Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 í íslensku fornbréfasafni má finna aö eftir siðaskiptin tóku danskir embættismenn marga góða gripi úr kirkjum landsins. Svipað gerðist einnig í Noregi og Danmörku. Þegar einokunar- versluninni var komið hér á í byrjun 17. aldar var erfitt fyrir Islendinga að endurnýja þá kirkjugripi sem voru í kirkjum og klaustrum fyrir siðaskipti og vegna þess að einokunarverslun- in var svo sterk á þessum tíma var erfitt fyrir íslensku kirkj- urnar að afla að nýju þeirra verðmæta sem þær áður höfðu haft í fórum sínum. Villumsen Krog sagði að af þeim sökum hefði ekki verið talið mögulegt að finna nokkra dýrgripi hér frá því fyrir siðaskipti og frá þessum tíma og því kæmi það mjög á óvart að finna svo mikið af merkilegum gripum. Hann sagði að í Danmörku væru mjög fáar kirkjur sem ættu slíka gripi sem til eru hér víða um land. Yfirleitt væri þá um mjög ríkar krikjur í bæjum að ræða og því væri það enn undarlegra að þessir gripir væru í litlum fátækum kirkjum á íslandi. Að sögn Villumsen Krog komu í ljós í þessum ferðum um landið einnig nokkrir þýskir og enskir silfurkaleikar, sem benda til sterkra verslunaráhrifa Eng- lendinga og Þjóðverja á íslandi, enda væri vitað eftir skriflegum heimildum að um 1585 hefðu Þjóðverjar haft hér 15 hafnir. Þessi þýsku áhrif minnka síðan smátt og smátt er líða tekur á 17. öld og koma þá danskir gripir meira í staðinn og væri það alveg í samræmi við söguna. Elsti danski kaleikurinn, sem hér hefur fundist með öruggri tímasetningu, er frá árinu 1623 og er hann frá Grindavíkur- kirkju. Ríkir menn keyptu silfur A þessum timum er helst talið að þeir sem keyptu silfur hafi verið kirkjur, embættismenn, sýslumenn, kaupmenn og aðrir ríkir menn. Vitað er um tvær fjölskyldur sem sérstaklega mikið áttu af silfri. Til dæmis er vitað til þess að Pétur Þor- steinsson sýslumaður á Ketils- stöðum á Völlum í Fljótsdals- héraði og hans fjölskylda áttu mikið silfur. Bróðir Péturs var Sigurður Þorsteinsson og var hann silfursmiður í Kaup- mannahöfn. Lærði hann silfur- smíði í Danmörku og fékk meistararéttindi í iðninni árið 1742 og dó hann í Kaupmanna- höfn árið 1799. Pétur keypti mikið af silfri af bróður sínum í Kaupmannahöfn. Átti Pétur son er Guðmundur hét og bjó hann í Krossavík. Erfði hann allt silfrið eftir föður sinn og er vitað að mjög mikið silfur var til í Krossavík og er þekkt arfsögn- in um Krossavíkursilfrið. Á Þjóðminjasafninu er til eitthvað af Krossavíkursilfrinu, en þó er talið að til sé miklu meira af þessu silfri víða um landið og ef einhverjir vita um það ættu þeir hinir sömu að hafa samband við Villumsen Krog, svo hægt sé að ljósmynda og skrá silfrið. Einn- ig er vitað til þess að Magnús Stephensen lögmaður, ásamt fleiri velstæðum Islendingum á þessum tíma, keypti talsvert af silfri frá Sigurði Þorsteinssyni í Kaupmannahöfn. Vitað er einnig til þess að Magnús Ketilsson sýslumaður í Dalasýslu, sem uppi var á síðari hluta 18. aldar, átti mikið silfur. Var hann systursonur Skúla Magnússonar og mikill fram- faramaður, skrifaði bækur um landbúnað og prentaði þær í prentsmiðjunni í Hrappsey, en hann var einn eigenda hennar. I þeirri prentsmiðju voru eink- um prentaðar veraldlegar bæk- ur þar sem prentsmiðjan á Hólum hafði einkarétt á að prenta kirkjubækur. í dagbók- um Magnúsar og ævisögu sést að hann hefur átt um 6 til 8 silfurbikara, mikið af borðsilfri og nokkrar kaffikönnur. Hann hefur því verið einn af þeim fyrstu í landinu sem drukkið hafa kaffi. Á ferð um landið hittu rannsóknamennirnir einn af afkomendum Magnúsar Ket- ilssonar og átti hann í fórum sínum kaffikönnu með bakka undir. Sést á henni að hún er gerð í Kaupmannahöfn og er nafn Magnúsar grafið í hana. Vitað er að það hlýtur að vera til miklu meira af silfurgripum frá Magnúsi Ketilssyni og væru allar upplýsingar þar að lútandi Oblátuaskja frá Bessastöðum. Sigurður borstcinsson silfursmiður gerði hana árið 1744, en nú cr hún geymd á bjóðminjasafni íslands. legt silfur frá þessum tíma. Nú hefur sú skoðun afsannast og aldi Villumsen Urog því að nauðsynlegt væri að vekja at- hygli á því að í Danmörku efði miklu verið stolið af slíkum gripum. Þess vegna yrði að gera þær ráðstafanir að hlutirnir séu hafðir í öruggri vörslu svo þeir ekki glatist. Benti hann á í því sambandi að í Danmörku væri nú verið að fara herferð til þess að tryggja öryggi slíkra hluta og væri nú skylda að geyma slíka kirkjugripi í læstum eldtraust- um skápum. — Með því að nú er vakin athygli á þessum hlutum getur það haft vissar afleiðingar í för með sér, sagði Villumsen Krog. — Hingað til hefur fólk ekki almennt gert sér grein fyrir gildi þessara gripa, en nú þegar það er ljóst geta viðhorfin til þeirra breyst. Á myndinni eru frá vinstri Ole Villumsen Krog og heldur hann á oblátuiiskju frá Bessatsöðum og borvaldur Friðriksson, sem heldur á danskri sykurskál í rokkokóstfl frá árinu 1778. (Ljósm.i Kristján). vel þegnar, að sögn Villumsen Krog. Þeir Villumsen Krog og Þor- valdur Friðriksson töldu'að mjög fágætt silfur frá miðöldum væri í Strandakirkju, Skálholts- kirkju og Hólakirkju meðal annars. Væru Hólakaleikar með merkustu og elstu kaleikum á landinu og væru þeir líklegast þeir kaleikar íslenskir sem þekktastir væru erlendis.Talið er að þeir séu frá fyrri hluta 13. aldar, og er mögulegt að þeir séu smíðaðir í Englandi eða jafnvel á íslandi, þó það sé ekki vitað með vissu. Kaleikarnir eru tveir og er annar minni. Hann er hægt að skrúfa í sundur og þegar hann var skoðaður kom í ljós að hann er festur saman á annan hátt en upphaflega hefur verið gert. Áður þefur hann verið festur saman með geir- nagla en er nú með skrúfu. Skrúfufestingin á kaleiknum í dag er mun yngri en kaleikurinn sjálfur. Nýja festingin gefur því vísbendingu um að minni kal- eiknum hafi verið breytt og hafi hann upphaflega litið öðruvísi út. Um þetta hefur ekki verið vitað áður. Stærri Hólakaleikurinn er eiginlega alveg eins og sá minni, en þó er aðeins mismunur á skrautverkinu g benda viss smáatriði í stærri kaleiknum til þess að hann sé nýrri. Mjög athyglisvert fannst þeim félögum að mikið af silfri eftir Sigurð Þorsteinsson fannst á Austurlandi, en þaðan var hann einmitt ættaður. Mjög athyglisverða hluti töldu þeir vera að finna í Valþjófsstaðar- kirkju og Vallaneskirkju, báöum á Fljótsdalshéraði. í Valþjófs- staðarkirkju rannsökuðu þeir oblátuöskju og töldu þeir hana vera eina af bestu gripunum sem til eru í kirkjum á íslandi. Á öskjuna eru grafin ljóð og í læsingu hennar er rauður steinn. Er hún gefin til kirkj- unnar af bræðrunúm Pétri og Sigurði Þorsteinsson í minningu um foreldra þeirra. I Vallaneskirkju rannsökuðu þeir skírnarfat úr silfri, einnig eftir Sigurð Þorsteinsson og telja þeir að þetta sé eina skírnarfatið úr silfri á landinu. Fatinu var komið fyrir í skírn- arfonti úr tré og er hann frá sama tíma og telja þeir þetta einstakan listgrip. Geyma kirkjugripi í eldtraustum skápum Eins og áður segir var ekki talið að hér fyndist neitt merki- Sameiginlegt verkefni Dana og íslendinga Villumsen Krog og Þorvaldur Friðriksson sögðu að hér væri um að ræða sameiginlegt verk- efni Dana og íslendinga og ætti eftir að koma báðum þjóðunum til góða. Danir hafa mikinn áhuga á að skrá og ljósmynda gripi eftir sína silfursmiði og njóta íslend- ingar góðs af þeirri miklu þekkinru sem til er í Danmörku á þessu sviði. Töldu þeir félagar að hér væri um að ræða mikilvæga undirstöðurannsókn sem varpað gæti nýju ljósi og aflað nýrra gagna til verslunar- sögu, kirkjusögu og listasögu og ætti eftir að koma fræðimönn- um bæði á íslandi og í Dan- mörku til góða í framtíðinni. Gömul messuvínskanna úr silfri. Kannan er í bingeyrarkirkju í Húnavatnssýslu og er talið að þetta sé eina messuvínskannan af þessu tagi sem til er hér á landi. Catharina kona Laurusar Gottriip, sem var einn af þcim fáu embættismönnum sem urðu vinsælir hér á landi, gaf könnuna til minningar um mann sinn árið 1725, en hann dó 1723. Laurus Gottriip hafði áður gefið kirkjunni marga góða gripi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.