Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 Barna- og fjölskyldusíðan Þórir S. Guðbergsson Rúna Gísladóttir Sendið skrítlur, gátur og spurningar! í þættinum „gamanmál og spurningar" höfðum við hugs- að okkur að taka upp léttara hjal í sumar. Fólk hefur í ýmsu að snúast. Kosninga- undirbúningur með öllu því, sem honum fýlgir í blöðum og fjölmiðlum, þar sem lítill tími er afmarkaður fyrir börn og unglinga — ferðalög og hátíð- ir hvers konar o.s.frv. Þá getur verið gott að slaka ofurlítið á „þöndum taugum“ með því að lesa stuttar skrítl- ur, geta gátur eða fara í spuringaleiki. Best væri að fá skrítlur frá lesendum sjálfum, gátur eða sögur, sem þið eigið í fórum ykkar. Verið nú framkvæmda- söm og setjist niður — hugsið um alla þá, sem ferðast um helgar og í fríunum sínum. Það er fjöldi fólks, sem mundi þiggja sögur og skrítlur á ferðalögum sínum með glöðu geði — og hver veit nema það hafi líka bætandi áhrif á einhverja, sem leiðist eða þá, sem gengur illa! Það er sem sagt alltaf vel þegið að fá efni frá ykkur, lesendur góðir — og almennt er fólk mjög þakklátt fyrir allt slíkt efni, sem birtist hér á síðunni. Sendið sögur, skrítlur, teikningar, frumort ljóð, spurningaleiki og gátur. Segið frá ferðalögum ykkar, stöðun- um, sem þið komið til, dýrun- um, sem þið leikið við, ævin- týrunum, sem þið lendið í o.s.frv. Utanáskriftin er: Barna- og fjölskyldusíða Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, Reykjavík. Svör við gátum. 1. Þeir kunna ekki íslensku! 2. Af því að þær komast ekki undir götuna! 3. Af því að kýr éta fóður! 4. Þangað til hann vaknar! Guðrún Elín Guðmundsdóttir. 7 ára. Smyrlahrauni, Hafnarfirði teiknaði þessa mynd. Mörg börn vinna við það á sumrin að gæta barna fyrir frændfólk sitt og ýmsa aðra. Oft getur það verið vandasamt starf. Við óskum þeim öllum góðs gengis, sem vinna við að gæta barna í sumar! TröUabarnið áKrákueyju Framhaldssaga VII Karlmennirnir tveir taka til við vinnu sína, en hún er erfiðari viðureignar en ætla mætti, og þeir þvælast hvor fyrir öðrum. Malín segir brosandi við Palla:„Hvor þeirra heldurðu að hrapi niður fyrstur?" „Ætli það verði ekki pabbi,“ svarar Palli. Hann kallar til Melker: „Á ég ekki að koma og hjálpa ykkur líka?“ „Nei, þakka þér fyrir,“ segir Melker. „Hér komast ekki fleiri fyrir í einu. Heyrðu mig Pétur. Eiga þessir tígulsteinar að snúa svona eða hins vegar? Og hvernig á að festa þá?“ Pétur klórar sér í hnakkan- um. „Ég hef aldrei fengist við þetta áður,“ svarar hann. „En mér dettur dálítið í hug. Við skulum athuga þakið hinum megin.“ Hann gengur eftir þak- röndinni og hallar sér fram á við. Hann nær taki á steini, lyftir honum örlítið og gægist undir hann. „Hæ, bíddu aðeins," kallar Palli. „Það er vespuhreiður undir þessum steini. Gættu þín!“ En Palli talaði of seint. Um leið og Pétur lyftir steininum kemur vespuhópur suðandi og þyrlast að Pétri eins og svart ský. „Fussum svei,“ hrópar Pét- ur og rís snöggt upp. Hann rekst samstundis á Melker, sem er á hælum hans, og þeir missa báðir jafnvægið, hrasa og velta um koll. Melker fer kollhnýs í loftinu, lendir í runna og veltur loks í net, sem hann flækist í eins og hver annar þorskur. Pétur veltur líka niður, en vespurnar sýna honum enga miskunn. Þær umkringja hann og stinga hann í andlit- ið og hnakkann, í handlegg- ina og á hálsinn. Loks flýr Pétur að vatnstunnu og gerir örvæntingarfulla tilraun til þess að losa sig við þessar ávættir með því að stinga höfðinu á bólakaf. Malín og Palli eru máttlaus af hlátri og koma varla upp nokkru orði. Loks segir Malín hlæjandi: „Þvílíkt og annað eins. Ég á pabba, sem er meira en lítið ruglaður, og síðan giftist ég peyja, sem er jafnvel rugl- aðri! Hvernig skyldi þetta eiginlega enda?“ „Eina huggunin er sú, að þú þarft ekki að eyða pening- unum í sirkus-miða,“ segir Palli. „Trúðarnir eru nú þegar tveir í fjölskyldunni!" Og Stína er alltaf jafn hugmyndarík. Hún segir þeim sögu af manni úr þorpi hennar. Hann var að setja þak á húsið sitt, og þegar hann var að leggja síðustu hönd á verkið, hrundi allt húsið, svo að fjölskylda hans varð að búa í pappakassa!" Dag nokkurn hittir Palli Vestermann. Vestermann er ekki aðeins sjómaður, heldur líka veiðimaður. Hann er nú á göngu með byssu sína á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.