Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 31 Óskar sýndi öryggi í kringlukastinu VORMOT IR í frjálsum íÞróttum fór fram í gærkveldi á Laugardalsleikvangnum í blíöskaparveöri. Menn mótsins voru peir kunnu kappar Hreinn Halldórsson sem kastaöi kúlunni 19,45 m prátt fyrir aö hann er ekki búinn aö ná sér aö fullu eftir meiösli og Óskar Jakobsson sem kastaöi kringlunni 61,74, sem er hans besti árangur. Báöir tveir hafa náö lágmörkunum fyrir Evrópumótiö í haust. Allpokkalegur árangur náöist í nokkrum greinum og í heildina veröur ekki annaö sagt en aö petta hafi veriö allgóö byrjun hjá frjálsípróttafólkinu. Nokkrir af þeim bestu eru erlendis við æfingar, og gerði það mótið risminna en ella. Svo áfram sé talað um árangur þá var kastsería óskars Jakobssonar í kringlukastinu mjöggóð, átti hann þrjú köst yfir 60 metra, en þrjú maeldust ógild. Sagðist Óskar vera EOP-mótið f frjálsum EÓP-mótið í frjálsum íþróttum fer fram á Laugardalsvellinum 31. maí og 1. júní og hefst mótið klukkan hálf sjö um kvöldið. Karlpeningurinn mun keppa í eftirtöldum greinum: 200 m, 800 m og 110 metra grindarhlaupi, kúlu- varpi, kringlukasti og stangar- stökki, en kvenfólkið keppir í 200 metra hlaupi og kringlukasti. Auk þess verður keppt í 100 metra hlaupi telpna og drengja. Tilkynna má þátttöku á Laugardalsvellin- ánægður með árangur sinn, og þá sérstaklega hve mikið öryggi væri komið í köstin. — Þar hefur órðið mikil breyting á frá því í fyrra. Ég stefni að því að eiga tvo toppa í sumar, fyrst í kastlandskeppninni í Danmörku í júní og svo á Evrópumótinu i haust. Hreinn Halldórsson kvaðst ekki ánægður enda væri hann engan veginn búinn að ná sér eftir meiðslin sem hafa háð honum nú í nokkuð langan tíma. — Ég reyni að lagfæra stílinn hjá mér þessa dagana, og svo verð ég að bíða og sjá hvernig sumarið þróast. Tugþrautarmennirnir Elías Sveinsson og Stefán Hallgrímsson virðast báðir vera í ágætis æfingu. Stefán hljóp 400 m á 50,9, sem er góður árangur svo snemma sumars. Elías náði góðum árangri bæði í kúluvarpinu og kringlunni. I kúluvarpi kvenna sigraði Guðrún Ingólfsdóttir, kastaði 12,06 metra, sem er ekki langt frá hennar besta. í 100 m hlaupi karla sigraði Sigurður Sigurðsson, hljóp á 10,1, sem er betri tími en núgildandi Islandsmet, en í ljós kom að hlaupararnir höfðu aðeins lagt að baki 96 metra er vegalengdin var mæld. Samsvarar því tími Sigurð- ar 10,6 í 100 m hl. Úrslit í mótinu urðu sem hér segir: Kúluvarp karla< Hreinn Halldórsson 19.45 Óskar Jakobsson ÍR 17.68 Elías Sveinsson ÍR 13.86 Hástökk kvenna< Þórdís Gísladóttir ÍR 1.68 íris Jónsdóttir UBK 1.60 800 m hlaup kvenna< Guðrún Árnadóttir FH 2,20.2 Rut Ólafsdóttir FH 2.21,1 Hjördís Árnad. UMSB 2,38.6 Ársþing Júdó- sambandsins ÁRSÞING Júdósambands íslands verður haldið n.k. laugardag, 27. maí. Júdó er nú iðkað í 8 félögum í 6 bæjum á landinu. Aðilar að JSÍ eru 8 íþróttabandalög og héraðs- sambönd, og fyrir þessu þingi liggur aðildarumsókn frá íþrótta- bandalagi Akureyrar. Þingið er haldið í matsal Mið- fells h.f. að Funahöfða 7. HM tvC"OPv)03é.'&'^TAMOA V6LI CHÚ P '.Zo.-r.x..- OMtiVeEaAe.. LewcMAKJU*. Pu Langstökk karla> Friðrik Þór Óskarss. ÍR 6.63 Helgi Hauksson UBK 6.45 Jón Sverrisson UBK 6.12 400 m hlaup kvenna> Sigurborg Gunnarsd. Árm. 59.8 Helga Halldórsd. KR 61.8 Halldóra Jónsd. ÚÍA 62.4 96 m hlaup karla> Sigurður Sigurðss. Árm. 10.1 Magnús Jónsson Árm. 10.8 Magnús Tómasson Árm. 18.8 Kúluvarp kvenna> Guðrún Ingólfsd. ÚSÚ 12.06 Ása Halldórsdóttir Árm. 11.18 Halldóra Jónsdóttir Árm. 9.50 Óskar Jakobsson náði mjög góðum árangri í kringlukastinu og sýnir stöðugar framfarir. Verður fróðlegt að fylgjast með hvernig honum kemur til að ganga á stórmótum sumarsins. t.d. í kastlandskeppninni við Dani og á Evrópumót- Kringlukast karla. Óskar Jakobsson ÍR 61.74 Elías Sveinsson KR 48.90 400 m hlaup karla> Stefán Hallgrímss. ÚÍA 50.9 Gunnar Páll Jóakimss. ÍR51.0 Ólafur Óskarss. Árm. 53.3 Stangarstökk karla> Elías Sveinsson ÍR 4.10 Þráinn Hafsteinss. Árm. 3.80 Valbjörn Þorláksson KR 3.80 100 m hlaup kvenna> Lára Sveinsdóttir Árm. 12.4 Kristín Jónsdóttir UBK 12.5 Þórdís Gísladóttir ÍR 12.5 — þr. o<i So&kás Þ3óe>iyeeoAe. m&c. seeueit, SCHKO &-l_i KWjBtt SzyrwJÚAic Um 800 leikir á 4 mánuðum Á VEGUM KSl fara íram í sumar um 800 knattspyrnuleikir í ís- landsmóti, bikarkeppni og að auki landslcikir. Fyrsti leikurinn í íslandsmótinu fór fram 11. maí, cn síðasti leikur sumarsins í 1. deildinni verður á milli Vals og ÍA á Laugardalsvellinum 10. september. Úrslitaleikurinn í bikarkeppninni fer fram 27. ágúst. sfðustu leikir knattspyrnu- tfmabilsins hérlendis verða þó að venju leikir félagsliða í Evrópu- keppni og landsleikir íslendinga gegn Hollandi 20. september og A-Þýzkalandi 4. október, báðir á Laugardalsvellinum. í vandaðri mótabók KSÍ, sem nýkomin er út, er að finna upplýsingar um alla knattspymu- leiki í landsmótum í sumar og landsleiki. Þá eru einnig lög og reglugerðir í bókinni, skipan stjórna og nefnda og ýmsar tölfræðilegar upplýsingar, sem ekki hafa áður birzt í mótabókinni. Bókin er 226 blaðsíður að stærð og kostar aðeins 1000 krónur. Hún er seld á skrifstofu KSÍ, í veitinga- sölu Laugardalsvallarins og í bókaverzlun Lárusar Blöndals í Vesturveri. Mótaskrá — handbók KSÍ 1978 er ómissandi öllum þeim sem fylgjast vilja meö íslenskri knattspyrnu. Fæst á eftirtöldum stööum: Skrifstofu KSÍ Laugardal. Bókabúö Lárusar Blöndal. Sportvöruverslun Ingólfs Óskarssonar. Leikvanginum í Laugardal., og hjá knattspyrnufélögum um land allt. KSÍ. Stjörnulið Bobby Charlton gegn urvalsliði K.S.I. Laugardalsvelli, mánudaginn 29. maí kl. 20.00 Bobby Charlton, Tony Towers, Bobby Moore, Joe Royle, David Harvey, Mike Doyle, Peter Lorimer.Terry Hibbitt, Francis Burns, Frank Worthingtono.fi. Einstakt tækifæri til aö sjá Þessa heimsfrægu knattspyrnumenn leika saman í liöi. i fyrra sigraöi úrvalsliöiö. Hvernig fer nú? FORSALA VIÐ ÚTVEGSBANKANN í DAG KL. 13—18. TRYGGIÐ YKKUR MIÐA í TÍMA. VERÐ AÐGÖNGUMIÐA: STÚKA KR.1.500- STÆÐI KR. 1.000- BÖRN KR. 300- . KRR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.