Morgunblaðið - 25.06.1978, Síða 25

Morgunblaðið - 25.06.1978, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 25 Þetta vill Sjálf- stæðisflokkurinn Eflum framtak einstaklingsins Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að efla frjálst framtak einstaklinganna — og samtaka þeirra — í atvinnuvegum þjóðarbúsins. Frjáls hagkerfi hagnýtir frumkvæði, hugvit og atorku einstaklingsins: lætur hann bera ábyrgð gerða sinna og njóta ávaxtar verka sinna. Það beinir atorku og fjármagni að þeim viðfangsefnum, sem færa þjóðinni mestan arð, og tryggir neytendum þá vöru og þjónustu, er þeir kjósa helzt. . Iðnaður — atvinnuvegur næstu framtíðar Ljóst er að iðnaður verður að taka við meginþorra þeirra nýju starfskrafta, sem leita á íslenzkan vinnumarkað á næstu árum og áratugum. Það er því brýn nauðsyn að hlýa að islenzkum iðnaði og skapa honum sem bezt vaxtarskilyrði. Iðnaðurinn verður að njóta sömu aðstöðu og kjara við fjármagnsfyrirgreiðslu og aðrir atvinnuvegir. Efla þarf sölu og markaðsstarfsemi á sviði útflutningsiðnaðar og skapa Iðntæknistofnun góð starfsskilyrði. Afkoma bænda tryggð Landbúnaður hefur verið einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar frá öndverðu. Svo er enn, auk þess sem hann er 'mikilvægur hráefnagjafi íslenzks iðnaðar. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja bændum sambærilega afkomu og öðrum landsmönnum og kanna nýjar leiðir til að bæta lífskjör þeirra. Flokkurinn leggur áherzlu á að við endurskoðun laga um framleiðsluráð landbúnaðarins verði reynt að leysa vanda offramleiðslu í landbúnaði. Ennfremur á Markaðsrannsóknir og gerð víðtækra framleiðsluáætlana í landbúnaði. Næg og ódýr orka Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja íslendingum næga og ódýra orku. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um stórátak í hitaveitumálum, sem spannar flesta landshluta, og hefur fært fleirum heimilum jarðvarma til húshitunar en nokkru sinni fyrir Hitaveituframkvæmdir á líðandi kjörtíma- bili eru þær stærstu sinnar tegundar í þjóðarsögunni, að undanskildu frumkvæði borgarstjórnarflokks sjálfstæðis- manna í Reykjavík í þessu efni. Sjálfstæðisflokkurinn vill samtengingu og samhæfingu allra rafveitna landsins, til að tryggja rekstraröryggi og hagkvæmni. í skipulagi raforkumála vili hann jafnframt stefna að auknum áhrifum einstakra landshluta á ákvarðanir í orkumálum, um framkvæmdir og stjórnun. Tryggja þarf innlendum atvinnu- rekstri raforku á sem beztum kjörum. Við nýtingu auðlinda lands og lagar skal ætíð gæta fyllstu náttúruverndarsjónar- miða. Náttúruvernd Sjálfstæðisflokkurinn vill beita sér fyrir náttúru- og umhverfisvernd; að þjóðin læri að lifa i sátt við land sitt og umhcerfi. Hann vill stuðla að uppgræðslu og gróðurvernd og stóraukinni almennri fræðslu um íslenzka náttúru og vistkerfi landsins Heilsugæzla Fullkomin heilbrigðisþjónusta og heilsugæzla fyrir alla landsmenn er forsenda nútíma þjóðfélags. Sjálfstæðisflokkur- inn vill stefna að þessu marki, m.a. með uppbyggingu heilsugæzlustöðva og skipulagningu sérfræðiþjónustu á sem flestum sviðum fyrir landið allt. Efla þarf heilsuvernd og fyrirbyggjandi aðgerðir og starf sem snýr að hollustu háttum almennings. Almannatryggingar og lífeyrisréttindi Sjálfstæðisflokkurinn styður endurskipulangingu lífeyris- kerfis landsmanna, sem tryggi öllum lífeyrisþegnun viðundandi heildarlífeyri, er fylgi þróun kaupgjalds á hverjum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn telur að löggjöfin um almannatrygg- ingar þurfi að vera í stöðugri endurskoðun sem miði að því að aðstoð alrnannatrygginga nýtist fyrst og fremst þeim, sem raunverulega þurfa á henni að halda. Samráð um kjaramál Sjálfstæðisflokkurinn vill að baráttan gegn verðbólgu sitji í fyrirrúmi fyrir öllu öðru á komandi kjörtímabili. í því efni er lagt til: • 1) Stofnað verði til samráðsvettvangs launþega, vinnuveit- enda og ríkisvalds um kjaramál í þeim tilgangi að stuðla að raunhæfum kjarasamningum. • 2) Vísitölukerfið verði endurskoðað og leitað nýrra leiða til að tryggja að tekjur séu í eðlilegu samræmi við verðmætasköp- un í þjóðfélaginu, þjóðartekjur og hag atvinnuvega, án víxlhækkana og verðbólgu. • 3) Verðjöfnunarsjóðir verði efldir. Stefnt verði að vaxandi stöðugleika gengis og það rétt skráð. • 4) Frjáls sparnaður verði efldur. Afurðalánakerfi endur- skoðað. Frelsi í verðtryggingu fjárskuldbindina aukið. • 5) Eftir því sem verðbólgan rénar cerði lánakjör íbúðabyggingagerð hagstæðari og mynbreyting framkvæmd til staðfestingar fengnum árangri.* 6) Stefnt skal að verulegum tekjuafgangi ríkissjóðs og skuldalækkun í góðæri. Skattar verði fyrst og fremst lagðir á eyðslu en ekki tekjur. Virðisaukaskatti og staðgreiðslu skatta komið á. AUiLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JH*r0\inbIflbib ■oiv Kðnui CUCB Dagana 30. júní - 9. júlí. Sýningar kl. 18 og 21 virka daga og kl. 15 og 18 um helgar. ' Forsala aðgöngumiða er í hjólhýsi í Austurstræti og í Laugardalshöll kl. 13-17. Miðapantanir i símum 29820 og 29821 milli kl. 13 og 17. Verð miða fer eftir staðsetningu sæta Bestu sæti: kr. 3.700.-. Betri sæti: kr. 3.300.-. Almenn sæti: kr. 2.700. ★ TAKMARKAÐAR SÝNINGAR - * TAKMARKAÐIR MIÐAR Heimsfræg skemmtiatriði, sum þeirra hafa aldrei sést hér á landi áður meðal annars eru: MÓTORHJÓLAAKSTUR Á HÁLOFTALÍNU, LOFT- FIMLEIKAR, KING KONG - APINN MIKLI, ELD- GLEYPIR, HNÍFAKASTARI, STJÖRNUSTÚLKUR, AUSTURLENSKUR FAKÍR, STERKASTI MAÐUR ALLRA SIRKUSA, SPRENGFYNDNIR TRÚÐAR OG FJÖLMÖRG FLEIRI SKEMMTIATRIÐI.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.