Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.05.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1978 Selfoss er yngsti kaupstaður landsins. létts framleiðsluiðnaðar, sérstaklega þar sem starfskraftar kvenna fá notið sín.“ Hvernig hefur framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins verið hagað? „Þau verkefni, sem sveitarfélagið hefur ekki getað séð um sjálft hafa að jafnaði verið boðin út eftir að sjálfstæðismenn tóku þátt í myndun meirihluta hreppsnefndar hér. Slík vinnubrögð virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá öðrum fjölmennum samtök- um hér um slóðir. Verk á þeirra vegum virðast yfirleitt afhent einstaklingum án útboðs. Við teljum hiklaust að útboðsleiðin sé sú rétta og henni eigi að halda áfram. Á næsta kjörtímabili þarf að leggja áherslu á að halda áfram þeirri 10 ára framkvæmda- áætlun, sem unnið hefur verið eftir undanfarin ár varðandi varanlega gatna- gerð og markið er að allar götur á Selfossi verði með bundnu slitlagi og gangstéttir steyptar." „Dagheimili verði byggt á kjörtímabilinu“ Byggingu félagsheimilins hefur töíuvert borið á góma í kosningabaráttunni hjá ykkur. Hver er stefna sjálfstæðismanna varðandi þá byggingu og almennt í félagsmálum? „Við leggjum á það áherzlu að á næsta kjörtímabili verði lokið við byggingu félagsheimilisins. Þá verði bygging safnað- arheimilis Selfosskirkju styrkt. Um dagvist- unarmálin er það að segja að við viljum að gert verði átak í þeim málum með byggingu dagheimilis á Selfossi á næsta kjörtímabili. Áfram verði unnið að málefnum aldraðra samkvæmt fyrirliggjandi áætlun um bygg- ingu sérhannaðs húsnæðis, komið verði upp Rætt við Ola Þ. Guðbjartsson, efsta mann á lista Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnar á Selfossi „HÉR vantar sumarvinnu fyrir unglinga á skólaaldri enda kannski ekki að furða þegar yfir 300 skólanemar koma á vinnumarkað á hverju vori,“ sagði óli Þ. Guðbjartsson, efsti maður á D—listanum, lista Sjálfstæðisflokksins, til bæjar stjórnarkosninga á Selfossi, í samtali við Morgunblaðið. „Ég sá það í blaði G-listans hér á Selfossi," sagði Oli, „að einn frambjóðendanna gerir lítið úr unglingavinnunni, sem verið hefur undanfarin ár hér hjá sveitarfélaginu og ekki síst kaupgjaldinu. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að unglingarvinnan hafi hér tekist nokkuð vel, ekki síst sl. sumar. Ég tel meira virði að kenna unglingum að bera virðingu fyrir vinnunni en ýta undir óeðlilega kröfugerð í þessu sambandi, sem ekki myndi leiða til annars en hærra kaups fyrir færri og þá sjálfsagt útvalda. Sjálfstæðismönnum hefur í sveitarstjórn á Selfossi algjörlega tekist að sneiða hjá allri jötupólitík. Hins vegar væri hér trúlega önnur aðstaða um vinnu fyrir unglinga, ef það baráttumál sjálfstæðismanna í hreppsnefnd á Selfossi hefði á sínum tíma náð fram að ganga, að kaupa Árbæinn hérna vestan við Selfoss, sem bauðst á mjög hagstæðu verði og kjörum. Það var á áratugnum 1960 til 1970 en sjálfstæðismenn voru þá í minni- hluta í sveitarstjórn. Þar fylgdu hitaréttindi og því kjörin gróðurhúsaaðstaða og þá ekki síður aðstaða til fiskiræktar, því að kalt vatn undan Ingólfsfjalli er ekki af skornum skammti. Miklir möguleikar hefðu verið á þessu sviði. Ég tel að þarna hafi Selfoss misst af glæstu tækifæri fyrir skammsýni." Á það sama kannski við um Votmúlakaupin 1973? „Já, enda sömu aðilar sem að verulegu leyti réðu þar för.“ verndaðri vinnuaðstöðu og heilbrigðisþjón- ustu og haldið verði áfram heimilishjálp fyrir aldraða og sjúka. Auk þess verði haldið áfram byggingu íbúða á félagslegum grundvelli, jafnframt eflingu íbúðalánasjóðs Selfoss." „Straumurinn er með sjálf- stæðismönnum, sérstaklega meðal ungs fólks“ Nú hefur Selfoss nýverið fengið kaupstað- arréttindi. Verður einhver breyting á verkefnum sveitarstjórnarinnar? „Verkefnin, sem slík verða ekki svo frábrugðin því, sem hingað til hefur þurft að glíma við. Þó verður eitt fyrsta verkefni væntanlegrar bæjarstjórnar að semja við Árnessýslu samkvæmt 3. gr. laganna um bæjarréttindi Selfoss og jafnframt að endurskoða allar reglur um stjórn bæjarins og semja og fá staðfesta bæjarsamþykkt. Væntanlegir bæjarfulltrúar sjálfstæðis- manna munu leggja á það þunga áherzlu að til þessa verks verði vandað eins og kostur er. En þó hér hafi verið stofnaður kaupstaður koma Selfossbúar til með að hafa áfram margháttaða samvinnu við nágrannabyggðirnar, s.s. í heilbrigðis- og öryggismálum, og það er von okkar sjálfstæðismanna að sú samvinna megi áfram vera með ágætum. Þá verður jafnframt að efla Selfoss sem miðstöð þjónustu og héraðsstjórnar fyrir allt Suðurland." Hvernig lýst þér á kosningahorfur? „Fjögur hundruð nýir kjósendur taka þátt í þessum fyrstu bæjarstjórnarkosningum hér. Unga fólkið á líka mest undir því að uppbyggingin á Selfossi, sem sjálfstæðis- menn hafa ekki síst átt þátt í að skapa, haldi áfram. Ég er tiltölulega bjartsýnn, vegna þess að ég finn að straumurinn er með sjálfstæðismönnum, sérstaklega meðal ungs fólks. En baráttan hér stendur um það hvort fjórði maður á lista sjálfstæðismanna nær kjöri, en það sæti skipar Sverrir Andrésson húsgagnasmiður, sem kunnur er fyrir áhuga sinn á félagsmálum. Ég tel mikla von til þess að hann nái kjöri en það getur munað fáum atkvæðum eins og oft hefur orðið hér á Selfossi. Úrslitin ráðast af vinnu til loka kjördags. Það er baráttuhugur í sjálfstæðis- fólki á Selfossi. Baráttuhugur, sem einn getur gefið jákvæð úrslit — fjórða manninn kjörinn," sagði Óli Þ. Guðbjartsson að lokum. — t.g. Óii Þ. Guðbjartsson, oddviti á Selfossi og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnar þar. „Sköpuð verði atvinnutæki- færi fyrir 3—400 tnanns til ársins 1982“ Hver er annars stefna sjálfstæðismanna á Selfossi í atvinnumálum? „Hún er skýr, því í fyrsta lagi viljum skapa hér starfstækifæri fyrir 3—400 manns til ársins 1982. Það er markmiðið og því hyggumst við ná í fyrsta lagi með að bæjarstjórn láti gera iðnþróunaráætlun í samráði við Byggðadeild Framkvæmda- stofnunar ríkisins, Iðnþróunarstofnun ís- lands og Samtök sveitarfélaga hér á Suðurlandi. I öðru lagi að efla Iðnþróunar- sjóð Selfoss, sem stofnaður hefur verið af tilhlutan sjáifstæðismanna og beita honum á þann hátt að byggt verði hér á vegum bæjarfélagsins staðlað iðnaðarhúsnæði fyrir fyrirtæki, sem setjast vilja hér að með nýiðnað eða framleiðsluiðnað. Við teljum að megináherslu þurfi að leggja uppbyggingu „Baráttan stendur um. hvort 4. maður á lista sjálf- stæðismanna nær kj öri’ ’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.