um nýtízkuendur- bætur á eldflaugum sem draga á milli heimsálfa. En Vance mun einnig hvetja til þess í viðræðunum að Rússar og Kúbumenn kalli heim herlið sitt frá Eþíópíu og segja Gromyko að nærvera herliðsins sé óþörf þar sem Ogaden-stríðinu sé lokið. Embættismenn segja að Sómalíu- stjórn hafi fullvissað Vance um að hún muni ekki beita valdi eftir- leiðis til að breyta landamærum sínum. — Carter Framhald af bls. 1 geta veitt Rússum og Kúbumönn- um samkeppni í Afríku, jafnvel ekki friðsamlega. Carter sagði að hann væri ekki að fara fram á að senda banda- rískt herlið til Afríku en hann kvaðst vilja vald til að nota efnahagsaðstoð, lán, matvæli og önnur friðsamleg ráð til þess að beita áhrifum Bandaríkjanna. Hann sagðist hafa takmarkað verulega afskipti Bandaríkjanna af atburðunum í Zaíre og kvað það hafa verið „viðeigandi og hæfi- lega“ ráðstöfun að láta í té 18 herflutningaflugvélar af gerðinni C-141 til að senda frönskum og belgískum fallhlífahermönnum eldsneyti og vistir. Forsetinn sagði að verkefni bandarísku flugvélanna væri lokið og þær mundu snúa aftur til stöðva sinna einhvern næstu daga. Hann sagði að ástandið hefði getað orðið verra ef Bandaríkja- menn hefðu ekki hjálpað Belgum og Frökkum. — Gegningar- skylda lækna... Framhald af bls. 48 mánuði að loknu námi í lækna- deild. I fréttatilkynningu frá heil- brigðisráðuneytinu kemur fram að með þessari ákvörðun sé umrædd gegningarskylda lengd úr 3 í 6 mánuði. Að öðru leyti verði veiting lækningaleyfa með óbreyttum hætti. Þess er vænzt, að því er segir í tilkynningunni, að með þessu móti verði auðveldara að manna læknisstöður í heilsugæzlustöðv- um dreifbýlisins, en nokkuð hefur skort á það að undanförnu að læknar fengjust nema í ígripum til nokkurra stöðva úti á landi. Morgunblaðið sneri sér til Tóm- asar Arna Jónassonar, formanns Læknafélags Islands, og spurði hann álits á þessari ákvörðun. Tómas kvað hana hafa komið nokkuð á óvart í röðum lækna. Reyndar sagði Tómas að læknar væru sammála því að aðgerða væri þörf til að leysa vanda lands- byggðarinnar í þessum efnum en kvaðst telja að mjög takmörkuð lausn væri fólgin í þessari ráðstöf- un ráðherra en á hinn bóginn gæti hún valdið ungum læknum er hygðu á framhaldsnám töluverð- um óþægindum. Kvaðst Tómas Árni raunar vita til þess að óánægja væri meðal ungra lækna eftir að spurðist út um framan- greinda ákvörðun ráðherra. Morgunblaðið reyndi án árangurs að ná tali af helztu talsmönnum ungra lækna í gærkvöldi. — Líbanir Framhald al bls. 1 skipulagi væri komið á nærveru vopnaðra skæruliða í landinu án þess að stofna í hættu því takmarki þeirra að endurheimta heimkynni sín í Israel. Slíkur samningur gæti orðið til þess að Líbanir ábyrgðust öryggi Palestínumanna, einkum gagnvart vopnuðum sveitum hægrisinnaðra Líbana, ef skæruliðar hétu því að geyma hergögn sín í flóttamanna- búðum sínum og gera ekki árásir á ísrael frá líbönsku yfirráða- svæði. Róttækir skæruliðaleiðtogar lögðust gegn samkomulagi PLO og Líbanonstjórnar eins og búizt var við. Georg Habash sagði að samkomulag sem hindraði barátt- una gegn Israel væri ekki bind- andi. Þeir hafa heitið því að halda áfram að sækja gegnum línu SÞ í suðurhlutanum til þess að leggja aftur undir sig svæði sem Israels- menn hertóku. Þeir hafa einnig sagt frá leynisamningi harðlínu- manna þar sem Arafat er sakaður um einræðislega stjórn og þar sem hvatt er til „samvirkrar forystu" innan PLO. í opinberri yfirlýsingu frá Al- þýðuflykingunni til frelsunar Palestínu (PFLP) segir að herská- ir skæruliðar muni líta á hverja þá sem reyni að hindra baráttu skæruliða sem samverkamenn Bandaríkjanna og zíonista. Hörð viðbrögð andstæðinga Arafats bera með sér að líkur eru á því að til blóðugra átaka geti komið milli hófsamra og herskárra skæruliða. — Eldri íbúðir Framhald af bls. 48 fólki, sem vill eignast íbúðir í eldri hverfum. Ráðuneytið flutti því snemma árs 1975 frumvarp til laga um að hækka þá heildarupphæð, sem heimilt var að verja á ári hverju í þessu skyni, úr 80 milljónum króna í 160 milljónir króna árlega, og var það frumvarp samþykkt, sbr. lög nr. 24 23. maí 1975. Vegna mikillar eftirspurnar eftir þessum lánum beitti félags- málaráðuneytið sér fyrir því ári síðar að afnema hið umrædda hámark. í staðinn skyldi heildar- fjárhæðin ákveðin árlega af ráð- herra og húsnæðismálastjórn. Verulegar hækkanir hafa orðið á heildarfjárhæð þessara lána á síðustu árum, eða úr 80 milljónum árið 1974 í 720 milljónir á þessu ári. Þegar húsnæðismálastjórn sam- þykkti í marsmánuði s.l. að hækka hámark einstakra lána úr 600 þús. kr. í 1 millj. kr., lét ráðuneytið það koma fram, að þótt þessi breyting væri mjög til bóta, teldi það þessa hámarksupphæð helst til lága, og æskilegt væri að hækka hana. í framhaldi af frekari athugun- um á máli þessu telur ráðuneytið rétt að hækka nú hámark hinna einstöku G-lána úr 1 millj. kr. í kr. 1.800.000.00, þannig að þau nemi allt að helmingi lánsupphæðar til nýrra íbúða og óskar eftir nánari tillögum húsnæðismálastjórnar um framkvæmd þeirrar hækkun- ar. Einnig óskar ráðuneytið um- sagnar húsnæðismálastjórnar um það, hvort ekki væri æskilegt að rýmka gildandi lagaákvæði um lán til endurbóta á eldra húsnæði, þannig að heimildin sé ekki takmörkuð við húsnæði öryrkja og ellilífeyrisþega." — Verkamanna- sambandið... Framhald af bls. 48 „Framkvæmdastjórnarfundur Verkamannasambands íslands, haldinn 25. þ.m., tekur undir mótmæli miðstjórnar og 10- manna nefndar Alþýðusambands Islands gegn bráðabirgðalögum þeim, er sett voru 24. þ.m. og vitnar jafnframt til greinargerðar, er þeim mótmælum fylgdu. Fundurinn ákvað að boða til formanna- og sambandsstjórnar- fundar þriðjudaginn 30. þ.m., þar sem rætt verður á hvern hátt sambandið hyggst fylgja eftir mótmælum sínum gegn lögunum. Allar fyrri ákvarðanir, þar á meðal útflutningsbannið, standa óbreyttar, en formannaráðstefnan hefur endanlegt ákvörðunarvald um stefnu og aðgerðir sambands- ins.“ — 6. maður... Framhald af bls. 48 1. Bjarni Guðnason, Reykjavík, 2. Hallsteinn Friðþjófsson, formaður Verkalýðsfélagsins, Seyðisfirði, 3. Guðmundur Sigurðsson, héraðs- læknir, Egilsstöðum, 4. Helgi Hálfdánarson, fulltrúi, Eskifirði, 5. .Stefanía Jónsdóttir, Neskaup- stað, 6. Egill Guðlaugsson, út- gerðarm., Fáskrúðsfirði, Björn Björnsson, rafvirkjam., Djúpavogi, Ingi Einarsson, sjómaður, Höfn, Hornafirði, Bragi Dýrfjörð, um- boðsmaður, Vopnafirði, Erling Garðar Jónasson, tæknifræðingur, Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.