Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 STJÖRNULIÐ Bobby Charltons kemur til landsins á sunnudag og leikur síðan á mánudag kl. 20.00 við úrvalslið KSÍ á Laugardals- leikvanginum. Nokkrar breyting- ar hafa orðið á liði Charltons en eftir því sem Mbl. kemst næst verður liðið skipað eftirtöldum leikmönnum. Bobby Carlton. Einn af fáum leikmönnum Man. Utd. er lifði af Hugslysið við Mtinchen 1958. Lék 606 deildarleiki fyrir Man Utd. og skoraði 198 mörk. Bobby er markhæsti leikmaður sem leikið hefur með enska landsliðinu, hefur skorað 49 mörk í 106 landsleikjum. Hann lék sinn síðasta landsleik gegn V-Þjóðverjum í Mexico 1970. Hann var burðarásinn í liði Englands ásamt Bobby Moore 1966 er Englendingar urðu heimsmeist- arar. • Gamla kempan Bobby Moore verður meðal leikmanna stjörnu- liðsins. Stjörnuliðiö mætir úrval- inu á mánudag Geoff Ilurst. Mun alltaf verða minnst fyrir að skora þrennu fyrir Englendinga í úrslitaleik heims- meistarakeppninnar gegn V-Þjóð- verjum 1966. Tony Dunne. Lék meira en 400 deildarleiki fyrir Man. Utd. Var í liðinu er það vann Evrópubikarinn 1968. Francis Burns. Miðvallarspilari er hóf feril sinn hjá Man. Utd. Þar lék hann 120 leiki áður en hann var seldur til Southhampton. Tony Towers. Miðvallarspilari. Hefur leikið 3 sinnum með A-landsliði Englands. Joe Royle. Framherji. Hóf að leika með Everton, þar sem hann skoraði 102 mörk í 230 leikjum. Var seldur þaðan til Man. City: fyrir £ 200.000. Mike Doyle. Fyrirliði Manchester City um árabil, og hefur hann leikið 450 deildarleiki fyrir Iiðið, og unnið með þeim til flestra verðlauna er enskir knattspyrnu- menn geta unnið. Peter Lorimer. Framherji hjá Leeds. Einn yngsti leikmaður sem leikið hefur deildarleik í Englandi, er hann var aðeins 15 ára. Lorimer er geysilega skotfastur og mark- heppinn svo að alltaf stafar hætta af honum, er hann fær boltann, jafnvel langt úti á velli. Hefur skorað 145 mörk fyrir Leeds í 420 leikjum. Og leikið 21 leik með skoska A-landsliðinu. David Harvey. Markmaður Leeds um mörg ár þar til í vetur að hann missti stöðu sína um skeið. Hefur leikið 16 sinnum í skoska landslið- Frank Worthington. Framherji. Hóf feril sinn með Huddersfield, en var þaðan seldur til Leicester, þar sem hann skoraði 71 mark í 202 leikjum. Terry Ilibbitt. Miðvallarspilari sem leikur með Birmingham. Bobby Moore. Fyrirliði enska landsliðsins um margra ára skeið. Hann hefur leikið 108 landsleiki fyrir England og stendur það met enn. Einhver virtasti og af mörg- um talinn fremsti knattspyrnu- maður heims og fyrirmynd ann- ara. Chris Lawler. Varnarmaður. Lék á fimmta hundrað deildarleiki með Liverpool en hefur síðan leikið með Portsmouth í 3. deild- inni ensku. Lék 4 A-landsleiki fyrir England. Stjörnuliðið hefur að undan- förnu leikið í Noregi og þar sigruðu þeir, Tromso 8—0 og Odd 5-1. Haukar - KR í kvöld EINN leikur fer fram í annarri dei%d í kvöld og hefst hann klukkan átta. Þá leika á Hval- eyraholtsvelli í Hafnarfirði Hauk- ar og KR. Leikur þessi skiptir bæði liðin miklu máli. þvi að KR-ingar hafa enn ekki tapað stigi, en Haukar hafa hins vegar aðeins krækt í eitt og veitir því ekki af þvf að bæta fleiri í sarpinn. Slælega skipulagt mót í minnibolta SKÖMMU eftir Polar Cup hóf Minníboltanefnd undirbúning islandsmóts og var ÍR-ingurinn Jón Jörundsson fenginn til pess aó koma málinu af staó. Vegna fregna pess efnis, aó framkvæmd mótsins hafi verió meira en slök, rmddi Mbl. stuttlega vió Jón og fer hór á eftir frásögn hans af málinu. „Það var fljótlega eftir Polar Cup, aö Minniboltanefnd kom aö máli viö mig til þess aö annast grunn-undir- búning. Var ég fús til þess, enda grunaöi mig alls ekki hvaö framund- an var. Upphaflega ætlaöi ég aö hafa mótiö heigina 6.—7. maí, en þátt- tökutilkynningar voru sendar út á síöasta ári og skilafrestur rann út fyrir áramót. — Eftir aö hafa gengiö úr skugga um þátttökuna byrjaöi ég ásamt nefndinni aö reyna aö útvega hús fyrir mótiö, en það gekk vægast sagt brösulega, enda munu íþrótta- hús flest ef ekki öll loka 1. maí ár hvert. Helgin leið og ekkert gekk og þann áttunda hringir í mig formaöur KKÍ og spyr mig hvernig gangi aö útvega hús og býöst stöan til þess aö hringja í ÍBR og freista þess aö útvega sai. Samdægurs hringdi hann aftur og sagöist þá vera búinn aö útvega salinn í Hagaskóla dagana 11.—13. maí. — Varö ég nú enn á ný aö hafa samband viö félögin og þrátt fyrir aö lítill tími væri til stefnu ákváöu 14 liö aö taka þátt og þessa síöustu tvo daga fyrir mótiö varö ég þrívegis aö breyta skipulaginu. aö ég tel aö starfsfólk viö svona mót veröi að vera a.m.k. 10—15, en þarna var ég einn, sem beinlínis átti aö vera þarna við störf og átti ég þó aldrei aö gera meira en aö koma mótinu af staö. Svona framkvæmd á málunum frá hendi Minniboltanefnd- ar og KKÍ er frekar leiöinleg þegar þess er gætt, aö fyrir áramót hélt KKR Reykjavíkurmót fyrir þennan aldurshóp og tókst þaö mót í alla staöi vel.“ Jón sagöi aö lokum: „Ég tel aö svona hlutir megi alls ekki koma fyrir, krakkar á þessum aldri eru meira og minna í öllum íþróttagreinum og þegar mótshald er þessu líkt, hljóta krakkarnir aö freistast til þess aö hætta og þaö má alls ekki koma fyrir, því aö þarna eru fjötmörg stórkostleg efni á feröinni. Þaö er ýmislegt hægt að gera til úrbótar, t.d. aö fella mótiö inn í íslandsmótiö eins og gert er í öðrum greinum, eöa fjöiga mótum ár hvert. Ég tel ekki aö sökin fyrir þessu liggi hjá neinum sérstökum, fremur en öörum, heldur beri Minnibolta- nefnd og stjórn KKÍ hér ábyrgö, en framtíöarnefndir innan KKI mættu taka Polar Cup nefnd sér til fyrir- myndar, en hún færöi hverjum einasta keppanda PC merki og vakti þaö tiltæki mikla ánægju meöal strákanna.“ Um mótiö sjálft er þaö aö segja, aö keppt var í tveimur aldurshópum, 11 — 12 ára og 11 ára og yngri. Níu lið léku í þrem riölum í eldri flokknum og sigruöu ÍR, Haukar og Ármann hvert í sínum riöli. Þau léku innbyröis og lauk leikjunum: Haukar — ÍR 63—54, Haukar — Ármann 40—39 og Ármann — ÍR 62—54. Haukar eru því meistarar. í yngri flokknum léku til úrslita Njarðvík og ÍR sigraöi fyrrnefnda liöiö 66—15. —90- Rann nú upp 11. maí, en ballið var nú rétt að byrja,“ segir Jón. „Mótiö átti aö hefjast klukkan 6 og þó aö stundin rynni upp, voru þeir einu, sem mættu, 40—50 keppendur og ég og 1. starfsmaður. Húsiö var harölæst og auk þess voru engir dómarar mættir þrátt fyrir að nefndin heföi sagst mundu ganga frá þeim málum. — Það var hringt í húsvörö- inn og kom hann á vettvang, en enginn haföi hirt um aö segja honum aö salurinn heföi veriö lánaöur. Og enn létu dómararnir bíöa eftir sér og í lokin varö ég sjálfur aö dæma ásamt þjálfurum liöanna og nokkurra áhorfenda.“ Lið Njarðvíkur sigraði í yngri flokknum. 12. maí rann upp og Jón hringdi í nefndina. Lofuöu þeir enn mannskap, en klukkan sex mætti hann einn auk allra keppendanna. Fór nú allt fram eins og fyrri daginn, en formaður KKÍ kom og aöstoöaöi eftir föngum. „13. maí hringdi ég í stjórn KKÍ og lofaöi hún aö gera hvaö hún gæti og lagöi ég sérstaka áherzlu á máliö aö þessu sinni, vegna þess aö ÍR var f úrslitum í yngri flokknum og héföi ég þvf ekki meö réttu átt aö mega dæma leikinn. — En þaö lét ekki nokkur maöur sjá sig. KKÍ talaöi um aö fresta úrslitaleikjunum (þangaö til hvenær?). Fyrir tilviljun var þarna staddur maöur reglunum kunnugur og gátum viö því lokið mótinu þar og þá, en þaö má til gamans geta þess, • Sigurvegararnir í eldri flokkunum: Haukar. Gengið á hæsta tind Hengils GÖNGUDEILD Víkings hefur ákveðið að standa fyrir skipu- lögðum ferðum á Skeggja, hæsta tind Hengils á Hellisheiði (803 m). Ferðir þessar eru ætlaðar allri fjölskyídunni og verða á sunnudögum. Fyrsta ferðin var farin s.l. sunnudag. Safnast verður saman við Nesti í Artúnsbrekku kl. 11 á sunnu- dagsmorgnum og ekið þaðan í einkabílum upp í skíðaskála Vík- ings í Sleggjubeinsdal. Þaðan verður lagt af stað á Skeggja kl. 12. Fararstjórar verða í öllum ferðunum og gönguhraði við hæfi hverju sinni. Áætlaður tími fram og til baka er fjórir tímar og því nauðsynlegt að vera vel til farar- innar búinn. Göngu-Víkingar hyggjast veita fólki viðurkenningarskjal, sem gengur fimm sinnum eða oftar á ári, en á Skeggja er búið að koma fyrir gestabók, þar sem fólk ritar nöfn sín. Veglegur farandbikar verður veittur þeim er gengur oftast. í Sleggjubeinsdal er skíðaskáli og þar getur fólk tyllt sér niður og drukkið kaffi að gönguferðinni lokinni. Göngu-Víkingar hafa valið sér kjörorðið: Ut úr blikkbeljunni. Göngum af okkur aukakílóin! Leiguflug um landallt Sjúkraflug, vöruflug, farþegaflug. Flugvélar fyrir 4, 5, 7, 9 og 19 farþega ávallt til leigu. Okkar flugvélar geta lent á öllum flugvöllum á landinu. Hagkvæmt verö. VÆNGIR h/f Reykjavíkurflugvelli, símar 26060, 26066, 26043

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.